Færsluflokkur: Dægurmál

Er ekki 2008?

Þegar fregnir berast af mannréttindabrotum, kvenréttindabaráttu sem á undir högg að sækja og umburðarleysi yfirvalda yfirleitt, er oft sagt "en er ekki komið árið 2008?".  Þetta hefur reyndar verið sagt svo lengi sem ég man eftir mér, en þá auðvitað með viðkomandi ár í setningunni. Er ekki komið 1976, 1983, 1995, 2000, 1532? Það er eins og fólk trúi að við lifum á tímum frelsi og upplýsingar. Sennilega lifum við á öld einhverskonar upplýsingar á vesturlöndum, þótt mikið þeirra upplýsinga sem við fáum frá stjórnvöldum séu villandi og oft hreinlega rangar. Við eru oft dregin á asnaeyrunum. Stundum kemst þetta upp og þá er talað um skandal og spillingu, en oftast vitum við ekkert fyrr en einhverjum áratugum seinna þegar einhver skjöl eru opinberuð. Þá er svo langt um liðið að við trúum að nú sé öldin önnur og að allt sé í betra horfi en þá.

Mannréttindi hafa til skamms tíma verið virt, að mestu, á vesturlöndum. Við erum að tala um örfáa ártugi í örfáum löndum. Skoði maður mannkynssöguna er lýðræði og málfrelsi sjaldgæft. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut, því við þekkjum ekkert annað. Málið er að við erum bara svo heppin að hafa fæðst í einu fárra lýðræðislanda á sjaldgæfu tímabili í mannkynssögunni. Vitum á hvernig tímabili við munum deyja? Það fer sennilega eftir því hvernig við förum með þau réttindi sem við höfum.

Þetta breyttist auðvitað allt 11. september 2001. Nú eru vesturlönd að vinna við að takmarka málfrelsi og mannréttindi. Fólki er haldið í fangelsi án dóms og laga. Fangar eru pyntaðir. Það er ekkert nýtt, en nú er ekki lengur verið að fela það. Við erum beðin um að hafa auga með náunganum og láta yfirvöld vita ef eitthvað grunsamlegt er í gangi. Framtíðin sést kannski skýrast á flugvöllum, þar sem mannréttindi eru mikið til horfin, í nafni öryggis. Ég var að reyna að fá hurð opnaða á Schiphol um daginn. Hurð sem átti að vera opin. Öryggisverðirnir voru ekki með lykla. Ég var ekki með lykla (búinn að redda mér setti núna). Þar sem við stóðum ráðalausir, veltandi fyrir okkur hvernig stæði á þessu, hvaða öryggisreglur við gætum hugsanlega verið að brjóta með því að opna hurðina og hvernig við ættum að koma farþegunum frá borði, sagði hann svolítið sem er auðvitað alveg satt. Hann sagði, verði gerð árás með einhverju sem einhver tók með sér í handfarangri, eða verði það reynt og það mistekst, verður lokað á handfarangur. Enginn mun geta tekið neitt með sér um borð.

Hann hefur sennilega rétt fyrir sér. Samfélag okkar á það til að fara yfir um þegar kemur að öryggismalum og þau eru oft notuð til að vernda okkur fyrir sjálfum okkur, á kostnað frelsis okkar.

Það er árið 2008, en það er síður en svo sjálfvirk ávísun á frelsi og réttlæti. Það er okkar að vernda frelsi okkar, því það er alls ekki sjálfgefið. 

Gleðilegan þjóðhátíðardag! 


mbl.is Æ fleiri bloggarar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum Heiminum!!!

Þetta gæti verið slagorð hins fanatíska hóps virkjanasinna. Þeir segja okkur að með því að "nýta" alla orku sem landið getur mögulega gefið af sér, séum við að bjarga heiminum því orkan okkar sé svo hrein. Þetta er auðvitað argasta bull. Landið er eyðilagt til frambúðar, gufan semScorchedEarth ælt er út í loftið eykur á groðurhúsaáhrifin og það sem mestu máli skiptir, það munar ekkert um þessi skitnu vött sem við getum kreyst út. Þau eru dropi í haf orkuþarfar heimsins. Þar fyrir utan er orkan ekki endurnýjanleg þegar um skítugar jökulár með sínum framburði ræðir. Gufuaflsvirkjanir eru ekki heldur endurnýjanlegar þegar of hart er gengið að þeim, eins og gert er á Hellisheiði.

Eina ástæðan fyrir því að okkar orka er svona vinsæl er að hún er ódýr. Hvað segir það okkur? Við og landið okkar erum á útsölu, eins og hinn fagri bæklingur, LOWEST ENERGY PRICES sannaði um árið. Meira um það á síðu Draumalandsins. Þessi virkjanaárátta er næstum því farið að verða hlægileg. Hún væri það ef landið væri ekki fórnarlamb þessa rugls. Eins og er, er hún bara sorgleg.

Ég mæli með því að fólk sem eitthvað vill gera í þessu og vill vita meira, heimsæki síðu Láru Hönnu. Hægt er að mótmæla fyrirhuguðum virkjunum fyrir ofan Hveragerði. Meiri upplýsingar um það hér og á síðunni Hengill.nu.

Gerum eitthvað. Þetta er komið út í rugl. 

P.S. Einhverjum kann að finnast myndin furðuleg og ekki passa við þessa færslu, en málið er að það er stríð á Íslandi, stríð um landið.  


mbl.is Vilja stækka Kröfluvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vinkonan of ung? Sjáum til...

George og SaraLita hárið eða ekki? Hann um það. Richard Gere og Clooney sjálfur líta bara vel út með silfur í hári. Það er þó spurning hvort mann myndi ekki bregða við að sjá sjá gráhærða Paul Mccartney og David Bowie. Ég held að það geti verið erfitt að snúa aftur eftir margra ára litun án þess að virðast hafa elst um 20 ár á viku.

Hitt er svo annað mál, er hann ekki of gamall fyrir vinkonu sína, hana Söru. Sjáum til. Það er til formúla sem auðveldar manni að velja sem yngst án þess að búa til vesen og lenda í slúðrinu. Maður tekur aldur hans, deilir með tveimur og bætir sjö við. Þannig er maður kominn með lágmarksaldur hugsanlegrar kærustu.

Clooney er 46 / 2 = 23 + 7 = 30. Var hún ekki 29? Jæja, það er bara að bíta á jaxlinn, því eftir tvö ár er hann orðinn fimmtugur og hún 32. 50 / 2 = 25 + 7 = 32.

Nú er bara að reikna út hvað þú, lesandi góður, mátt leika þér með. 


mbl.is Litar Clooney hárið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Al Gore spornaði gegn breytingum

Fyrir þá sem ekki muna, neitaði Al Gore að skrifa undir Kyoto samninginn fyrir 11 árum. Honum fannst það ekki réttlátt að Bandaríkin skrifuðu undir meðan "þróunarlönd" þyrftu ekki að vera bundin af samningnum. Einn þessara landa var Kína, og skil ég hans sjónarmið. Hitt er annað mál að á meðan Bandaríkin neita að taka þátt geta þau ekki þrýst á aðrar þjóðir að gera það. Skammsýni?

Það verður gaman að sjá hvað hann segir um Ísland. Við erum ein mest mengandi þjóð í heimi. Merkilegt, þar sem húshitun er hrein. Vetnisævintýrið er kannski ekki dáið, en ég sé lítið talað um það. Okkar endurnýjanlega orka fæst með því að stórskemma náttúruna. Okkar orka er líka dropi í haf orkuþarfar heimsins. Út á við erum við hrein og framsýn, en raunveruleikinn er annar. Þetta verður spennandi dagur.


mbl.is Margir sporna gegn breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barist á Vesturbakka

Þegar ég kom í heimsókn til Íslands í mars 2006, sagði mamma mér í bílnum að þeir vildu stækka álverið í Straumsvík. Ég spurði af hverju þeir gerðu það þá ekki. Fá ekki leyfi til þess enn sem komið er. Þvílíkt rugl, hugsaði ég. Forsjárhyggja, sósílismi, kommúnismi, whatever. Hvað eru stjórnvöld eða bæjaryfirvöld að gera með puttana í einkafyrirtækjum? Af hverju þarf alltaf allt að vera bannað?

Í þessari ferð keypti ég Draumalandið. Ég las bókina með áfergju, en ákvað þó að kynna mér málið frá báðum hliðum. Á endanum tók ég afstöðu á móti frekari stóriðju. Það var ekki vegna Draumalandsins, ekki vegna Kárahnjúka, ekki vegna neðri hluta Þjórsár. Ástæðan var þessi græðgi, þessi bulldozer hugsanaháttur. Ryðja öllu í gegn, og þá meina ég öllu, áður en grænu fíflin fatta hvað við erum að gera. Í hvert sinn sem einhver vill byggja álver er læðst aftan að fólki, í hvert sinn er "ferlið komið of langt". Þetta virðist gerast í hvert skipti. Það skal virkja hverja sprænu fyrir ál.

Ég er því á móti frekari stóriðju, einfaldlega vegna þess að þetta er farið út í öfgar. Þetta er eins og Vesturbakkinn, fólk hatar hvort annað því það er endalaust barið á því. Ég er á móti áli því máið er svo öfgafullt og ekkert annað virðist komast að. Svo vantar alveg að álverjar færi rök fyrir sínu máli. Atvinna fyrir eitt þorp í einu, en það eru 100 þorp á landsbyggðinni. Styrkur efnahagur. Ekki hefur það gengið eftir þrátt fyrir ótrúleg náttúruspjöll.


mbl.is Undirbúningur álvers á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil ekki nöldra...

Þótt ýkt bölsýni sé auðvitað til óþurftar er jafn vont eða verra að gylla stöðuna fyrir sjálfum sér og almenningi og gefa til kynna að einhvers konar töfraleið sé til út úr þessum vanda. „Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani”, sagði þar," sagði Davíð.

Ég vil ekki vera leiðinlegur, en átti stóriðjan ekki að vera töfralausnin?


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rolast í útlandinu...

Skemmtileg frétt, frábært framtak. Alveg hefði ég verið til í að vera heima og kvikmynda verknaðinn. Það er annars oft sem ég sé hluti gerast á Íslandi sem fá mig til að velta því fyrir mér hvað ég sé að rolast hér í Hollandi. Það er svo margt að gerast heima. Kannski ég þurfi bara að horfa betur í kring um mig hér, en maður er alltaf meira heima í föðurlandinu, hversu lengi sem maður býr erlendis.

Allavega, flott framtak. Til hamingju, Góðverkasamtök. 


mbl.is Máluðu yfir veggjakrot í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg, er þetta rétt? Ertu að fremja pólitískt sjálfsmorð?

Lýðveldið Ísland er 64 ára gamalt. Það er því ekki langt síðan við börðumst fyrir okkar sjálfstæði. Ísland var lítil þjóð en vildi ráða sér sjálf. Drottnarinn var frændþjóð sem hafði komið þokkalega fram við okkur, en við vildum sjálfstæði. Það fengum við eftir 100 ára baráttu. Við ættum því að skilja og finna til með þjóðum í sömu sporum. Því miður er Ísland eins og auminginn sem ýtir við barninu á Titanic til að komast sjálfur í bátinn.

Ísland er sjálfstætt smáríki, en lætur eins og spillt heimsveldi. Allt í lagi að fara í stríð í Írak þótt allir heilvita menn sjái að sönnunargögnin séu fölsuð. TibetVið látum eins og barn sem hefur verið strítt en er nú komið í náðina hjá hrekkjusvíninu. Þegar næsta barni er strítt og það lamið, spörkum við líka til að tilheyra hópnum. Ef hrekkjusvínið sparkar í liggjandi barnið, spörkum við líka. Ef hrekkjusvínið ákveður að brjótast inn í sjoppu, tökum við þátt því við viljum svo ofboðslega vera jafn kúl og sterka hrekkjusvínið. Hvað gerist þegar við og hrekkjusvínið erum orðin unglingar? Tökum við þátt í hópnaðugun til að tilheyra hópnum? Hversu langt erum við tilbúin að fara?

Ingibjörg Sólrún getur látið eins og Írak hafi aldrei gerst. Hún getur látið eins og Taiwan sé Árnessýsla þeirra kínverja, hún getur talað um eitt Kína meðan tíbetar eru myrtir. Hún getur gert hvað sem hún vill, en ekki gera það í mínu nafni. Íslendingar vilja ekki dauða tíbeta og kúgaða taiwana í nafni viðskipta. Ég ætla að sleppa því að minnast á Falun Gong ævintýrið í bili.

Við höfum ekkert erindi í öryggisráðið. Við þorum ekki að tala eftir eigin sannfæringu. Látum bandaríkjamenn og kínverja um að eyða pening í öryggisráðið. Þeir fá hvort eð er að gera það sem þeir vilja óáreyttir fyrir okkur, hvort sem það eru stríð, pyntingar eða morð. Við erum allt of hrædd til að segja það sem okkur finnst. Nema við séum orðin svo rotin að við virkilega styðjum morð í nafni viðskipta. 

Sé þetta ekki rétt eftir Ingibjörgu haft, vona ég að hún leiðrétti þetta strax. Séu þetta hennar orð, mun ég aldrei kjósa neinn flokk sem hefur hana innanborðs. 


mbl.is Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíbet II: Hvað með það?

Það er skiljanlegt að tónleikahaldarar séu óhressir með Björk. Þeir vilja halda friðinn við kínversk stjórnvöld. Það eru einfldlega viðskipti. Líf (og dauði) tíbeta skiptir ekki máli. Svona uppákomur hafa slæm áhrif á viðskiptin. Spurning hvað þær milljónir tíberta sem myrtir hafa verið af kínverjumRFTLogoVerticalTransparent155 finnst um það. Í fréttinni kemur eftirfarandi fram:

„Það er miður að þetta hafi gerst. Ég veit að listamenn verða að standa fyrir því sem þeir hafa trú á, en hún getur ekki búist við því að þetta muni leiða til góðs,“ segir John Siegel hjá China West Entertainment.

„Ég hef áhyggjur af því að gripið verði til frekari takmarkana, nú þegar allt var að verða afslappaðra. Þá getur verið að listamennirnir vilji ekki sætta sig við meiri takmarkanir og sleppa því alfarið að koma til Kína.“

Er það ekki nákvæmlega málið? Kínversk stjórnvöld munu ekkert gera nema þjóðin krefjist þess. Þjóðin mun ekkert gera nema hún viti hvað er að gerast. Hún getur ekki vitað hvað er að gerast með því að hlusta á ríkisfjölmiðla. Listamenn og "útlendingar" eru þeir einu sem geta haft áhrif í Kína.

Ég læt fylgja með hlekk á síðu sem er að reyna að gera eitthvað fyrir Tíbet. Ekki að það eigi eftir að bera árangur. Enginn þorir að hrófla við Kína, eins og kom skýrt fram á Íslandi fyrir örfáum árum. Kíkið samt á Race for Tibet

 


mbl.is Tónleikahaldarar pirraðir yfir ummælum Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagbók úr stríðinu

HarryEinhvern tíma rakst ég á dagbók hermanns úr fyrra stríði. Afkomandi hans fann bréf uppi á lofti og ákvað að setja þau á netið, nákvæmlega 90 árum eftir að þau voru skrifuð. Nýjasta bréfið á netinu er frá mánudeginum 10 mars 1918. Það hefur ekki verið gefið upp hvort höfundurinn, Harry Lamin, hafi lifað stríðið af. Það kemur í ljós á árinu. 

Bréfin er að finna hér


mbl.is Barðist fyrir Frakka í fyrri heimsstyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband