Færsluflokkur: Dægurmál

Betri er kartafla en retta

Það er nú gott að McCain bjóði fram aðstoð sína. Kannski hann geti hjálpað Obama að læra biblíuna utan að eins og Palin. Hann getur þá kvótað biblíuvers meðan hann drepur, eins og gaukurinn í Tarantúllu myndinni. Kannski hann geti hjálpað Obama að hætta að reykja. Það virðist nefninlega vera hans stærsti galli.

Sem gerir hann að fjandi góðum forseta. Ef blysin eru hans stærsta vandamál er hann svo nálægt fullkomnun að framtíðin getur jafnvel talist björt. Lítil hætta á því, en það má láta sig dreyma.

Annars var ég að hugsa, af gefnu tilefni. Allt þetta anti-reykvæl og fólk sem er bara happí með Geira og Árna af því áfengi hækkar. Það er eins og fólk trúi því að áfengi og tóbak drepi alla sem deyja. Það er bara ekki svo. Held ég. Maður hefur þá allavega gaman af meðan þetta endist.

Kannski er ég ekki marktækur. Ég er að falla nett fyrir Film Noir, myndunum þar sem allir reykja og drekka eins og enginn sé morgundagurinn. Var alltaf hrifinn af dæminu, en nú er ég alveg að missa mig. Sá Casablanca um daginn eins og frægt er varla orðið, Kiss Me Deadly, The Big Sleep. Ég verð bara að viðurkenna að nútímaskvísurnar, edrú og reyklausar eru ansi litlausar miðað við Ingrid og hennar stöllur. Og voru þær þó í svart hvítu.

En hvað um það. Skál. Á einhver eld? 


mbl.is McCain heitir Obama aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttu eld(sprengju)?

Ef ég væri geimvera og læsi þessa frétt myndi ég fá það á tilfinninguna að allt væri í fínu lagi á jörðinni. Ef stærstu fréttir heimsins væru að einhver reykti eða reykti ekki, myndi ég halda að það væri ekkert merkilegt að gerast. Ekki síst eftir að hafa lesið um að einhver poppstjarna vildi láta minnka tútturnar.

Æi. Ef valdamesti maður í heimi má ekki fá sér sígarettu eftir að hafa gefið fyrirskipun um að gera loftárás, þá erum við farin of langt í rétthugsuninni. Ef fólk hneykslast yfir rettunni en ekki sprengjunum, þá eigum við ekki séns. Við munum öll deyja löngum, leiðinlegum dauðdaga þess sem aldrei skemmtir sér.

Ætli þeir byggi skothelt reykhús í garðinum fyrir Obama?

Nikótínfasisminn lengi lifi. 


mbl.is Obama lofar að reykja ekki í Hvíta húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru eigendur DV? ... burt með spillingarliðið

Ég lýsi hér með yfir hrifningu minni á málflutningi DV. Allavega í þessu máli. Svarið sem þeir gefa er skýrt og án pólitísks bulls. Það er aðdáunarvert ef fjölmiðill þorir að vera eins beiskeyttur og DV í þessu máli. Íslendingar, og allir reyndar, eiga rétt á fréttum sem eru ólitaðar pólitík og hagsmunum.

Hver á DV? 

...og að lokum, af hverju er ekki færsluflokkurinn Fjölmiðlar til? 


mbl.is DV segir yfirlýsingar ríkislögreglustjóra villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið - kvikmynd um fall Íslands : og burt með spillingarliðið!

Ég er að ljúka við gerð handrits sem ég vonast til að geta kvikmyndað í sumar. Mundin Undir Svörtum Sandi verður lauslega byggða á næstum því samnefndri stuttmynd. Þar sem þessi skrif eru að klárast, væri gaman að finna sér nýtt viðfangsefni.

Mér var að detta í hug að gera myndina Hrunið. Kannski að titillinn breytist eftir því sem sagan þróast. Myndin ætti að fjalla um íslenskan raunveruleika í kjölfar bankahrunsins. Hér er hugmynd.

Pabbi rekur lítið fyrirtæki og mamma er kennari. Skuldir fyrirtækisins verða óyfirstíganlegar og það fer á hausinn. Húsið og bílarnir missa verðgildi sitt meðan lánin rjúka upp. Mamma reynir að halda heimilinu gangandi, en það gengur illa á kennaralaununum. Pabbi reynir að sinna heimilisverkum þegar hann er ekki að leita sér að vinnu, en finnur út að hann er alveg hand ónýt húsmóðir. Þetta ástand hefur auðvitað hrikalegar afleiðingar. Táningarnir tveir skilja ekki hvers vegna þau geta ekki haldið áfram að eyða peningum og þar kemur enn ein togstreytan.

Pabbi var víst ekki alveg þar sem hann var séður. Fljótlega fer síminn að hringja og miður skemmtilegir menn fara að láta sjá sig. Þegar jeppinn fuðrar upp í innkeyrslunni, fer allt endanlega í hundana. Kannski að unglingarnir finni á sér nýja hlið og berjist við vondu kallana.

Ég get svo sem hóstað þessu upp, en það væri alveg ofboðslega skemmtilegt ef þetta yrði samvinnuverkefni. Ef fólk gerði athugasemdir, kæmi með persónur og atburði. Það væri gaman að sjá hvort hægt væri að þróa handritið hér á blogginu. Það sem ég skrifa hér að ofan er bara hugmynd. Handritið gæti þróast í allt aðra átt.

Látið endilega vita hvað ykkur finnst og sjáum hvort við getum gert kvikmynd allra landsmanna! 


Hoofddoorp einkennið

Sameining og vöxtur eru flottustu orð nútímans. Þau eiga að leysa allt og sé einingin bara nógu stór, hlýtur allt að vera í góðu lagi. Þetta er þó oft byggt á misskilningi. Oft missir fólk yfirsýnina og báknið verður ómanneskjulegra en litlu einingarnar sem fyrir voru. Stór og fjölmenn lönd eru ekki endilega betri lönd. Ekki vildi ég vera venjulegur maður í Rússlandi. Bilið milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum er eins og úthaf. Skriffinnskan er svo gegndarlaus í ESB að enginn skilur hvert peningarnir fara né hvernig batteríið viirkar. Eða ekki virkar. Fólk hefur það yfirleitt betra, því smærri sem ríkin eru. Stórfyrirtæki sólunda fé og er nokkuð sama um starfsmennina meðan eigendur lítilla fyrirtækja vita hvað er í gangi og þekkja starfsmenn sína og þeirra aðstæður.

Ég bý í u.þ.b. 6000 manna þorpi í útjaðri Amsterdam. Hér var sundlaug, fótboltafélag, þokkalegar almenningssamgöngur, bókasafn, lestarstöð og fleira á árum áður. Fyrir um 10 árum var ákveðið að Hoofddoorp (Höfuðþorp) skyldi sjá um flest það sem opinbert er. 6000 manns er allt of lítil eining og kostar of mikið. Þetta átti að vera hagræðing og kosta minna. Það gerir það sennilega því sundlaugin er farin, bókasafnið er á við bókabíl og fótboltaklúbburinn er að deyja. Lestarstöðinni var lokað fyrir löngu. Sporvagninn sem stoppaði hér er löngu hættur að ganga. Það var meiri þjónusta og meira um að vera áður en ég kom hingað, sem ég veit ekki mikið um. Það merkilega er að þó allir eigi að sækja allt til Hoofddoorp, eru þetta góðir 15km og það tekur gott korter að keyra þangað. Það tekur um 90 mínútur að fara með strætó því hann þræðir öll þorpin sem sækja sína þjónustu þangað. Engin lest eða sporvagn er á leiðinni.

Þetta sparar sennilega einhverjar fjárhæðir, en það hefur ekki sést í lægri sköttum og þjónustugjöldum. Þvert á móti, er nú dýrara að búa hér en nokkru sinni fyrr.

Það er merkilegt að Albert minnist á að álverið hafi ekki skapað atvinnu, eins og virkjanasinnar vilja meina, heldur er það að blóðsjúga bæjarfélögin sem fengu enga töfralausn frá ríkinu. Það gerist sjálfkrafa, því fólk flytur þangað sem atvinnan er og með núverandi hugsanahætti skapast hún á örfáum stöðum. Hefði ekki verið betra að nota peningana sem fóru í Kárhnjúka til að byggja upp allt Austurland, ekki bara eitt pláss? Er þetta byggðastefnan, að drepa þorpin hægt og rólega og koma fólki fyrir á örfáum stöðum? Á það að vera hagkvæmara eða er þetta bara enn eitt dæmið sem ekki er hugsað til enda?

Það er vonandi að hugsanahátturinn breytist sem fyrst. Séu til peningar á annað borð, ætti að nota þá til að hjálpa allri landsbyggðinni að hjálpa sér sjálfri, ekki að gefa einu þorpi töfralausn og segja hinum að sameinast því. Ef það virkar ekki í hinu flata Hollandi, virkar það alls ekki á hinu fjalllenda og snævi þakta Íslandi.

Ég vil svo að lokum benda á færslu sem ég skrifaði í gær. Þar skoða ég muninn á húsnæðisverði í Reykjavík og á landsbyggðinni og hvernig það getur borgað sig að búa í bænum.


mbl.is Metnaður minnkar með sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjötugur Hollendingur?

Alltaf skulu það vera helvítis hollendingarnir sem eru að smygla og selja dóp. Hér í Hollandi þykir það sjálfsagt að reykja hass og gras, enda eru fjölmargar Coffeeshops í helstu borgunum hér. Nú er búið að banna tóbaksreykingar á opinberum stöðum, þar með talið í kaffisjoppunum. Kunningi minn sem kann við grasið fór á eina slíka nýverið til að kaupa sér jónu. Á gangstéttinni fyrir utan stóðu kusurnar, reykjandi sitt gras og hass. Það er nefninlega ekki búið að banna reykingar utandyra. Inni má þó reykja hreint gras, enda ekkert tóbak í því.

1690199925_1999999894_drugs_440x293

Einhvern tíma var ég fylgjandi meira frelsi í sölu mjúkra eiturlyfja. Svo flutti ég til Hollands og skipti um skoðun. Hér er þetta sjálfsagt mál. Vandamálið er að hingað kemur fólk frá nágrannalöndunum að ná sér í nammi. Þetta er ekki bundið við gras og hass. Holland er miðstöð eiturlyfjasmygls. Hér eru stórir hópar sem lifa á innflutningi og sölu eiturlyfja. Allt er til sölu, frá heimagrónu grasi upp í krakk og heróín. Ég veit nákvæmlega hvar ég get náð mér í nokkrar kúlur. Ég gæti farið núna og verið farinn að sprauta mig eftir hádegi. Svo einfalt er þetta hérna. Það tekur mig u.þ.b. 15 mínútur að keyra þangað.

Það kemur nokkuð oft fyrir að fólk er tekið af lífi. Einhver er að fara úr húsi og um það bil að opna hurðina á svarta Bensanum sínum. Vespa keyrir fram hjá og maðurinn er skotinn í spað og klessist út um allt. Þeir kalla þetta uppgjör. Gerist nokkrum sinnum á ári. Ég var í mat hjá kunningjum fyrir einhverju síðan, þegar við heyrðum nokkrum skotum hleypt af. Nokkrum mínútum síðar var löggan búin að loka götunni. Þar hafði uppgjör verið í gangi.

Svona er þetta. Hugmyndin um frjálsar ástir og gras er falleg, en kókið og krakkið virðist bara alltaf þurfa að fylgja. Og hvað gerir ríkisstjórnin? Nákvæmlega það sama og sú íslenska gerir í efnahagsmálunum. Talar smá og gerir ekkert. 


mbl.is Hasshlass í rannsókn: Beðið eftir gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðun skiptir engu máli

Geir vill ekki friða meira en nauðsynlega þarf, því það er peningur í þessu. Af hverju að fórna fullkomlega nýtanlegri "auðlind"? Ekki að það skipti nokkru máli hvort Þjórsárver séu eða verði friðuð. landsvirkjun er með fullkomna áætlun, samkvæmt þessari grein á Náttúran.is. Ef gýs í Bárðarbungu mun hún hleypa 5500 rúmmetrum á sekúndu inn í Þjórsárver svo að stíflurnar fögru skemmist ekki. Það segir sig sjálft að eftir slíkar hörmungar er ekkert eftir og hægt að virkja allt svæðið. Þetta er fullkomið, því þetta voru náttúruhamfarir og ekki okkur að kenna.

