Strætó og Netið - Svartur Sandur og Hellvar

Það er gaman að fylgjast með því hvernig fólk kynnir sig og sína list. Það er um að gera að fara ótroðnar slóðir, gera það sem ekki hefur verið gert áður. Ég óska Hellvari alls hins besta og vona að bílveikin láti ekki sjá sig.

Þá er komið að því. Stuttmyndin Svartur Sandur er á netinu.

Eins og ég minntist á í gær er þetta tilraun. Þegar torrent.is var lokað, reis fólk upp og hrópaði að SMÁÍS. Íslendingar eru ekki þjófar! Við erum tilbúin til að borga fyrir það sem ekki er okrað á. Við myndum styrkja listamenn ef ekki væri fyrir milliliðina.

Í dag gefst fólki tækifæri til að sanna sitt mál. Sýnum þeim sem sjá vilja að íslendingum sé treysandi. Við þurfum ekki ritvörn. Við þurfum ekki diskaskatt. Á næstu dögum mun ég fylgjast með niðurhali á myndinni og birta hér á síðunni. Einnig mun ég láta vita hvað fólk er að borga.

Hægt er að nálgast myndina hér. Hún er í iPod formi og ætti því að spilast með Quicktime spilaranum. Hægt er að setja hana inn á iPod spilarann gegn um iTunes. Þeir sem ná í hana, geta því haft hana og horft á um ókomna framtíð.

Ég þakka stuðninginn.


mbl.is Tónleikar í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ætlaðir þú ekki að senda þeim sem borga diska. Ég vil borga þér fyrir disk. En ég bíð með að hala niður núna. Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.12.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þú getur náð í myndina ef þú vilt. Ef þú borgar 12 evrur eða meira sendi ég disk. Einfalt og sjálfvirkt. Það þarf því ekki að sækja myndina ef þú vilt hana bara á DVD, en það má.

Villi Asgeirsson, 1.12.2007 kl. 12:38

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir stuðninginn, núna og a síðasta árinu.

Villi Asgeirsson, 1.12.2007 kl. 12:38

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já auðvitað vil ég borga 12 evrur. Ekki er það nú mikið. En hvar borga ég Villi minn?

Stuðningurinn var nú bara sjálfsagður og ekki svo mikill.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.12.2007 kl. 14:51

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

ó ég sé það nú. Ég hef verið í vandræðum með paypal afþví ég lánaði Guðmundi mínum kortin mín á paypal og nú fæ ég ekki að nota þau sjálf hjá þeim og fæ ekki aðgang hjá þeim. Geri eitthvað þega Guðmundur keimur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.12.2007 kl. 14:56

6 Smámynd: Túrilla

Hjartanlegar hamingjuóskir með þennan merka áfanga.
Það verður spennandi að sjá hvernig málin þróast.

Ég er ekki í vandræðum með að nota PayPal, enda haft reikning þar árum saman, en leitt þykir mér að segja að það eru örugglega 80% "sjóræningja" á þeim aldri að hafa ekki slíkan aðgang. Það væri auðveldara ef hægt væri að borga með greiðslukorti án þess að þurfa að stofna PayPal-reikning og ég veit að margir foreldrar borga fyrir börn sín á þann hátt. Er enginn möguleiki að þú getir haft það kerfi því þótt fólk sé með greiðslukort þá er það oft ekki tilbúið til þess að stofna aðgang á einhverri síðu úti í heimi? Margir eru voðalega hræddir við að skilja kortaupplýsingarnar eftir á síðunum. Langbest væri þó ef hægt væri að millifæra beint á bankareikning því þá greiðsluleið geta allir notfært sér. Ég er svolítið hrædd um að þetta bitni á innkomunni.

Annars ástarþakkir fyrir mig, ég ætla að sækja myndina í kvöld. Er nefnilega ekki búin að setja upp Quick Playerinn hjá mér síðan ég skipti um tölvu síðast. Skelli mér svo á PayPal og gleð þig þar :)

Túrilla, 1.12.2007 kl. 15:21

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Set þetta í feitt svo takið verði eftir því. Kaupandi þarf ekki að vera með PayPal reikning. Hægra megin á greiðslusíðunni er hægt að skrá sig inn hjáPayPal, en vinstra megin er hægt að setja inn kortanúmer og borga án þess að vera skráður.

Það verður gaman að heyra hvað fólki finnst... 

Villi Asgeirsson, 2.12.2007 kl. 05:40

8 identicon

Hamingjuóskir - sendi þér evrópur með paypal og vonandi gengur þetta vel hjá þér.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 07:10

9 Smámynd: Túrilla

Takk fyrir þessar upplýsingar, Villi. Það veitir ekki af því að feitletra þetta svo allir sjái.

Ég kemst ekki inn á PayPal í gegnum tengilinn hjá þér, bara ef ég fer beint inn á síðuna í gegnum browserinn.
Hafa fleiri lent í þessu?

Túrilla, 2.12.2007 kl. 07:47

10 Smámynd: Túrilla

Ég verð víst að opinbera hvatvísi mína
Það er allt í lagi með tengilinn, ég var bara ekki búin að slá inn upphæðina þarna efst. Mér var ekki hleypt inn á PayPal fyrr en ég hafði sett tölur í reitinn en eftir það gekk allt eins og í sögu.

Njóttu vel og gangi þér sem allra best. Ég ætla að reyna að auglýsa myndina þína sem víðast.

Túrilla, 2.12.2007 kl. 07:55

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fyrstu tölur eru komnar inn. Sex hafa sótt myndina og tveir borgað. Ég veit auðvitað ekki hver hefur sótt myndina, en af athugasemdunum að ofan er augljóst hverjir greiðendurnir eru. Ég fer niður á hné og þakka ykkur fyrir.

Það verður gaman að fylgjast með þessu á næstu dögum. 

Villi Asgeirsson, 2.12.2007 kl. 14:23

12 identicon

33% - ekki alveg ónýtt, nú þyrftu bara allir bloggvinir þínir að setja inn komment hér, svo þráðurinn komist inn á radarinn hjá fjöldanum...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 16:24

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var að hugsa um að bjóðast til þess að þýða allan textann í myndinni yfir á sænsku.
Ég get ekki lofað að ég geri það á einum mánuði, en það væri gaman að prófa.
Ef þú hefur áhuga á að senda mér textann í myndinni, þá get ég prófað.

eysteinsson@compaqnet.se

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 17:12

14 Smámynd: Túrilla

Jæja, það tók mig sem sagt ekki langan tíma að klúðra nafnleyndinni  

Annars var ég að spá í eitt: Ég byrjaði að hlaða myndinni í fartölvuna í gærkvöldi en hætti við eftir örfáar mínútur - ég nennti ekki að hafa kveikt á henni nógu lengi til að klára. Hlóð henni svo í borðtölvuna í dag þegar ég hafði tíma. Telst þetta sem eitt niðurhal hjá þér, Villi, eða sérðu hvort hætt var við?

Túrilla, 2.12.2007 kl. 17:26

15 identicon

Væri ekki sniðugt að henda þessu inn á einhverjar af þessum tengla eða torrentsíðum? Hlutfall þeirra sem borga myndi sennilega hríðfalla en myndin fengi töluvert fleiri áhorfendur.

Dæmi þar sem þetta hefur skilað árangri: http://torrentfreak.com/producer-thanks-pirates-for-stealing-his-film-071113/

Doddi (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 17:29

16 Smámynd: Túrilla

Ég var einmitt að hugsa það sama í morgun.
Þá væri fínt að hafa litla samantekt um myndina og láta fylgja með.

Endilega leyfðu okkur að frétta ef þú lætur verða af þessu.

Túrilla, 2.12.2007 kl. 17:37

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Túrilla, ég segi ekki orð. Ég þarf að skoða hvort þetta sé eitt eða tvö. Mig grunar að þetta sé talið sem tvö höl.

Doddi, ég hef ekki hugmynd hvernig maður být til torrent. Ef einhver vill kenna mér það...

Spurning með að spamma alla bloggvinina.

Gunnar, ég er búinn að semda þér textaskrána. Takk fyrir boðið. Ef einhver getur textað myndina á önnur tungumál, látið endilega vita. Diskurinn er núna með íslenskum, enskum og hollenskum texta, með sænskum á leiðinni. 

Villi Asgeirsson, 2.12.2007 kl. 19:36

18 Smámynd: Túrilla

Takk, Villi. Bjóst nú heldur ekki við því að þú færir að segja neitt

Það er ekkert mál að búa til torrent, en ég hefði viljað hafa myndina á .avi-formi.
Ég skal athuga á morgun hvort ég finn forrit sem getur convertað henni. Ef þú ert með eitthvað sjálfur væri gott að þú létir mig vita. Á reyndar eitt mjög gott forrit sem gæti hugsanlega haft þennan möguleika.

Gallinn við að senda myndina sem Ipod-skrá inn á torrent-síðu er sá að það yrðu örfáir sem næðu í hana - langflestir vilja hafa bíómyndir og þætti sem .avi-fæla til að geta horft á efnið í flakkara. Svo er spurning hvort einfaldast sé ekki að stofna umræðu á helstu síðunum og vísa í slóð á bloggfærsluna þína. Þá er fólk með allar greiðsluupplýsingar í leiðinni, sem einfaldar áhugasömum að greiða fyrir efnið.

Segðu bara til um hvað þér líst best á.

Túrilla, 2.12.2007 kl. 20:50

19 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta eru áhugaverðar hugmyndir. Það væri hægt að setja hana á Google Video. youTube takmarkar myndir við 10 mínútur og ég vil ekki vera að búta hana niður. Avi skrá er í lagi og ég get reynt að búa til svoleiðis sjálfur. Gæðin fara sennilega suður ef hún yrði gerð upp úr þjöppuðu skránni sem er á netinu. Svo er umræða alltaf góð. Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég er fölgrænn þegar kemur að torrent málum.

Svo er spurningin að setja PayPal hlekkinn fremst á Oktober Films síðuna, því hún er nefnd í myndinni. Góðar hugmyndir og ég hlakka til að sjá hvað kemur út úr þessu.

Doddi, ég las greinina og færslu leikstjórans á mySpace. Ég er að sannfærast meira og meira. 

Síðustu tölur eru 12 sinnum sótt. Enn hafa tveir lagt í púkkið.

Villi Asgeirsson, 2.12.2007 kl. 21:10

20 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

FLOTT MÁL...skoðaðu tónlist á síðunni minni og þá sérstaklega ...haust og draumamixlengri....þessi tónlist er einmitt hugsað frá sjónrænu

Einar Bragi Bragason., 3.12.2007 kl. 00:27

21 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Villi það er aðeins hægt að komast inní gegnum Pay Pal. Ég sé enagan annan kost.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.12.2007 kl. 11:28

22 identicon

Glæsilegt Villi minn og til hamingju með að vera búin að forsýna myndina á netinu ;)

Sonja Berglind (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 12:23

23 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það, Sonja. ÉG á eftir að skrifa um þig. Vildi gera það í síðustu viku, en tíminn rann út úr höndunum á mér. Þetta kemur allt.

Fyrir ykkur hin, Sonja sá um förðun í myndinni. 

Villi Asgeirsson, 3.12.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband