Gleðileg Jól til allra!

Það er leiðinlegt að lesa um hve margir þurfa á hjálp að halda um jólin, en jafnframt gott að vita til þess að til er nóg af fólki sem vill hjálpa. Ég ætlaði að segja að það sé fórn að eyða jólunum í að sjá um aðra, langt frá ættingjum, en sennilega er það ekki rétt. Að hjálpa til hjá Hjálpræðishernum og öðrum er sennilega það mest gefandi sem hægt er að gera um jólin.

Ég sendi bestu kveðjur til allra, héðan úr hinu hvíta Hollandi. Ég þakka þeim 820 sem sótt hafa stuttmyndina og þeim sem hjálpað hafa á árinu sem er að líða.

Ég hefði viljað skrifa meira eða bara eitthvað skemmtilegra, en í kjöltu minni er smábarn sem var ekki komið í heiminn um síðustu jól, og það þarf athygli.

xmas2007


mbl.is Allir eigi samastað um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best  Present 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gleðileg Jól og gangi þér vel með ungviðið, konuna og kvikmyndirnar, vonandi fer hún ekki áður en ég hef tíma til að kíkja.

Þakka þér bloggið sem er afar fróðlegt og skemmtilegt.

Bestu Jóla og Nýársóskir og gangi þér vel!

Eva Benjamínsdóttir, 23.12.2007 kl. 01:24

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar. Það er yndislegt að hafa smábarn á jólunum. Megi næsta ár færa ykkur lukku.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.12.2007 kl. 13:10

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæl Jórunn og til hamingju með erfingjann!

 Veistu, ég á engan karl og engin karl á mig. Ég er barnlaus en á öll börn. Ég á tólf systkinabörn og börnum þeirra er ég ömmusystir. Ég á tvær systur á lífi, önnur er tvíburasystir mín, hún dvelur mikið á Spáni og hin býr í Litla Skerjó og þar verð ég í jólaboði.

Ég þekki námsmannalíf, var sjálf átta ár í Listaháskóla í Boston fyrir rúmum tuttugu árum.

Gangi ykkur rosalega vel,

Og farsælt 2008!

Eva Benjamínsdóttir, 23.12.2007 kl. 22:14

5 Smámynd: Túrilla

Gleðileg jól, Villi minn, og til hamingju með lögerfingjann. Þú hefur sem sagt gengið í gegnum tvær fæðingar á þessu ári - barn og kvikmynd   Vona að þið fjölskyldan hafið það gott í Hollandi þessi jólin, sem og auðvitað öll önnur. Gangi þér allt í haginn, kæri bloggvinur.

Túrilla, 24.12.2007 kl. 21:56

6 Smámynd: Halla Rut

Bestu kveðjur þil þín.

Halla Rut , 26.12.2007 kl. 21:05

7 identicon

Seint svara sumir. Gleðilegt nýtt ár öll sem eitt!

Ég vildi bara lauma því hér að, að í augnablikinu hefur myndin verið sótt 102 sinnum á torrent síðunum íslensku. Ég vona svo að það bætist við styrkir þegar jólin fara að detta úr fólki :D 

BizNiz (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband