Færsluflokkur: Dægurmál
23.11.2007 | 21:00
Engill Dauðans
Ef heimurinn væri eins og bíómynd...
Stelpan fengi sér Colt .45 þegar hún losnaði úr fangelsi og hvíldist ekki fyrr en allir úr klefanum væru dauðir.
En heimurinn er ekki svoleiðis. Réttlætinu verður aldrei fullnægt, heldur verður hún einfaldlega ein þúsunda kvenna sem lifa sem fórnarlömb um allan heim.
![]() |
15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2007 | 18:59
Loftur Hreinsson...
Ísafold Jökulsdóttir og Öskuskrímslið. Býr þetta fólk nokkuð í Latabæ?
Disclaimer: Ég biðs afsökunar ef þetta fólk er til og fréttin er ekki grín.
![]() |
Á grænni grein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 20:43
Þú skalt kyngja þessu, helvískur!
Um að gera, hafa atkvæðagreiðslur þangað til þeir fá svarið sem þeir vilja. Ef danir neita aftur verður bara farið í aðra auglýsinga- og heilaþvottsherferð og kosið í þriðja sinn.
Lengi lifi lýðræðið.
![]() |
Danska stjórnin vill nýja atkvæðagreiðslu um evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 14:42
Launaþrælar
Það er vont að vita til þess að í alsnægtarþjóðfélaginu á Íslandi hafi 60% þjóðarinnar ekki efni á að kaupa sér húsnæði. Maður hefði haldið að þróunin yrði í hina áttina, en svo er ekki. Hverju er um að kenna? Kapítalisma? Of mikilli íhlutun stjórnvalda? Röngum flokkum í stjórn? Röngum áherslum stjórnvalda þar sem hlutfallslega mörg láglaunastörf eru sköpuð? Hver sem ástæðan er, þá er það greinilegt að á Íslandi er ekki það þjóðfélag sem við vildum, unnum að og héldum að við byggjum í.
Ég er í svipaðri stöðu. Það er að vísu svolítið mér að kenna. Ég var í góðri vinnu, en sagði henni upp. Þegar ég segi góðri, á ég við að hún hafi verið þokkalega borguð. Þetta var leiðinleg vinna og ég hafði lært kvikmyndun, svo ég sagði starfi mínu lausu, fór að vinna hlutavinnu og setti upp eigið kvikmyndafyrirtæki. Í hlutastarfinu er ég með rúmlega helmingi lægra tímakaup en áður. Þetta eru miðlungslaun, en ég gæti aldrei lifað af þeim. Sem betur fer er konan enn á góðum launum, en þó finnum við all hrottalega fyrir peningaleysinu. Þetta, þrátt fyrir að hafa keypt okkar húsnæði fyrir níu árum síðan. Það er því augljóst að báðir aðilar þurfa að hafa góðar tekjur til að lifa af. Ég tek það fram að við erum í Hollandi, en ástandið er síst betra heima.
Af kvikmyndadæminu er það að segja að innkoman þar er ekki upp á marga fiska. Þau störf sem ég vinn fyrir aðra eru illa borguð og vonlaust að lifa af því. Ég tók upp stuttmynd á Íslandi í fyrra. Þá var ég enn í gamla starfinu. Ég gæti ekki gert þetta aftur því það er ekki til peningur. Vandamálið við myndina er að hún er stutt, og því lítill markaður fyrir hana.
Þessi frétt og fréttin um Torrent.is í gær hefur fengið mig til að hugsa málið. Ég ætla að setja myndina á netið 1. desember og leyfa hverjum sem er að ná í hana og horfa á. Hafi fólk gaman af henni vona ég að það borgi fyrir. Svo er ég að reyna að koma henni á hátíðir. Eftir það er ekkert annað að gera en að snúa sér að næsta máli sem verður að vera kvikmynd í fullri lengd. Spurning með að taka á vandamálum líðandi stundar. Hvað er að þjóðfélaginu? Hvernig má bæta það? Ef íslendingar geta ekki lifað af launum sínum, hver getur það þá? Ég er ekki að tala um skandinavíska vandamálamynd, en það gæti verið gaman að kryfja þjóðfélagið og skoða hvað er í gangi. Allar hugmyndir eru velkomnar.
Ég sendi samúðar- og baráttukveðjur til allra sem ekki geta fengið þak yfir höfuðið. Stöndum saman og gerum Ísland að draumalandinu sem það ætti að vera.
![]() |
Meðaltekjur duga ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2007 | 08:35
Er símaskráin lögleg?
Eftir því sem ég best veit brýtur Torrent.is engin lög. Síðan hjálpar manni að finna efni á netinu, en dreifir engu efni sjálf. Er þetta ekki svipað og að banna símaskránna vegna þess að til eru einstaklingar sem nota hana til að finna fórnarlömb, t.d. vegna innbrota, ýmiskonar áreytis og annara glæpa? Ef ég leita að biskupi í símaskránni og brýst svo inn hjá honum vegna þess að hann á sennilega mikið af verðmætum eignum, er þá hægt að kenna símaskránni um, þar sem ég fann heimilisfangið þar? Ef ég ákveð að ræna dóttur forsætisráðherra (á hann dóttur?) og finn heimilisfangið í símaskránni, hverjum er það að kenna?
Nú eru kannski einhverjir sem segja, nei þú getur verið með leyninúmer og þá er ekki hægt að finna þig. Er það þá ekki það sama og þegar Páll Óskar bað um að platan hans væri fjarlægð, sem var gert?
![]() |
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2007 | 19:16
Segir þetta eitthvað?
Eins og segir í fréttinni var spurt hvort væri æskilegra, jarðvarmavirkjanir eða fallvatnavirkjanir, jafn æskilegar eða jafn óæskilegar. Jarðvarmavirkjanirnar unnu, en segir það okkur eitthvað?
Ef ég hefði verið spurður hefði ég svarað eins og meirihlutinn. Það segir hins vegar ekkert um hvað mér finnst um virkjana- og stóriðjustefnuna. Það má því segja að könnunin hafi verið gölluð og að fyrirsögn fréttarinnar segi ekki alla söguna.
![]() |
Stuðningur eykst við jarðvarmavirkjanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 21:23
Getum við gert eitthvað?
Virkjanasinnar vaða áfram án þess að bera virðingu fyrir landi eða þjóð. Virkjanir skulu byggðar sem fyrst og hraðast svo að fólk hafi ekki tíma til að átta sig á hvað er að gerast. Það er til gott orðasamband á ensku sem lýsir svona. Þeir segja "he never knew what hit him".
Virkjanir eru í sjálfu sér ekki slæmar, en það verður að vega og meta hvað skal virkja, hvaða landsvæðum skuli fórnað fyrir hvaða hagsmuni.
Ég vil endilega benda á síðuna Hengill.nu það sem upplýsingar um Bitruvirkjun, og hvernig hægt er að gera athugasemd við hana, er að finna. Frestur rennur út eftir fjóra daga.
![]() |
Fjárfestingar á sviði jarðorku geta numið þúsundum milljarða" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.10.2007 | 23:08
Ekki tala, við getum drepið þá...
Hvað er vandamálið með kúrda? Þetta er smáþjóð sem býr á afskekktu svæði á landamærum Tyrklands og Íraks. Það væri einfalt mál að leysa þetta. Af hverju fá þeir ekki þessa spildu frá báðum löndunum og fá að setja upp eigið ríki? Er betra að neyða þá til að vera minnihlutahópar í tveimur löndum sem hata þá? Er betra að undiroka þá og láta drepa fólk á báða bóga? Af hverju er fólki alltaf svona mikið um að stjórna öðrum?
Það hlýtur að vera olía eða einhver fjandinn á þessu svæði.
![]() |
Ríkisstjórn Tyrklands samþykkir refsiaðgerðir gegn PKK |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2007 | 06:22
Framtíð - Umhverfi - Hugmyndasamkeppni
Kjarnorkan er á undanhaldi, en hvað tekur við? Erfitt að segja.
Ég fann stórmerkilega frétt í gærkvöldi um ísbreiðuna á norðurpólnum. Þar fylgdi líka kort sem sýnir þóun síðustu ára. Mér líst ekkert á þetta. Það er spurning hvort það skipti máli hvort þetta sé okkur að kenna eða ekki, við verðum að bregðast við, hvort heldur sem er. Ég hvet alla til að skoða.
Svo er það IDFA, alþjóðleg hátíð heimildamynda sem haldin er árlega í Amsterdam. Næsta hátíð verður helguð umhverfismálum. Því er kvikmyndafólk beðið um að senda inn litlar heimildamyndir um gróðurhúsaáhrifin. Myndin skal ekki vera lengri en ein múnúta, en skilafrestur er 1. nóvember.
Ég ætla að taka þátt og hef einhverjar hugmyndir, en ég held þeim fyrir mig í bili svo að ég sé ekki að hafa áhrif á ykkar hugsanir. Það væri nefninlega gaman að heyra ef einhverjum dettur eitthvað betra í hug. Myndin yrði gerð á einum degi í Hollandi, svo ég bið fólk að halda þessu einföldu, kraftmiklu og jökulsárlausu (það eru engar jökulár í Hollandi).
Ég er að fara til Spánar á Sunnudag og kem til baka viku síðar. Ég geri ráð fyrir að taka myndina upp og klippa milli 16. og 20. október.
Endilega látið heyra í ykkur!
![]() |
Kæliturnar elsta kjarnorkuvers Breta jafnaðir við jörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.9.2007 | 13:36
Hvernig sameinar maður ríkisrekstur og samkeppni?
Hvernig er hægt að sameina ríkisrekstur og samkeppni í orkumálum? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að vatnsorka og jarðvarmi íslendinga fari kaupum og sölum eins og fiskkvótinn? Það einfalt.
Lög yrðu sett um að öll orka Íslands væri eign þjóðarinnar. Þannig væri tekið fyrir að einkafyrirtæki gætu "eignað sér" borholur og virkjanir. Landsvirkjun yrði áfram í eign ríkisins. Allar virkjanaframkvæmdir yrðu á vegum Landsvirkjunar. Allar raflínur eign Landsvirkjunar. Öll tenging til notenda í eign ríkis eða bæjar- og sveitarfélaga.
Samkeppnin færi fram þannig að smásalar keyptu kílóvöttin á heildsöluverði og seldu áfram til notenda. Stórir smásalar gætu sennilega boðið betra verð, þó að það sé ekki víst. Það færi eftir því hvernig þeir hefðu samið um heildsöluverðið.
Segjum sem svo að Jón kaupi rafmagn af Stuði. Stuð er fyrirtækið sem Jón skiptir við. Hann fær reikninga frá Stuði og hefur ekkert með Landsvirkjun (OR eða hvað) að gera. Mælirinn er í eigu Landsvirkjunar og hún athugar hann einu sinni á ári. Nú er Jón ekki alveg sáttur því Stuð gerði mistök og fólkið í símanum var dónalegt. Hann fer á netið og sér að Neisti, sem er í samkeppni við Stuð, býður betri kjör. Hann segir upp samningnum við Stuð og fer að versla við Neista. Ekkert hefur breyst, nema að hann fær reikning frá öðru fyrirtæki, lægra verð og kannski betri þjónustu.
Neista gengur vel, því þar er boðið upp á góða þjónustu og fólk er að skipta yfir. Neisti fór úr 10.000 notendum í 19.000 notendur á milli ára og getur því samið um lægra heildsöluverð hjá Landsvirkjun. Þetta þýðir meiri hagnað eða lægra verð til neytenda. Fer eftir þvi hvað stjórn Neista vill.
Hver sem er gæti stofnað orkuveitu. Það er spurning með að þurfa að vera með einhvern lágmarksfjölda viðskiptavina svo að hver blokk sé ekki með eigin orkuveitu. Svona er allavega hægt að stuðla að samkeppni án þess að hætta á að orkan okkar verði seld hverjum sem er. Fyrirtæki myndu spretta upp, neytendur hefðu val og Landsvirkjun þyrfti ekki að standa í því að rukka hvern landsmann og gæti einbeitt sér að sínum stóru verkefnum.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Orkuveitur verði í félagslegri meirihlutaeign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)