Hvernig sameinar maður ríkisrekstur og samkeppni?

Hvernig er hægt að sameina ríkisrekstur og samkeppni í orkumálum? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að vatnsorka og jarðvarmi íslendinga fari kaupum og sölum eins og fiskkvótinn? Það einfalt.

Lög yrðu sett um að öll orka Íslands væri eign þjóðarinnar. Þannig væri tekið fyrir að einkafyrirtæki gætu "eignað sér" borholur og virkjanir. Landsvirkjun yrði áfram í eign ríkisins. Allar virkjanaframkvæmdir yrðu á vegum Landsvirkjunar. Allar raflínur eign Landsvirkjunar. Öll tenging til notenda í eign ríkis eða bæjar- og sveitarfélaga.

Samkeppnin færi fram þannig að smásalar keyptu kílóvöttin á heildsöluverði og seldu áfram til notenda. Stórir smásalar gætu sennilega boðið betra verð, þó að það sé ekki víst. Það færi eftir því hvernig þeir hefðu samið um heildsöluverðið.

Segjum sem svo að Jón kaupi rafmagn af Stuði. Stuð er fyrirtækið sem Jón skiptir við. Hann fær reikninga frá Stuði og hefur ekkert með Landsvirkjun (OR eða hvað) að gera. Mælirinn er í eigu Landsvirkjunar og hún athugar hann einu sinni á ári. Nú er Jón ekki alveg sáttur því Stuð gerði mistök og fólkið í símanum var dónalegt. Hann fer á netið og sér að Neisti, sem er í samkeppni við Stuð, býður betri kjör. Hann segir upp samningnum við Stuð og fer að versla við Neista. Ekkert hefur breyst, nema að hann fær reikning frá öðru fyrirtæki, lægra verð og kannski betri þjónustu.

Neista gengur vel, því þar er boðið upp á góða þjónustu og fólk er að skipta yfir. Neisti fór úr 10.000 notendum í 19.000 notendur á milli ára og getur því samið um lægra heildsöluverð hjá Landsvirkjun. Þetta þýðir meiri hagnað eða lægra verð til neytenda. Fer eftir þvi hvað stjórn Neista vill.

Hver sem er gæti stofnað orkuveitu. Það er spurning með að þurfa að vera með einhvern lágmarksfjölda viðskiptavina svo að hver blokk sé ekki með eigin orkuveitu. Svona er allavega hægt að stuðla að samkeppni án þess að hætta á að orkan okkar verði seld hverjum sem er. Fyrirtæki myndu spretta upp, neytendur hefðu val og Landsvirkjun þyrfti ekki að standa í því að rukka hvern landsmann og gæti einbeitt sér að sínum stóru verkefnum. 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Orkuveitur verði í félagslegri meirihlutaeign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Styð þessa hugsun um fyrirkomulag, en vandinn er töluverður varðandi Landsvirkjum sem og önnur fyrirtæki Ríkis og Sveitarfélaga.

Vandinn er óhæfir stjórnendur sem eru ráðnir út frá flokkslínum og eða ættartengslum, og fara svo að haga sér eins og Ríki í Ríkinu vegna skorts á eftirliti og aðhaldsleysis stjórnvalda.

Mesti vandi okkar eru Alþingismenn sem eru ekki að sinna löggjafarhlutverkinu, heldur eru að vasast í rekstri opinberra fyrirtækja án hæfni til að gera slíkt.

Ráðum hæfa stjórnendur til starfa á árangurstengdum launum og rekum bæði þingmenn sem og sveitarstjórnarmenn  til að sinna þeim störfum sem við kusum þá til, að setja stjórnendum leiðbeinandi reglur og lög, sem og setja fram skýra stefnu um markmið rekstrar og kröfur um arðsemi.

Alþingi á að krefja eftirlitsstofnanir um úttektir og stöðumat á fyrirtækjum og stofnunum Ríkisins reglulega sem og handahófskennt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.9.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband