Er símaskráin lögleg?

Eftir því sem ég best veit brýtur Torrent.is engin lög. Síðan hjálpar manni að finna efni á netinu, en dreifir engu efni sjálf. Er þetta ekki svipað og að banna símaskránna vegna þess að til eru einstaklingar sem nota hana til að finna fórnarlömb, t.d. vegna innbrota, ýmiskonar áreytis og annara glæpa? Ef ég leita að biskupi í símaskránni og brýst svo inn hjá honum vegna þess að hann á sennilega mikið af verðmætum eignum, er þá hægt að kenna símaskránni um, þar sem ég fann heimilisfangið þar? Ef ég ákveð að ræna dóttur forsætisráðherra (á hann dóttur?) og finn heimilisfangið í símaskránni, hverjum er það að kenna?

Nú eru kannski einhverjir sem segja, nei þú getur verið með leyninúmer og þá er ekki hægt að finna þig. Er það þá ekki það sama og þegar Páll Óskar bað um að platan hans væri fjarlægð, sem var gert? 


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

góðir punktar þarna hjá þér, ekki spurning allt símaskránni að kenna, lögbann ána

Sverrir Þorleifsson, 20.11.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Þetta kallast útúrsnúningur.

Líttu á málið á annan hátt. Skiptu fjölfaldaðri tónlist út fyrir eitthvað anna td. stolinn bíl. Það að hafa milligöngu um stolinn bíl er refsivert og það þætti í meira lagi refsivert ef ég væri með heimasíðu sem hefði milligöngu um slíka sölu. 

Það stendur á geisladiskum að öll fjöldföldun sé bönnuð og að hafa milligöngu gerir mann bara meðsekann myndi ég telja.

Hitt er svo aftur annað mál hvort ég persónulega sé á móti síðunni sem slíkri. Ég hef margoft notað svona síður og þá sótt mér efni sem ég annaðhvort langar að heyra eða eignast. Þetta efni endar oftar en ekki sem innkeyptur diskur uppí hillu hjá mér eða fer í ruslið fyrr eða síðar. Þetta er í mínum tilfellum svipað því að fara útí plötubúð og hlusta á vöruna áður en hún er keypt.

Oftast er þetta efni þó efni sem ég hefði aldrei keypt og því er einginn að tapa peningum í þeim tilfellum. Ef um tónlist er að ræða þá er ég eftilvill bara líklegri til að fylgjast með hljómsveitinni seinna meir ef um gott efni er að ræða. Það ætti því að teljast ávinningur fyrir hljómsveitina að ég hafi halað tónlistinni niður. En svona mál eiga sé margar hliðar.

Ég sárvorkenni íslenskum tónlistarmönnum sem reyna eftir besta magni að lifa af á tónlist sinni en lenda svo í að vera ekki að fá krónu þó megnið af landsmönnum eigi tónlist þeirra á tölvutæku formi.

Stefán Þór Steindórsson, 20.11.2007 kl. 09:29

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það virkar ekki að bera þetta saman við bílaþjófnað. Ef þú stelur bílnum mínum er hann farinn og ég á ekki bíl lengur. Það er ekki gott, því ég kemst ekki leiðar minnar og þarf að kaupa mér nýjan bíl. Það sama á við um bílaumboð. Það borgaði fyrir bílinn og hefur því ekki bara tapað sölulaununum, heldur innkaupsverði bílsins.

Þetta Torrent mál á meira við um stuttmyndina mína, Svartan Sand. Ef þú sækir hana á netið og horfir á hana þarf ég ekki að kaupa mér nýja mynd, niðurhalið sem slíkt kostaði mig ekki krónu. Það er einn munur. Það er alls ekki víst að þú hefðir keypt myndina hefði hún ekki verið á torrent síðu. Það að þú hafir séð myndina er ekki mitt tap, heldur minn gróði, þótt þú hafir, strangt tiltekið, stolið henni. Það er hugsanlegt að þér líki myndin og hafir uppgötvað mig sem leikstjóra og kaupir þar með myndina því hún er þess virði. Annar möguleiki er að þú munir fylgjast með framtíðarverkum mínum. Það getur ekki verið neitt annað en gott mál.

Villi Asgeirsson, 20.11.2007 kl. 09:51

4 identicon

En þarf maður ekki að deila til að mega nota þessa síðu? Er það ekki þannig að ef þú deilir ekki þá er þér beinlínis bannað að nota þessa Istorrent síðu? Er þá ekki verið að stuðla að ólöglegri háttsemi?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:21

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Held það sé þannig að um leið og ég byrja að dánlóda einhverju, er það sem ég er kominn með opið fyrir aðra. Segjum að ég sé að ná í Sgt. Peppers og er kominn í 20%, þ.e. titillagið og With a Little Help from my Friends er komið inn. Ég er að núna að ná í LSD, en aðrir sem eru að ná í sama disk geta náð í tvö fyrstu lögin hjá mér. Þetta fylgist því að, sækja og senda. Þetta ferli hefur hins vegar ekkert með Torrent.is að gera. Það eina sem sú síða gerði var að láta mig vita hvar Sgt. Peppers er að finna.

Villi Asgeirsson, 20.11.2007 kl. 10:31

6 identicon

Stefán:  Fyrst að þú líkir þessu við stolinn bíl þá ætla ég að gera það líka.

Það má líkja Istorrent við vefsíðu þar sem að fólk má setja inn bílaauglýsingar. Það er gert ráð fyrir að fólk setji ekki inn auglýsingar fyrir stolna bíla og það er hægt að tilkynna það til stjórnenda síðunnar ef að það er verið að auglýsa stolna bíla þar.

Ef að einhver auglýsir stolinn bíl þá er það varla vefsíðunni að kenna og hún er varla að fremja lögbrot?  

Sigurður (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 12:05

7 Smámynd: Number Seven

Ég vil kvetja alla til þessa að kynna sér í raun hvað síður eins og Torrent standa fyrir áður en að það myndar sér skoðun á hlutunum.  Það er engin skylda að ná í ólöglegt efni eða dreyfa ólöglegu efni.  Þvert á móti.  Síðan stendur einmitt opin þeim sem vilja dreifa sínu eigin efni - hvað sem það svo er.  Getur verið tónlis - myndbönd - hvað sem er.  Það er ekkert ólöglegt við það.  Og eigendur síðunnar taka það fram að það er ekki þeirra að athuga hvort efnið sem sett er inn sé höfundarréttarbundið.  Enda eru engin lög á Íslandi sem segja að eigandi netsíðu þrufi að gera slíkt.  Ekki frekar en að símafyrirtækin eru skyldug í lögum til þess að hlera síma fólks og athuga hvort það er að gera eitthvað ólöglegt.   Auðvitað er að finna þarna höfundarréttarbundið efni. Það er ekki spurning um það.  Hins vegar eru þúsundir slíkra síðna um allan heim og lokun á Istorrent skiptir engu máli.  Netheimar eru einfaldlega þannig í dag að ef fólk vill ná sér í slíkt efni þá gerir það slíkt.  Hvort sem það er á íslenskum síðum eða erlendum sem eru margfalt stærri í sniðum og eru enn opnar eftir tilraunir til að fá þeim lokað.  

Number Seven, 20.11.2007 kl. 15:06

8 identicon

Í Hvað var Torrent.is notað? Nær eingöngu til dreifingu á höfundavernduðu efni í óþökk útgefanda og/eða framleiðanda. Það sama má ekki segja um símaskránna og því er þessi samlíking fáránleg.

Það eru til fullt af síðum þar sem einungis löglegt efni má finna og að setja upp eina slíka á Íslandi væri ekki erfitt. Sannleikurinn er sá að fólk hefur ekki áhuga á því og leitar eftir ólöglegu efni.

Að stöðva ólöglegt upphál eða draga stórlega úr því hefði verið leikur einn (mátti finna barnaklám* á torrent.is?), en engar raunverulegar tilraunir voru gerðar til þess, þessi síða var frá upphafi og fram að lokun notuð sem dreifingasíða á ólöglegu efni og að vera milligönguaðili að slíku eins og öðrum glæpum ætti að vera ólöglegt.

Það að ólögleg athæfi fara fram á vefsíðu og að vefsíða sé tileinkuð og sköpuð til dreifingar á slíku er ekki sambærilegt.

 Ef framleiðandi á forriti, tónlist eða myndefni vill að því sé dreift (t.d. open source software, steal this movie og gífurlegt magn af tónlist) þá er það gott og blessað ENN ef framleiðandi vill ekki að því sé dreift án hans leifi þá er ekkert að því líka.

Sannleikurinn er að notendur torrent.is höfðu mestmegnis bara áhuga á höfundavenduðu efni og því var síðunni lokað.

*Tek það fram að dreifing (eða það að stuðla að dreifingu) á höfundavenduðu efni og barnaklámi er á engan hátt sambærilegt í mínum huga.  

Gunnar (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:48

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góð ábending.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 23:15

10 identicon

Góð ábending Villi, og enginn útúrsnúningur.  Dómsstólar (eiga að?) vinna svona, á staðreyndum, ekki tilfinningum.  Ég hugsa að ef Microsoft myndi gera úttekt hjá okkar heilögustu stofnunum, þá gætu þeir fundið þar misræmi við sína skilmála.  Þegar sumir voru ungir, þá höfðu smáís (eða svipaðir félagar) áhyggjur af "stuldi" úr útvarpi með hinum hræðilegu "kasettutækjum", og sömdu við útvarpsstöðvar að gjamma inn í lögin, og leggja skatt á þessi dauðatæki sem éta af köku tónlistariðnaðarins, án kvóta.

og enn greiðum við þessa skatta af geisladiskum og dvd, og hd held ég líka.

spurning hvort þetta er ekki allt orðið löglegt og fínt, þegar þú dl þessu á stef-greiddan miðil (veit að þeim finnst það ekki, en aftur, þetta er eitthvað sem dæma þarf um).

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 07:44

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Spurning með að gera tilraun. Setja Svarta sandinn á síðuna og sjá hvað margir sækja hann og borga svo. Þá vitum við allavega hvrt fólk er tilbuið að borga fyrir verk sem það nær sér í. Fylgist með blogginu eða www.oktoberfilms.com. Hjálpið mér svo endilega með að dreifa boðskapnum þegar þar að kemur.

Villi Asgeirsson, 21.11.2007 kl. 09:43

12 identicon

Flottar myndir hjá þér :-)  Var ekki búinn að sjá þetta.  Nú skil ég hví þú ert svona með á nótunum með tákn og grafík.

Allavega, ég myndi halda að torrent og annað í þeim dúr sé ekki óvinur þeirra sem vilja dreifa sjálfir.  Ég bæði keypti dvd-ið af Alex Jones, og dl því frá síðunni hans, eina umkvörtunarefnið gagnvart honum er að ég hefði viljað dl dvd gæðum beint frá honum, losna við póstburðargjald, tollskýrslugerðargjald og vask (samtals eru þessir þættir dýrari en það sem hann seldi dvd á). 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:08

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er ekki áskrifandi að InfoWars, svo ég veit ekki í hvaða gæðum hægt er að dánlóda myndinni. Bjánalegt að aukakostnaður sé hærri en diskurinn. Endgame er samt þess virði. Fín afþreying...

Mér var að detta í hug að setja DVD image á netið svo fólk gæti brennt myndina beint á disk í fullum gæðum. Það þýðir auðvitað að Maggi Kristjáns fær mín höfundalaun, en hvað um það. Annars er ég með iPod útgáfu af myndinni. Spurning með að setja skoðanakönnun á bloggið og sjá hvað fólki finnst.

Villi Asgeirsson, 21.11.2007 kl. 21:00

14 identicon

Ef álagning á margmiðlunarefni á íslandi væri ekki svona sjúk, (tonlist, dvd ,leikir ofl ) , þá sæjum við minna af þessu downloadi .

tölvuleikir eru farnir að kosta allt að 8500 kr.  ( leikur i xbox td.) dagsvinna fyrir meðalmanneskju ca.

og gengi dollarans aldrei verið lægra .

Samráð í gangi í markaðnum hér heima !

olafur dagsins (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband