An Inconvenient Truth

Er líf eftir tapaðar forsetakosningar? Það er ekki annað að sjá. Al Gore var aldrei í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér en það er ekki spurning að heimurinn væri í betri höndum undir hans leiðsögn. Varla hægt að bera hann saman við Texas-apann.

Þeir sem vilja vita hvað hann (ekki apinn) er að gera þessa dagana ættu að skoða þetta. Það ættu reyndar allir að sjá þetta.


Eru Íslandsvinir tímasóun?

Ég var að finna síðu Íslandsvina. Þetta er hópur sem lætur sér annt um náttúru Íslands. Hægt er að ná í lítinn bækling á síðunni þar sem sjónarmiðum þeirra er komið á framfæri. Þau koma með góð rök á móti stóriðju og mæli ég með að allir lesi þetta skjal, hvort sem þeir eru með eða á móti. Sé maður á móti frekari stóriðjuframkvæmdum styrkist mður í þeirri trú við lesturinn. Sé maður meðfylgjandi frekari framkvæmdum ætti maður að geta komið með mótrök. Ef svo er ekki, þá er kannski kominn tími til að hugsa málið.

Ég minntist á tímasóun í titlinum. Að berjast fyrir landi sínu er auðvitað hetjudáð, ekki tímasóun. Að vera annt um náttúru Íslands og jarðar yfirleitt ber vott um þroska. Svoleiðis sé ég það allavega. Þegar stjórnlaus græðgin tekur völd og öllu má fórna fyrir skyndigróðann ber það varla merki um þroska. Við erum að tala um skyndigróða því svo til öllum fyrirtækjum er stjórnað með skammtímasjónarmið í huga. Við verðum að græða í ár, segir frmkvæmdastjórinn, því annars missi ég vinnuna þegar fjárfestarnir pirrast. Það að stóriðja á Íslandi sé fjárfesting í framtíðinni er bull. Þesi fyrirtæki fara um leið og þau geta grætt meira annars staðar.

Hvað um það, tímasóun? Á síðu Íslandsvina er hægt að skrifa undir áskorun þar sem stjórnvöld eru beðin um að hætta frekari stóriðju og fara að einbeita sér að því að byggja upp þjóðina, gera Ísland samkeppnishæft á sviðum sem virkilega skila arði, að sjá til þess að íslendingur framtíðarinnar þurfi ekki endilega að vera verkamaður í verksmiðju. Það er auðvitað gott og gilt að standa að svoleiðis undirskriftasöfnun, en ég hef mínar efasemdir. Þó að 150.000 undirskriftir safnist, mun það skipta einhverju máli? Munu stjórnvöld snúa við blaðinu? Munu þau hætta við áform sem unnið hefur verið að áratugum saman eða verður þetta einfaldlega endurunnið og notað sem skeinibréf?


Tungumál Myndarinnar? Skoðanakönnun!

Undirbúningur stuttmyndarinnar er kominn vel á veg. Þetta virðist allt líta vel út. Samt er ein efasemd að naga í mig. Ég samdi handritið á ensku. Þetta var engin spurning, ég er erlendis og mun markaðssetja myndina í Evrópu. Enska var því sjálfgefin. Ég valdi leikara sem menntaðir eru erlendis og reyndi að gera söguna eins hlutlausa og hægt er, hún ætti að geta gerst hvar sem er.

Svo var farið að hræra í hausnum á mér. Ég var að tala við hollenska konu um daginn og hún spurði af hverju ég tæki þetta ekki upp á íslensku. Þetta var svo furðuleg spurning, fannst mér, að ég spurði hvers vegna ég ætti að gera það. Henni fannst að myndin yrði meira spennandi, hún ætti meiri möguleika á að verða "cult" mynd á "útlendu" tungumáli. Svo sagði hún að hversu góð sem enskukunnátta leikaranna væri, yrði leikurinn sennilega betri og meira sannfærandi á móðurmálinu.

Rökin fyrir enskunni eru að það skilja hana flestir og mikið stærri hópur ætti að geta lifað sig inn í myndina.  Markaðssetning ætti að vera auðveldari, þó að markaður fyrir stuttmyndir sé að vísu mjög takmarkaður.

Ég er sem sagt alls ekki viss um hvað skal gera. Ég get snarað handritinu yfir á íslensku og notað það sem þegar er skrifað sem texta, en ég get líka bara haldið minu striki og gert enskumælandi mynd.

Það væri gaman að sjá hvað fólki finnst, svo endilega takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri. Kannski að það hjálpi til... 


Ég hata fólk

Maður leggur bílnum og það næsta sem maður veit er að það er búið að stórskemma hann. Einhver hálfviti keyrði utan í bílinn og lét sig svo hverfa. Aumingjar.

Eins og einhver rússneskur Czar sagði um árið, því meira sem ég umgengst fólk, því vænna þykir mér um hundinn minn.

Nú er bara spurningin, keyrir maður um á bíl sem lítur út eins og gömul drusla eða lætur maður tíuþúsundkallana fjúka?



Síðasti kall, flug 714 til Edinborgar

Ekki slæmt þetta. Tók mér frí á föstudaginn. Fjórir dagar án vinnu, um að gera að halda upp á það. Vér fljúgum til Edinborgar í fyrramálið, leigjum okkur bíl og keyrum um hálendið (Highlands). Ekki slæmt það, nema að veðrið er eitthvað að versna. Hvað um það, ef einhver skilur eftir falleg skilaboð hér að neðan, eitthvað skemmtilegt sem ég get lesið þegar ég er farinn að klepra aftur eftir helgi, skal ég setja einhverjar vel valdar myndir á bloggið. Annars ekki.

Takk fyrir, over and out. This was your captain sneaking...


Standing on a duck...

Það getur verið skondið að þýða af einu tungumáli yfir á annað. Allir kannast við brandara sem hreinlega er ómögulegt að þýða. Þó er hægt að leika sér með tungumál og þegar maður býr erlendis kemur það af sjálfu sér. Hér eru nokkur hugtök sem ég nota á daglegu tali. Þetta ruglar fólk í ríminu til að byrja með en það fyndnasta er að þeir sem þekkja mann fara stundum að nota þetta sjálfir. Hér eru einhver dæmi sem komin eru í almenna notkun í mínum vinahring:
I'm standing on a whistle (þegar étið er of mikið).
Standing on a duck .
Það er meira en ég er að verða of seinn í vinnuna. Ef einhver er að lesa þetta, komið endilega með fleiri dæmi.

RIGNING!

Ég keyrði heim í sól. Þegar ég beygi inn í götuna þar sem ég bý skellur á þessi rosalega demba. Ég sat í bílnum í nokkrar mínútur en gaft á endanum upp. Ég rennblotnaði í gegn bara við að hlaupa yfir götuna. Hér er mynd sem ég tók eftir að ég var kominn inn (og búinn að skifta um föt).

Rigning 


Stefnumál Aðfaraflokksins

- Aðfaraflokkurinn mun beyta sér fyrir loftbrú milli Mjóddar og Hlemms. Þetta er gert í því skyni að minnka umferð við Bústaðaveg. Aðrir flokkar hafa talað um göng, en við trúum að loftbrú sé betri hugmynd. Göng eru dýr (ekki skepnur heldur kostnaðarsöm), útsýnið er lélegt og þau sóma sér ekki á fallegum myndum í túristabæklingum eins og loftbrú myndi gera.
 
- Fleiri bílastæði þegar þörf er á. Aðfaraflokkurinn vill ekki að borgin verði eitt stórt bílastæði. Við trúum að borgin eigi að vera græn og falleg, en því er ekki að neita að stundum er þörf á fleiri bílastæðum, svo sem við kirkjur á Sunnudagsmorgnum, bari kvöldið áður (xAð er ekki fylgjandi stútum undir stýri), við kvikmyndahús og tónleikahallir. Lausnin er einföld, bæta við stæðum þar sem þörf er á, þegar þörf er á. Tilraunir hafa verið gerðar erlendis með farstæði, uppblásin bílastæði sem hægt er að setja upp þar sem þörf er á og brjóta svo saman eftir á. Skemmtilegt er einnig að farstæði þessi eru fánleg í mörgum litum og munu þau því án efa setja skemmtilegan svip á bæinn.
 
- Árbæjarsafn út í Viðey. Það vita allir sem óvitlausir eru að núverandi staðsetning Árbæjarsafns er vægast sagt klúðursleg. Útlendingar fara ekki upp í Árbæ. Íslendingar fara ekki einu sinni upp í Árbæ nema þeir nauðsynlega þurfi þess. Ef að safnið á að vera okkur til sóma verður það að vera aðgengilegt og umhverfið verður að vera fallegt. Aðfaraflokkurinn mun beita sér fyrir því að safnið verði flutt út í Viðey. Svo verður byggð loftbrú frá Höfða svo að allir sem vilja geti heimsótt safnið án þess að þurfa bát.
 
- Flugvöll á Sandskeið. Reykjavík á að eiga glæsilegan flugvöll á fallegum stað. Aðfaraflokkurinn er á móti flugvelli í sjó þar sem slíkt er dýrt og bjánalegt. Sandskeið heitir svifflugvöllur rétt utan við borgina. Með smá fjárfestingu er hægt að byggja þar glæsilegan flugvöll steinsnar frá höfuðborginni. Það þarf að byggja við flugstöðina sem fyrir er og kannski malbika flugbrautirnar, en aðstaðan er fyrir hendi og sjálfsagt að nota hana.
 
- Að lokum er Aðfaraflokkurinn að sjálfsögðu fylgjandi fríum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og finnst þar að auki að frítt eigi að vera á íslenskar bíómyndir. 

Ekki tala...

Hvað er fólk alltaf að röfla um Ísland í ESB? Þetta lítur út eins og heilaþvottur. Eftir því sem oftar er tuggið á þessu er líklegra að fólk móttaki boðskapinn og krefjist þess að við göngum í klúbbinn. Spurningin er, er ESB gott fyrir Ísland?

Efnahagslífið er öðruvísi hér á landi, útlendingar skilja það ekki samkvæmt forsætisráðherra.

Fiskurinn verður ekki okkar mál lengur, heldur verða allar ákvarðanir teknar í Brussel þar sem stærri þjóðir huga að sjálfsögðu að eigin hagsmunum.

Ísland mun ekkert hafa til málanna að leggja um framtíð samtakanna. Við erum of lítil við hliðina á Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi þegar það hefur rétt sig við. 

Við getum ekki átt von á neinum Evrópustyrkjum af viti þar sem uppbygging austur Evrópu hlýtur að ganga fyrir. Sem ein ríkasta þjóð í Evrópu megum við sennilega borga í þessa uppbyggingasjóði.

Ég er ekki á móti útlendingum en íslenska þjóðin er lítil og það þarf því aðeins nokkur þúsund innflytjendur til að hafa mikil áhrif á landið. Þarf ekki að vera slæmt en reynsla annara landa er að ef innflytjendvandinn fer úr böndunum eiga þeir til að hafast út af fyrir sig. Það skapar svo togstreitu, misjöfn tækifæri og þ.a.l. glæpi. 

Auðvitað eru einhverjir kostir við að ganga í ESB en ókostirnir virðast vera stærri. Það er bara að vona að verði þessi ákvörðun tekin, verði það að vel skoðuðu máli, að þessu verði ekki troðið upp á þjóðina eins og svo mörgu öðru. 


mbl.is Rehn segir Ísland geta fljótlega orðið ESB-ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvallarskattur

Ég var að bóka flugið til Íslands í sumar. Woohoo, verður voða gaman. Verð Flugleiða (Icelandair whatever) eru ekki einu sinni svo slæm. Ég man að maður komst ekki til landsins nema kannski á 18 mánaða fresti því flugmiðinn kostaði mann mánaðarlaunin. Ef maður vildi gera eitthvað annað, fara í ferðalag til ókunnra landa varð maður að sleppa Íslandi ansi oft. Þetta var auðvitað voðalega leiðinlegt, maður sá fólkið sitt ekki mánuðum og árum saman, börn fæddust, þau börn sem fyrir voru urðu fullorðin og fullorðnir urðu gamlingjar... ég minnist ekkert á þá sem voru gamlir fyrir.

Hvað um það, Icelandair miðinn kostar 293 evrur, eitthvað um 25-30 þúsundkall. Ekki klink en maður ræður svo sem við þetta. Plús skattur. Í Hollandi er flugvallaskattur aldrei tekinn með. Honum er klínt ofan á þegar allt annað er klárt. 91 evra takk fyrir (8-9000kall). Þetta var helmingi minna síðast þegar ég flaug, og það var í mars og það var til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Ég er að fljíga til Skotlands á Fimmtudaginn. Við borguðum rúmlega 180 evrur í skatt fyrir okkur tvö. Viðaverð til Bretlands eru þannig að við gætum flogið fram of til baka í viku fyrir skattinn.

Ég skil þetta ekkert. Hvað er fólk heima að borga í flugvallaskatta þegar flogið er að heiman? Væri gaman að heyra það, sérstaklega ef einhver hefur bókað flug til Amsterdam á síðustu vikum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband