Færsluflokkur: Dægurmál

Veitingahúsið Gullfaxi

Það er sjálfsagt að bjarga Gullfaxa ef hægt er. 80 milljónir eru ekki mikill peningur, einbýlishús í Reykjavík, B727-TFFIE-biar-01kannski? Auðvitað mun slatti bætast við, því það þarf að mála vélina og sennilega gera hana flughæfa. Svo þarf að finna sæti eins og þau sem notuð voru 1967 og endurskapa myndirnar sem voru um borð. Það er alveg viðbúið að verkið myndi ekki kosta innan við 250-300 milljónir. Stórt einbýlishús í Reykjavík?

En það er ekkert sem segir að Gullfaxi muni bara kosta pening. Hvernig væri að endurskapa flugvélamatinn sem boðið var upp á fyrir 40 árum og selja hann um borð þegar vélin er uppgerð og komin á safn? Hvað þyrfti að selja margar máltíðir til að ná inn fyrir kaupverði og lagfæringum? Fyrir utan að þetta myndi auka á upplifum þeirra sem koma á safnið.


mbl.is Fyrsta þota Íslendinga í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leifsstöð er ekkert sprungin!

Eins og kemur fram í fréttinni er Keflavíkurflugvöllur notaður í tvo tíma, tvisvar á dag. Það er alls ekki hægt að segja að flugstöð sem er tóm 20 tíma á dag sé sprugin. Þetta er bara léleg nýting, nema á háannatímum.

Eftir því sem ég get best séð eru tvær lausnir í málinu. Fara út í framkvæmdir sem munu sjálfsagt kosta milljarða, eða að lækka lendingargjöld hlutfallslega utan annatímans.

Ég vinn á Schiphol, með um 40 milljónir farþega á ári. Munurinn á flugvöllunum er ranafjöldi, 11 í Keflavík, um 110 á Schiphol, en líka að Schiphol er í fullri notkun frá morgni til kvölds.

Það að nota rútur er svo ekkert sér fyrirbæri. Á Schiphol þarf líka að nota þessa lausn yfir háannatímann. Þar fyrir utan nota öll lággjaldafélög H-hliðin, sem eru ranalaus. Allt til að spara tíma og kostnað. Ef einhver vill ráða mig í vinnu við að gera Keflavíkurflugvöll betur í stakk búinn til að taka við fjórum milljónum farþega á ári, er ég til í að flytja heim.


mbl.is Leifsstöð sprungin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleikar nærbuxur

Ég er að klóra mér í hausnum meðan ég spái í hvernig ég geti orðað þetta.

Hér er lítil spurning. Er Alþingi íslendinga óhæft? Er komið inn betra fólk eftir síðustu kosningar eða er kannski betra að leggja upp laupana og ganga Brussel á hönd?

Meðan rifist er um hvort börn megi klæðast bleikum og bláum nærbuxum, hvort ráðherra sé frú, hvort byggja eigi göng til Vestmannaeyja og flugvöll á skeri eru lög landsins hálfkveðnar vísur. Það er eitt að alþingi geti ekki lokað reykherbergi (sem það leyfir sjálfu sér að njóta), en þegar ríkisstjórn Íslands skilur ekki hvernig leiga virkar er ég svo hissa að ég fer að skrifa færslu um nærbuxur.

Hvernig er þetta þegar maður leigir bíl? Þarf ég að hendast niður í TM, VÍS eða hvað og tryggja áður en ég get farið af stað? Þarf ég að koma aftur að kvöldi og aftryggja? Nei, ég leigi bílinn, borga uppgefið verð og hef ekki áhyggjur af sköttum, tryggingum og skoðun. Þetta virkar eins með starfsmannaleigur. Segjum að mig vanti mann til að planta einhverjum blómum og byggja hundakofa. Ég nenni ekki að ráða mann í vinnu fyrir dagsverk, gefa hann upp til skatts og borga honum eftirlaun. Ég fer til starfsmannaleigu, borga þeim 2000 kall á tímann, þeir senda mann sem þeir borga 1000 kall á tímann og nota restina til að borga opinber gjöld og skila hagnaði. Einfalt mál, ekki satt?

Stundum eru íslendingar soldil krútt. 


mbl.is Impregilo krefst 1,2 milljarða í endurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgefin?

Er maður ekki yfirgefinn ef fólk fer og enginn vill tala við mann? Er maður líka yfirgefinn þegar maður segir fólki að halda sér í burtu?

En að hafa ekki efni á veislu. Hún var þokkalega vel sett áður en hún hitti Paul. Skilnaðurinn hefði verið löngu útkljáður ef hún hefði tekið þær 120 milljónir punda (minnir mig) sem henni var boðið, en það var ekki nóg.

Því fleiri svona fréttir sem maður sér, því betur skilur maður af hverju Paul var búinn að fá nóg... nú er ég að gera ráð fyrir að hann hafi slitið sambandinu. Veit það ekki.

Eitt að lokum... TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ÁSDÍS! 


mbl.is Ein og yfirgefin á fertugsafmælinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fjandans...

Benazir Bhutto...með allt þetta helvítis pakk sem ekkert getur skilið nema það standi í einhverri helvítis skruddu sem einhverjir valdagráðugir barnanauðgarar settu saman og eru svo notaðar sem stýritæki af hálfvitum sem ekkert vilja nema dauða þeirra sem í vegi standa fyrir því að þeir geti kúgað auðtrúa sálir.

Það var einhver von fyrir Pakistan á meðan Bhutto lifði. Þetta lið er búið að skrifa undir eigin dauðarefsingu. 


mbl.is Hörmuleg áminning um fórnir sem færðar eru fyrir lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól til allra!

Það er leiðinlegt að lesa um hve margir þurfa á hjálp að halda um jólin, en jafnframt gott að vita til þess að til er nóg af fólki sem vill hjálpa. Ég ætlaði að segja að það sé fórn að eyða jólunum í að sjá um aðra, langt frá ættingjum, en sennilega er það ekki rétt. Að hjálpa til hjá Hjálpræðishernum og öðrum er sennilega það mest gefandi sem hægt er að gera um jólin.

Ég sendi bestu kveðjur til allra, héðan úr hinu hvíta Hollandi. Ég þakka þeim 820 sem sótt hafa stuttmyndina og þeim sem hjálpað hafa á árinu sem er að líða.

Ég hefði viljað skrifa meira eða bara eitthvað skemmtilegra, en í kjöltu minni er smábarn sem var ekki komið í heiminn um síðustu jól, og það þarf athygli.

xmas2007


mbl.is Allir eigi samastað um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírslaus heimur?

Fyrir mörgum árum var talað um pappírslausu skrifstofuna. Tölvur áttu að leysa þykkar möppur, skjala sem enginn las, af hólmi. Þetta gerðist ekki, heldur hefur pappírsnotkun aukist stórkostlega. Heilu bækurnar eru prentaðar út, lesnar (eða ekki) og hent. Margir prenta út emilinn. Stofnanir á vegum ríkisins (sem hefur allt í einu áhuga á umhverfinu) krefst þess að allar nótur og reikningar séu geymdir á pappír. Við erum því lengra frá pappírslausu skrifstofunni en nokkurn tíma í fortíðinni, held ég.

Ég setti stuttmyndina Svartan Sand á netið fyrir viku. Ég setti hana ekki á DVD með tilheyrandi bók og pappaumslagi. Hún fór beint á netið. Við, framleiðendur kvikmynda, verðum að líta fram á veginn og reyna að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Síðast þegar ég gáði hafði myndin verið sótt 745 sinnum. Ég bauð fólki upp á að greiða hvað sem það vildi fyrir myndina, 100 kall, 100.000 kall, fólk ræður því sjálft. Nú hafa níu borgað. Við sjáum til hvað gerist á komandi dögum.

Ég er viss um að þetta, eða eitthvað þessu líkt, er framtíðin. Segjum að Hollywood mynd slái í gegn. Hvað verða seld mörg eintök á DVD, sem kostar olíu, timbur og ál til að framleiða? 100.000? Milljón? Tíu milljónir? Það fer gríðarlega mikið hráefni í að framleiða diskana. Svo er það olían sem fer í að flytja þá milli staða. Það má því segja að tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn hafi gríðarleg völd yfir regnskógum og olíuforða jarðarinnar. Sé milljón eintökum af kvikmynd dreift á netinu kostar það sáralítið, ef miðað er við núverandi kerfi. Af hverju að borga 2000 kr. fyrir DVD þegar hægt væri að dreifa myndinni á netinu fyrir 300 kr?

Svartur Sandur er stuttmynd og virkar því svolítið öðru vísi. Venjulega eru þær ekki seldar á DVD, heldur sýndar í sjónvarpi eða á hátíðum. Markaðurinn er sáralítill, svo þær fáu sem gerðar eru sjást aldrei. Fjölmiðlar hafa verið að tala um stuttmyndir sem eru að gera það gott erlendis, en hver hefur séð þær? Hafi fólk ekki verið að horfa á RÚV klukkan 23:30 á þriðjudagskvöldi hefur það sennilega ekki séð hana. Þá er ég að gera ráð fyrir að hún hafi yfir höfuð verið sýnd. En hvað ef fólk borgar 150kr. fyrir stuttmyndir sem því líkar og 300-400kr. fyrir kvikmyndir í fullri lengd?

Ef allir þeir 745 sem sótt hafa myndina borguðu 150kr, værum við komin með fyrir fjórðung kostnaðarins sem lagt var út í. Með betri markaðssetningu væri sennilega lítið mál að ná til 2500 manns og ef þeir allir borguðu 150kr, væri myndin komin á slétt. Við, kvikmyndafólk, höfum það ekkert slæmt. Við erum bara ekki að nota þá möguleika sem til eru.

Svo er það auðvitað næsta spurning. Mun fólk borga ef það er því í sjálfs vald sett, eða þurfum við að halda áfram að loka á neytendur, læsa skrám og hleypa engum inn nema þeim sem greitt hafa fyrir fram? Þurfum við að halda áfram að láta eins og listamenn og fólk sem nýtur verka þeirra séu tveir ólíkir þjóðflokkar sem rembast við að féfletta hvern annan? Getum við treyst fólki til að borga fyrir efni sem það hefur gaman að eða þurfum við (eða viljum við) halda áfram að kæra hina og þessa?

Náttúruvernd þarf ekki að kosta okkur lífskjörin. Ef við breytum áherslunum, hættum að kaupa diska og sækjum þá löglega á netið, erum við að vernda Amazon og aðra regnskóga, spara pening og styrkja listamenn.

Hver tapar á því? 


mbl.is Meira en helmingur Amazon regnskógarins gæti eyðst fyrir 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgar sig að gefa út á netinu?

Eins og margir vita er ég að gera svipaða tilraun og Radiohead. Eftir því sem ég best veit er dæmið að ganga vel hjá þeim félögum. Spurningin er þó, virkar þetta bara ef maður er frægur eða er þetta framtíðin fyrir alla sem eru að búa til frumsamið efni, tónlist eða kvikmyndir?

Villi og JóelÉg setti stuttmyndina Svartan Sand á netið fyrir tæpri viku. Hún hafði verið sótt 732 sinnum fyrr í dag. Eins og fram kemur í athugasemdum við fyrri færslu er hún líka komin inn á nýja íslenska torrent síðu. Ég hef ekki aðgang að henni, svo ég get ekki sagt um hvað er að gerast þar.

Átta manns hafa borgað fyrir myndina, rúmt eitt prósent. Það segir þó ekki alla söguna, því margir hafa sennilega ekki enn haft tækifæri til að sjá hana. Einnig hafa verið gerðar athugasemdir við að einungis er hægt að nota greiðslukort eða PayPal. Væri hægt að millifæra beint í heimabanka myndu fleiri geta borgað.

Ég hef sett inn nýja skoðanakönnun þar sem fólk getur látið vita. Komi í ljós að fólk vill frekar greiða fyrir myndina með millifærslu, mun ég bæta þeim möguleika við.

Af einhverjum ástæðum get ég bara haft eina skoðanakönnun inni í einu, svo sú fyrri þar sem spurt var um álit fólks á myndinni verður sett inn aftur þegar þetta mál er farið að skýrast. 

Takk fyrir áhugann! 


mbl.is Radiohead tilkynnir tónleikaferð um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4 dagar - Anna Brynja Baldursdóttir

Eins og fram hefur komið mun ég setja Svartan Sand á netið á laugardaginn. Ég ætla að reyna að vera með daglega pistla meðan ég geri hana tilbúna.

Er einhver spurning með höfunarrétt? Sá sem býr til efni á réttinn, nema sá hinn sami hafi samið hann af sér. Það er sennilega stóra vandamálið í þessu öllu saman. Listamenn eru að semja af sér sín eigin verk sem lenda svo í höndum stóru útgefendanna sem neitendur hafa enga samúð með. Samúðarleysið á sér margar ástæður, en það sem maður heyrir mest er okur á kaupendum og að listamaðurinn sjálfur sjái aðeins lítið brot teknanna. Það var vegna þessa að ég ákvað Anna Brynja og Jóelað setja Svarta Sandinn á netið. Ég á höfundarréttinn og ef fólk sem nær í mynina borgar, fer það allt til mín og þeirra sem hjálpuðu til við gerð myndarinnar. Kaupandinn er því beint að styrkja gerð fleiri mynda en ekki borga lögfræðikostnað eða eitthvað álíka.

Í dag ætla ég að tala um aðal leikkonuna. Ég hafði snemma samband við þekkta íslenska leikkonu. Ég segi ekki hver hún er, en hún er nafna einnar bloggvinkonu minnar. Hún hafði áhuga, vildi skoða þetta, en á endanum gekk það ekki upp, því hún var að fara í annað verkefni. Ég var því í smá vandræðum. Rúmur mánuður til stefnu, Anna Brynjaég var leikkonulaus og erlendis. Áhugasamir geta farið aftur í tímann á þessu bloggi og séð færslur þar sem ég er að biðja leikkonur um að vera í sambandi. Einn daginn fékk ég emil frá Önnu Brynju. Hún hafði séð sömu auglýsinguna og Jóel og ákvað að reyna, þótt seint væri. Ég hafði ekki um margt að velja, svo hún fékk hlutverkið án þess að ég hefði nokkurn tíma séð hana. Hún hafði verið í Stelpunum og leit vel út, svo ég sló til.

Það kom fljótt í ljós að hún var fullkomin. Hún var í stöðugu sambandi, hafði hugmyndir og vildi vita allt um Emilíu, konunaAnna Brynja í bíl sem hún myndi leika. Ég man eftir einu skiptinu þar sem hún spurði mig hverjar stjórnmálaskoðanir Emilíu væru. Anna Brynja fer eins djúpt og hún kemst til að skapa trúverðugan karakter og það sést þegar horft er á myndina.

Þegar ég kom til Íslands sá ég að hún var rétta manneskjan í hlutverkið. Hún leit út eins og Emilía átti að líta út. Þar að auki var hún brosmild, skemmtileg, blíð og til í allt. Stundum þurftum við að leggja af stað klukkan fimm að morgni, en það var ekki vandamál. Þegar við tókum upp á Eiríksstöðum vorum við lögð af stað um fimm og komin til baka upp út ellefu um kvöldið. Enginn kvartaði. Þvílíkur hópur, hversu heppinn getur maður verið? Þessar tvær vikur var hún leikkona í myndinni og ekkert annað komst að.

AnnaBrynja3smallAnna Brynja notaði hverja mínútu til að fullkomna leikinn. Á löngum bílferðum lagði hún sig, las textann, lærði handritið utan af. Ég held ég hafi aldrei unnið með mannseskju sem gaf sig verkefninu eins algerlega og hún, enda sá ég ekki handrit þegar tökur hófust. Þetta var allt í hausnum á henni. Hún vildi alltaf vita hvað yrði tekið upp og hvenær, svo hún gæti verið eins vel undirbúin og hugsanlegt var. Ef að hlutirnir breyttust, eins og í Bláfjöllum, var hún sveigjanleg og gerði sitt besta. Hennar besta var betra en ég hafði þorað að vona.

Svo má ekki gleyma hárinu. Myndin AnnaBrynjaSmallgerist á fjórum tímabilum. Við ákváðum að hún myndi lita á sér hárið til að skapa andstæður. Hún er ljóshærð og við notuðum það á víkingastúlkuna (nema hvað) og dívuna frá 1927. Konan í bílnum varð auðvitað að vera dökkhærð. Það má því segja að tökur myndarinnar hafi verið skipulagðar með tilliti til háralits Önnu Brynju.

Svo má minnast á að hún er tungumálaséní. Hún sótti um hlutverkið vegna þess að ég var að biðja um enskumælandi leikara. Hún hefði líka getað svarað hefði ég beðið um spænsku, þýsku eða norðurlandamálin.

Það er með hana eins og Jóel, ég vil endilega vinna með henni aftur. Ég er að vinna í því að búa til nýtt verkefni svo við getum sameinast aftur. Get ekki beðið

Fyrri færslur um Svartan Sand:
5 dagar - Jóel Sæmundsson
6 dagar - um gerð Svarta Sandsins
Oft ég Svarta Sandinn leit...


mbl.is Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænmetishommi

Ef ég verð einhvern tíma yfirbossinn á KEF mun ég sjá til þess að dýravinir, grænmetisætur, friðarsinnar, demókratar og svertingjar fái ekki að yfirgefa flugvélina sem þeir komu með. Fjandans frelsiselskandi hyski alltaf. Það er því nokkuð ljóst að ef ég fengi að ráða yrði ekkert af meintum hljómleikum Macca á Íslandi.


mbl.is Paul McCartney fékk ekki að lenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband