Tónlist Svarta Sandsins gefin út!

Gleðilegt ár, lesandi góður.

Ég var að heyra frá Guy Fletcher, þeim sem samdi tónlistina við stuttmyndina. Hann hefur verið að vinna við upptökur á sólóplötu undanfarið. Það mætti halda að Mark Knopfler héldi honum ekki við efnið, en það er Guy Fletcher - Inamorataalls ekki málið. Þeir hafa verið að spila á "prómótúr" undanfarið og fara á hljómleikaferð á næstu vikum, þar sem nýjasta plata Knopflers, Kill to get Crimson, verður kynnt. Maðurinn er bara ekkert annað en vinnualki, virðist vera.

Platan, Inamorata, kemur út 28. janúar. Lokalagið verður Black Sand Theme, eða Theme from Black Sand. Veit ekki. Allavega, titillagið úr stuttmyndinni verður lokalagið á diskinum. Hann sagði mér að það hefði verið tekið upp aftur, nú með fiðluleikara og flautu. Það á að hljóma mikið betur. Ég fæ lagið í vikunni og mun setja það inn í myndina. Fyrst maður er að opna verkefnið aftur, er alveg eins gott að sjá hvað hægt er að gera til að bæta myndina. Ég var að spá í að leika mér með litaval og gera myndina fallegri. Ég klippi hana ekki til, þetta hefur eingöngu með útlit að gera. Þeir sem pantað hafa diskinn fá hann þegar þessari vinnu er lokið. Svo er ég að bíða eftir sænska textanum.

Þeir sem hafa séð myndina, er eitthvað sem ykkur finnst að þurfi að bæta? Nú er síðasta tækifærið til að breyta einherju. Svo er auðvitað um að gera að kíkja á heimasíðu Guy Fletcher og panta sér disk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að þýða allan textana og á bara eftir að ritskoða hann.
Sendi þér textann á morgun. Það er búið að vera mikið í gangi hjá mér yfir jólin. Tölvan bilaði í miðjum desember, síðan komu jól og nýtt ár... you know

Það var ekkert mál að þýða textann. Íslenskar setningar er hægt að þýða á ólíkan hátt og ég er hræddur um að ég verði ósáttur við það hvernig þýðingin var þegar ég fæ að sjá myndina. Ég sendi þér textann á morgun og ég bið þig síðan um að bíða með að setja textann á allar myndirnar og leifa mér að skoða myndina fyrst. Vonandi finnst þér ég ekki vera gera hlutina erfiðari enn þeir eru.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þú getur sótt hana á netið og séð þannig hvort þetta passi. Takk fyrir að standa í þessu og gleðilegt ár.

Villi Asgeirsson, 8.1.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sælir, Villi og Gunnar.  Ef ég hef skilið þetta rétt var Gunnar að þýða fyrir þig myndina þína, Villi. Passar það? Eru það skjátextar? Ef svo er, býð ég hér með fram aðstoð mína við prófarkalestur eða hvaðeina. Ég hef starfað sem myndmiðlaþýðandi í 20 ár og er því nokkuð reynd í faginu.

Bestu áramótakveðjur og enn bíð ég eftir millifærsluupplýsingum svo ég fái að borga þér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:45

4 identicon

Ætli maður downloadi ekki disknum fyrst, svona eins og ekta krimmi :D

Gaman að heyra að Guy er svona ánægður með stefið, að hann vilji gefa það út

BizNiz (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Lára, ef þú talar einhver tungumál, önnur en ensku, hollensku eða sænsku, er þér velkomið að þýða myndina. Það væri vel þegið.

Millifærsluupplýsingarnar koma. Ég þarf að komast að því hvort ég geti komist inn á reikninginn minn heima. Ég hef ekki notað hann í 10 ár og það gekk ekki að setja upp netbanka síðast þegar ég reyndi, fyrir 2-3 árum. Annars verð ég á landinu í mars, en ég vona að biðin verði ekki svo löng. Spurning með að henda inn hollenska númerinu, en er ekki dyrt að millifæra til útlanda?

BizNiz, diskarnir ættu að fara í póst í mánuðinum, en þér er auðvitað velkomið að sækja myndina á netið.

Villi Asgeirsson, 8.1.2008 kl. 16:21

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt ár Villi minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.1.2008 kl. 17:06

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hélt að um væri að ræða skjátexta á íslensku, hef kannski misskilið málið. En ef þú þarft að láta þýða hana yfir á önnur mál ættirðu að fá þarlenda til þess þótt ég efist ekki um að Íslendingar sem hafa verið búsettir lengi í viðkomandi löndum geti þýtt mjög vel eins og t.d. Gunnar á sænsku, býst ég við.

Það er eitthvað vesen að millifæra á erlenda reikninga. Ég ætlaði að gera það fyrripart árs í fyrra en nennti ekki að standa í því veseni og sendi bara peninga í pósti í staðinn, það var einfaldara.

Þú lætur vita hvenær íslenski reikningurinn þinn verður tilbúinn... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 17:28

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að senda þér þýðinguna.   Ég er búinn að horfa á myndina og ég er 100% heiðalegur þegar ég segi að mér finnst myndin vera frábært listaverk.  Til hamingju með frábært verk sem þú getur verið stoltur yfir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 19:10

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gleðilegt ár, Jórunn.

Ekkert mál, Lára. Öll hjálp er vel þegin, svo ef þér dettur eitthvað í hug, endilega láttu vita. Ef fólki líkar myndin væri gaman ef það léti aðra vita. Ég redda reikningi sem fyrst.

Gunnar. Ég veit ekki hvað skal segja. Maður reynir að gera sitt besta, en það er erfitt að gera sér grein fyrir hvort vinnan sé að skila árangri. Ég er ekki búinn að fá þýðinguna. Læt vit hér í fyrramálið ef hún er ekki komin til skila. 

Villi Asgeirsson, 8.1.2008 kl. 22:00

10 identicon

Ég var nú að meina tónlistardiskinn eftur Guy.... maður þarf að downloada honum eins og góðum bófa sæmir. :)

Annars eftir að hafa horft á myndina og hlustað á stefið, þá langar mig alveg óskaplega að kaupa þennan disk hans Guy og heyra hin lögin. Ef þau eru eitthvað í svipuðum dúr, þá er þetta örugglega stórgóður diskur.

Var loksins að gefa mér tíma til að horfa á myndina, og ég verð bara að vera sammála Gunnari að þessi mynd er alveg stórgóð. Ég er einn af þeim sem virkilega trúi á samspil scores og leiks, og því er ekki að neita að þemað frá Guy gefur myndinni þetta auka "oomph" sem gerir hana svona góða. Senurnar eru mjög vel hannaðar, og handritið er alveg stórgott. Mér fannst ekkert leyndarmál hvað virkilega gerðist á veginum í byrjun, eða hvað myndi gerast í endann, en það skemmdi enganvegin fyrir mér söguna að vita hana svona fyrirfram.

Þú spyrð okkur annars hvort það sé eitthvað sem okkur finnist að þurfi að bæta, og ég sé nokkur smáatriði sem ÉG hefði gert öðruvísi, ég veit nú ekki hvort það er samt okkar verk að segja leikstjóra og handritshöfundi fyrir verkum. Þar sem þú spurðir hins vegar, langar mig að koma með einhverskonar jákvæða gagnrýni á tvo hluti, en vil ég þó biðja þig að taka því með öllu því salti sem þú mátt missa :) Einnig er örugglega langt því frá að ég kunni að koma þessu rétt frá mér, þannig að ég vona bara að þú skiljir mig :D

Fyrra atriðið: Í byrjuninni, þegar við sjáum rauðu Toyoutuna keyra um þjóðveginn árið 2004, í öllu okkar fína landslagi, er alltaf flakkað á milli tímabila, og svo aftur komið að 2004, þar sem upphafstextarnir eru settir yfir landslagið. Í hvert skipti sem skipt er af 2004, er tíminn stoppaður, og þegar skipt er aftur á 2004 er Toyotan á sama stað og hún hætti. Fyrst þegar ég tók eftir þessu (við fyrstu skiptingu aftur yfir á 2004) fannst mér eins og verið væri að endurnýta sama myndskeiðið aftur, en tók svo eftir því að aðeins var ýtt á pásu. Má færa rök fyrir því að því að nútíminn tíminn standi kyrr þegar skyggnst er til fortíðarinnar, og getur meira en verið að þú hafir einmitt verið að gera það viljandi, en persónulega hefði ég látið 2004 ganga áfram, þannig að bíllinn væri kominn sjáanlega lengra þegar aftur er skipt yfir á 2004. Ef myndskeiðið er ekki nægilega langt til þess að gera það og samt covera alla byrjunina, hefði ég bara hægt aðeins á spiluninni til þess að tryggja að það dyggði.

Seinna atriðið:  Mér hefði þótt gaman að sjá þykk, svört, bremsuför í malbikinu þar sem Pétur bremsar. Það kemur alveg ægilegt bremsuhljóð (skítt með það þó að þessi Toyota sé með ABS, sem hún gæti alveg verið án þess að ég viti það.. ég er ekki sú týpa að finna að slíkum hlutum í kvikmyndum) sem hefði kannski átt með réttu að hafa skilið eftir duglegt bremsufar. Ég veit fyrir víst að þessi Sunny græja þarna hefði veriða meira en tilbúin að gefa þér blek á malbikið, þar sem ég hef nokkrum sinnum þurft að gera slíkt á alveg eins bíl :D

Eins og ég segi, það er ekki okkar að segja þér fyrir verkum, og þetta er stórgott hjá þér, og það verður hrein unun að eignast diskinn, loksins þegar hann verður klár og sendur :) 

BizNiz (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband