SVARTUR SANDUR

Hér að neðan er hægt að nálgast stuttmyndina Svartur Sandur. Myndin var kvikmynduð á Íslandi í ágúst 2006 en var sett á netið á fullveldisdaginn, fyrsta des. 2007.

Anna Brynja í bílBíllinn æðir áfram á ógnarhraða á fjallveginum. Pétur tekur ekki eftir konunni sem stendur við veginn fyrr en það er of seint. Sem betur fer meiddist enginn. Emilía fær far, þar sem bíllinn hennar fer ekki í gang. Fljótlega fer hún þó að haga sér undarlega.

Hvað hefur andvana barnið, jarðað seint á 18. öld með þau að gera? Eða parið í kirkjugarðinum rétt fyrir 1930? Þegar þau upplifa bílslysið aftur, verða þau að horfast í augu við kaldan raunveruleikann.

Náið í stuttmyndina Svartur Sandur...

HÉR

Listi yfir alla sem tóku þátt í gerð myndarinnar (í stafrófsröð):

Anna Brynja Baldursdóttir: aðal kvenhlutverk
Guy Fletcher: samdi tónlist fyrir myndina
Hans Ris: aðstoð við upptökur, bóma
Helena Dögg Harðardóttir: hárgreiðsla
Johan Kriegelstein: klipping, bóma
Jóel Sæmundsson: aðal karlhlutverk
Kristinn Ingi Þórarinsson: bóma
Kristín Viðja Harðardóttir: leikkona í aukahlutverki
Oddný Lína Sigurvinsdóttir: leikkona í aukahlutverki
Rhona Wiersma: leikmunir, skripta
Sonja Berglind Hauksdóttir: farði
Villi Asgeirsson: kvikmyndataka, leikstjórn, klipping, framleiðandi, höfundur
William Kowalski: aðstoð við handrit

Black Sand SkógarEinnig vil ég þakka Ásdísi Ásgeirsdóttur og Eyþóri Birgissyni fyrir keyrsluna og gistinguna, Hrefnu Ólafsdóttur fyrir að redda hlutunum á síðustu stundu, Guðgeiri Sumarliðasyni fyrir að segja mér frá konunni á heiðinni, Sigurlínu Konráðsdóttur fyrir minkinn, Leikfélagi Selfoss fyrir búningana, Eiríksstöðum í Haukadal fyrir aðstöðuna, Skógasafni sömuleiðis, Café Pravda líka, Þorkeli Guðgeirssyni fyrir afnot af skrifstofunni, Sigrúnu Guðgeirsdóttur fyrir hjálpina við að finna tökustaði, Erlingi Gíslasyni og Brynju Benediktsdóttur fyrir æfingahúsnæðið og öllum hinum sem ég gleymdi að nefna.

Ég vona að þið njótið myndarinnar. Endilega skrifið hér að neðan hvað ykkur finnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Myndin var sett á netið á laugardag. Hún hafði verið sótt 74 sinnum áður en fréttin birtist á MBL.is. Það verður gaman að sjá hvað gerist núna.

Ég vil minna fólk á að framlög eru vel þegin. Hægt er að greiða gegn um PayPal, annað hvort eigin PayPal reikning eða með greiðslukorti, á niðurhal síðunni. Það ér fólki í sjálfs vald sett hvað lítið eða mikið er greitt. Hver króna skiptir máli, þar sem myndin var fjármögnuð úr eigin vasa. Öll framlög verða notuð til að greiða niður kostnað og afgangi verður skipt milli þeirra sem að myndinni unnu. Leggi fólk til 12 evrur eða meira mun ég senda myndina á DVD.

Takk fyrir stuðninginn. Endilega setjið inn gagnrýni þegar þið eruð búin að horfa á myndina. 

Villi Asgeirsson, 4.12.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mogginn tók símaviðtal við mig og birti á MBL.is, en fréttin virðist hafa dottið út á mettíma.

Fyrir áhugasama: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1306943 

Villi Asgeirsson, 4.12.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju. Ég var að skoða samtalið. Þú hefur vissulega brotið blað með þessu framtaki.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.12.2007 kl. 20:13

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Búin að hala upp myndina og sjá. Ég á eitt orð yfir hana. Mér finnst hún mögnuð.!!!!

Semsagt mjög góð. Til hamingju aftur. Búningar, músík, leikur og allt. Og auðvitað sagan það er hún sem gerir myndina magnaða.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.12.2007 kl. 23:23

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það, Jórunn. Ég vona að þetta sé dreifingaraðferð sem virkar. Sjáum til. Myndin hefur verið sótt 297 sinnum. Nú er bara að sjá hvað fólki finnst.

Villi Asgeirsson, 4.12.2007 kl. 23:28

6 Smámynd: halkatla

þetta virkar rosalega töff, ég næ í hana þegar ég kem heim, annars bara til hamingju með myndina

halkatla, 5.12.2007 kl. 10:11

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Er í vandræðum með að ná í hana

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 10:21

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Reyni aftur

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 10:22

9 Smámynd: Túrilla

Myndin er komin inn á nýja íslenska torrent-vefinn, The Viking Bay.
Held það þýði ekki að gefa slóð hér, það þurfa allir að vera með notandanafn til að geta skoðað vefinn, og til þess þarf að gefa upp kennitölu.

Það má samt prófa:
http://www.thevikingbay.org/details.php?id=1043

Túrilla, 5.12.2007 kl. 10:23

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

4. Sá ekki þessa athugasemd í gærkvöldi. Takk fyrir, gaman að vita að þér hafi líkað hún eftir alla þessa bið.

6. Gleðileg Jól til baka. Aftur, gott að vita að fólki er að líka hún. Þú getur séð meira af mínum verkum á Oktober Films síðunni.

7. Takk, hlakka til að heyra hvað þer finnst.

8-9. Er þetta að virka? Hvað er vandamálið?

10. Það tók ekki langan tíma. Ég get ekki gáð þar sem ég er ekki skráður og er þar fyrir utan kurteisislega látinn vita að ég sé ekki íslendingur. Kannski farið að þynnast í manni víkingablóðið eftir langa dvöl í ostalandi. Ég hef ekki séð hvernig Víkingaflói virkar, en einhver sagði mér að hægt væri að sjá hversu margir hefðu náð í skrána. Ef einhver getur sett þá tölu inn hér með óreglulegu millibili væri það vel þegið.

Þess má svo geta að alls hafa sjö séð ástæðu til að borga fyrir niðurhalið. Takk fyrir það. Diskurinn er í vinnslu. 

Villi Asgeirsson, 5.12.2007 kl. 10:58

11 Smámynd: Túrilla

Ég er ekki með aðgang vegna þess að þeir krefjast kennitölu, en vinur minn afritaði fyrir mig og sendi mér þessar upplýsingar núna áðan. Þetta er það sem segir í lýsingunni við myndina - fyrsta setningin er heitið á torrentinu, síðan smellir maður á þennan link og þá kemur afgangurinn af upplýsingunum fram:

', WIDTH, 94, DELAY, 100);}" onmouseout="return nd();">Kaupa þessa mynd! - Svartur Sandur - Stuttmynd Oktoberfilms

Hér er komin stuttmyndin Svartur Sandur, eða Black Sand, eftir Vilhjálm Ásgeirsson. Myndin er eingöngu gefin út á netinu, og algjörlega frítt, en Vilhjálmur býður öllum þeim sem vilja greiða honum fyrir ómakið, að kíkja á heimasíðu Október Films (http://www.oktoberfilms.com/Store/BlackSandMBL.html) og borga þar með frjálsum fjárframlögum. Ekkert lágmark eða hámark er sett á greiðslurnar, en þeir sem greiða meira en €12 (12 evrur eru um 1000 krónur íslenskar) munu fá DVD disk með myndinni sendan heim.

Þetta er fyrsta opinbera útgáfa Íslenskrar kvikmyndar sem fer þessa óhefðbundnu en skemmtilegu leið í dreifingu, og núna er komið að YKKUR að sanna fyrir alþjóð að það sé hægt að nota internetið til löglegra nota, og samt græða á því.

Á blogginu sínu (http://vga.blog.is/blog/vga/) segir Vilhjálmur:

Quote:

Ég vil ekki að tónlistar- og kvikmyndaútgáfa sé í höndum fárra stórfyrirtækja sem segja höfundi og leikstjóra hvað má og hvað ekki. Ég vil ekki að dreifing sé í höndum fólks sem sér list sem afurð, og því meiri sala, því betri er listin. Ég er á móti boðum og bönnum. Það hljómar kannski barnalega, en ég trúi á fólk. Ekki á ríkisstjórnir, stofnanir og fyrirtæki, heldur fólk. Við eru öll spillt upp að vissu marki. Við verðum að vera það. Þjóðfélagið sem við höfum búið til býður ekki upp á annað. Þó vil ég trúa því að fólk sé að eðlisfari sanngjarnt og réttlátt.

Þegar torrent málið fór af stað voru uppi háværar raddir um að torrent.is síðan hafi ekki verið ólögleg. Notendur voru að ná í efni sem þeir höfðu þegar greitt fyrir með áskriftum af sjónvarpsstöðvum, kaupum á geisladiskum og öðru. Margir sögðu að þeir hefðu ekki áhuga á að borga milliliðum. Hefðu þeir möguleika á að kaupa beint af listamanninum myndu þeir gera það. Ég tek það fram að ég fæ ekkert af diskaskattinum og meðan myndin er ekki sýnd í íslensku sjónvarpi hafa afnotagjöld ekki skilað sér til mín.

Á morgun fer stuttmyndin Svartur Sandur á netið. Þetta er tilraun. Ég hef verið að gera myndir og myndrænt efni í nokkur ár í Hollandi og hef þar af leiðandi áhuga á sölu og dreifingu þessa efnis. Netið er komið til að vera. Niðurhal er komið til að vera. Við sem búum til efnið höfum ekkert um það að segja. Við getum látið sem ekkert hafi gerst og haldið áfram að selja okkar diska, við getum reynt að stoppa flóðið eða notfært okkur þau nýju tækifæri sem eflaust leynast á netinu. Ég held að framtíðin verði einhver málamiðlun áskrifta, auglýsinga og gamaldags sölu diska. Þegar lögbann var sett á torrent.is mótmæltu margir og bloggið logaði. Frá morgundeginum geta íslendingar sannað að þeir séu tilbúnir til að ná í efni á netinu á þess að þurfa að kaupa diska, og að þeim sé treystandi í hinum stafræna heimi sem hræðir okkur kvikmyndagerðar- og tónlistarmenn. Ég mun setja tölur inn eftir viku þar sem hægt verður að sjá hversu margir hafi náð í myndina og hvort greitt hafi verið fyrir. Þessi tilraun mun segja mér hvort netið sé raunhæfur vettvangur fyrir nýjar myndir, hvort það gefi óþekktum listamönnum möguleika á að dreifa eigin efni og hvort það geti verið áhugavert að framleiða efni fyrir netið. Ég hef trú á þessu, en verð að viðurkenna að ég hræðist þetta pínulítið. Sjáum hvað setur.




Einnig var tekið símaviðtal við Vilhjálm sem mbl.is birtir hér, og mæli ég með því að þú smellir á og hlustir á: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1306943

Undirritaður hefur, í ljósi þess hversu mikilvægt er að þessi mynd fái sem allra besta dreifingu á sem stystum tíma, ákveðið að setja myndina hér inn á torrent fyrir ykkur.

Ég vona innilega að þið hafið gaman af myndinni, en umfram allt vona ég að þið BORGIÐ manninum fyrir myndina.

Myndin er í m4v formi, og því sérsniðin til að passa á iPod, en hins vegar eru gæðin bara vel þokkaleg í tölvu (þarf QuickTime, VLC eða iTunes til að spila þetta í tölvunni)

Um myndina:

Bíllinn æðir áfram á ógnarhraða á fjallveginum. Pétur tekur ekki eftir konunni sem stendur við veginn fyrr en það er of seint. Sem betur fer meiddist enginn. Emilía fær far, þar sem bíllinn hennar fer ekki í gang. Fljótlega fer hún þó að haga sér undarlega.

Hvað hefur andvana barnið, jarðað seint á 18. öld með þau að gera? Eða parið í kirkjugarðinum rétt fyrir 1930? Þegar þau upplifa bílslysið aftur, verða þau að horfast í augu við kaldan raunveruleikann.

Listi yfir alla sem tóku þátt í gerð myndarinnar (í stafrófsröð):

Anna Brynja Baldursdóttir: aðal kvenhlutverk
Guy Fletcher: samdi tónlist fyrir myndina
Hans Ris: aðstoð við upptökur, bóma
Helena Dögg Harðardóttir: hárgreiðsla
Johan Kriegelstein: klipping, bóma
Jóel Sæmundsson: aðal karlhlutverk
Kristinn Ingi Þórarinsson: bóma
Kristín Viðja Harðardóttir: leikkona í aukahlutverki
Oddný Lína Sigurvinsdóttir: leikkona í aukahlutverki
Rhona Wiersma: leikmunir, skripta
Sonja Berglind Hauksdóttir: farði
Villi Asgeirsson: kvikmyndataka, leikstjórn, klipping, framleiðandi, höfundur
William Kowalski: aðstoð við handrit

Tækniupplýsingar:

General
Name: SvarturSandurIPOD.m4v
Format: MPEG-4 Visual
File size            : 277 MiB
PlayTime             : 24mn 640ms
Bit rate             : 1615 Kbps
StreamSize           : 614 KiB
Encoded date         : UTC 2007-11-30 18:42:09
Tagged date          : UTC 2007-11-30 18:42:32

Video
Codec/Info: H.264 (3GPP)
Bit rate: 1491 Kbps
Width: 600 pixels
Height: 480 pixels
Aspect ratio: 5/4
Frame rate: 25.000 fps

Audio
Codec/Info: AAC Low Complexity
Bit rate: 120 Kbps CBR
Channel(s): 2 channels
Sampling rate: 44 KHz
Resolution: 16 bits
Language: Icelandic

Skjáskot:

Af heimasíðu



Úr skrá:



----------------------------------
Nú, Vilhjálmur gerði einnig 10 mínútna stuttmynd 2005, um leigubílstjóra og kvenkyns farþega hans, en hana setti hann á YouTube, og hér er hún fyrir þá sem hafa áhuga:
Partur 1: http://www.youtube.com/watch?v=Z6aky7B6LjQ
Partur 2: http://www.youtube.com/watch?v=k5YbpmKLEk4

Vilhjálmur hefur sjálfur sett myndina inn í einni skrá, og þá var hann búinn að stytta hana um 3 mínútur til að hún passaði í 10 mínútna hámark YouTube, en sú skrá er eitthvað skrítin.. það vantar fullt af hljóðum í hana  og annað slíkt. Skil ekki alveg hvað málið er með það, en þessi útgáfa er allavega betri.
----------------------------------

Þetta er nóg í bili, en muna svo:
! ! STYRKJA ! !

Skoðað 236
Smellt 51
Sótt 31

4 athugasemdir við torrentið:

1. haha ! djös SNILLINGUR! svona á að gera þetta ekki reyna halda þessu frá netinu!


2. Svona nú, allir að sækja, og styrkið, hvort sem þið njótið þess að horfa á myndina eða ekki. Þessi maður á það vel skilið fyrir það að senda hana hérna inn og fyrir að styrkja torrent samfélag Íslands með þessum skoðunum!


3. TRUEEEEE!!!!!!!!!!


4. svona fara mín viðskipti í framtíðinni ekki spurning.
ég hika ekki við að borga efað þetta er góð mynd.

Túrilla, 5.12.2007 kl. 12:04

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það munar ekki um það. Það hefur farið töluverð vinna í að setja myndina inn á Víkingaflóa með öllum þeim upplýsingum sem fylgja. Það kom mér á óvart að minnst er á The Small Hours, fyrstu stuttmyndina mína. Þetta er bara hið besta mál og þakka ég hér með þeim sem lagði í þessa vinnu.

Er þetta virkilega í fyrsta sinn sem mynd er frumsýnd á netinu? Ég var ekki viss um þetta, þar sem það væri gaman að frumsýna á einhverri hátíðinni, en þetta virðist vera að virka skemmtilega. 

Villi Asgeirsson, 5.12.2007 kl. 14:06

13 identicon

Það var svosem auðvitað... myndin ekki fyrr komin inn á vefinn, heldur en hann lokar í 2-3 daga á meðan vefþjónar hans verða endurnýjaðir :) 

Mér finnst þetta frábært framtak hjá þér Villi, og það er sko bara mín ánægja að setja þetta inn á torrent kerfið, þar sem hér er verið að samtvinna mín tvö helstu áhugamál.. internetið og kvikmyndir. Ég vona bara að það komi fleiri til með að sækja styrkja þig fyrir þessa stuttmynd þína heldur en eru búnir nú þegar.. verður seint sagt að 7 sé mikill fjöldi fólks

Ef VikingBay kemur til með að vera eitthvað nálægt Istorrent í stærð, þá er næsta víst að þessi skrá komi til með að vera sótt amk 1000 sinnum þar, í viðbót við þá dreifingu sem þú sérð hér inni. Það verður því bara mjög gaman að sjá hvernig þetta mun allt saman ganga næstu vikurnar.

Verst er þó að nokkrir hlutir koma til með að skekkja útkomuna úr þessari tilraun þinni:
A) Netverjar eru undanfarið búnir að punga út talsverðar upphæðir til lögfræðiaðstoðar Svavars á Istorrent.
B) Netverjar eru ekki allir svo vel búnir að eiga greiðslukort, til að geta nýtt sér PayPal linkinn.
C) Það eru að koma jól.. ekki margir auka peningar til núna (ég er sjálfur að berjast við að borga leiguna þennan mánuðinn, þannig að engan peninginn færðu frá mér fyrr en eftir áramót)
D) Þetta er stuttmynd en ekki mynd í fullri lengd, þannig að verðmætamat fólks er kannski lægra.. semsagt, það greiðir minna/síður fyrir stuttmynd en það myndi borga fyrir mynd í fullri lengd.

Ég vona bara innilega að þetta gangi vel, og að fleiri kvikmyndaframleiðendur taki áhættu og prófi þessa dreifingu, því ég hef virkilega trú á því að þetta sé framtíðin, hér og nú.

Að lokum langaði mig að bauna því hér inn að Radiohead gaf síðustu plötu sína út á netinu núna nýlega, í sama formi og þú (frítt niðurhal og frjáls framlög). Þeir eru því að taka inn allan hagnað af henni sjálfir í staðin fyrir að fá aura frá plötufyrirtækjunum, og eru þeir nú þegar búnir að hafa talsvert mikið hærri tekjur af þessari sölu, en þeir hefðu nokkurntíman haft af plötuútgáfu gegnum fyrirtæki. Þetta byrjar hægt, en því fleiri sem þora að prófa, þeim mun betur mun þetta allt ganga

BizNiz (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 06:39

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sé ekkert um Radiohead á Smáís síðunni...

Villi Asgeirsson, 8.12.2007 kl. 15:46

15 identicon

Það kemur ekkert á óvart. Snæbjörn hagar sér eins og gelgja í vondu skapi, notar heimasíðu Smáís sem einskonar einka-blogg, bloggar einhver ósköp og kallar fólk illum nöfnum og ælir útúr sér staðreyndavillum og lygum.. og svo tekur hann þetta allt saman og grefur það í vota gröf eftir nokkra daga. Það eru aðeins þeir sem heimsækja Smáís síðuna daglega til þess sérstaklega að ná svona bulli, sem ná að sjá þetta og sýna öðrum áður en hann tekur fréttina niður aftur.

Hér er hins vegar fréttin... blessað google og allt þeirra cache :)

http://64.233.183.104/search?q=cache:RZR5tELSJe8J:www.smais.is/template25024.asp%3Fpageid%3D4707%26newsid%3D9025+radiohead+sm%C3%A1%C3%ADs&hl=en&ct=clnk&cd=1&client=firefox-a

Eru aðdáendur Radiohead nískari en aðrir neytendur?

Þegar hljómsveitin Radiohead tilkynnti að þeir mundu bjóða aðdáendum sínum nýjustu plötuna sína, In Rainbows, til stafræns niðurhals fyrir eins mikið eða lítið eins og þeir vildu borga, var það talið merki um nýja tíma fyrir tónlistariðnaðinn.

Núna loksins gætu þjófarnir á netinu, og aðrir, sannað að þeir væru sko alveg til í að borga fyrir hluti og að þetta væri sko framtíðin. Já, ungir menn sem höfðu setið árum saman, fyrir framan tölvuna, heima hjá foreldrum sínum, sannfærðir um að þeir væru Hrói Höttur nútímans höfðu loksins fengið tækifæri til að sanna að þeir vildu sko alveg borga fyrir hluti og það sem þeir höfðu talað um árum saman á spjallrásum, væri rétt!!

Auðvita var þetta að sjálfsögðu kolrangt hjá þeim enda hafa allar rannsóknir sýnt að þetta er alls ekki spurning um verð. Það er eingöngu afsökun sem þjófar nota til að réttlæta þjófnaðinn. “ Ef þetta væri ekki svona dýrt þá mundi ég kaupa þetta”. Þetta heyrir maður stöðugt, en sannleikurinn er sá að sumir vilja einfaldlega bara stela þessu og helst ekki borga krónu.

Rannsókn á sölu nýjustu plötu Radiohead leiddi í ljós að aðeins um 38% þeirra sem sóttu verkið voru til í að borga einhverja upphæð. 2/3 þeirra sem borguðu voru bara til í um 50 krónur og er það fyrir heila plötu. Af þeim sem borguðu hærri upphæðir var meðaltalið samt bara um 320 krónur sem er langt undir verði geisladisks eða plötu af iTunes.

Hér er svo DV með ærumeiðandi comment sem stolin eru frá Snæbirni: http://www.mannlif.is/ordromur/nr/1023

Og ekki má gleyma því að torrent.is er partur af barnaklámshring, að sjálfsögðu: (finn ekki upphaflegan póst lengur, en átti þetta skrifað niður)

Út í hinum stóra heimi eru morð framinn sem tengjast þessum sömu skrám og Íslendingar skemmta sér við að nota hér heima og hugga sig með að hér sé bara um smá prakkarastrik unglinga að ræða, en raunveruleikinn er allt annar.

Það eru miklu fleiri en einhver stór bandarísk kvikmyndafyrirtæki sem eru að tapa á þessum þjófnaði. Bak við þennan svarta markað eru stór og valdamikil glæpasamtök sem svífast einskis til að halda í sitt og skiptir engu hversu mikla eymd það skapar. Barnaklám, morð, pyntingar og kúgun eru fylgifiskar þessara sjóræningjastarfsemi og allir þeir sem halda þessari starfsemi gangandi ættu að spyrja sjálfan sig hvort þetta sé sá heimur sem þeir vilja vera partur af.

Og hérna er Radiohead fréttin, sem var breytt (samanber http://www.taflan.org/viewtopic.php?t=32625&sid=234637e1d473bbf5f439b3d894ab174a)

Einhverntíman leit hún svona út, en samt vantar í hana (ennþá eldra eintak, áður en hann hefur breytt henni svona), þar sem upphaflega voru þeir sveittir, og með bremsufar upp á bak..:

Eru aðdáendur Radiohead nýskari en aðrir neytendur?

Þegar hljómsveitin Radiohead tilkynnti að þeir mundu bjóða aðdáendum sínum nýjustu plötuna sína, In Rainbows, til stafræns niðurhals fyrir eins mikið eða lítið eins og þeir vildu borga, var það talið merki um nýja tíma fyrir tónlistariðnaðinn.

Núna loksins gætu þjófarnir á netinu, og aðrir, sannað að þeir væru sko alveg til í að borga fyrir hluti og að þetta væri sko framtíðin. Já, ungir menn sem höfðu setið árum saman, fyrir framan tölvuna, bólugrafnir með bremsufar í nærbuxunum heima hjá foreldrum sínum, sannfærðir um að þeir væru Hrói Höttur nútímans höfðu loksins fengið tækifæri til að sanna að þeir vildu sko alveg borga fyrir hluti og það sem þeir höfðu talað um árum saman á spjallrásum, væri rétt!!

Auðvita var þetta að sjálfsögðu kolrangt hjá þeim enda hafa allar rannsóknir sýnt að þetta er alls ekki spurning um verð. Það er eingöngu afsökun sem þjófar nota til að réttlæta þjófnaðinn. “ Ef þetta væri ekki svona dýrt þá mundi ég kaupa þetta”. Þetta heyrir maður stöðugt, en sannleikurinn er sá að sumir vilja einfaldlega bara stela þessu og helst ekki borga krónu.

Rannsókn á sölu nýjustu plötu Radiohead leiddi í ljós að aðeins um 38% þeirra sem sóttu verkið voru til í að borga einhverja upphæð. 2/3 þeirra sem borguðu voru bara til í um 50 krónur og er það fyrir heila plötu. Af þeim sem borguðu hærri upphæðir var meðaltalið samt bara um 320 krónur sem er langt undir verði geisladisks eða plötu af iTunes.

Þroskinn er alveg gríðarlegur, hjá þessum talsmanni plötu- og kvikmyndaútgefanda á Íslandi. Hvernig finnst þér það Villi.. þetta er talsmaður þinn í fjölmiðlum. Ertu ekki glaður ? :)

BizNiz (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 21:57

16 identicon

Svo gleymdi ég að bæta þessu inn. Hér er Courtney Love, að tala um hina RAUNVERULEGU sjóræningja... plötuútgefendur :)

http://cdbaby.net/courtney

BizNiz (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 21:59

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er svolítil heift í þessu. Ég vil alls ekki setja út á SMÁÍS, enda hef ég lítið haft með það að gera. Greinarnar hér að ofan eru þó augljóslega ómálefnalegar. Ég get ekki séð hvað bólur og bremsuför hafa með niðurhal að gera. Það sem mér finnst þó verst eru þessa meintu geðþóttabirtingar. Reynist það rétt að greinum sé breytt eða þær teknar út eftir hentugleik, er það ekki til þess fallið að vinna samtökunum samúð fólks.

Ég kíki á Courtney í fyrramálið og kommenta á hana. 

Villi Asgeirsson, 10.12.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband