Löglegur Manndrápshraði

Svo lengi sem ég man eftir mér hefur hraða verið kennt um allt sem miður fer í umferðinni. Ef við keyrum bara nógu hægt deyr enginn og engin slys verða. Þetta er rétt, sé hraðanum still svo í hóf að allir hafi alltaf nógu langan tíma til að bregðast við öllum hugsanlegum hættum. Hver yrði hámarkshraði að vera til að gera umferðina örugga? Töluvert lægri en nú er.

En það er ekki hraði sem drepur. Lélegir ökumenn sem ekki kunna að keyra eftir aðstæðum drepa. Fólk sem blaðrar í símann undir stýri drepur. Léleg færð, hálka og slæmt skyggni drepur. Bílar í lélegu ástandi drepa, hugsanlega. Myndavélar sem hannaðar eru til að ná í aukapening fyrir stjórnvöld leysa engan vanda. Ef eitthvað er, bæta þær á hann. Fólk veit hvar þær eru og hægja á sér rétt á meðan keyrt er fram hjá þeim. Oft er snarbremsað rétt áður en keyrt er fram hjá myndavélinni og skapar það aukna hættu á aftanákeyrslum. Ég bý í landi hraðamyndavéla, ég ætti að vita þetta.

Þegar ég var krakki var 80 km hámarkshraði á þjóðvegum landsins. Þá keyrði fólk um á bílum sem engum er bjóðandi í dag, bílum sem voru töluvert óöruggari með verri bremsur og slæmir í stýri. Mestmegnis á malarvegum. Nú keyrum við um á bílum sem geta farið hringi kring um gömlu bílana vegna betri akstureiginleika. Við keyrum um á rennisléttum malbikuðum og oft upplýstum vegum, en hámarkshraði hefur varla breyst. 90, 10 km meira en þegar mælaborðið skrölti og rykið fyllti vitin.

Hér í Hollandi er mikil umferð. Það getur tekið u.þ.b. 70-90 mínútur að keyra 20-30 km leið kring um Amsterdam. Jafnvel meira. Mengunin er ansi slæm á hringveginum kring um borgina. Hvað var tekið til bragðs? Hámarkshraðinn var lækkaður úr 100 km í 80. Þetta átti að minnka stress og þannig greiða fyrir umferð, og minna mengun, þar sem keyrt yrði hægar. Áhrifin voru stórkostleg. Öngþveitið er nú algert. Hver bíll er lengur úti á götunum, sem eykur á umferðarþunga, þ.a.l. mengun og teppur. Slysum hefur ekki fækkað.

Er ekki kominn tími til að horfa á eitthvað annað en bara hraðann?


mbl.is Hraðamyndavélar á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Live in the Lowlands

Kíkið hér að neðan. Ég var að búa til opnunarmynd. Hún verður notuð í upphafi laga sem ég mun taka upp á hljómleikum og setja á youTube eða eitthvað svipað. Þetta mun byrja með 1-2 lögum með Rick Treffers á Hollensku. Annað kvöld mun ég taka upp hljómleika með tveimur lítið þekktum, en voða góðum, flytjendum. Þau eru Rik van den Bosch, hollendingur sem syngur delta blús betur en flestir. Svo er það K.C. McKanzie, sem býr í Berlín. Hún hljómar kannski helst svipað Suzanne Vega. Samt öðruvísi. Svo er það Mugison. Hann mun spila hérna í júlí og ég mun filma hann.

 



Hvað finnst fólki annars um þennan 20 sekúndna bút að ofan?

Smíð bíl og keyr

Ég man lítið eftir þessu, enda ekki til á þessum árum. Það væri forvitnilegt að vita hvers vegna Ísland byrjaði að keyra vinstra megin til að byrja með. Bretar og þeirra nýlendur, auk Japana keyra vinstra megin, en eftir því sem ég best veit var meginland Evrópu, þ.m.t. Danmörk, alltaf hægra megin. það er samt gott mál að þetta var gert 1968, enda verður svona aðgerð aðeins erfiðari og dýrari eftir því sem umferð og hennar mannvirkjum fjölgar or þau verða flóknari.

Ég og megnið af fjölskyldunni keyrðum um Skotland í fyrrasumar. Vinstra megin. Allir lifðu af og mér fannst þetta mun einfaldara en ég hafði búist við. Það tekur smá tíma að venjast vinstri umferðinni, en þegar það venst er eins og ekkert annað sé sjálfsagðara. það var meira að segja soldið skrítið að keyra hægra megin aftur.

Burton_vor_Motor-Sport-Museum-HockenheimEn fyrst maður er að jarma um bíla. Hefur einhverjum dottið í hug að byggja eigin bíl? Þá á ég ekki við fjallabíl. Burton Cars eru stórsniðugir. Yfirbyggingin er fjarlægð af gömlum Citroen Bragga og nýja boddíinu pússlað ofan á. Það besta er að þessi bíll er léttur, eyðir aðeins 5L/100km og lítur alveg stórskemmtilega út. Svo kostar ódýrasta útgáfa ekki nema tæpar 4000 evrur. Það vantar að vísu þak en það er bara skemmtilegt. Öryggisbelti vantar líka, skilst mér, en hann fær samt skoðun. Alla vega hér í Lálandi. Það væri gaman að dúlla sér við einn svona ef það væri bílskúr við húsið.


mbl.is Hægri umferð 40 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I'm in Love with My Car

Words and music by Roger Taylor

The machine of a dream
Such a clean machine
With the pistons a pumpin
And the hub caps all gleam

When Im holdin your wheel
All I hear is your gear
When my hands on your grease gun
Oh its like a disease son

Im in love with my car
Gotta feel for my automobile
Get a grip on my boy racer rollbar
Such a thrill when your radials squeal

Told my girl Ill have to forget her
Rather buy me a new carburetor
So she made tracks sayin
This is the end now
Cars dont talk back
Theyre just four wheeled friends now

When Im holdin your wheel
All I hear is your gear
When Im cruisin in overdrive
Dont have to listen to no run of the mill talk jive

Im in love with my car
Gotta feel for my automobile
Im in love with my car
String back gloves in my automolove

mbl.is Játningar karlmanns: Hefur svalað sér á þúsund bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum Heiminum!!!

Þetta gæti verið slagorð hins fanatíska hóps virkjanasinna. Þeir segja okkur að með því að "nýta" alla orku sem landið getur mögulega gefið af sér, séum við að bjarga heiminum því orkan okkar sé svo hrein. Þetta er auðvitað argasta bull. Landið er eyðilagt til frambúðar, gufan semScorchedEarth ælt er út í loftið eykur á groðurhúsaáhrifin og það sem mestu máli skiptir, það munar ekkert um þessi skitnu vött sem við getum kreyst út. Þau eru dropi í haf orkuþarfar heimsins. Þar fyrir utan er orkan ekki endurnýjanleg þegar um skítugar jökulár með sínum framburði ræðir. Gufuaflsvirkjanir eru ekki heldur endurnýjanlegar þegar of hart er gengið að þeim, eins og gert er á Hellisheiði.

Eina ástæðan fyrir því að okkar orka er svona vinsæl er að hún er ódýr. Hvað segir það okkur? Við og landið okkar erum á útsölu, eins og hinn fagri bæklingur, LOWEST ENERGY PRICES sannaði um árið. Meira um það á síðu Draumalandsins. Þessi virkjanaárátta er næstum því farið að verða hlægileg. Hún væri það ef landið væri ekki fórnarlamb þessa rugls. Eins og er, er hún bara sorgleg.

Ég mæli með því að fólk sem eitthvað vill gera í þessu og vill vita meira, heimsæki síðu Láru Hönnu. Hægt er að mótmæla fyrirhuguðum virkjunum fyrir ofan Hveragerði. Meiri upplýsingar um það hér og á síðunni Hengill.nu.

Gerum eitthvað. Þetta er komið út í rugl. 

P.S. Einhverjum kann að finnast myndin furðuleg og ekki passa við þessa færslu, en málið er að það er stríð á Íslandi, stríð um landið.  


mbl.is Vilja stækka Kröfluvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðrauðir Skór

Þetta er kannski ekki fyrir þá alviðkvæmustu, en læt það þó vaða. Annars, ef ég þoli það getur það ekki verið svo hart. Ég var að finna hljómsveit sem heitir Blood Red Shoes. Þetta er dúett, stelpa sem spilar á gítar og syngur og strákur sem spilar á trommur og syngur. Fleiri hljóðfæri eru ekki að finna í þeirra tónlist. Læt hér vaða eitt flott lag með flottu myndbandi. Haldið fyrir eyrun... eða ekki.

 


Matvælaverð í ESB

Fólk er mikið að væla um matvælaverð á Íslandi, enda ekki von. Í hvert skipti sem ég kem heim og kaupi í matinn er búið mitt tekið til gjaldþrotaskipta. Hér um bil. Einhvern tíma lofaði ég einhverjum að birta hér matvælaverð í Hollandi, þar sem ég bý. Á laugardaginn á ég stórafmæli, a.m.k. ef mark er takandi á hinu fallega lagi Brian May sem fyrst birtist á hljómplötunni A Night at the Opera, og keypti ég því eitthvað í matinn fyrir mig og fuglana sem vilja endilega gera mér lífið leitt í garðinum í sólinni við grillið. Listinn er hér að neðan. Verðin eru í evrum.

Keypt í Lidl í Zwanenburg, Hollandi:
2x 2.49,- Viðarkol
2x 1.19,- Appelsínusafi (1.5L)
6x 2.59,- Chardonnay hvítvín (keypti bara kassa því þetta er svo asskoti gott vín)
1x 1.59,- Hamborgarar (12 stk, frosin)
2x 6.49,- Barbeque Grill Box (16 stk frosið grillkjet í hvorum kassa, borgarar, kjúklingur og eitthvað)
1x 0.49,- Hamborgarabrauð (6 stk.)
2x 1.59,- Kartöflusalat (1kg pakkinn)
1x 1.75,- Fruit King (12 stk. barnajógúrt, 100gr skammturinn)
1x 6.99,- Flísabor (pabbadagsgjöf fyrir tengdó, skerir innstungugöt í flísar)
9x 0.42,- Bjór (1/2 lítri)
2x 0.69,- Kókómjólk (3x 0.2l í pakka)
1x 0.99,- Iceberg (óskorinn haus)
1x 0.89,- Gróft skorið brauð
1x 0.95,- Prinskex vanillu
1x 0.95,- Prinskex súkkulaði
1x 1.75,- Chocowaffles (nokkurs konar prins póló bitar, 400gr)
1x 1.79,- Súkkulaði (2x 200gr)

Samtals 63.05,- evrur (7524,- kr miðið við 119kr evru)

Þannig var það. Þetta er svo sem ekki allt sem þarf fyrir helgina og það er líka eitthvað þarna innan um sem ekki er fyrir ófögnuðinn, en þetta gefur kannski húsmæðrum í Dalasýslu hugmynd. Nú er bara að skoða þetta, umreikna og bera saman. Fara svo niður á Alþingi og flauta ef tilefni er talið vera. 


mbl.is „Yfirþyrmandi“ magn matvæla á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg til tveggja árs... nenniði að halda upp á að fyrir mig?

Á morgun eru liðin tvö ár síðan ég byrjaði að blogga. Engin stórfrétt, svo sem, enda koma ekki margir hingað inn. Einstaka athugasemd slysast hérna inn. Stundum skrifa Sólarupprás 2ég eitthvað af viti, en yfirleitt ekki. Eitt hef ég þó aldrei gert, bloggað um fréttir með einni setningu sem á að vera fyndin eða endursagt fréttir. Ég er að spá í að prófa það á komandi dögum.

Þetta byrjaði allt 3. mæ 2006. Ég ákvað að leyfa fólki að fylgjast með gerð kvikmyndar. Sú hvarf þó og hefur enginn séð hana síðan. Flestar færslurnar eru því um eitthvað annað, eða alls ekki neitt, eins og þessi. Þess má geta að lang flestar færslurnar hafa verið skrifaðar á Apple PowerBook G4 með tólf tommu skjá, lyklaborði og DVD-skrifara (sem ég nota reyndar ekki við bloggskrif). Það sannar kannski að það eru ekki verkfærin sem skipta máli, heldur sá sem höndlar þau.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það tæki því að Powerbook G4taka saman færslurnar og búa til bók úr þeim. Ekki til að gefa út, heldur fyrir mig sjálfan svo ég geti lesið þær yfir og efast um snilligáfu mína. 

Það er tilheyrandi á tímum sem þessum að líta til baka, um farinn veg. Rifja upp liðnar stundir. Ég segi þó bara eins og Gunzo í prúðuleikurunum... I'm walking down memory lane without a darn thing on my mind. Segjum það gott. 

Það væri gaman ef fólk gerði athugasemd við þessa færslu og segði frá því hvort einhver skrif hafi gert eitthvað, skipt það einhverju máli. Hef ég bætt einhvers líf með skrifum mínum, móðgað eða sært, eða er bloggið mitt eins og Barry Maniloff lag, of leiðinlegt til að skipta máli en ekki nógu leiðinlegt til að skipta um stöð?


Fallin stjarna eða..? (og kirkjan hans afa)

Mel Gibson hefur ekki átt fimm dagana sæla undanfarið. Myndirnar hans hafa vakið athygli fyrir blóð og ofbeldi, frekar en sögu og leik. Hann var með fyllerísröfl um gyðinga og hefur áunnið sér nafn sem trúarnöttari. Það breytir því samt ekki að hann er, eða var allavega, stórgóður leikari. Það er vonandi að Edge of Darkness nái að kippa honum upp úr niðurlægingu síðustu ára.

Og svo um eitthvað allt annað, sem mér datt í hug vegna trúarhita Gibsons. Ég var að finna færslu sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum. Hún heitir Síðasta Messan og er um mann sem fer í messu. Þetta er auðvitað stutt og laggott, enda bloggfærsla. Mér var að detta í hug að breyta henni í örstutta stuttmynd. Kannski maður skjóti hana á einum degi næst þegar fótur snertir íslenska jörð. Kannski að þetta sé afsökun til að heimsækja litlu, gömlu sveitakirkjuna sem ég fór svo oft í með afa. Kannski...


mbl.is Gibson leikur í næstu mynd sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegri en ég...

Þessir gæjar eru rólegri í þessu en ég. Hjá mér eu nokkur vandamál sem orska rólegheitin. Má þar nefna barn sem étur allan manns tíma, peningaleysi sem gerir framleiðslu erfiða og gerir að verkum að maður þarf að vinna venjulega vinnu og svo er maður mikið að bardúsa einn.

Hver er þeirra afsökun? 


mbl.is Tók 15 ár að búa til nýju Indiana Jones myndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband