Al Gore spornaði gegn breytingum

Fyrir þá sem ekki muna, neitaði Al Gore að skrifa undir Kyoto samninginn fyrir 11 árum. Honum fannst það ekki réttlátt að Bandaríkin skrifuðu undir meðan "þróunarlönd" þyrftu ekki að vera bundin af samningnum. Einn þessara landa var Kína, og skil ég hans sjónarmið. Hitt er annað mál að á meðan Bandaríkin neita að taka þátt geta þau ekki þrýst á aðrar þjóðir að gera það. Skammsýni?

Það verður gaman að sjá hvað hann segir um Ísland. Við erum ein mest mengandi þjóð í heimi. Merkilegt, þar sem húshitun er hrein. Vetnisævintýrið er kannski ekki dáið, en ég sé lítið talað um það. Okkar endurnýjanlega orka fæst með því að stórskemma náttúruna. Okkar orka er líka dropi í haf orkuþarfar heimsins. Út á við erum við hrein og framsýn, en raunveruleikinn er annar. Þetta verður spennandi dagur.


mbl.is Margir sporna gegn breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi Co2 hræsni er alveg klæðskerasaumuð lausn til að leyfa áframhaldandi óþverra mengun og eyðileggingu á vegum auðhringja, en láta almenning borga í sektarvímu fyrir alla "losunina", kolefnisjafnandi, greiðandi hátt eldsneytis og orkuverð, takandi á sig allskyns hömlur og byrðar...

co2 er lélegt gróðurhúsagas, vatnsgufa er það allra öflugasta og mörgum stærðargráðum meira af slíku í andrúmsloftinu (og vonandi dettur engum í hug að fara í stríð gegn vatnsgufu).  Einföld sönnun sem við íelsndingar þekkjum vel;

Á heiðskýrum nóttum er kalt, þegar skýað er á nóttinni, þá er hlýrra.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 07:53

2 identicon

Hann neitaði reyndar ekki að skrifa undir. Þvert á móti, þá flaug Gore to Kyoto og var lykilmaður í að samkomulag náðist að lokum. Bandaríkin skrifuðu síðan undir, en bókunin var aldrei lögð fram í þinginu til staðfestingar þar sem ljóst var að þar var ekki meirihluti fyrir því. Þegar Bush tók við tilkynnti hann síðan að hann myndi ekki gera neitt til að vinna í að bókunin yrði staðfest, og að hann teldi Bandaríkin ekki skuldbundin því að framfylgja bókuninni...

Annars bara smá broskall inn í daginn...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir að leiðrétta mig, Auður. Ég man eftir að hann var að vandræðast með þetta, gott ef ekki var einhver ræða þar sem hann neitaði. Allavega, kemur ekki á óvart að Bush hafi ekki áhuga á þessu.

Villi Asgeirsson, 9.4.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband