6 dagar - um gerð Svarta Sandsins

Eins og fram hefur komið mun ég setja Svartan Sand á netið á laugardaginn. Ég ætla að reyna að vera með daglega pistla meðan ég geri hana tilbúna.

Stuttmyndin Svartur Sandur er að hluta til byggð á eigin reynslu. Það var að minnsta kosti lítið atvik í mínu lífi sem varð grunnurinn. Fyrsta uppkastið var skrifað í febrúar 2006 og handritið var að mestu leyti tilbúið í mars. Ég fór í páskafrí til Íslans og hitti þar aðalleikarann Jóel Sæmundsson. Stuttu seinna fékk Anna Brynja Baldursdóttir aðal kvenhlutverkið vegna fyrri reynslu. Ég hafði aldrei séð hana leika, en hún hafði verið í Stelpunum, svo hún hlaut að vera í lagi.

Myndin er það sem stundum er kallað búningadrama, hún gerist að miklu leyti fyrr á öldum. Hún var tekin upp á Íslandi í ágúst 2006. Upptökustaðir voru meðal annars Skógasafn, Eiríksstaðir (Eiríks Rauða) og Reynisfjara við Vík í Mýrdal. Ýmsir tökustaðir í og við Reykjavík voru líka notaðir, þar á meðal Café Pravda sem brann seinna. Bílaatriðin voru tekin upp á Bláfjallaveginum.

Tónlistin var samin og spiluð af Guy Fletcher, hljómborðsleikara Dire Straits og seinna Mark Knopfler. Hann hefur reynslu af kvikmyndatónlist og mun ég ræða það í seinni pistli.

Myndin var tekin upp á Sony HDV vél sem ég keypti fyrir tveimur árum. Það er því til High Definition (hágæða?) útgáfa af myndinni. Hafi einhver áhuga, látið bara vita. Myndin var svo klippt í Final Cut Pro. Upphaflega klippti ég grófa útgáfu þar sem klipparinn, Johan, er hollenskur og skildi ekki mælt mál. Hann tók svo við og klippti myndina að mestu leyti með hjálp handritsins á ensku. Ég tók svo við myndinni í vor og kláraði dæmið. Ég vildi fínpússa myndina sjálfur þar sem litir og smáatriði skipta miklu máli og hafa meira með leikstjórn en klippingu að gera. Svo voru líka atriði sem voru of löng eða pössuðu ekki og ég þorði að henda þeim, þetta var mín mynd.

Myndin var tilbúin í ágúst 2007, heilu ári eftir upptökur. Ástæðan er einföld, enginn fékk borgað svo fólk gerði þetta þegar tími var aflögu. Þetta var skemmtileg reynsla og ég er þakklátur öllum sem komu að gerð myndarinnar, en ég vona að ég geti borgð fólki næst.

Eins og ég sagði að ofan mun myndin verða sett á netið 1. desember. Þetta verður iPod útgáfa, hún ætti að spilast á öllum tölvum, en hún er gerð fyrir iPod spilara. Fyrirkomulagið verður þannig að fólk getur sótt myndina frítt. Boðið verður upp á að fólk geti lagt í púkkið með PayPal. Þeir sem borga 1200,- eða meira fá sendan DVD disk. Þeir sem borga minna eiga þakklæti mitt allt. Ég vil reyna að ná einverju af fjárfestingunni til baka og ef vel gengur, borga fólkinu sem hjálpaði til.

Ég vona að þeir sem lesa þetta komi aftur og nái í myndina. Ef þið eruð bloggarar, endilega látið ykkar lesendur vita. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Frábært framtak. Það verður gaman að kíkja á hana.

Hrannar Baldursson, 25.11.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta verður spennandi að sjá.  Gott framtak.

Marinó Már Marinósson, 26.11.2007 kl. 10:25

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gaman að heyra. Ég vona að þið njótið myndarinnar.

Villi Asgeirsson, 26.11.2007 kl. 14:06

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

ÉG  er mjög spennt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.11.2007 kl. 14:50

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband