Bleikar nærbuxur

Ég er að klóra mér í hausnum meðan ég spái í hvernig ég geti orðað þetta.

Hér er lítil spurning. Er Alþingi íslendinga óhæft? Er komið inn betra fólk eftir síðustu kosningar eða er kannski betra að leggja upp laupana og ganga Brussel á hönd?

Meðan rifist er um hvort börn megi klæðast bleikum og bláum nærbuxum, hvort ráðherra sé frú, hvort byggja eigi göng til Vestmannaeyja og flugvöll á skeri eru lög landsins hálfkveðnar vísur. Það er eitt að alþingi geti ekki lokað reykherbergi (sem það leyfir sjálfu sér að njóta), en þegar ríkisstjórn Íslands skilur ekki hvernig leiga virkar er ég svo hissa að ég fer að skrifa færslu um nærbuxur.

Hvernig er þetta þegar maður leigir bíl? Þarf ég að hendast niður í TM, VÍS eða hvað og tryggja áður en ég get farið af stað? Þarf ég að koma aftur að kvöldi og aftryggja? Nei, ég leigi bílinn, borga uppgefið verð og hef ekki áhyggjur af sköttum, tryggingum og skoðun. Þetta virkar eins með starfsmannaleigur. Segjum að mig vanti mann til að planta einhverjum blómum og byggja hundakofa. Ég nenni ekki að ráða mann í vinnu fyrir dagsverk, gefa hann upp til skatts og borga honum eftirlaun. Ég fer til starfsmannaleigu, borga þeim 2000 kall á tímann, þeir senda mann sem þeir borga 1000 kall á tímann og nota restina til að borga opinber gjöld og skila hagnaði. Einfalt mál, ekki satt?

Stundum eru íslendingar soldil krútt. 


mbl.is Impregilo krefst 1,2 milljarða í endurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að sk(r)atturinn hefur gríðarlega valdstöðu gagnvart venjulegum íslendingum og íslenskum fyrirtækjum.  Það vita allir sem hafa reynt að rökræða við sk(r)att eða toll. 

Impregnento er risastór auðhringur, nú fáum við að sjá risana berjast, sennilega verður ríkið að stinga heykvíslar-skotti milli skeifuklæddra lappa.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 06:26

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góðir punktar

Einar Bragi Bragason., 31.1.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband