Leifsstöð er ekkert sprungin!

Eins og kemur fram í fréttinni er Keflavíkurflugvöllur notaður í tvo tíma, tvisvar á dag. Það er alls ekki hægt að segja að flugstöð sem er tóm 20 tíma á dag sé sprugin. Þetta er bara léleg nýting, nema á háannatímum.

Eftir því sem ég get best séð eru tvær lausnir í málinu. Fara út í framkvæmdir sem munu sjálfsagt kosta milljarða, eða að lækka lendingargjöld hlutfallslega utan annatímans.

Ég vinn á Schiphol, með um 40 milljónir farþega á ári. Munurinn á flugvöllunum er ranafjöldi, 11 í Keflavík, um 110 á Schiphol, en líka að Schiphol er í fullri notkun frá morgni til kvölds.

Það að nota rútur er svo ekkert sér fyrirbæri. Á Schiphol þarf líka að nota þessa lausn yfir háannatímann. Þar fyrir utan nota öll lággjaldafélög H-hliðin, sem eru ranalaus. Allt til að spara tíma og kostnað. Ef einhver vill ráða mig í vinnu við að gera Keflavíkurflugvöll betur í stakk búinn til að taka við fjórum milljónum farþega á ári, er ég til í að flytja heim.


mbl.is Leifsstöð sprungin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæli með þér, kæri vinur.  Merkilegt að fólki skuli detta í hug svona rugl, eins og að stækka þessa stöð sem ábyggilega er ekkert sérstaklega mikið notuð utan þessara tveggja hápunkta á hverjum degi.  En þetta er angi af sameiginlegu sjóða heilkenninu - menn garga á göng úr hverju krummaskuði, og meira að segja gjamma og rífast ef talað er um að laga samgöngur á þéttbýlasta svæðinu.

Off topic - takk fyrir diskinn, fékk hann sendan og átti rómantíska stund með konunni við varpið í gær.   Flott verk hjá þér.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.2.2008 kl. 06:30

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sé þig fyrir mér sem næsta flugvallarstjóra, staðan er laus

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.2.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband