Færsluflokkur: Sjónvarp

Criterion

Spines_ShortMovies

Fyrir nokkru síðan fékk ég þá flugu í höfuðið að íslenskar myndir þyrfti að varðveita. Það er þekkt mál að filma skemmist með tímanum, svo ekki er upphaflega formið gott til geymslu. Svo finnst mér líka að list sé lítils virði fái fólk ekki að njóta hennar.

366_box_128x180Eitt besta átak sem ég veit um er Criterion safnið. Merkilegum myndum er safnað saman, þær hreinsaðar og lagfærðar eins vel og nútímatækni leyfir. Myndin er svo sett á high-definition stafrænt form til geymslu. Að lokum er myndin svo gefin út á DVD í betri gæðum en áður hafa sést og með miklu aukaefni. Það skemmtilega við Criterion safnið er að um er að ræða myndir allstaðar að úr heiminum, hvort sem það er Hollywood, Bollywood, Japan eða Svíþjóð. Það minnst skemmtilega er að það sem þetta er bandarískt átak, eru myndirnar einungis fáanlegar á Region 1 NTSC diskum.

Ég fékk sem sagt þessa hugmynd. Hvernið væri að skanna inn bestu eða merkilegustu íslensku kvikmyndirnar, sjá til þess að þær varðveitist og gefa út á diskum sem eru þeim sæmandi.  Þetta þyrftu ekki bara að vera kvikmyndir, heldur mætti gefa út stuttmyndasöfn og fleira.

En ég á engan pening, svo það þarf einhver annar að taka þetta að sér. 


mbl.is Kvikmyndafortíðin varðveitt til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVARTUR SANDUR

Hér að neðan er hægt að nálgast stuttmyndina Svartur Sandur. Myndin var kvikmynduð á Íslandi í ágúst 2006 en var sett á netið á fullveldisdaginn, fyrsta des. 2007.

Anna Brynja í bílBíllinn æðir áfram á ógnarhraða á fjallveginum. Pétur tekur ekki eftir konunni sem stendur við veginn fyrr en það er of seint. Sem betur fer meiddist enginn. Emilía fær far, þar sem bíllinn hennar fer ekki í gang. Fljótlega fer hún þó að haga sér undarlega.

Hvað hefur andvana barnið, jarðað seint á 18. öld með þau að gera? Eða parið í kirkjugarðinum rétt fyrir 1930? Þegar þau upplifa bílslysið aftur, verða þau að horfast í augu við kaldan raunveruleikann.

Náið í stuttmyndina Svartur Sandur...

HÉR

Listi yfir alla sem tóku þátt í gerð myndarinnar (í stafrófsröð):

Anna Brynja Baldursdóttir: aðal kvenhlutverk
Guy Fletcher: samdi tónlist fyrir myndina
Hans Ris: aðstoð við upptökur, bóma
Helena Dögg Harðardóttir: hárgreiðsla
Johan Kriegelstein: klipping, bóma
Jóel Sæmundsson: aðal karlhlutverk
Kristinn Ingi Þórarinsson: bóma
Kristín Viðja Harðardóttir: leikkona í aukahlutverki
Oddný Lína Sigurvinsdóttir: leikkona í aukahlutverki
Rhona Wiersma: leikmunir, skripta
Sonja Berglind Hauksdóttir: farði
Villi Asgeirsson: kvikmyndataka, leikstjórn, klipping, framleiðandi, höfundur
William Kowalski: aðstoð við handrit

Black Sand SkógarEinnig vil ég þakka Ásdísi Ásgeirsdóttur og Eyþóri Birgissyni fyrir keyrsluna og gistinguna, Hrefnu Ólafsdóttur fyrir að redda hlutunum á síðustu stundu, Guðgeiri Sumarliðasyni fyrir að segja mér frá konunni á heiðinni, Sigurlínu Konráðsdóttur fyrir minkinn, Leikfélagi Selfoss fyrir búningana, Eiríksstöðum í Haukadal fyrir aðstöðuna, Skógasafni sömuleiðis, Café Pravda líka, Þorkeli Guðgeirssyni fyrir afnot af skrifstofunni, Sigrúnu Guðgeirsdóttur fyrir hjálpina við að finna tökustaði, Erlingi Gíslasyni og Brynju Benediktsdóttur fyrir æfingahúsnæðið og öllum hinum sem ég gleymdi að nefna.

Ég vona að þið njótið myndarinnar. Endilega skrifið hér að neðan hvað ykkur finnst.


Strætó og Netið - Svartur Sandur og Hellvar

Það er gaman að fylgjast með því hvernig fólk kynnir sig og sína list. Það er um að gera að fara ótroðnar slóðir, gera það sem ekki hefur verið gert áður. Ég óska Hellvari alls hins besta og vona að bílveikin láti ekki sjá sig.

Þá er komið að því. Stuttmyndin Svartur Sandur er á netinu.

Eins og ég minntist á í gær er þetta tilraun. Þegar torrent.is var lokað, reis fólk upp og hrópaði að SMÁÍS. Íslendingar eru ekki þjófar! Við erum tilbúin til að borga fyrir það sem ekki er okrað á. Við myndum styrkja listamenn ef ekki væri fyrir milliliðina.

Í dag gefst fólki tækifæri til að sanna sitt mál. Sýnum þeim sem sjá vilja að íslendingum sé treysandi. Við þurfum ekki ritvörn. Við þurfum ekki diskaskatt. Á næstu dögum mun ég fylgjast með niðurhali á myndinni og birta hér á síðunni. Einnig mun ég láta vita hvað fólk er að borga.

Hægt er að nálgast myndina hér. Hún er í iPod formi og ætti því að spilast með Quicktime spilaranum. Hægt er að setja hana inn á iPod spilarann gegn um iTunes. Þeir sem ná í hana, geta því haft hana og horft á um ókomna framtíð.

Ég þakka stuðninginn.


mbl.is Tónleikar í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1 dagur - Tjáningafrelsi

Þetta er sorgleg frétt og erfitt að átta sig á því hvað fær fólk til að haga sér eins og þeir sem krefjast að kennslukona verði skotin fyrir litlar sakir, ef sakir skyldi kalla. Þetta er auðvitað ekkert annað en gamla, góða múgæsingin sem fékk þýsku þjóðina til að loka augunum á fjórða áratugnum og skipti heiminum í kommúnista og kapitalista. Á meðan fólk er tilbúið að hlusta á rödd þess sem hæst öskrar, frekar en eigin samvisku, er ekki við góðu að búast. Frelsi er það dýrmætasta sem við eigum og við verðum að vernda það með kjafti og klóm. Svo er það spurning hvar múgæsing sleppur og eigin sannfæring tekur við. Hvernig getur samviska manns sagt að skjóta eigi kennara fyrir að skíra bangsa eftir Mohammed, Jésu, Búdda, Dalai Lama eða David Beckham? Hvað er búið að kenna fólki og hvernig? Hver græðir á því, nema sá sem kennir? Eða á að orða þetta svona; hvers konar heilaþvottur hefur verið í gangi þarna? Fólk vill í eðli sínu ekki drepa fólk, en það má sannfæra fólk um ýmislegt ef þjóðfélagið sefur á verðinum. Villi í BlafjöllumEinstaklingsfrelsið er heilagt og það ber okkur að vernda.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég er að setja stuttmyndina á netið. Ég vil ekki að tónlistar- og kvikmyndaútgáfa sé í höndum fárra stórfyrirtækja sem segja höfundi og leikstjóra hvað má og hvað ekki. Ég vil ekki að dreifing sé í höndum fólks sem sér list sem afurð, og því meiri sala, því betri er listin. Ég er á móti boðum og bönnum. Það hljómar kannski barnalega, en ég trúi á fólk. Ekki á ríkisstjórnir, stofnanir og fyrirtæki, heldur fólk. Við eru öll spillt upp að vissu marki. Við verðum að vera það. Þjóðfélagið sem við höfum búið til býður ekki upp á annað. Þó vil ég trúa því að fólk sé að eðlisfari sanngjarnt og réttlátt.

Þegar torrent málið fór af stað voru uppi háværar raddir um að torrent.is síðan hafi ekki verið ólögleg. Notendur voru að ná í efni sem þeir höfðu þegar greitt fyrir með áskriftum af sjónvarpsstöðvum, kaupum á geisladiskum og öðru. Margir sögðu að þeir hefðu ekki áhuga á að borga milliliðum. Hefðu þeir möguleika á að kaupa beint af listamanninum myndu þeir gera það. Ég tek það fram að ég fæ ekkert af diskaskattinum og meðan myndin er ekki sýnd í íslensku sjónvarpi hafa afnotagjöld ekki skilað sér til mín.

FarðiÁ morgun fer stuttmyndin Svartur Sandur á netið. Þetta er tilraun. Ég hef verið að gera myndir og myndrænt efni í nokkur ár í Hollandi og hef þar af leiðandi áhuga á sölu og dreifingu þessa efnis. Netið er komið til að vera. Niðurhal er komið til að vera. Við sem búum til efnið höfum ekkert um það að segja. Við getum látið sem ekkert hafi gerst og haldið áfram að selja okkar diska, við getum reynt að stoppa flóðið eða notfært okkur þau nýju tækifæri sem eflaust leynast á netinu. Ég held að framtíðin verði einhver málamiðlun áskrifta, auglýsinga og gamaldags sölu diska. Þegar lögbann var sett á torrent.is mótmæltu margir og bloggið logaði. Frá morgundeginum geta íslendingar sannað að þeir séu tilbúnir til að ná í efni á netinu á þess að þurfa að kaupa diska, og að þeim sé treystandi í hinum stafræna heimi sem hræðir okkur kvikmyndagerðar- og tónlistarmenn. Ég mun setja tölur inn eftir viku þar sem hægt verður að sjá hversu margir hafi náð í myndina og hvort greitt hafi verið fyrir. Þessi tilraun mun segja mér hvort netið sé raunhæfur vettvangur fyrir nýjar myndir, hvort það gefi óþekktum listamönnum möguleika á að dreifa eigin efni og hvort það geti verið áhugavert að framleiða efni fyrir netið. Ég hef trú á þessu, en verð að viðurkenna að ég hræðist þetta pínulítið. Sjáum hvað setur. 


mbl.is Krefjast aftöku Gibbons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 dagar - Guy Fletcher

Eins og fram hefur komið mun ég setja Svartan Sand á netið á laugardaginn. Ég ætla að reyna að vera með daglega pistla meðan ég geri hana tilbúna.

Tónlist er mikilvægur hluti kvikmyndarinnar. Hún setur tóninn, byggir upp spennu og hjálpar til við að búa til rétta andrúmsloftið. Tónlist sem passar myndinni getur lyft henni á hærra plan og er Jaws Guy Fletcher lengst til vinstrisennilega þekktasta dæmið. Fólk var hrætt við stefið, enda sást hákarlinn varla í myndinni. Slæm tónlist eða tónlist sem ekki passar getur skemmt annars ágæta mynd. Ég sá einhverja mynd um daginn þar sem tónlistin passaði engan veginn. Þetta var ágætis mynd en tónlistin var svo úr takt að ég var feginn þegar myndin var búin. Ég man ekki hvaða mynd þetta var. Það var því augljóst frá upphafi að tónlistin yrði að passa og vera góð.

Þau sem hafa skoðað Oktober Films síðuna hafa sennilega séð tónleikaupptökurnar af hollensku hljómsveitinni Nits. Upphaflega var ætlunin að söngvai og gítarleikari þeirrar hljómsveitar semdi tónlistina, en þegar til kom var enginn timi. Ég sneri mér því að næsta manni...

Guy Fletcher gekk til liðs við Dire Straits árið 1984. Hann spilar því hljómborð á Brothers in Arms og öllum plötum Mark Knopfler síðan. Ég hafði séð Knopfler á hljómleikum árið 2005 og þeim gamla tókst að gera mið að aðdáenda. Ég las, skoðaði, horfði á auka DVD-inn sem kom með Shangri-La og komst fljótt að því að Guy Fletcher var heilinn á bak við flestar plötur Marks. Ég ákvað að reyna, þó að líkurnar væru auðvitað engar...

Guy Fletcher er kunnugur kvikmyndatónlist. Hann hefur unnið við margar kvikmyndir með Mark Knopfler, en einnig samið tónlistina við 3-4 myndir sjálfur. Hann var því rétti maðurinn, en var mín mynd og skilmálar eitthvað fyrir hann? 

Mér til mikillar undrunar sló hann til. Vikurnar kring um áramótin 2006-2007 voru spennandi. Guy var að vinna við hljómleikaplötu Mark Knopfler og Emmilou Harris. Í jólafríinu samdi hann tónlistina og við vorum í sambandi. Allt þurfti að vera tilbúið sem fyrst, því Mark vildi taka upp nýja plötu.

Fólk sem séð hefur myndina er sammála um að tónlistin er góð, falleg, passi við, undirstriki samband persónanna. Það er allt gott og blessað og ég er í skýjunum yfir að hafa frumsamda tónlist í myndinni. Það er gott til þess að vita að sumir af stærri tónlistarmönnum samtímans eru að semja og spila vegna þess að þeir hafa gaman af því. Í stað þess að taka því rólega yfir hátíðirnar, samdi og spilaði Guy Fletcher tónlistina fyrir Svarta Sandinn.

Guy Fletcher er nú að vinna við sólóplötu en fer í hljómleikaferðalag með Mark Knopfler eftir áramót.

Fyrri færslur um Svartan Sand:
4 dagar - Anna Brynja Baldursdóttir
5 dagar - Jóel Sæmundsson
6 dagar - um gerð Svarta Sandsins
Oft ég Svarta Sandinn leit...


5 dagar - Jóel Sæmundsson

Eins og fram hefur komið mun ég setja Svartan Sand á netið á laugardaginn. Ég ætla að reyna að vera með daglega pistla meðan ég geri hana tilbúna.

Jóel Sæmundsson er án efa einn besti leikari sem íslendingar eiga. Stór orð, en ég stend við þau.

Veturinn 2006 setti ég auglýsingu á netið. Ég var að leita að leikurum. Skylirði var að þeir töluðu Jóelfullkomna ensku. Ég hafði skrifað handrit að stuttmynd með vinnutitilinn The Darling Stones. Myndin yrði tekin upp á Íslandi, en á ensku. Jóel var einn þeirra sem svöruðu. Hann var í leiklistarnámi í Bretlandi og hafði lagt áherslu á að læra tungumálið og ná hreimnum.

Þegar ég kom heim í páskafrí hitti ég hann á Prikinu. Það var kalt úti, slydda og ég hélt um cappuchino bollann þegar hann kom inn. Hann pantaði sér Malt í gleri, íslendingurinn búsettur erlendis. Við fórum í gegn um handritið, sem var ennþá á ensku og mér leist ágætlega á hann.

Honum hafði ekki tekist að sannfæra mig, en eftir að ég fór aftur til Hollands hugsaði ég málið og ákvað að hann væri maðurinn sem ég var að leita að. Ég átti ekki eftir að sjá eftir þeirri ákvörðun.

Við hittumst aftur í byrjun ágúst. Ég var þá kominn heim til að taka myndina upp. Það var augljóst, strax við æfingar, að hann var hlutverkinu vaxinn. Hann hafði látið sér vaxa skegg fyrir tíundu aldar atriðin, hann kunni handritið og var mjög sannfærandi. Þær tvær vikur sem tökur fóru fram var hann hrókur alls fagnaðar. Stundum var ég smeykur um að hann væri ekki að taka hlutina alvarlega, en um leið og myndavélin fór í gang umbreyttist hann. Ég hefði ekki getað fengið betri mann í aðalhlutverkið. Hann skemmti sér konunglega á tökustað og smitaði það út frá sér. Leikarar þurfa oft að bíða lengi meðan sett er upp, aðrar senur eru teknar og oft þurftum við að keyra langar leiðir til að komast á tökustaði, en hann lét það aldrei hafa áhrif á sig.

Jóel er ennþá í námi í Rose Bruford skólanum í Bretlandi. Ég efast ekki um að hann á eftir að gera góða hluti og verða einn besti leikari sem íslendingar hafa átt.

Fyrri færslur um Svartan Sand:
6 dagar - um gerð Svarta Sandsins
Oft ég Svarta Sandinn leit...


6 dagar - um gerð Svarta Sandsins

Eins og fram hefur komið mun ég setja Svartan Sand á netið á laugardaginn. Ég ætla að reyna að vera með daglega pistla meðan ég geri hana tilbúna.

Stuttmyndin Svartur Sandur er að hluta til byggð á eigin reynslu. Það var að minnsta kosti lítið atvik í mínu lífi sem varð grunnurinn. Fyrsta uppkastið var skrifað í febrúar 2006 og handritið var að mestu leyti tilbúið í mars. Ég fór í páskafrí til Íslans og hitti þar aðalleikarann Jóel Sæmundsson. Stuttu seinna fékk Anna Brynja Baldursdóttir aðal kvenhlutverkið vegna fyrri reynslu. Ég hafði aldrei séð hana leika, en hún hafði verið í Stelpunum, svo hún hlaut að vera í lagi.

Myndin er það sem stundum er kallað búningadrama, hún gerist að miklu leyti fyrr á öldum. Hún var tekin upp á Íslandi í ágúst 2006. Upptökustaðir voru meðal annars Skógasafn, Eiríksstaðir (Eiríks Rauða) og Reynisfjara við Vík í Mýrdal. Ýmsir tökustaðir í og við Reykjavík voru líka notaðir, þar á meðal Café Pravda sem brann seinna. Bílaatriðin voru tekin upp á Bláfjallaveginum.

Tónlistin var samin og spiluð af Guy Fletcher, hljómborðsleikara Dire Straits og seinna Mark Knopfler. Hann hefur reynslu af kvikmyndatónlist og mun ég ræða það í seinni pistli.

Myndin var tekin upp á Sony HDV vél sem ég keypti fyrir tveimur árum. Það er því til High Definition (hágæða?) útgáfa af myndinni. Hafi einhver áhuga, látið bara vita. Myndin var svo klippt í Final Cut Pro. Upphaflega klippti ég grófa útgáfu þar sem klipparinn, Johan, er hollenskur og skildi ekki mælt mál. Hann tók svo við og klippti myndina að mestu leyti með hjálp handritsins á ensku. Ég tók svo við myndinni í vor og kláraði dæmið. Ég vildi fínpússa myndina sjálfur þar sem litir og smáatriði skipta miklu máli og hafa meira með leikstjórn en klippingu að gera. Svo voru líka atriði sem voru of löng eða pössuðu ekki og ég þorði að henda þeim, þetta var mín mynd.

Myndin var tilbúin í ágúst 2007, heilu ári eftir upptökur. Ástæðan er einföld, enginn fékk borgað svo fólk gerði þetta þegar tími var aflögu. Þetta var skemmtileg reynsla og ég er þakklátur öllum sem komu að gerð myndarinnar, en ég vona að ég geti borgð fólki næst.

Eins og ég sagði að ofan mun myndin verða sett á netið 1. desember. Þetta verður iPod útgáfa, hún ætti að spilast á öllum tölvum, en hún er gerð fyrir iPod spilara. Fyrirkomulagið verður þannig að fólk getur sótt myndina frítt. Boðið verður upp á að fólk geti lagt í púkkið með PayPal. Þeir sem borga 1200,- eða meira fá sendan DVD disk. Þeir sem borga minna eiga þakklæti mitt allt. Ég vil reyna að ná einverju af fjárfestingunni til baka og ef vel gengur, borga fólkinu sem hjálpaði til.

Ég vona að þeir sem lesa þetta komi aftur og nái í myndina. Ef þið eruð bloggarar, endilega látið ykkar lesendur vita. 


Oft ég Svarta Sandinn leit...

Bara svo þið vitið það, 1. desember, eftir rétta viku, verður hægt að ná í stuttmynina Svartan Sand hér á vga.blog.is. Þetta verður eini staðurinn, fyrst um sinn, þar sem hægt verður að nálgast hana, Moggiebloggie exclusive, eða eitthvað svoleiðis. Hmmm... spurning með að fá Moggann til að öskra á þjóðina.

Látið mig enilega vita hvort þið hafið hugsað ykkur að ná í hana eða ekki.


Framleiðslufyrirtæki í boði

Ég býð hér með Skjánum að frumsýna stuttmyndina Svartur Sandur.


mbl.is 13 starfsmönnum sagt upp á Skjánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

í Býtið - The Small Hours

Ég gerði stuttmynd árið 2005 um leigubílstjóra og kvenkyns farþega hans. Það fer auðvitað allt í klessu, enda væri engin mynd ef allt væri í góðu lagi.

 

Ég setti myndina í heild á netið um daginn. Hér er hún.

PS. Ef einhver vill segja mér hvernig maður setur youTube myndir inn á moggabloggið skal ég setja hana beint inn í færsluna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband