Lögregluríki?

Þegar ég heyrði af handtöku Ómars í dag, skrifaði ég eftirfarandi athugasemd á DV.
 
"Afsakið orðbragðið, en hvaða helvítis lögregluríki er þetta fáránlega drullusamfélag orðið? Hvað í fjandanum hefur Ómar gert til að eiga það skilið að vera handtekinn? Þetta er eins og gamla Sovét og sögurnar sem maður er að heyra frá USA. Sleppið honum strax og biðjist afsökunar, ef þið viljið ekki algerlega missa almenningsálitið í skítinn."
 
Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra lét svo hafa þetta efitir sér. "Við búum greinilega ekki í réttaríki heldur lögregluríki."
 
Ríkisstjórnin fór illa af stað. Tók ákvarðanir sem féllu í grýttan jarðveg. Virðist hafa lítinn áhuga á að efna stórkostlegu loforðin frá í vor.
 
Það er staðreynd að íslendingar eru ekki mikil uppreisnarþjóð. Við höfum leyft hinum og þessum að ráðskast með okkur í aldir. Í fljótu bragði, man ég eftir tveimur undartekningum. Vér mótmælum allir Jóns Sigurðssonar og Búsáhaldabyltingin þar sem Hrunstjórnin hrökklaðist frá völdum.
 
Við höfum sýnt að við getum látið heyra í okkur þegar okkur er misboðið. Ég hef það á tilfinningunni að núverandi stjórnvöld séu að storka örlögunum. Íslenska þjóðin lætur sig hafa allan fjandann, en ef henni er endalaust misboðið, ef heiðarlegt fólk er handtekið með ruddaskap, ef ekkert verður gert til að leiðrétta það sem er að í stjórnsýslunni... þá kann fjandinn að vera laus.
 
Nýlenda skuldaþræla sem stjórnað er með harðri hendi er ekki landið sem við viljum að Ísland verði. Það er löngu kominn tími á að venjulegt fólk með eðlilegar skoðanir fari að stjórna í þessu landi. 

mbl.is Eiður: „Löggan tók mig fyrst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi ríkisstjórn er byggð á blekkingum of ofríki. Hún sýnir hug sinn í verki með því að draga saman fjölmennt lögreglulið til að handsama örfáa friðsama borgara. Hvar sækir Hanna Birna fyrirmyndina? Goebbels eða Pinochet? Má enginn hafa aðra skoðun en valdhafarnir?

Sá valdhafi sem misbeitir valdi sínu á ekkert betra skilið en enn kröftugri mótmæli.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.10.2013 kl. 17:55

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála. Allt sem þessi stjórnvöld fá eftir þetta, eiga þau skilið.

Villi Asgeirsson, 21.10.2013 kl. 18:01

3 Smámynd: Helga Völundardóttir

"Afsakið orðbragðið, en hvaða helvítis lögregluríki er þetta fáránlega drullusamfélag orðið? :) Góð spurning

Helga Völundardóttir, 22.10.2013 kl. 00:11

4 Smámynd: Hvumpinn

Endemis rugl.  Ögmundur vísaði þessu frá sér þegar hann var innanríkisráðherra, Hanna Birna gerði það sama.  Málið er frágengið á réttan hátt hvað sem elliærum hraunvörgum líður.  Kominn tími til að þeim sé mokað í burtu.

Á kannski að bíða eftir að Ómar og Eiður hverfi undir græna?

Hvumpinn, 22.10.2013 kl. 00:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kvitta undir hjá þér Villi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2013 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband