Ingibjörg, er þetta rétt? Ertu að fremja pólitískt sjálfsmorð?

Lýðveldið Ísland er 64 ára gamalt. Það er því ekki langt síðan við börðumst fyrir okkar sjálfstæði. Ísland var lítil þjóð en vildi ráða sér sjálf. Drottnarinn var frændþjóð sem hafði komið þokkalega fram við okkur, en við vildum sjálfstæði. Það fengum við eftir 100 ára baráttu. Við ættum því að skilja og finna til með þjóðum í sömu sporum. Því miður er Ísland eins og auminginn sem ýtir við barninu á Titanic til að komast sjálfur í bátinn.

Ísland er sjálfstætt smáríki, en lætur eins og spillt heimsveldi. Allt í lagi að fara í stríð í Írak þótt allir heilvita menn sjái að sönnunargögnin séu fölsuð. TibetVið látum eins og barn sem hefur verið strítt en er nú komið í náðina hjá hrekkjusvíninu. Þegar næsta barni er strítt og það lamið, spörkum við líka til að tilheyra hópnum. Ef hrekkjusvínið sparkar í liggjandi barnið, spörkum við líka. Ef hrekkjusvínið ákveður að brjótast inn í sjoppu, tökum við þátt því við viljum svo ofboðslega vera jafn kúl og sterka hrekkjusvínið. Hvað gerist þegar við og hrekkjusvínið erum orðin unglingar? Tökum við þátt í hópnaðugun til að tilheyra hópnum? Hversu langt erum við tilbúin að fara?

Ingibjörg Sólrún getur látið eins og Írak hafi aldrei gerst. Hún getur látið eins og Taiwan sé Árnessýsla þeirra kínverja, hún getur talað um eitt Kína meðan tíbetar eru myrtir. Hún getur gert hvað sem hún vill, en ekki gera það í mínu nafni. Íslendingar vilja ekki dauða tíbeta og kúgaða taiwana í nafni viðskipta. Ég ætla að sleppa því að minnast á Falun Gong ævintýrið í bili.

Við höfum ekkert erindi í öryggisráðið. Við þorum ekki að tala eftir eigin sannfæringu. Látum bandaríkjamenn og kínverja um að eyða pening í öryggisráðið. Þeir fá hvort eð er að gera það sem þeir vilja óáreyttir fyrir okkur, hvort sem það eru stríð, pyntingar eða morð. Við erum allt of hrædd til að segja það sem okkur finnst. Nema við séum orðin svo rotin að við virkilega styðjum morð í nafni viðskipta. 

Sé þetta ekki rétt eftir Ingibjörgu haft, vona ég að hún leiðrétti þetta strax. Séu þetta hennar orð, mun ég aldrei kjósa neinn flokk sem hefur hana innanborðs. 


mbl.is Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

99.9%

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.3.2008 kl. 18:58

2 identicon

Ágæti Villi. ISG segir ekki annað en það sem ríkisstjórnin samþykkir. Alveg sama hvað hennar persónulega skoðun er.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þá er ríkisstjórnin úr takti við þjóðina.

Villi Asgeirsson, 16.3.2008 kl. 08:07

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.3.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilega páska Villi minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.3.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gleðilega páska Villi minn

Sigrún Friðriksdóttir, 23.3.2008 kl. 17:11

7 identicon

Hæ Villi minn og gleðilega páska ;) kíki alltaf reglulega við og les bloggið þitt, vona að þú hafir það gott með familiunni !

knús og kram

Sonja  

Sonja Berglind Hauksdottir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:41

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir kveðjurnar. Ég var heima um páskana og þá er ég ekkert að kíkja á netið. Allt of gaman á Íslandi til að vera að stara á tölvuna.

Villi Asgeirsson, 28.3.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband