Ekki tala...

Hvað er fólk alltaf að röfla um Ísland í ESB? Þetta lítur út eins og heilaþvottur. Eftir því sem oftar er tuggið á þessu er líklegra að fólk móttaki boðskapinn og krefjist þess að við göngum í klúbbinn. Spurningin er, er ESB gott fyrir Ísland?

Efnahagslífið er öðruvísi hér á landi, útlendingar skilja það ekki samkvæmt forsætisráðherra.

Fiskurinn verður ekki okkar mál lengur, heldur verða allar ákvarðanir teknar í Brussel þar sem stærri þjóðir huga að sjálfsögðu að eigin hagsmunum.

Ísland mun ekkert hafa til málanna að leggja um framtíð samtakanna. Við erum of lítil við hliðina á Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi þegar það hefur rétt sig við. 

Við getum ekki átt von á neinum Evrópustyrkjum af viti þar sem uppbygging austur Evrópu hlýtur að ganga fyrir. Sem ein ríkasta þjóð í Evrópu megum við sennilega borga í þessa uppbyggingasjóði.

Ég er ekki á móti útlendingum en íslenska þjóðin er lítil og það þarf því aðeins nokkur þúsund innflytjendur til að hafa mikil áhrif á landið. Þarf ekki að vera slæmt en reynsla annara landa er að ef innflytjendvandinn fer úr böndunum eiga þeir til að hafast út af fyrir sig. Það skapar svo togstreitu, misjöfn tækifæri og þ.a.l. glæpi. 

Auðvitað eru einhverjir kostir við að ganga í ESB en ókostirnir virðast vera stærri. Það er bara að vona að verði þessi ákvörðun tekin, verði það að vel skoðuðu máli, að þessu verði ekki troðið upp á þjóðina eins og svo mörgu öðru. 


mbl.is Rehn segir Ísland geta fljótlega orðið ESB-ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband