Fallin stjarna eða..? (og kirkjan hans afa)

Mel Gibson hefur ekki átt fimm dagana sæla undanfarið. Myndirnar hans hafa vakið athygli fyrir blóð og ofbeldi, frekar en sögu og leik. Hann var með fyllerísröfl um gyðinga og hefur áunnið sér nafn sem trúarnöttari. Það breytir því samt ekki að hann er, eða var allavega, stórgóður leikari. Það er vonandi að Edge of Darkness nái að kippa honum upp úr niðurlægingu síðustu ára.

Og svo um eitthvað allt annað, sem mér datt í hug vegna trúarhita Gibsons. Ég var að finna færslu sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum. Hún heitir Síðasta Messan og er um mann sem fer í messu. Þetta er auðvitað stutt og laggott, enda bloggfærsla. Mér var að detta í hug að breyta henni í örstutta stuttmynd. Kannski maður skjóti hana á einum degi næst þegar fótur snertir íslenska jörð. Kannski að þetta sé afsökun til að heimsækja litlu, gömlu sveitakirkjuna sem ég fór svo oft í með afa. Kannski...


mbl.is Gibson leikur í næstu mynd sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulduheimar

Þú getur nú ekki hafa kynnt þér mikið myndir Gibson, The Passion of the Christ” árið 2004 og “Apocalypto” árið 2006. Vissulega eru þær blóðugar en sennilega þó fyrst og fremst raunsannar. Báðar eru mikil meistaraverk þar sem metnaður Gibson kemur glöggt í ljós. Hvað um það þó hann hafi hnýtt eitthvað út í gyðinga á fylleríi? Þetta trúarbragðasmjaður og ofurviðkvæmni út í slíkt er auðvitað beinlínis hlægilegt.

Hulduheimar, 29.4.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Var ekki að segja að þær væru slæmar, heldur að athyglin hafi verið á vitlausum stöðum. Ég vona því að nýja myndin hjálpi honum að vekja aftur athyglinni á leikhæfileikunum.

Villi Asgeirsson, 29.4.2008 kl. 12:28

3 identicon

´Takk fyrir að gerast bloggvinur :) Hvaða kirkja er þetta, hún er svo falleg?

alva (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:16

4 identicon

já og ég las "síðustu messuna" , sniðugt að gera stuttmynd um þetta, áhugavert sjónarhorn á messustand íslendinga...sem er hverfandi.

alva (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hraungerðiskirkja, austan við Selfoss.

Villi Asgeirsson, 29.4.2008 kl. 13:21

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

En um Síðustu Messuna. Spurning hvort einhver fatti endinn.

Villi Asgeirsson, 29.4.2008 kl. 13:44

7 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Séríslenskar sveitakirkjur sem eru hér í hverju einasta krummaskurði hafa yfir sér ákveðinn sjarma sem nær langt aftur í tímann...svo ég sé ekkert því til fyrirstöðu að myndefni tengt þeim gæti vakið lukku - og ef ekki þá er það bara gleðin sem fylgir...

Gunnhildur Ólafsdóttir, 29.4.2008 kl. 13:58

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég man eftir þessari færslu hjá þér. Ekki vitlaust að gera stuttmynd bygða á sögunni.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.4.2008 kl. 20:30

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jórunn, manstu eftir þessu? Það er ekkert annað. Það þyrfti auðvitað að breyta þessu, þvi færslan gengur mikið út á hugsanir, en það er ekkert mál.

Villi Asgeirsson, 30.4.2008 kl. 08:21

10 Smámynd: halkatla

ég ætla ekki að horfa á Kristsmyndina þarsem ég hef mjög mikla fordóma fyrir henni, ég sá einu sinni 1 mínútu og það var eiginlega bara blóð og ég fíla það ekki, en ég dávnlódaði apócalypto um leið og það var hægt og hún var geggjuð, með betri myndum sem ég hef séð. Annars er ég alls ekki Mel Gibson aðdáandi, hvorki trúarlega né leikstjórnarlega (var ekkert rosa spennt yfir Braveheart t.d)

halkatla, 30.4.2008 kl. 09:16

11 Smámynd: halkatla

já og ég elska gamlar sveitakirkjur

halkatla, 30.4.2008 kl. 09:17

12 identicon

[quote=Villi]Spurning hvort einhver fatti endinn.[/quote]

Hann er nú svosem enginn leyndardómur, en ég skil ekki alveg af hverju gamla konan er að horfa svona illa á hann. 

BizNiz (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband