21.7.2008 | 08:30
Mannfyrirlitning eða "ekki ég"?
Eins og einhverjir vita, vinn ég mína dag (kvöld- helgar...) vinnu á alþjóðaflugvelli. Þeim fjórða stærsta í Evrópu, takk fyrir. Það er merkilegt hvað hlutirnir ganga oft vel fyrir sig í kaosinu. Málið er að vera með allt á hreinu, vita hvað maður er að gera og fylgja reglunum, á meðan þær eru ekki að flækjast fyrir.
Öryggismál eru orðin ansi þrúgandi. Ég hef séð framtíðina. Þú sennilega líka. Næst þegar þú flýgur erlendis, fylgstu með. Það eru myndavélar alls staðar. Allir eru skoðaðir. Stundum ferðu í gegn um öryggishlið sem pípir ef þú ert með lykla í vasanum, en oftar fer fólk gegn um skanna sem sýnir það sem fötin hylja. Allt sem fötin hylja.
Það sem ég vildi samt skrifa um er ekki öryggi eða framtíðin, heldur algert áhugaleysi okkar að hjálpa náunganum. Ég var að vinna á laugardag. Um 17:15 voru mér afhentir níu ferðamenn sem voru strand vegna þess að fluginu þeirra hafði seinkað. Ástæðan var víst að flugmaðurinn var of seinn út á flugvöll, en það er önnur saga, sem ég vona að hann fái að segja yfirmönnum sínum.
Þetta voru sjö ameríkanar og tveir marokkanar að koma frá Casablanca. Það var ekkert mál að redda könunum hóteli, kvöldverði, morgunverði og bóka þá í flug daginn eftir. Hinir voru vandamálið. Eru það enn þegar þetta er skrifað.
Marokkanarnir voru að fara á ráðstefnu á vegum IEEE (setur tölvustaðla, svo sem USB o.fl.) í mið-Austurlöndum. Þeir áttu að halda fyrirlestra á Sunnudagsmorgni. Það var útséð að það myndi ekki ganga upp, því það voru ekki flug þennan dag. Þeir þyrftu að fljúga daginn eftir. Því lofaði ég alla vega. Þeir voru ekki með áritanir fyrir Schengen, svo þeir gátu ekki yfirgefið flugvöllinn. Það er hótel fyrir svona strandaglópa á "airside" hluta flugstöðvarinnar. Ég lét bóka herbergi fyrir þá og fór með þá upp.
Klukkan var sex þegar hér er komið sögu. Truntan (afsakið) í móttökunni sagði, þeir geta komið hérna klukkan átta. Nú? sagði ég. Já, herbergin verða tilbúin þá. Allt í lagi, sagði ég. Hvenær vilja þeir vakna? spurði hún. Þú Þarft ekkert að vekja þá, sagði ég. Flugið fer ekki fyrr en um fimmleytið. Já, en þeir verða að vera farnir klukkan níu. Herbergið er bókað til níu. Vekja þá klukkan átta? Já, eins og þú vilt, sagði ég.
Ég hringdi í mitt fólk og bað um að fá kvöldverðarmiða fyrir þá. Ég gæti ekki skilið þá eftir svona. Jú, auðvitað var það ekkert mál. Ég lét þá hafa tvo aukamiða svo þeir gætu fengið sér eitthvern morgunverð, því hótelið hefur ekkert. Þeir verða að sjá um sig sjálfir og kaupa sér samlokur á uppsprengdu verði í fríhöfninni. Ég skildi við þá tiltölulega sátta. Þeir höfðu engan farangur og voru of seinir á ráðstefnuna, en þeir vissu að ég hafði gert allt sem ég gat til að hjálpa þeim.
Á Sunnudagsmorgni var ég mættur aftur. Ég hafði annað að gera og átti ekkert að vera að stússast í vinum okkar. Ég ákvað samt að skrifa hjá mér símanúmer flugfélagsins í Hollandi svo þeir gætu látið vita af sér ef nauðsyn væri, eða ef þeir væru ekki sáttir. Ég rölti í átt að hliði E18, þar sem ég hafði verk að vinna við 747 vél sem var að koma frá Taiwan. Merkilegt nokk, ég rakst á kunningja okkar við T6 (transfer desk). Ég lét þá hafa númerið. Þeir þökkaðu fyrir sig. Gott ef þeir voru ekki fegnir að sjá mig, þótt ég hafi ekki haft tíma til að sinna þeim.
Þegar ég var að fara heim spurðist ég fyrir um þá. Hvort flugið væri á tíma. Ég fékk það svar að þeir færu ekki fyrr en á mánudag, því þeir höfðu ekki verið bókaðir í áframflugið. Það hefði upphaflega flugfélagið átt að gera, en það gleymdist. Þeir eru sem sagt strand á óspennandi flugvelli í 48 tíma. Þeir mega ekki fara út því þeir eru ekki með áritun. Ég vona að þeir reyki ekki, því það er hvergi hægt að reykja síðan 1 júlí. Það sorglegasta er að þeir lentu um 16:25. Við hefðum haft 35 mínútur til að koma þeim yfir í næstu vél. Það hefðu verið hlaup eða kappasktur í rafmagnsbíl þar sem flugvöllurinn er gríðarstór, en við hefðum átt að geta náð því. En við vorum ekki látin vita að þeir væri í þessari tímaþröng og því fór sem fór.
Sumum flugfélög og sumu fólki sem vinnur í ferðamannaiðnaðinum er slétt sama hvað verður um farþegana.
21.7.2008 | 07:36
Hugmynd!
Auðvitað á að vekja athygli á eyðileggingu náttúrunnar! Þar fyrir utan, ef listamaður vill vekja athygli á einhverju máli er það hans mál. Hefði Björk viljað vekja athygli á illri meðferð barna á böngsum, hefði hún getað gert það. Hefði hún fengið sömu athygli? Sennilega ekki, en er lýðræðið og einstaklingsfrelsið ekki dásamlegt?
Bubbi er frægur og á marga aðdáendur á Íslandi. Er ekki tilvalið fyrir hann að halda veglega hljómleika til að vekja athygli á fátækt á Íslandi? Hann getur fyllt Höllina, hann getur sennilega dregið að svipað marga og komu að sjá Björk og Sigur Rós, sérstaklega ef hann fær aðra listamenn til að koma fram með sér.
Bubbi, þetta er frábær hugmynd! Ef ég væri þú, myndi ég gera þetta.
![]() |
Bubbi liggur undir ámælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2008 | 23:19
Den Brysomme Mannen
Það var kveikt á sjónvarpinu. Ég var ekki að horfa á það. Það var meira eins og það væri að horfa á mig. Ég var að gera eitthvað í tölvunni þegar norska myndin Den Brysomme Mannen (The Bothersome Man) byrjaði á BBC4. Myndin greip mig, því ég þekkti landslagið. Var þetta íslensk mynd? Nei, hún var norsk, en tekin að hluta til á Sprengisandi. Byrjunin tók langan tíma, en var samt spennandi.
Andreas, aðalpersónan, var fljótlega kominn til borgarinnar. Allt var fullkomið. Vinnan, íbúðin, vinnufélagarnir, fallega konan hans. Lífið var svo fullkomið að þegar hann sagðist ætla að yfirgefa hana því hann væri ástfangin, sagði hún að þau fengju gesti í mat á laugardag. Ó, ég er svo sem ekkert búinn að ákveða hvenær ég fer. Geturðu verið þangað til á laugardag? Já. Gott. Svo hélt hún áfram að horfa á sjónvarpið.
Ég er ekki alveg viss um að ég viti um hvað myndin er og ætla ekki að spekúlera um það hér, því það skemmir sennilega fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana. Ég mæli með henni fyrir alla sem eru ekki svo vissir um að nútímasamfélagið sé að virka. Ég held að þetta sé frábær mynd.
16.7.2008 | 14:55
Flottasti Öldungur í Heimi
Við fórum að sjá Leonard Cohen um helgina. Ég sá hann í Höllinni fyrir 20 árum, en hin voru græningjar. Ég vissi því að hann er ekki leiðinlegur á sviði en hann er kominn vel yfir sjötugt, svo maður var ekki að búa til neinar væntingar. Það er styst frá því að segja að gamlinginn hreyf alla með sér, spilaði í tæpa þrjá tíma og eignaðist nýja aðdáendur. Hér hefur ekkert annað verið spilað síðan.
Ef ég verð svona flottur þegar ég verð sjötíuogþriggja, hef ég ekkert á móti því að eldast. Hann er flottari en flestir þeir sem eru helmingi yngri.
Læt hér fylgja með myndband. Dance Me to the End of Love var samið eftir að hann sá ljósmynd úr útrýmingarbúðum nasista. Hlustið svo á The Future í spilaranum. Ef þið þolið svona beyttan texta.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2008 | 08:40
Ég er kona
Konan fór í viðskiptaferð til Tyrklands í gær og kemur aftur á fimmtudagskvöld. Við, strákarnir, erum einir heima. Amma er að vinna þessa daga, svo það er ekkert annað að gera. Þetta er svo sem ekkert í fyrsta skipti, því hún hefur þurft að fara til Ítalíu, Frakklands, Kína og fleiri landa síðan hann fæddist, fyrir tæpum 18 mánuðum. Hún fer svo til Búlgaríu í lok mánaðarins.
Kannski er mér treyst því það er engin önnur lausn í stöðunni. Kannski erum við bara minna gamaldags en sumir. Þetta gengur vel. Hann er ánægður, fær að éta, er settur í bælið og það er skipt á honum. Var settur í bað í gærkvöld. Allt eins og það á að vera. Ég neita því ekki að hún er betri í barnastússinu, en það er auðvitað bara eðlilegt, enda eru konur hannaðar með börn í huga, meðan við karlarnir eigum að fara út og ná í mammút í matinn.
En hvernig get ég verið að skrifa bloggfærslu ef ég er svona góður pabbi? Hvar er barnið? Hann situr hérna við hliðina á mér og hjálpar við að pikka. Séu ritvillur í textanum, eru þær hans!
![]() |
Konan láti karlinn læra af reynslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2008 | 20:26
Friðun skiptir engu máli
Geir vill ekki friða meira en nauðsynlega þarf, því það er peningur í þessu. Af hverju að fórna fullkomlega nýtanlegri "auðlind"? Ekki að það skipti nokkru máli hvort Þjórsárver séu eða verði friðuð. landsvirkjun er með fullkomna áætlun, samkvæmt þessari grein á Náttúran.is. Ef gýs í Bárðarbungu mun hún hleypa 5500 rúmmetrum á sekúndu inn í Þjórsárver svo að stíflurnar fögru skemmist ekki. Það segir sig sjálft að eftir slíkar hörmungar er ekkert eftir og hægt að virkja allt svæðið. Þetta er fullkomið, því þetta voru náttúruhamfarir og ekki okkur að kenna.
Myndin er af náttúran.is og fylgir greininni sem ég vitna í.
![]() |
Mun ekki friða meira af Þjórsárverum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2008 | 03:52
Brú
Fyrir 12 árum fór ég til spákonu. Ekki að ég hafi haft neina sérstaka trú á svoleiðis hlutum, heldur var fólkið i kring um mig að tala um að þessi eina hafi vitað svo margt og að spádómarnir hafi verið að rætast. Ég ákvað að slá til. Ég hringdi, pantaði tíma og hún bað mig um að koma með spólu, svo ég gæti tekið allt upp. Svona var hún örugg með sjálfa sig.
Hún sagði mér að það væri erfitt að tímasetja atburði,

en hún klikkaði aldrei á því hvað myndi gerast. Þannig spáði hún að ég flyttist af landi brott (gerðist 9 mánuðum seinna), að ég myndi eignast einn son (hann kom 2007) og fleira sem ég nenni ekki að fara út í núna. Ég held að allt sem hún spáði hafi þegar gerst, nema eitt.
Ég mun ekki verða ellidauður í útlandinu (ekki bein tilvitnun í hana). Ég mun flytja heim og setjast að í Hvalfirði. Hún sagðist vera viss. Hún þekkti landslagið sem hún sá fyrir sér og það kom ekkert annað til greina en að þetta væri Hvalfjörður. Það eina sem hún skildi ekki var að það var brú yfir hann. Þá var verið að byggja göngin og hún sagðist ekki vita hvað yrði um þau, en það væri pottþétt brú yfir Hvalfjörðinn.
Nú er bara að sjá hvort að þessi síðasti spádómur rætist. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað gæti gerst, en það er kannski ekkert merkilegra en að þau hætta að anna umferðinni og brú verði bætt við. Ég held að allt sem hún spáði hafi þegar komið fram, svo nú er að bíða og sjá. Ég hef svo sem ekkert erindi upp í Hvalfjörð, en hver veit.
![]() |
Tvöfalda þarf Hvalfjarðargöng á næstu 5 til 10 árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2008 | 14:04
Útlit
Glöggir gestir sem eru ekki að líta við í fyrsta sinn hafa sennilega tekið eftir að bloggið er breytt. Ég valdi annað þema og breytti því smá til að fullnægja mínum óskum. Það væri samt gaman ef Mogginn setti inn fleiri þemu. Þau eru orðin ansi gömul og ekki mikið af þeim. Mér finnst allir vera að nota sömu 2-3 útlit.
Þess má geta að myndin af mávunum sem "prýðir" hausinn var tekin af mér í Oban, Skotlandi í maí (frekar en júní) 2006. Það var rigning. Það er alltaf rigning í Oban. Við leituðum skjóls í viskíbúð og smökkuðum hið ofurljúffenga Ben Nevis, sem drýpur að hverju strái í nágrenni Fort William á vesturströndinni, norður af Oban.
Að lokum má geta þess að ég var að setja inn Overload hér til hliðar. Þetta er lag af nýju plötu Uriah Heep, Wake the Sleeper. Þetta verður vafalaust í myndinni okkar í haust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.7.2008 | 03:22
Aukahíp
Meira af Uriah Heep dæminu. Eins og ég sagði í athugasemd í gær, get ég sennilega lekið meiri upplýsingum hér en á enskumælandi síðu. Þetta er auðvitað allt saman á voðalega viðkvæmu stigi, svo ég segi ekki allt of mikið, en hér er það sem ég segi samt.
Á mánudag sendi ég þeim lista yfir það hvernig ég vil vinna verkið. Diskurinn ætti að vera í pappahulstri, þar sem þau eru mikið flottari. Venjulegu plasthulstrin eru svo ljót og cheap. Helst vil ég láta veglega bók, eða allavega bækling fylgja með. Ég bauðst til að koma á 2-3 hljómleika bara til að taka myndir svo við hefðum um nóg að velja.
Hljómsveitin er kraftmikil á sviði og ég vil að það sjáist í myndinni. Ekkert baksviðs bull, engir aðdáendur blaðrandi við dyrnar um hvað þeir eru æðislegir. Bara hrein orka frá upphafi til enda.
Svo er það aukaefnið. Ég kom með eftirfarandi hugmyndir. Örmynd þar sem hljómsveitin er sýnd baksviðs. Viðtal með spurningum sem aðdáendur hafa sett inn á síðuna þeirra á vikunum fyrir hljómleikana. Betlarasöngur, þar sem söngvarinn og gítarleikarinn spila lög sín á götum úti. Stutt mynd tekin upp í rútunni um það hvernig þeir ferðast milli borga. Svo er það spurning með að finna karaokebar þar sem eitthvað af þeirra tónlist er til boða og sjá hvað fólk segir ef þeir taka lagið. Fyrir hverja hljómleika er hljóðið prufað, svo það er um að gera að láta eitthvað af því fylgja með.
Spurning hvort maður nái ekki að búa til skemmtilega disk með svona efni.
Læt svo að lokum eitt lag fylgja með. Þetta er Gipsy af fyrstu plötunni, en tekið upp nýlega. Fyrir 2007 þó, því gamli trymbillinn er ennþá að berja bumbur. Hann hætti í ársbyrjun vegna liðagigtar, skilst mer.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.7.2008 | 06:11
Mugison
Uriah Heep eru ekki einu fórnarlömbin. Ég tók upp þrjá hljómleika í maí og er hægt að sjá afraksturinn á Oktober Films síðunni. Mugison verður með pínulitla hljómleika á kaffihúsi í Haarlem þann 18. júlí og mun ég taka þá upp. Þetta verður einfalt, enda um lítinn stað að ræða. Við munum taka þetta upp með tveimur vélum og setja afraksturinn á youTube. Það er því alveg tilvalið fyrir íslendinga í Hollandi að fjölmenna.
Staðurinn er Patronaat. Meira hér. Síðan er á hollensku, en það sem skiljast þarf skilst. Vilji fólk vita meira er um að gera að vera í sambandi.
Svo var ég í sambandi við Önnu Brynju nýlega. Margir ættu að þekkja hana sem Emilíu í Svarta Sandinum. Við erum að skoða spennandi verkefni. Meira um það seinna.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)