Uninspired by Iceland

Ísland er land tækifæranna. Gæti allavega verið það ef við værum ekki að drepast úr möppudýramennsku og húmorsleysi.

Milljónir, sjálfsagt hundruð milljóna, eru settar í landkynningu. Inspired by Iceland. Allt gott og blessað, en það virðist vera jafn innihaldslaust og fótósjoppað súpermódel að gefa til kynna að maður komist inn undir hjá henni og hverri sem er með boddíspreyinu sem verið er að auglýsa. Við þykjumst vera rosa hipp og kúl og segjum að Ísland sé land frelsisins og whatever. En á sama tíma erum við að spá í að kæra tökulið Top Gear sem nær sennilega til fleira fólks en auglýsingaherferð ESB-sleikjanna. Margfalt.

Hafi verið unnin spjöll, sem ég efast um, eru það ekkert í líkingu við það sem íslendingar sjálfir og löggan gerðu. Þar fyrir utan eru meira krefjandi mál sem bíða afgreiðslu á Íslandi. En við viljum ekki styggja "fjármagnseigendur".

Það er ekki hægt að segja að ég sé "inspired by Iceland" þessa dagana. 


mbl.is Löggan skoðar Top-gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki ég heldur!

Sigurður Haraldsson, 4.7.2010 kl. 00:41

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sammála

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.7.2010 kl. 01:33

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Fasisminn" á það til að taka á sig undarlegustu myndir, jafnvel þá að flagga frelsinu, en það leynist varla orðið nokkrum manni sem til þekkir, að á Íslandi er hann kominn inn fyrir útidyraþröskuldinn.

Magnús Sigurðsson, 4.7.2010 kl. 08:15

4 identicon

Ég fékk bréf frá lögreglunni fyrir ekki svo löngu síðan um að það atvik þegar ég var lamin illa af tveimur útlenskum mönnum verði ekki rannsakað vegna fjárskorts og tímaleysis hjá lögreglunni. Höfuðið á még beyglaði bíl, ég efast um að hann fái það bætt. Ég endaði á spítala eftir þetta og lögreglumaðurinn í bílnum lofaði mér að ná þeim.

Ég hringdi á lögregluna um daginn þegar fólk var að brjóta rúður í bílnum í götunni hjá mér. Ég náði myndum af fólkinu en lögreglan keyrði fram hjá og taldi sig ekki þurfa sjá myndina.

Vinona mín var lamin og læst inni af eiganda skemmtistaðar í Rvík. Lögreglan kom tæpum klukkutíma og seint á staðinn. Það sá mikið á henni og ekkert unið í málinu þrátt fyrir kæru.

Litli bróðir minn varð næstum því fyrir lögreglu bíl sem ók á ofsahraða og án forgangsljósa (þó svo þeir meigi aldrei fara yfir 90 þrátt fyrir ljósin). Ég hringi og tilkynnti bílinn og fékk þau svör að vera ekki að skipta mér af.

Hvenær get ég reitt mig á lögregluna?

Er þetta ekki bara góð afsökun fyrir því að horfa á Topgear í vinnunni?

Solla (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 11:42

5 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Ég held að ef fólk myndi horfa á blessaðan Top Gear þáttinn, þá sést greinilega að þeir eru að keyra á nýju hrauni, á meðan það rignir meira nýju hrauni yfir þá. Hvernig það getur talist landspjöll, á meðan móðir jörð er að vinna í því að breyta öllu landinu á svæðinu, get ég bara enganvegin skilið.

Ég held að þessi hugsaða ákæra á Top Gear sé ekkert nema rasismi í garð Breta. Við erum í fílu við þá útaf IceSave / Hryðjuverkjaveseninu, þannig að við skulum bara kæra þetta auma kvikmyndatökulið sem kom hingað til að taka upp eina stærstu landkynningu allra tíma og sjónvarpa því til nokkurra milljóna áhorfenda!

Árni Viðar Björgvinsson, 1.8.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband