Færsluflokkur: Dægurmál
13.6.2013 | 21:34
Gúrkan er góð.
Léttist um 8 kíló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2012 | 16:33
Kjósum með, ekki á móti.
Nú er að kjósa. Ef þú vilt ekki Ólaf áfram, er bara ein leið. Ef þú ert ekki með okkur, ertu á móti Nýja Íslandi. Þá styður þú hið gamla, með allri sinni spillingu.
Þetta er einföldun sem oft er slegið fram þegar þarf að hópa fólki um viss málefni. Virkar líka oft. En þetta er meingölluð hugmyndafræði sem elur á ótta. Ef við viljum nýtt Ísland, ef við viljum breytingar, verðum við að hætta að vera hrædd. Það er nefninlega svo auðvelt að stjórna þeim sem hræðast.
Það eru sex frambjóðendur á kjörseðlinum. Ekki tveir. Sex valkostir, með sínum kostum og göllum. Við höfum heyrt þau og séð, vitum nokkurn veginn hvað þau vilja gera verði þau kosin. Það er okkar að móðga ekki lýðræðið og kjósa þann frambjóðanda sem við viljum sjá á Bessastöðum. Ekki kjósa á móti þeim sem við viljum ekki, heldur velja þann sem við viljum. Segja já, ekki nei.
Það tók mig töluverðan tíma að ákveða mig, en ég hef ákveðið að Andrea er minn frambjóðandi. Hún er ekki hrædd við að nýta embættið til að hjálpa heimilunum í landinu. Hún er ekki hrædd við að slá á puttana á ráðherrum sem eru ekki að standa sig. Hún er ekki hrædd við að vera í beinu sambandi við stjórnvöld og setja fram tillögur ef þjóðin fer fram á það. Hún yrði virkur forseti, og það er nákvæmlega það sem við þurfum á komandi árum. Forseti sem er með fingurinn á púlsinum og veitir Alþingi aðhald. Forseti sem lætur sig afkomu og hamingju þjóðarinnar varða. Forseti sem tekur fólkið í landinu fram yfir fjármagnsöflin.
Ég er ekki að kjósa Ólaf með því að velja Andreu. Ég er heldur ekki að kjósa Þóru með því að kjósa ekki Ólaf. Ég er að kjósa jákvæðar breytingar.
Tæp 30.000 atkvæði greidd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2012 | 04:53
Götusalt?
Er Ölgerðin orðin snarklikkuð? Þeir flytja inn iðnaðarsalt og selja sem matarsalt. Þegar einhver vogar sér að segja að iðnaðarsalt sé mestmegnis notað á götur þegar frystir, hóta þeir að senda lögræðinga á viðkomandi.
Þess má geta að hér í Hollandi var ein fyrirsögnin, Íslendingar strá götusalti yfir eggin sín. Ætlar Ölgerðin að eltast við alla þá sem réttilega sýna að þetta salt er ekki ætlað til matargerðar?
Kunna þeir ekkert að skammast sín? Er einhver í stjórnsýslunni sem ætlar að taka á þessu máli?
Ef ekki, þá er það þjóðarinnar að sneiða hjá vörum fyrirtækisins.
http://smugan.is/2012/01/logfraedingar-olgerdarinnar-hota-thoru-arnorsdottur-eftir-vidtal-a-bbc/
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2012 | 10:47
Sandkassaleikur eða...?
Ég var að tala við góða vinkonu mína um daginn. Sagði henni að mér fyndist þingmenn oft vera eins og krakkar í sandkassa. Hún vildi meina að það væri alls ekki málið. Stjórnmál væru tafl þar sem einskis er svifist fyrir völd og vinagreiða. Eitthvað á þá leið var það. Nákvæm orð hafa eflaust skolast til í minningunni. En sandkassaleikur var það ekki.
Hvað eru Ögmundur og fleiri þingmenn að hugsa með því að draga málið til baka? Eru þau að hlýfa fyrrverandi vinnufélaga, og þá á kostnað hvers? Eru þau að gefa í skyn að hrunið þurfi ekki að gera upp? Er málið kannski að þeim finnist óréttlátt að setja Geir H. Haarde fyrir dóm því aðrir ráðherra hrunstjórnarinnar sluppu? Er Ögmundur kannski að vonast til að stjórnin springi svo SJS fari út og hann komist í formannsslaginn og geti gagnrýnt nýja stjórn úr notarlegheitum stjórnarandstöðunnar? Erfitt að segja og ég ætla ekki að væna hann um hluti sem ég hef ekki sannanir eða almennileg rök fyrir.
Eitt er þó víst að sé ástæðan sú að aðrir þingmenn hafi sloppið, er réttarríkið og þingmenn á villigötum. Það er eins og að sleppa eina bankaræningjanum sem náðist af því hinir komust undan.
En um sandkassaleikinn. Hér á eftir fara orðaskipti kjörins þingmanns og áhangenda. Einn þeirra er í forsvari flokks og vill sennilega komast að á þinginu. Ég er viss um að Ögmundur, og flestir aðrir, eru vandaðri en þessi þingkona, en stundum skil ég ekki hvernig sumt fólk kemst inn á þing. Það er allavega alveg á hreinu að það skilur ekki að það er þarna í nafni kjósenda sinna, skilur ekki þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Þeirra verk er að bæta samfélagið sem kaus þau í þessa trúnaðastöðu. Röklausar rökræður, bara til að vera á móti, eru tímasóun og móðgun við kjósendur.
Orð þeirra sem á eftir koma dæma sig sjálf.
Vigdís Hauksdóttir - hvaða status get éf fundið upp á í dag til að tryllla kratana og þeirra miðla :-)
Guðmundur Franklín Jónsson and 15 others like this.
Ruth Bergsdottir - hahhahaaa......
Kristjan Johann Matthíasson - þú ferð nú létt með það
Kristjan Johann Matthíasson - Ræddu bara um Bruzzel og fáránleikhúsið þar
Inga G Halldórsdóttir - það má hræra uppí þeim.. en þau eru jafn blind fyrir því..
Snorri G. Bergsson - kallaðu þá semíkomma, það ætti að duga
Jón Ingi Gíslason - Segðu eitthvað viðeigandi um Láru Hönnu þeirra aðal spunadrottningu í dag......kannske eitthvað ámóta og hún skrifaði í nokkrum færslum um þig í gær....
Jóhannes Ragnarsson - Svo fer skemmtilega í þá að tala um krataeðlið.
Baldur Hermannsson - Það er í góðu lagi að trylla þá vikulega en ekki daglega.
Árni Björn Guðjónsson - Segðu bara að ESB sé eina rétta sambandið fyrir Ísland,sem það er
Árni Björn Guðjónsson - Við þurfum n+yja hugsun og framtíðarsýn í stjórnmálin
Guðmundur Franklín Jónsson - Betri er hálfur krati enn heill.
Ég geri ráð fyrir að það sé í lagi að birta þetta hér, þar sem viðkomadi skrifuðu öll á´opinberan og opinn vegg Vigdísar á Facebook.
Skora á þingmenn VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2011 | 08:44
Lygar
Arabíska vorið er að breytast í vetur. Túnis má kjósa og það er í sjálfu sér gott. Kosningaþáttaka er um 80% sem er framar vonum. En... og það er stórt en. Sá flokkur sem flest atkvæði virðist fá er íhaldssamur trúarflokkur sem vill innleiða sharia lög. Það er talað um nýja stjórnarskrá. Á hverju verður hún byggð? Og hvað gerum við, vesturveldin, ef túnisar kjósa yfir sig hóp öfgamanna? Nú eru "frelsarar" Líbýu að tala um sharía. Til hamingju, NATÓ.
Í vikunni var því lýst yfir að Líbýa væri frelsuð undan oki Gaddafi. Harðstjórinn er dauður. Gott mál, því það hefði verið ansi erfitt fyrir NATÓ að svara fyrir þá stríðsglæpi sem við höfum orðið sek um. Að svara því hvernig stjórn sem innleiddi heilbrigðis- og skólakerfi sem Bandaríkin geta ekki státað sig af og Evrópa er að skera niður gat verið verri en þeir öfgamenn sem nú munu komast til valda.
Málið er að óþekkir "harðstjórar" gátu verið pirrandi því þeir hlustuðu ekki alltaf á okkur. Þeir gerðu það sem þeir vildu, oft það sem þeim fannst vera betra fyrir sína þjóð. Þeir voru ekki algóðir, langt í frá. Gaddafi og Saddam voru báðir morðingjar. En það eru fleiri. Við og vinir okkar í öðrum löndum meðtalin.
Ástæðan fyrir innrásunum í Írak og Líbýu hafa ekkert með mannúðarmál að gera. Þau hafa allt með olíu, gull og deyjandi heimsveldi að gera. Við virðumst vera að steypa okkur út í alheimsstríð til að verja peningakerfi vesturlanda, sem er úr sér gengið.
Við höfum alltaf trúað að ef alheimsstríð brytist út, yrðu það vondir kallar frá öðrum löndum sem við þyrftum að verjast gegn. Við yrðum alltaf góðu bandamennirnir. En við erum að setja stríðið af stað. Við erum að gera innrásir í önnur lönd. Við erum nasistaþýskaland 21. aldarinnar. Og alveg eins og þýska þjóðin á sínum tíma, erum við að falla fyrir lyginni.
Ég læt tvö myndbönd fylgja með. Annað útlistar ástæðurnar fyrir innrásinni í Írak. Hitt er vitnisburður sjónarvotts, fréttakonu sem sá eyðilegginguna og drápin sem við, vesturveldin, NATÓ stóðum fyrir. Þetta stríð var háð í okkar nafni. Okkur ber skylda til að skilja hvað er í gangi. Gerðu þér þann greiða að horfa á þessi myndbönd. Mundu að Ísland studdi bæði stríðin í Írak og Líbýu.
Líbíumenn taki upp sjaríalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2010 | 10:27
Lýst eftir þjóð
Við viljum nýja ríkisstjórn. Við viljum þjóðstjórn, utanþingsstjórn, hægristjórn. Við viljum aðra stjórn. Hvað sem er, bara ekki vinstri velferðarstjórnina.
Eða hvað? Yrði önnur stjórn betri, réttlátari, meira í takt við þjóðina? Erfitt að segja, nema maður viti hvað þjóðin er að hugsa og ég efast um að hún viti það sjálf. Við viljum ekki borga Icesave. Skiljanlegt. Við viljum lífsgæðin sem við vorum vön fyrir hrun. Við viljum loka augunum og þegar við opnum þau aftur eru öll okkar vandamál horfin. Við viljum fara til baka, pota í "load saved game" og halda áfram frá þeim punkti áður en við gerðum mistökin. Leikurinn virðist vera tapaður og ef við bara förum aftur í tímann, kannski til 2006, getum við sleppt Icesave, bjargað bönkunum og lifað í vellystingum.
En lífið er ekki tölvuleikur. Við getum ekki ýtt á "save" takkann áður en við tökum afdrifaríkar ákvarðanir. Kannski eins gott, því það verður voðalega leiðinlegt til lengdar ef maður er alltaf að svindla á leiknum. Maður er nefninlega að svindla á sjálfum sér með því að læra ekki neitt, taka alltaf auðveldustu leiðina.
Hvað er annars vandamálið á Íslandi anno 2010? Er það Icesave? Er það yfirgangur fyrrverandi vinaþjóða okkar? Er það verðtryggingin, skattahækkanir, Steingrímur eða Jóhanna? Eða er vandamálið dýpra og nær okkur sjálfum? Erum við vandamálið?
Einhverntíma bloggaði ég um breytinguna á þjóðinni á fyrstu árum aldarinnar. Ég flutti til Hollands 1997, en fann fljótlega fyrir heimþrá. Hún entist þó ekki lengi. Þetta byrjaði allt þegar nýbyggingar spruttu upp út um allt. Þetta voru ekki hús, þetta voru hallir. Ég hafði oft sagt útlendingum frá því, fullur stolti, að við ættum synfóníu, óperu, fullt að kvikyndahúsum, leikhúsum og guð má vita hvað. En þegar verslanamiðstöð #300 spratt upp og hún var stærri en flest það sem sést í milljónaborgum erlendis, fór ég að hætta að fatta. Já, við vorum æði, gátum haldið úti menningu og verslun sem umheimurinn gat varla dreymt um, en þetta var að fara út í öfgar. Þetta gat aldrei staðið undir sér. Svo var það virkjanaáráttan. Allt skyldi virkja. Hvað var í gangi?
Þjóðin var að missa vitið. Ég sá þjóðfélagið með gestsauganu. Skildi tungumálið og þekkti þjóðarnadann en var ekki nógu oft á landinu til að samdaunast. Í hverri heimsókn sá ég breytingu. Ég hef yfirleitt komið heim tvisvar á ári. Ég man ekki hvenær hlutirnir fóru að breytast, en ég held ég hafi verið farinn að horfa stórum augum á framkvæmdirnar á árunum 2001-2003. Það var um svipað leyti sem þjóðin breyttist.
Alls snérist um peninga, allt kostaði helling, það þótti lítið mál að borga svimandi upphæðir fyrir einföldustu hluti. Það var eins og það væri flott að borga of mikið. Hér í Hollandi pössuðum við okkur á að fara (tiltölulega) vel með peningana. 10-20 evrur fyrir gallabuxur, sem var 800-1500 kr fyrir hrun þótti mikið. Á íslandi var fólk að borga tífalt verð. Án þess að blikka. Þótti sjálfsagður hlutur.
Fjárútlátin voru samt ekki það versta. Eftir því sem peningaflæðið jókst, Range Roverunum fljölgaði, fækkaði brosunum. Það var kominn einhver drambssvipur á þjóðina, stundum jafnvel heift. Ef einhver gekk á mann í Kringlunni, strunsaði sá hinn sami áfram, pirraður yfir því að ég hafi verið að flækjast fyrir. Enda skiljanlegt, sá pirraði var eflaust á leiðinni á mikilvægan fund og ég var fyrir. Í flestum borgum Evrópu hefði fólk stoppað og beðið hvort annað afsökunar. Skiptir ekki máli hver gekk á hvern, þetta er bara sjálfsögð kurteysi. En hún hafði verðið gerð útlæg á Íslandi. Sama við kassana í verslunum. Fólk var dónalegt við starfsfólk, var pirrað, að flýta sér og var móðgandi. Ég vorkenndi fullt af kassadömum á þessum tíma.
Ég ólst upp við sögur að fátæku fólki í burstabæjum sem buðu alla velkomna og deildu því litla sem það átti. Ef þreyttan og kaldan ferðalang bar að garði, var honum boðið inn. Þótt aðeins einn kjötbiti væri til á bænum, var ferðalangnum umsvifalaust boðið að borða. Það hefur líka sýnt sig að því meira sem fólk á, því minna gefur það. Mér varð oft hugsað til gamla Íslands, þar sem fólk bjó við raka og kulda, átti varla í sig og á, en virtist vera hamingjusamara. Það var hamingjusamara, því það átti hvort annað. Því maður er manns gaman. Range Roverarnir, Ipottarnir og utanlandsferðirnar voru allt í lagi, en þetta "drasl" kom ekki í staðinn fyrir mannlega þáttinn, samskipti við annað fólk.
Íslenska þjóðin er sterk. Við erum gestrisnir harðjaxlar sem getum hvað sem er. Inni við beinið. Við erum bara orðin svo feit að það er djúpt á alvöru íslendinginum í okkur. Nú er að hefjast nýtt ár. Ekkert merkilegt, svo sem. Bara einhver tala á almanaki. En hvernig væri að nota það sem nýtt upphaf. Reyna að finna íslendinginn í okkur? Ekki þjösnarlegu frekjudós síðustu ára, heldur það sem býr í okkur öllum. Brosandi harðjaxla liðinna alda. Ef við stöndum saman, getum við hvað sem er.
Gleðilegt ár. Megi 2011 vera upphafið á einhverju betra.
Vill nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2009 | 16:02
Gleðilegt ár?
Ætla ekkert að kommenta á heimsfréttirnar frá árinu 2009. Það vita allir að Samfó gerði allt til að selja okkur ESB, að VG sveik öll loforð, að Framstæðisflokkarnir þvoðu af sér alla sekt vegna hrunsins og létu eins og það kæmi þeim ekki við, að enginn sem máli skiptir hefur verið dreginn til saka, að forsetinn sem setti það fordæmi að ekki þyrfti að skrifa undir öll lög virðist ætla að skella við skollaeyrum þegar þjóðin grátbiður um að hlustað sé. Við vitum líka að Landsbankinn er galtómur og Icesave verður skellt á þjóðina. Við vitum að Wouter Bos vill endilega breyta bankakerfi Evrópu svo að lönd lendi ekki í vanda, komi til kerfishruns. Það segir hann við hollendingana sína, meðan hann snýr upp á handlegg íslensku þjóðarinnar. Gordon Brown borgar innistæðueigendum sem greitt hafa í breska ríkskassann, en ekki öðrum. Íbúar Isle of Man fá ekkert þegar banki hrynur, því þeir heyra undir krúnuna, ekki þingið, og hafa því ekki borgað skatta í Bretlandi. Það virðist þó ekki stoppa hann í að krefja íslendinga um greiðslu, þótt bretar hafi yfirleitt ekki verið að borga skatta á íslandi.
2009 var skemmtilegt ár fyrir Ísland.
Það var líka stórfínt hér. Stærsta verkefni sem ég hafði unnið að var sett á hilluna. Ekki opinberlega. Það bara gerðist ekkert. Engin hljómleikamynd var gefin út. Mér leiddist meira í útlandinu en nokkru sinni. Klúðraði kannski soldið sjálfur og hef endað í einhverju svartholi í árslok. En það er bara eins og lífið er. Upp og niður. Hef þó það sem þarf til að gera 2010 frábært ár. Allavega þegar fer að líða á. Þekki fólk sem ég þekkti ekki eða þekkti lítið sem mun hjálpa mér að lyfta mér á hærra plan. Veit hvað ég vil og vil ekki. Það er allavega ágætis byrjun, ekki satt?
Stundum þarf að brjóta allt niður og byrja upp á nýtt.
Vér óskum landsmönnum öllum gæfu og hamingju á nýja árinu. Megi það verða betra en það sem á undan er gengið.
Völvan spáir spennandi tímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 07:22
Flís
Mikið er ég sammála stílistanum. Landið er að fara á hausinn og fólk lætur sér detta í hug að klæðast flís! Það vita allir að fólk sem klæðist gömlum kókflöskum vinnur ekki eins vel og hugsar ekki eins skýrt og þeir sem klæðast jakkafötum og drögtum.
Fötin skapa manninn. Eða var það öfugt?
Vill ekki sjá flíspeysur og grámyglu á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 11:18
Konan mín...
...hefur líka stórkostlegan smekk fyrir karlmönnum. Enda er hún orðin dauðuppgefin á mér.
Annars get ég alveg sagt henni Heather af hverju hún er svona vinsæl. Money, hunny. Hver vill ekki deita ljósku sem er ekkert rosalega ljót og á tugi milljóna punda inná bók. Maður lætur sig hafa ýmislegt fyrir það, meira að segja kéllu sem þykist ekkert skilja. Að deita Heather er ágætis fjárfesting á þessum tímum samdráttar og atvinnuleysis.
Svo eru örugglega einhverjir sem vilja monta sig af þvi að vera kviðmágar Palla.
Mills hrifin af nýju kærustu McCartney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 06:49
Sleppum bara loðfeldinum
Allir sem eitthvað til þekkja í kínverskri framleiðslu vita að það eru engar reglur um meðferð dýra. Það er illa séð um þau, þau eru flað lifandi, þau eru pyntuð vegna galls sem drýpur úr sári sem hefur lækningamátt eða eitthvað. Kannski að gaukurinn trúi að hann geti hossast lengur ef eitthvað dýr deyr kvalafullum dauðdaga fyrir hann. Þegar þú kemur inn á fínan veitingastað, velur þú þér dýr sem enn er lifandi, og því er slátrað fyrir þig.
Ég hef bara eitt að segja um þessar ferðir Cintamani. Ef Apple og önnur storfyrirtæki eiga fullt í fangi með að halda verksmiðueigendum hérna megin við mannrétindi, get ég ekki ímyndað mér að lítið íslenskt fyrirtæki hafi mikið að segja. Eða hafa aðstandendur farið í skoðunarferð þangað án þess að láta vita fyrir fram?
Harma umfjöllun um Cintamani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)