iBókin er dáin, lengi lifi MacBókin!

Bara svona rétt að láta vita, stærsti Eplaframleiðandi heims var að koma með nýtt smáepli á markað. Þetta er skemmtilegt vegna þess að það er 13 tommu widescreen, dual Intel flaga. Þetta kemur auðvitað með hinu stórfína OSX Tiger en getur líka keyrt Windows (svona ef einhver er ennþá að nota það).

 Stórskemmtileg vél, virðist vera. Fáanleg í hvítu og svörtu, alveg eins og iPodinn.

Apple MacBook
 


Ríkisstjórnin grátbiður, kjósið VG.

Það er furðuleg ríkisstjórnin sem grátbiður um að vera ekki endurkjörin. Það er bara vonandi að kjósendur heyri ekkann.

Alcoa aftur. Þeir vilja byggja annað álver, og svo annað og svo annað. Umhverfismál eru okkur mikilvæg eins og Kárahnjúkar, Trinidad og Rockdale sanna. Málið er að Alcoa er skítsama um umhverfið. Það eina sem Alcoa vill er rafmagn svo hægt sé að bræða ál. Það vill svo til að íslendingar eru meira en til í að eyðileggja landið fyrir Alcoa. Það er líka eins gott því heimskingjarnir í Trinidad og Tobago virðast ekki vera sama um sitt land (www.NoSmelterTNT.com) og fíflin í San Antonio, Texas eru svo frek að þau krefjast hreins drykkjarvatns (http://texas.sierraclub.org/newsletters/lss/Fall-99/alcoa.html).

Sem betur fer er Kathryn S. Fuller bæði í stjórn Alcoa og WWF og getur því komið í veg fyrir að þær grænmetisætur séu að skipta sér af hlutunum (http://en.wikipedia.org/wiki/Kathryn_S._Fuller). Fyrir utan það að hún og fleira Alcoa fólk er með puttana í Washington og hafa áhrif á bandarísk stjórnmál.

Hvenær ætla íslensk yfirvöld að skilja að þau eru að leika sér með eld? Þetta er fólk sem notfærir sér sakleysi (ignorance, ekki innocence) leiðtoga. Allavega vona ég frekar að íslensk stjórnvöld séu bara svona saklaus eða vitlaus en að þau séu að selja landið fyrir eigin gróða.

Mér sýnist vera ein staða í málinu og það er að kjósa ríkisstjórnarflokkana út, ekki bara á næsta ári heldur strax í næstu viku.


mbl.is Viljayfirlýsing um álver á Húsavík undirrituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

My Melancholy Blues

Það kemur fyrir þegar farið er í gegn um plötusafnið að maður finnur gullmola. Queen er hljómsveit sem kemur alltaf aftur, hún gleymist en nokkrum mánuðum seinna skýst hún upp á yfirborðið, sérstaklega eftir að hafa séð þá eftirlifandi á hljómleikum í fyrra. Ég var að fara í gegn um iTunes og brenna disk í bílinn. Ég ákvað að búa til öðruvísu Queen safn, óþekkt lög. My Menancholy Blues var það á meðal. Þetta spilaðist svo á leiðinni heim úr vinnunni og ég mundi hvers konar meistaraverk þetta lag er. Freddie samdi þetta á þeim tíma sem hann drakk og skemmti sér sem mest og það hljómar eins og hann hafi fengið sér of mikið neðan í því og það síðan verið frétt dagsins. Textinn er frábær og lagið svo einfalt, en jaðrar þó við klassíska tónlist. Píanóleikurinn gefur bestu klassískum leik ekkert eftir.

Ég mæli því með að þeir sem eiga diskinn News of the World spili lagið og þeir sem eiga hann ekki verði sér út um þetta. Lagið er algjör andstæða vinsælli laga á plötunni, We are the Champions og We Will Rock You.

Hér er textinn, lagið verið þið að finna sjálf.

My Melancholy Blues


Another party's over
And I'm left cold sober
My baby left me for somebody new
I don't wanna talk about it
Want to forget about it
Wanna be intoxicated with that special brew
So come and get me
Let me
Get in that sinking feeling
That says my heart is on an all time low - So
Don't expect me
To behave perfectly
And wear that sunny smile
My guess is I'm in for a cloudy and overcast
Don't try and stop me
'Cos I'm heading for that stormy weather soon

I'm causing a mild sensation
With this new occupation
I'm permanently glued
To this extraordinary mood so now move over
Let me take over
With my melancholy blues

I'm causing a mild sensation
With this new occupation
I'm in the news
I'm just getting used to my new exposure
So come into my enclosure
And meet my
Melancholy blues

Kvik3: Leikkona óskast!

Stuttmyndin er að koma til, handritið nokkurn vegin þar sem það á að vera og mannskapur mikið til ráðinn. Þó vantar í einhverjar stöður ennþá, þar á meðal er aðalleikkonan ófundin. Ég veit auðvitað ekki hvort upprennandi og áhugaleikkonur séu mikið að lesa moggabloggið en ef svo er, hér er atvinnuauglýsing.

Hlutverkið sem um ræðir er svohljóðandi:  Leikkonan skal vera um eða yfir tvítugt eða líta út fyrir að vera það. Helst skal hún hafa dökkt sítt (a.m.k. axlarsítt hár. Þar sem myndin gerist að hluta til fyrr á öldum þegar fólk hafði minna að éta er æskilegt að hún sé grannvaxin. Myndin verður tekin upp á ensku og er því mikilvægt að viðkomandi hafi góð tök á henni.

Myndin verður tekin upp seint í ágúst í Reykjavík og á Suðurlandinu.

Áhugasamar vinsamlega hafið samband. Öðrum sem vit og áhuga hafa á kvikmyndagerð er velkomið að vera í sambandi líka:

 


Bílar

Í dag er bíladagurinn hjá okkur. Gamli, trausti Nissan Sunny flaug í gegn um skoðun þó aldraður sé. Hann er nefnilega ekkert lúinn, keyrður 53950km síðan 1992. Hann er svo einfaldur að það getur svo sem ekkert bilað. Svo borgaði ég ekki nema hundraðþúsundkall fyrir hann fyrir ári síðan, minna en hefur farið í viðgerðir á hinum bílnum...

...sem er Daewoo Lanos 1997. Maður var bara nokkuð sáttur með Kóreu tíkina sína, enda tiltölulega ódýr. Þangað til í fyrra þegar spindilkúla veiktist, bremsurnar klikkuðu, heddpakningin fór, pústið gaf sig og nú er loftkælingin (nauðsynleg hér, 28 stig í dag) að rífa kjaft. Sem sagt kominn tími til að losa sig við tíkina. Þannig að...

...í dag var fjárfest. Tvöhundruðþúsundkall á milli og við eigum Rover 416, 1998. Gamall kannski, en lítur út eins og nýr, British Racing Green (en ekki hvað?) verður þrifinn hátt og lágt, settur í gegn um skoðun og allt sem kann að vera að lagfært. Og svo þriggja mánaða ábyrgð. Allt gott og Lanosinn er history.

Rover 416 


Síðasta messan...

Ég settist niður, á sálmabók. Ég lyfti mér vandræðalega og fjarlægði hana. Gamla konan sem sat við hliðina á mér leit á mig með fyrirlitningu. Ég hélt að sálmarnir væru prentaðir á A4 með skemmtilegri klippart nú til dags, sagði ég og brosti. Hún leit í hina áttina og tuldraði eitthvað sem ég skildi ekki. Fyrirgefðu? Ekki síðan pappírsskömmtuninni var komið á! Helvítis kínverjarnir þurfa víst að skeina sér líka. Einmitt það, ég vissi það ekki. Þetta breyttist fyrir sjö árum, ég ætti að fara oftar í kirkju. Já, kannski. Trébekkurinn var ekki lengi að láta finna fyrir sér og afturendinn sveið. Þetta átti kannski að vera "helvíti nær í afturendann á þér-hermir".

Presturinn gekk hægt upp að altari. Hann baðaði út höndum og leit upp á altaristöfluna. Ég man að einhvern tíma voru altaristöflur málverk af Ésú í ýmsum stellingum. Ein er mér minnisstæð úr æsku, sennilega vegna þess að ég fékk martraðir eftir að hafa farið í kirkju. Það var Ésú á krossinum og einhverjur rómverjar að pota í hann. Seinna skildi ég ekki af hverju hann lemdi þá bara ekki eins og Ástríkur og Steinríkur.

Friður sé með yður og um alla jörð! rumdi í presti. Ég hrökk upp úr hugsunum mínum og sálmabókin datt í gólfið. Konan leit á mig aftur. Presturinn snéri baki í söfnuðinn. Ég tók up bókina og prestur sagði troðið eigi Guðs orði í svaðið og hafið eigi að spé-i. Hann snéri sér við og horfði alvarlegur á söfnuðinn. Mig, fannst mér.

Drottinn er minn féhirðir! Hann mun ekkert skorta! Ég var að fara yfir um. Ekki spurning. Prestur lét hendur falla og orgeltónlist tók við. Ég leit laumulega útundan mér á gömlu konuna. Hún sat með andlitið grafið í sálmabók og raulaði með. Hún leit upp og starði á mig með forundran. Ég brosti aftur og tók mér sálmabók í hönd. Ég fletti eins og óð fluga fram og til baka og fann sálminn um það bil sem síðasta línan var endurtekin í síðasta skipti.

Prestur leit upp. Eins og við öll vitum var faðirinn, sonurinn, vinurinn... pása... sem hér liggur... pása... okkur öllum kær. Hann var öllum góður, vildi öllum hjálpa, var fyrstur til að standa upp í strætó fyrir gömlum konum. Gamla konan leit á mig með fyrirlitningu og baulaði eitthvað ofaní sálmabókina sem hún hélt ennþá á. Ég hagræddi mér. Bekkurinn var að gera sitt besta sem helvítis-hermir. Mig svimaði. Einhver snökti fyrir aftan mig.

Hann var forkvöðull og hjartahlýr. Einhver hóstaði. Gjafmildur... einhver annar hóstaði meira. ...og allir gengu að opnum dyrum heima hjá honum. Kirkjan hljómaði eins og holdsveikraspítali, þó héldust nefin á andlitunum hér þegar hóstað var.

Svona gekk þetta lengur en ég nenni að segja. Þó var eitt sem ég skildi ekki og skil enn ekki. Presturinn talaði ekki bara um Ésú heldur minntist hann líka á mig nokkrum sinnum. Ekki veit ég hvers vegna því að ekki tel ég sjálfan mig til dýrðlinga. Reyndar hef ég ekki hugmynd um hvað ég var að gera í kirkjunni þennan dag. Það hefur sennilega verið ástæða fyrir því en ég man það ekki.


Allir sammála um Kárahnjúka!

Náttúruverndarsamtök eru búið að tapa. HAHAHAHA!!! Við unnum, grænmetisæturnar töpuðu!

Af hverju þurfa lögfræðingar alltaf að tala eins og smábörn? Sumum er ekki skítsama um landið og reyna að koma í veg fyrir að það sé eyðilagt fyrir stundargróða fárra. Það er erfitt að berjast á móti erlendum risafyrirtækjum með skítnóg af seðlum og fólk í hæstu stöðum innan náttúruverndarsamtaka, sérstaklega þegar vissir stjórnmálamenn eru blindaðir af einhverju (veit ekki hvort það sé heimska, skammsýni eða græðgi svo ég er ekkert að segja um það).

 Sem sagt, málinu er ýtt í gegn þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar sem hefði verið meiri ef spuninn og heilaþvotturinn hefði ekki virkað svona fjandi vel. Svo þegar búið er að vinna og trjáfaðmararnir geta farið heim kemur Friðrik Sophusson með smá salt og sítrónu í sárið, and I quote: Þá líti hann svo á að með þessu séu „samtökin í raun að viðurkenna að virkjunin sé staðreynd sem ekki verði breytt."

 Hvað segir maður við svona? Maður tekur bara undir og segir gott á þig, græni lúser...
 Hvenær getum við eyðilagt meira og byggt Þjórsálver?


mbl.is Sjónarmið andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar lögð í hornstein aflstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðfaraflokkurinn

Það má vera að maður sé orðinn of seinn að ná sér í vinnu eftir þessar kosningar, en það eru aðrar eftir ár og þar eru sennilega betri störf í boði. Ég hef því ákveðið að stofna flokk. Eftir mikil heilabrot datt ég niður á nafnið Aðfaraflokkurinn. Nafnið er byrjun og nú skal velta fyrir sér hvaða málefni maður hefur áhuga á og hver afstaða manns er.

Eins og alþjóð veit hef ég verið búsettur erlendir um árabil. Það liggur því ljóst fyrir að ég á erindi á Alþingi því glöggt er gests augað. Einnig er ég að komast á þann aldur að ég líti trúverðuglega út í jakkafötum, nú og svo það að aðra vinnu er ekki að fá á þessum aldri. Ég virðist ekki vera að missa hárið og fitan er ekkert of áberandi ef fötin eru vel hönnuð. Þetta kemur sér allt vel í kosningabaráttunni þegar maður þarf að sjarmera sjónvarpsáhorfendur.

Ég tel sjálfan mig nokkuð skemmtilegan en á það til að láta ekki á því bera á almannafæri. Ég er vel lesinn, veit töluvert mikið og get sennilega staðið mig þokkalega í kappræðum svo lengi sem mótmælandinn fer ekki of mikið í taugarnar á mér. Þá á ég til með að móðga og blóta. Þetta gerist þó ekki mjög oft svo ég sé þetta ekki sem neitt sérstakt vandamál.

Það held ég. Við erum komin með flokk og formann. Nú er bara að búa til stefnumál. Ég trúi á lýðræði og bið ég lesendur því að koma með uppástungur. Ég vil líka taka það fram á ég á afmæli í dag og þætti mér það leiðinlegt með eindæmum ef engin svör fengjust.


Klepra?

Af hverju gerum við hluti sem við viljum ekki gera? Nú er ég ekki að tala um glæpi eða kúkát í sjónvarpi heldur hversdagslega hluti. Það þarf að vaska upp og þvo fötin sín af og til, að minnsta kosti er það æskilegt. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvers vegna sitjum við í búri þó að við séum sjálf með lykilinn?

Ég sit hér inni á loftræstri skrifstofu í Amsterdam og horfi út um gluggann. Ekki mikið að sjá svo sem, grá gata og grá hús í ljótu skrifstofuhverfi. Ég var úti rétt áðan og það er steikjandi hiti. Nú sit ég hér og hugsa, ekki um IBM tölvur eða "lausnir" eins og ætti að vera að gera, heldur hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna. Ég er að byggja up kvikmynda framleiðslu, ég er að undirbúa stuttmynd. Það er allt voða skemmtilegt, en ég er samt að vinna á þessari skrifstofu. Það borgar reikningana, er traust innkoma, ég fer ekki á hausinn meðan ég "má" koma í vinnuna. Samt spyr ég mig, við hvað er ég hræddur? Hvað gerist ef ég fer bara og er alfarinn? Fer ég á hausinn, finn ég aðra og skemmtilegri vinnu eða dey ég kannski úr vannæringu útá gangstétt? Hrekst ég kannski aftur til Íslands?

Það sárfyndnasta við þetta er að þjóðfélagið byggir á þessari hræðslu við að gera það sem mann langar til. Það er alltaf sagt, "fylgdu draumnum þínum", "þú er sérst(ök(akur))", "lífið er til að njóta þess". Bla bla bla. Af hverju er þjóðfélagið þá byggt upp frá grunni með það í huga að fá sem flesta vinnumaurana til að vinna, hugsa ekki "out of the box" of vera ekki með einhverja vitleysu eða stæla? Þetta er svona "þegiðu og haltu áfram að vinna" nema að við erum orðin svo sniðug að við látum fólk halda að það vilji þetta sjálft.


Nafnspjöld

Ég er að fara að láta prenta nafnspjöld. Þetta er Blogg-Exclusive! Ég er bara að setja þetta hérna svo að fólk geti kannski komið með athugasemdir. Segið mér endilega hvort þetta sé í lagi eða hryllilega hallærislegt. Myndin sem ég notaði er atriði úr mynd sem ég gerði í fyrra. Hugmyndin er að í hvert skipti sem ég læt prenta ný nafnspjöld noti ég nýja mynd.

Þetta er glanshliðin. Þessi hlið verður með lakkhúð:

 

Þessi hlið (að neðan) verður mött:

Hvað finnst fólki svo? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband