Færsluflokkur: Sjónvarp

Uninspired by Iceland

Ísland er land tækifæranna. Gæti allavega verið það ef við værum ekki að drepast úr möppudýramennsku og húmorsleysi.

Milljónir, sjálfsagt hundruð milljóna, eru settar í landkynningu. Inspired by Iceland. Allt gott og blessað, en það virðist vera jafn innihaldslaust og fótósjoppað súpermódel að gefa til kynna að maður komist inn undir hjá henni og hverri sem er með boddíspreyinu sem verið er að auglýsa. Við þykjumst vera rosa hipp og kúl og segjum að Ísland sé land frelsisins og whatever. En á sama tíma erum við að spá í að kæra tökulið Top Gear sem nær sennilega til fleira fólks en auglýsingaherferð ESB-sleikjanna. Margfalt.

Hafi verið unnin spjöll, sem ég efast um, eru það ekkert í líkingu við það sem íslendingar sjálfir og löggan gerðu. Þar fyrir utan eru meira krefjandi mál sem bíða afgreiðslu á Íslandi. En við viljum ekki styggja "fjármagnseigendur".

Það er ekki hægt að segja að ég sé "inspired by Iceland" þessa dagana. 


mbl.is Löggan skoðar Top-gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geisp...

Ég reyni að tuða ekkert allt of mikið, en ég læt mig hafa að tuða núna. Þetta forrit, gera ljóta feita og bólugrafna manneskju fallega er svo gamalt. Það hafa verið gerðar þúsund seríur um allan heim sem allar eru eins. Þetta er auðvitað sjónvarpsefni sem fólk horfir á, nennir kannski ekkert endilega að horfa, en er ekki alveg nógu leiðinlegt til að skipta um stöð. Öll erum við með minnimáttarkomplexa og við horfum á þetta venjulega fólk verða fallegt og hugsum að svona viljum við líka verða. Þetta er svona séð og heyrt dæmi, ekkert innihald, en fólk virðist falla fyrir þessu.

Það er svo mikið að gerast á Íslandi. Heil þjóð í hremmingum. Hvernig væri að skoða hvernig kreppan er að fara með fólkið í landinu? Það er svo mikið af skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Sagan okkar er full af dramatík sem virkilega gaman væri að heyra um. Gamla Ísland, land ómaganna, er að hverfa. Fólkið sem fæddist í torfbæjum er að hverfa. Við erum að verða of sein að ná því fólki á filmu. Ef ég væri á Íslandi, eða einhver nennti að styrkja mig... 


mbl.is Íslendingar í yfirhalningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mínSýn

Ég hef aldrei skilið af hverju sjónvapsefni og kvikmyndir þurfi að kosta svona mikið. Launaliðurinn er dýrastur, eins og sést á fréttinni. Hér á eftir kemur smá smtterí sem ég setti inn sem athugasemd hjá Ómari, þýtt og staðfært fyrir þessa síðu. Ekki endilega um Pál, heldur bara smá pælingar um RÚV.

Hefur einhvern tíma verið áhersla RÚV að sýna íslenskt efni af einhverju ráði? Dýr innanhúss framleiðsla ekki svo mikilvæg. Nóg er til að sjálfstæðu efni á Íslandi. Hvað eru framleiddar margar boðlegar stuttmyndir á íslandi ár hvert og hversu margar eru sýndar á RÚV?

Hafa allar betri sjálfstæðar heimildamyndir verið sýndar á RÚV? Væri gaman að heyra hvað Hjálmtýr hjá Seylunni segði um það.

Á Íslandi er starfandi kvikmyndaskóli. Það þarf enginn að segja mér að útskrifaðir nemendur séu allir starfandi hjá stærri fyrirtækjum. Þeir eru að framleiða eigið efni sem aldrei er sýnt, nema kannski á örfáum kvikmyndahátíðum erlendis.

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um sjö milljón króna hugmynd mína. Ég taldi mig geta framleitt kvikmynd í fullri lengd fyrir þann pening og færði rök fyrir því. Málið er að efni þarf ekki að vera dýrt í framleiðslu. Það er voðalega gott og gaman að hafa ljósabíl sem lýsir upp risastóru leikmyndina svo að 35mm filmurnar fái nóg ljós, en það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Ef David Lynch getur tekið upp kvikmyndina Inland Empire á Sony PD-150 (3CCD miniDV vél), og Danny Boyle 28 Days Later á Canon XL-1s (líka 3CCD miniDV), þurfum við ekki að vera að flottræflast með allt það dýrasta og fínasta. Ég á betri vél en þessar, sem tekur upp í HD og tölvu sem klippir það án þess að hiksta, svo ekki getur vélbúnaðurinn verið dýr.

Tæknin sem notuð er við tökur skiptir minnstu máli. Það er sagan og leikurinn sem skilur á milli góðra og lélegra mynda.

RÚV á að vera sjónvarp (og útvarp) allra landsmanna og leggja áherslu á íslenskt efni, enda er það nær okkur, sennilega ódýrara og fjárfesting í menningu og framtíð þjóðarinnari.

 

Ég skal taka við starfi útvarpsstjóra, skaffa minn eigin bíl og "sætta ming við" 700.000 á mánuði. Þannig sparast tæpar 14 milljónir á ári. Ég mun efla fréttadeildina og gera hana óháða og stórauka íslenskt efni í dagskránni. Ég hef það á tilfinningunni að Ómar yrði endurráðinn ef hann hefði áhuga.

Áhugasamir sendi samning til undirritunar á veffang vinstra megin á síðunni.

PS. Til Hamingju Ísland með 90 ár fullveldis! 

 


mbl.is Árslaun útvarpsstjóra 18 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar hliðar skoðaðar og þetta líka... og svo burt með spillingarliðið!

Ég ætla að blogga út frá fyrirsögninni, ekki fréttinni. Ég nenni nebblekki að leika hagfræðiprófessor í bili.

Því svo bar til um þær mundir að ég fór að dullast í kvikmyndagerð. Gangi allt eftir, klára ég handritið að Undir Svörtum Sandi fyrir jól. Ef allt fer ekki í rugl kem ég svo að taka hana upp í sumar. En þetta er auðvitað bara ein mynd. Allir eru að gera bara eina mynd af og til. Þeir duglegustu rembast kannski við að verpa einu eggi á 2-3 ára fresti. Eggið er svo gullið að það stendur aldrei undir sér, svo styrki þarf til. Þetta er auðvitað handónýtt. Maður fékk útrás fyrir sköpunarkláðann og allir geta verið stoltir af því að við íslendingar séum svo æðisleg, en þetta stendur ekki undir sér. Ekki gott þegar allir eru á hausnum.

Ég var veikur í gær og er enn ekki búinn að jafna mig. Ligg þó ekki lengur á sófanum í hálfgerðu móki á milli ælukasta, svo þetta er allt í áttina. Ég notaði timann og horfði á Casablanca, klassíkina með ofurtöffaranum Bogart og hinni ofurfallegu Ingrid Bergman. Þetta er tvöfaldur viðhafnarDVD og ég lét mig hafa það að skoða aukaefnið á seinni diskinum. Þar var farið í líf Hömpa og gamla stúdíókerfið í Hollywood þar sem myndunum var dælt út. Ein mynd frumsýnd í viku. Ég fór að hugsa.

Við eigum ekkert að vera að vesenast í þessum Títanik myndum, allavega ekki bara. Ef einhver á stofnfé handa mér vil ég setja upp fyrirtækið "10". Það myndi pumpa út 10 kvikmyndum á ári og ekki setja meira en 10 milljónir í hverja mynd. Þetta er auðvitað bráðsnjöll hugmynd og framkvæmanleg. Allir eru atvinnulausir og heimta ekki tíuþúsundkall á tímann. Við værum ekkert að vesenast í að byggja rosalegar leikmyndir. Handritin yrðu skrifuð þannig að staðir sem eru til yrðu notaðir. Það má nota eitthvað af tæknibrellum ef þær kosta ekki milljónir á pixel og klessa einstaka bíl ef hann er ekki of dýr. Það væri hægt að gera spennumyndir, gamanmyndir, drama og hvað sem er. Það sem öllu máli skiptir er að handritin yrðu góð.

Ef kostnaður er ekki yfir 10 milljónir á mynd ætti þetta að standa undir sér því myndirnar yrðu sýndar í bíó, sjónvarpi og færu á DVD. 

Er ekki einhver til í þetta?  


mbl.is Allar hliðar séu skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri fyrir Skjá 1

Eitt af því sem nefnt er í fréttinni er óvissa með verð erlends efnis. Það hlýtur að verða 2-3x dýrara en áður, eins og annað. En er þetta ástand endilega alslæmt?

Í morgun skrifaði ég um hugmynd Bjarkar og félaga þar sem atvinnulausum yrðu greidd 10-50% laun ofan á atvinnuleysisbætur. Þetta myndi halda fólki í vinnu og fyrirtæki gætu farið í verkefni sem annars væru of dýr.

Árlega eru framleiddir tugir eða hundruð stuttmynda á Íslandi. Þær sjást hvergi. Hvernig væri ef Skjár 1 tæki sig til og keypti fullt af stuttmyndum sem þegar hafa verið gerðar? Þeir gætu svo keypt myndir sem enn eru ógerðar, en eru ekki mjög dýrar í framleiðslu því launakostnaður er lægri en áður. Svo væri hægt að framleiða framhaldsþætti og kvikmyndir fyrir brot þess kostnaðar sem áður var.

Þetta er gullið tækifæri fyrir Skjá 1. Þar sem ekkert starfsfólk er eftir, geta þeir byjað með autt blað og gert það sem þeir vilja. Svona ná þeir sér í ódýrt efni, skapa fólki atvinnu og sér velvild þjóðarinnar.


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn hét...

Maðurinn sem lést í Gori hét Stan Storimans og vann sem kvikmyndatökumaður fyrir RTL Nieuws. Hann var 39 ára. Hann má sjá á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í Hebron.


mbl.is Hollenskur fréttamaður lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar, óskabarn Íslands?

Er einhver sem hefur snert þjóðina eins og Ómar? Hann fékk mig til að grenja úr hlátri á grænu og rauðu plötunum og í sjónvarpi. Pabbi vann sem útsendingarstjóri hjá Sjónvarpinu og ég fékk stundum að fara með. Sjónvarpsheimurinn var stórkostlegur. Eitt sinn var ég í stjórnklefanum, við hliðina á herberginu sem þulurnar notuðu til að segja frá dagskrá kvöldsins. Við upphaf dagsrár var spilað lag og ég fékk að velja það. Ég valdi Refinn í Hænsnakofanum. Ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára. Á svipuðum tíma var ég að uppgötva grænu og rauðu plöturnar með lögum eins og Botníu, Þremur Músum, Þremur Hjólum og Skíðakeppninni. Ég skrifaði athugasemd við færslu á síðunni hans í gær. Læt hluta hennar fylgja með.

Til hamingju Ómar! Þú átt þau margfalt skilið. Það tekur ótrúleganviljastyrk og þor að gera það sem þú ert að gera. Það er mikill munur áað vera elskaður og dáður sem skemmtikraftur og fréttamaður, og að veraumdeildur og jafnvel fyrirlitinn fyrir að vera "latte þambandi skáld101 hippi haus í skýjum" og allt það. Ég efast um að það sé til mikiðaf fólki sem hefði þorað að fórna því sem þú fórnaðir fyrirsannfæringuna. Það hefði verið mikið þægilegra að breyta engu og njótaefri áranna í friði. Þú átt virðingu skilið, hvort sem fólk er sammálaþér eða ekki. Það sem Bono sagði við David Bowie á 50 ára afmæli hinssíðarnefnda á svo sannarlega við um þig. "The world should get down ontheir knees and kiss your arse". Set þetta inn á frummálinu því þettaþýðist svo illa.

Rakst á þetta gamla gullkorn á netinu. Njótið!

 


mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel heppnað grín?

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð þáttinn, þar sem ég er að rolast um í Hollandi. Það er þó deginum ljósara að ef Spaugstofan er þetta mikið í umræðunni eru þeir að gera eitthvað rétt. Var það ekki David Bowie sjálfur sem sagði að það væri ekkert til sem héti slæmt umtal? Meðan fólk er að tala um mann er allt í góðu. Ekkert er verra en að vera gleymdur í skemmtanabransanum. Stjórnmálamenn verða auðvitað að gera ráð fyrir að gert sé grín af þeim, sérstaklega ef þeim gengur vel og tekst að næla sér í lykilstöður.

Þetta er auðvitað smámál miðað við það sem er að gerast hér í Hollandi. Maður að nafni Gert Wilders, sem er svolítið líkur Ólafi, hefur verið mikið í fréttum síðustu árin. Hann er töluvert til hægri og hefur eytt miklum tíma í að tala á móti Islam. Hann er nú að vinna við kvikmynd um trú Múhameðs og hans áhangendur og er andrúmsloftið svo lævi blandið að honum hefur verið ráðlegt að fara úr landi. það sé bara tímaspursmál hvenær hann hljóti sömu örlög og Pim Vertuin og Theo van Gogh, sem voru báðir myrtir af öfgamönnum. Ég tók reyndar á móti honum um daginn þar sem hann var að koma inn á Schiphol og það biðu tveir svartir BMWar, sennilega skotheldir, eftir honum við útganginn. Hann fór ekki gegn um flugstöðina.

Það er svo af mér að frétta að ég er gleymdur. Allavega miðað við suma. Stuttmyndin Svartur Sandur er endanlega tilbúin, diskarnir eru tilbúnir og fara í póst á morgun eða hinn og ég er að senda hana á kvikmyndahátíðir. Mér datt í hug að senda hana á Winnipeg International Film Festival sem fer fram í maí og júní. Spurning hvað vestur-íslendingunum finnst um hana. Ég er með fleiri hátíðir í sigtinu, en meira um það seinna. Allavega, þeir sem pöntuðu myndina í desember ættu að fá hana inn um lúguna eftir helgi.

BlackSandStill01Svo er það málið með íslenska bankareikninginn. Hann er tilbúinn, ég hef fengið aðgang að gamla Búnaðarbankareikningnum mínum á Selfossi. Þeir sem vilja myndina á DVD eða vilja einfaldlega styrkja íslenska, sjálfstæða stuttmyndagerð er bent á að leggja hvað það sem aflögu er fært inn á reikning:

0325-26-000039

Á íslensku er þetta reikningur 39 í Kaupþing banka á Selfossi. Sé fólk að leggja inn, vinsamlega látið mig vita. Emilinn er að finna efst á þessari síðu. Vilji fólk sjá sýnishorn, bendi ég á færsluna að neðan.

Ég vonast svo til að sjá dóma hér á blogginu þegar diskurinn er kominn í hús! 


mbl.is Ekki yfir strikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt myndband við nýja tónlist með nýjum litum og stöfum

Fyrirsögnin segir allt. Þá er ekkert annað að gera en endurtaka sig.

Guy Fletcher sendi mér nýja útgáfu af Black Sand Theme, lokalaginu af nýja diskinum hans. Ég setti það inn í myndina, en þar sem ég var að fikta hvort eð var, fór ég að fikta meira. Ég lék mér með liti og gerði myndina eitthvað dramatískari með því að breyta þeim. Svo var ég ekki sáttur við stafagerðina og breytti henni. Að lokum gerði ég trailer, sýnishorn, myndband, eitthvað við nýju tónlistina. Gæðin eru auðvitað frekar hallærisleg, enda er þetta tekið að youTube. Þetta gefur þó hugmynd um hvernig hlutirnir líta út í endanlegu útgáfunni.

Svo er um að gera að fylgjast með blogginu í vikunni. Ég mun henda inn reikningsnúmeri fyrir 61% lesenda sem vilja borga en ekki með korti. Kannski að ég setji líka myndbandið að neðan á netið í HD gæðum. Hver veit?

Þar sem myndin er tilbúin, sænski textinn kominn í hús og Svarts Sands Þemað tilbúið og myndin tilbúin fyrir DVD, en líka meira en líklegt að diskarnir fari í póst í vikunni.

Takk fyrir að fylgjast með!

 


Tónlist Svarta Sandsins gefin út!

Gleðilegt ár, lesandi góður.

Ég var að heyra frá Guy Fletcher, þeim sem samdi tónlistina við stuttmyndina. Hann hefur verið að vinna við upptökur á sólóplötu undanfarið. Það mætti halda að Mark Knopfler héldi honum ekki við efnið, en það er Guy Fletcher - Inamorataalls ekki málið. Þeir hafa verið að spila á "prómótúr" undanfarið og fara á hljómleikaferð á næstu vikum, þar sem nýjasta plata Knopflers, Kill to get Crimson, verður kynnt. Maðurinn er bara ekkert annað en vinnualki, virðist vera.

Platan, Inamorata, kemur út 28. janúar. Lokalagið verður Black Sand Theme, eða Theme from Black Sand. Veit ekki. Allavega, titillagið úr stuttmyndinni verður lokalagið á diskinum. Hann sagði mér að það hefði verið tekið upp aftur, nú með fiðluleikara og flautu. Það á að hljóma mikið betur. Ég fæ lagið í vikunni og mun setja það inn í myndina. Fyrst maður er að opna verkefnið aftur, er alveg eins gott að sjá hvað hægt er að gera til að bæta myndina. Ég var að spá í að leika mér með litaval og gera myndina fallegri. Ég klippi hana ekki til, þetta hefur eingöngu með útlit að gera. Þeir sem pantað hafa diskinn fá hann þegar þessari vinnu er lokið. Svo er ég að bíða eftir sænska textanum.

Þeir sem hafa séð myndina, er eitthvað sem ykkur finnst að þurfi að bæta? Nú er síðasta tækifærið til að breyta einherju. Svo er auðvitað um að gera að kíkja á heimasíðu Guy Fletcher og panta sér disk.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband