Matvælaverð í ESB

Fólk er mikið að væla um matvælaverð á Íslandi, enda ekki von. Í hvert skipti sem ég kem heim og kaupi í matinn er búið mitt tekið til gjaldþrotaskipta. Hér um bil. Einhvern tíma lofaði ég einhverjum að birta hér matvælaverð í Hollandi, þar sem ég bý. Á laugardaginn á ég stórafmæli, a.m.k. ef mark er takandi á hinu fallega lagi Brian May sem fyrst birtist á hljómplötunni A Night at the Opera, og keypti ég því eitthvað í matinn fyrir mig og fuglana sem vilja endilega gera mér lífið leitt í garðinum í sólinni við grillið. Listinn er hér að neðan. Verðin eru í evrum.

Keypt í Lidl í Zwanenburg, Hollandi:
2x 2.49,- Viðarkol
2x 1.19,- Appelsínusafi (1.5L)
6x 2.59,- Chardonnay hvítvín (keypti bara kassa því þetta er svo asskoti gott vín)
1x 1.59,- Hamborgarar (12 stk, frosin)
2x 6.49,- Barbeque Grill Box (16 stk frosið grillkjet í hvorum kassa, borgarar, kjúklingur og eitthvað)
1x 0.49,- Hamborgarabrauð (6 stk.)
2x 1.59,- Kartöflusalat (1kg pakkinn)
1x 1.75,- Fruit King (12 stk. barnajógúrt, 100gr skammturinn)
1x 6.99,- Flísabor (pabbadagsgjöf fyrir tengdó, skerir innstungugöt í flísar)
9x 0.42,- Bjór (1/2 lítri)
2x 0.69,- Kókómjólk (3x 0.2l í pakka)
1x 0.99,- Iceberg (óskorinn haus)
1x 0.89,- Gróft skorið brauð
1x 0.95,- Prinskex vanillu
1x 0.95,- Prinskex súkkulaði
1x 1.75,- Chocowaffles (nokkurs konar prins póló bitar, 400gr)
1x 1.79,- Súkkulaði (2x 200gr)

Samtals 63.05,- evrur (7524,- kr miðið við 119kr evru)

Þannig var það. Þetta er svo sem ekki allt sem þarf fyrir helgina og það er líka eitthvað þarna innan um sem ekki er fyrir ófögnuðinn, en þetta gefur kannski húsmæðrum í Dalasýslu hugmynd. Nú er bara að skoða þetta, umreikna og bera saman. Fara svo niður á Alþingi og flauta ef tilefni er talið vera. 


mbl.is „Yfirþyrmandi“ magn matvæla á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessi upphæð myndi ekki nægja fyrir þessum 6 hvítvínsflöskum hér... og þá væri allt hitt eftir! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Lára Hanna, það er sennilega rétt að vínið sé dýrara en allt hér. Það er líka skemmtilegt að ég þarf ekki að heimsækja höfuðstöðvar kommúnistaflokksins til að kaupa það.

Jón, ég held að verðlag sé ennþá lægra í Belgíu en hér. 

Villi Asgeirsson, 8.5.2008 kl. 17:26

3 identicon

úff...segi ekki annað..það er ein búð hérna, þar sem ég bý og hún er örugglega ein sú dýrasta á landinu...það er glæsamlega dýrt að kaupa í matinn hérna á Blönduósi, aldrei kynnst öðru eins...fyrir sjöþúsund kallinn, fengi ég bara smotterý í kannski einn poka..og þetta svæði er víst það það lægsta sem um getur á landinu, hvað tekjur varðar til launafólks...þetta er alger vibbi, enda fer maður í Bónus Ak. eins og maður getur...og maturinn sem fer á haugana fer sko ekki frá mér, það er alveg bókað...

Bestu kveðjur frá bananalýðveldinu.

alva (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 17:36

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Spurning hvernig verðlagið yrði er einhver eins og Lidl næmi land á Íslandi.

Villi Asgeirsson, 10.5.2008 kl. 12:05

5 identicon

Getur þú póstað kostnaði við rafmagn og hita hjá þér?  Verð pr kwh og kostnaður af "dreifikerfi" ef við á, hér er reiknisíða sem almenningur getur notað til að sjá gagnlausa samkeppni á íslenskum raforkumarkaði.  Verð á húsahitun?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband