Blogg til tveggja árs... nenniði að halda upp á að fyrir mig?

Á morgun eru liðin tvö ár síðan ég byrjaði að blogga. Engin stórfrétt, svo sem, enda koma ekki margir hingað inn. Einstaka athugasemd slysast hérna inn. Stundum skrifa Sólarupprás 2ég eitthvað af viti, en yfirleitt ekki. Eitt hef ég þó aldrei gert, bloggað um fréttir með einni setningu sem á að vera fyndin eða endursagt fréttir. Ég er að spá í að prófa það á komandi dögum.

Þetta byrjaði allt 3. mæ 2006. Ég ákvað að leyfa fólki að fylgjast með gerð kvikmyndar. Sú hvarf þó og hefur enginn séð hana síðan. Flestar færslurnar eru því um eitthvað annað, eða alls ekki neitt, eins og þessi. Þess má geta að lang flestar færslurnar hafa verið skrifaðar á Apple PowerBook G4 með tólf tommu skjá, lyklaborði og DVD-skrifara (sem ég nota reyndar ekki við bloggskrif). Það sannar kannski að það eru ekki verkfærin sem skipta máli, heldur sá sem höndlar þau.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það tæki því að Powerbook G4taka saman færslurnar og búa til bók úr þeim. Ekki til að gefa út, heldur fyrir mig sjálfan svo ég geti lesið þær yfir og efast um snilligáfu mína. 

Það er tilheyrandi á tímum sem þessum að líta til baka, um farinn veg. Rifja upp liðnar stundir. Ég segi þó bara eins og Gunzo í prúðuleikurunum... I'm walking down memory lane without a darn thing on my mind. Segjum það gott. 

Það væri gaman ef fólk gerði athugasemd við þessa færslu og segði frá því hvort einhver skrif hafi gert eitthvað, skipt það einhverju máli. Hef ég bætt einhvers líf með skrifum mínum, móðgað eða sært, eða er bloggið mitt eins og Barry Maniloff lag, of leiðinlegt til að skipta máli en ekki nógu leiðinlegt til að skipta um stöð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi stuttu bloggkynni eru bara fín, ekkert BarryManilofflegt :) fyndið...ég vona að það sé ekki hjá mér heldur, það væri hræðilegt.....en til hamingju með árin tvö. 

alva (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 11:52

2 identicon

já og takk fyrir að gerast bloggvinur.

alva (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 11:52

3 identicon

Sæll Villi, verð í burtu á morgun, svo ég óska þér til hamingju í dag!

Eins og þú segir, þú skrifar um allt, sumt af því finnst mér skemmtilegt og fátt pirrandi (hehe).

Ég googlaði smá það sem ég hef gert athugasemdir við og get mælt með eftirfarandi, ýmist vegna ritsnilldar eða efnis

http://vga.blog.is/blog/vga/entry/445740/

http://vga.blog.is/blog/vga/entry/434786/?t=1202213735

>> súper >> http://vga.blog.is/blog/vga/entry/507363/?t=1208246392

http://vga.blog.is/blog/vga/entry/387430/

þetta er bara örstutt stikkpróf hjá mér - og niðurstaðan er - haltu ótrauður áfram, ég er líka lítið lesinn (síðan ég datt út sem gulldrengur hjá ritstjórunum) en finnst gaman að documenta samtímann á minn hátt, eins og þú gerir á þinn.

Afmæliskveðja frá gullnum vagni.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með tveggja ára blogg afmælið þitt. Mitt var mánuði á undan þér og ég get sagt með sanni að vera þín hér hefur glatt mig.  Þú veist að þú varst einn af þeim fyrstu sem gerðu athugasemd hjá mér. Sú, fyrsta var tengdadóttir mín, Þú flettir því sjálfur upp fyrir mig. Það hefur verið gaman að fylgjast með gerð myndarinnar og líka með þér. þú ert jú búinn að eignast son síðan þú byrjaðir hér. Bestu kveðjur og ég hlakka til áframhaldandi blogg færsla.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2008 kl. 16:13

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Alva, takk fyrir.

Gullvagn, skondið að rifja þetta upp.

Jórunn, þú hefur verið eins or rauður þráður þessi tvö ár. Sjáum til hvað næstu tvö gera. 

Villi Asgeirsson, 2.5.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sá sem les blogg annarra, hlýtur að mynda sér skoðun út frá þeim lestri, með eða móti.

Öll samskipti eru mótandi Villi, því hafa allir bloggarar áhrif.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 12:00

7 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Til lukku með daginn - það virðist ekki vera nein ástæða til að skipta um stöð hér...

Bara hreint ekki. 

Gunnhildur Ólafsdóttir, 3.5.2008 kl. 14:31

8 identicon

Til hamingju með áfangann...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:41

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með áfangann - Mér finnst þú bara vera prýðis góður bloggari og get ekki setið út á þig.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband