4.4.2015 | 14:31
Áróðursmaskínan ræst
Píratar mælast með mikið fylgi. Meira en Sjálfstæðisflokkurinn. Tvö ár eru til kosninga og ekkert sem bendir til að núverandi stjórn lifi þær af. Það var auðvitað fyrirsjáanlegt að Mogginn færi í áróðursstríð.
Fyrstu skotunum hefur verið hleypt af. Píratar eru vændir um að vera gutlflokkur sem ekkert vit hefur á þingmálum. Mynd sem notuð er við fréttina á Facebook er að Jóni Þóri, þingmanni Pírata. Hann er myndarlegur maður, en á myndinni virðist hann vera hálf hissa. Hun er notuð til að koma skilaboðum á framfæri. Fæstir sjá áróðurinn sennilega ekki. Éta bara fréttina upp hráa.
Ástæðan fyrir fylgisaukningu Pírata er að þau eru málefnaleg og taka ekki þátt í leðjuslagnum sem íslensk stjórnmál eiga það til að vera. Vonandi fellur fólk ekki fyrir áróðurstækni Moggans. Eina von íslensku þjóðarinnar er að koma gömlu öflunum út og taka sjálf ábyrgð á framtíð landsins.
Ég læt orð Helga Hrafns, þingmanns Pírata fylgja með. Þau útskýra ástæðuna fyrir hjásetunum ágætlega.
"Þetta er pínlega einfalt. Við erum þriggja manna þingflokkur í 8 fastanefndum og ríkisstjórnin, EES og aðrir þingmenn mega leggja fram mál óháð því hversu mikinn tíma við höfum. - Þannig að þau gera nákvæmlega það. Við erum háð sömu eðlisfræðilegu takmörkunum og annað fólk, nefnilega þeirri að geta ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma og sömuleiðis að búa við 24 klukkustunda sólarhring.
Þetta er engu flóknara heldur en ástæðan fyrir því að ein manneskja getur ekki lyft bíl. Við höfum einfaldlega takmarkaðan mannafla og takmrakaðan tíma. Þetta er hvorki flókið né ætti að koma nokkrum á óvart. Það er nákvæmlega ekki neitt sem við getum gert í þessu annað en að greiða atkvæði án þess að vita hvað við erum að greiða atkvæði um.
Einnig eru nefndarfundir lokaðir þannig að við getum ekki farið yfir fundi sem við neyðumst til að sleppa, t.d. um helgar (ekki að maður hafi ekki miklu meira en nóg að gera þá líka). Aftur; við erum 3 þingmenn í 8 fastanefndum plús öðrum sem ekki eru fastanefndir, plús okkar eigin málefni.
Fólk virðist halda að Alþingi sé sett upp þannig að nægur tími sé búinn til handa öllum til að fjalla nógu vel um hvert mál til að taka upplýsta afstöðu, eða að fjöldi atkvæðagreiðslna taki tillit til stærðar þingflokka. Það er einfaldlega ekki þannig."
Greiðir bara upplýst atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kunna ekki að lesa.
Hörður Einarsson, 5.4.2015 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.