Myndin er af náttúran.is og fylgir greininni sem ég vitna í.


mbl.is Mun ekki friða meira af Þjórsárverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skylmingaþrælar

Er ekki hugmynd að senda dílerana inn í næstu íþróttahöll og leyfa þeim að útkljá sín mál þar? Hægt væri að selja aðgang og nota ágóðan til að styrkja átök gegn vímuefnum.
mbl.is Átök innan fíkniefnaheimsins á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1000 heimili undir hamarinn og ofsahræðsla við hryðjuverk

Ég var að vinna á Schiphol í morgun. Tvennt sló mig og hafði það hvort tvegga með Bandaríkin að gera.

1. Þúsund heimili undir hamarinn.

CNN var að tala um að íbúðamarkaðurinn í Bandaríkjunum væri svo veikur að ein milljón heimila væru að fara undir hamarinn. Svo maður setji þetta í íslenskt samhengi, eru það 1000 fjölskyldur sem væru að fara á hausinn. Það væri athyglisvert ef einhver veit hver staðan er heima. Hvað eru margir að missa heimili sín? Mun þetta hrun í USA hafa áhrif á Íslandi og viðar? Mun þetta verða til að ríkir verði enn ríkari með því að sópa til sín ódýrum fasteignum?

2. Ofsahræðsla við hryðjuverk.

Ég var beðinn um að hjálpa til við hlið þar sem Royal Air Maroc var að fara til Nador í Marokkó. Það var eitthvað vesen og það þurfti "karlmann" til að tala einhverja farþega til. Málið var leyst þegar ég mætti á svæðið, en fyrst ég var þarna, hjálpaði ég til við að koma barnakerrunum út í vél.

Þetta var full Boeing 747 með 457 farþega innanborðs, svo það var nóg af kerrum. Thermos brúsi datt úr einni kerrunni og þar sem búið var að loka vélinni og enginn vasi var á kerrunni, tók ég brúsann með mér inn í flugstöð og henti honum í ruslið.

Við sátum við tölvurnar og ræddum málin þangað til vélinni var ýtt frá flugstöðinni. Klukkan var rúmlega ellefu og mitt næsta verk var að tengja brúna við El Al vél sem átti að koma að næsta hliði um 11:40. Delta átti svo að koma að hliðinu sem við vorum við og fljúga þaðan til New York.

Öryggisverðirnir mættu á svæðið til að undirbúa komu Delta farþeganna. Þeir kíktu allsstaðar og skoðuðu allt. Einn skoðaði ruslafötuna með brúsanum. Hann kallaði á félaga sinn og sagðist hafa fundið grunsamlegan hlut, Thermos brúsa. Ég sagði þeim að hafa ekki áhyggjur, brúsinn hafi komið úr kerru sem hafði farið gegn um öryggisskoðun klukkutíma fyrr. "Já", sagði öryggisvörðurinn, "en þetta er áhættuflug (high-risk flight) og við getum ekki tekið neina áhættu". Hann hringdi svo í yfirmann sinn sem sendi sérstakt fólk á vettvang.

Ég þurfti að fara og sinna mínu El Al verkefni, svo ég gat ekki fygst með eftirmálum, en ég gat ekki annað en brosað. Við erum orðin svo hrædd við hryðjuverk að það jaðrar við móðursýki. Reyndar held ég að ef einstaklingur myndi haga sér eins og Bandaríkin, yrði sá hinn sami sendur til sála. 


mbl.is Glitnir spáir 7% lækkun fasteignaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur henti sér í fangið á mér...

Steingrímur HermannsonÞetta hefur verið upp úr 1990. Hann var forsætisráðherra. Ég var að fara heim og ætlaði inn á biðstöðina við Lækjartorg. Ég tók í hurðina og hún rauk upp með látum. Hæstvirtur forsætisráðherra hentist út og í fangið á mér. Þetta var þokkalegur árekstur. Við litum á hvorn annan. Hann spurði hvort ég væri í lagi, hvort ég hefði meitt mig. Nei, allt var í fínu. Ertu viss? Þegar ég hafði fullvissað hann að ég væri ekki stórslasaður, afsakaði hann sig og þaut upp í stjórnarráð.

Þetta voru stutt kynni, en mér líkaði alltaf vel við hann eftir þetta. 


mbl.is Steingrímur Hermannsson 80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband