Sjötugur Hollendingur?

Alltaf skulu það vera helvítis hollendingarnir sem eru að smygla og selja dóp. Hér í Hollandi þykir það sjálfsagt að reykja hass og gras, enda eru fjölmargar Coffeeshops í helstu borgunum hér. Nú er búið að banna tóbaksreykingar á opinberum stöðum, þar með talið í kaffisjoppunum. Kunningi minn sem kann við grasið fór á eina slíka nýverið til að kaupa sér jónu. Á gangstéttinni fyrir utan stóðu kusurnar, reykjandi sitt gras og hass. Það er nefninlega ekki búið að banna reykingar utandyra. Inni má þó reykja hreint gras, enda ekkert tóbak í því.

1690199925_1999999894_drugs_440x293

Einhvern tíma var ég fylgjandi meira frelsi í sölu mjúkra eiturlyfja. Svo flutti ég til Hollands og skipti um skoðun. Hér er þetta sjálfsagt mál. Vandamálið er að hingað kemur fólk frá nágrannalöndunum að ná sér í nammi. Þetta er ekki bundið við gras og hass. Holland er miðstöð eiturlyfjasmygls. Hér eru stórir hópar sem lifa á innflutningi og sölu eiturlyfja. Allt er til sölu, frá heimagrónu grasi upp í krakk og heróín. Ég veit nákvæmlega hvar ég get náð mér í nokkrar kúlur. Ég gæti farið núna og verið farinn að sprauta mig eftir hádegi. Svo einfalt er þetta hérna. Það tekur mig u.þ.b. 15 mínútur að keyra þangað.

Það kemur nokkuð oft fyrir að fólk er tekið af lífi. Einhver er að fara úr húsi og um það bil að opna hurðina á svarta Bensanum sínum. Vespa keyrir fram hjá og maðurinn er skotinn í spað og klessist út um allt. Þeir kalla þetta uppgjör. Gerist nokkrum sinnum á ári. Ég var í mat hjá kunningjum fyrir einhverju síðan, þegar við heyrðum nokkrum skotum hleypt af. Nokkrum mínútum síðar var löggan búin að loka götunni. Þar hafði uppgjör verið í gangi.

Svona er þetta. Hugmyndin um frjálsar ástir og gras er falleg, en kókið og krakkið virðist bara alltaf þurfa að fylgja. Og hvað gerir ríkisstjórnin? Nákvæmlega það sama og sú íslenska gerir í efnahagsmálunum. Talar smá og gerir ekkert. 


mbl.is Hasshlass í rannsókn: Beðið eftir gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Góð grein VIlli

gudni.is, 26.8.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það, Guðni.is

Villi Asgeirsson, 26.8.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er á móti eiturlyfjum og það fylgir þeim mikil ógæfa.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.8.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Rannveig H

Farðu bara að koma heim strákur.

Rannveig H, 26.8.2008 kl. 16:15

5 identicon

Sammála síðustu ræðukonu. Heim með þig, ekki ætlarðu að ala upp barn í þessum subbuskap?

Ásdís (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 18:19

6 Smámynd: egvania

Villi Ásgeirsson þakka þér kærlega fyrir þessi skrif, held að of fáir lesi þetta ég er búin að fá á mig sæmilegt skítkast út af skrifum mínum um eiturlyf.

Ásgerður Einarsdóttir

egvania, 26.8.2008 kl. 18:54

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ja sko, ef við kæmum heim þyrfti ég að vera fyrirvinna, allavega fyrst um sinn. Ef ég get gengið inn í þokkalega launaða vinnu, skal ég koma og draga stubbinn og mömmuna á asnaeyrunum.

Takk fyrir kommentin, Jórunn og Ásgerður.

Villi Asgeirsson, 26.8.2008 kl. 19:11

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Og eitt enn. Skítkast lýsir þeim sem kasta, ekki þeim sem verða fyrir því.

Villi Asgeirsson, 26.8.2008 kl. 19:12

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Svo held ég að þessi Ásdís yrði komin með upp í kok af mér eftir innan við mánuð. Hún vill bara knúsa krílið.

Villi Asgeirsson, 26.8.2008 kl. 19:15

10 identicon

Takk fyrir góða frásögn!!

alva (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:27

11 identicon

Já takk fyrir, gaman að fá ómengaða upplýsingamola að innan.

Nú er hampur afar góð jurt, og ekki öll með tch efninu, ég veit t.d. að í bandalöndum er hempusa.org að selja thc lausann hamp sem fæðubótarefni, einnig er hampurinn góður sem fataefni, gallabuxurnar sem eldri kynslóð bandamanna fékk í arf frá afa (og voru enn nothæfar) voru gerðar úr hampi,

er einhver þessháttar iðnaður sem hefur sprottið upp úr þessu opna lagaumhverfi?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband