Brú

Fyrir 12 árum fór ég til spákonu. Ekki að ég hafi haft neina sérstaka trú á svoleiðis hlutum, heldur var fólkið i kring um mig að tala um að þessi eina hafi vitað svo margt og að spádómarnir hafi verið að rætast. Ég ákvað að slá til. Ég hringdi, pantaði tíma og hún bað mig um að koma með spólu, svo ég gæti tekið allt upp. Svona var hún örugg með sjálfa sig.

Hún sagði mér að það væri erfitt að tímasetja atburði, 

800px-Hvalfjörður-Botnsdalur-Iceland-20030527

en hún klikkaði aldrei á því hvað myndi gerast. Þannig spáði hún að ég flyttist af landi brott (gerðist 9 mánuðum seinna), að ég myndi eignast einn son (hann kom 2007) og fleira sem ég nenni ekki að fara út í núna. Ég held að allt sem hún spáði hafi þegar gerst, nema eitt.

Ég mun ekki verða ellidauður í útlandinu (ekki bein tilvitnun í hana). Ég mun flytja heim og setjast að í Hvalfirði. Hún sagðist vera viss. Hún þekkti landslagið sem hún sá fyrir sér og það kom ekkert annað til greina en að þetta væri Hvalfjörður. Það eina sem hún skildi ekki var að það var brú yfir hann. Þá var verið að byggja göngin og hún sagðist ekki vita hvað yrði um þau, en það væri pottþétt brú yfir Hvalfjörðinn.

Nú er bara að sjá hvort að þessi síðasti spádómur rætist. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað gæti gerst, en það er kannski ekkert merkilegra en að þau hætta að anna umferðinni og brú verði bætt við. Ég held að allt sem hún spáði hafi þegar komið fram, svo nú er að bíða og sjá. Ég hef svo sem ekkert erindi upp í Hvalfjörð, en hver veit. 


mbl.is Tvöfalda þarf Hvalfjarðargöng á næstu 5 til 10 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Merkilegt þetta. Skyldi verða byggð brú.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.7.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Cold_reading

mbk dr buzzkill :)

Davíð S. Sigurðsson, 12.7.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jórunn, veit ekki með brúna. Hún þyrfti að vera ansi há til að öll skip sem eiga erindi í Hvalfjörðinn komist undir hana. Sjáum til.

Davíð, ég kannast við cold reading. Er frekar skeptískur á spákonur og karla. Fór meira í gríni en alvöru. Í lang flestum tilfellum er einfalt að sjá í gegn um þau. Þessi kom þó með atriði sem hún hefði ekki getað giskað á. Ekki án þess að taka töluverða áhættu. T.d. sagði hún að ættingi myndi deyja innan mánaðar, örugglega fyrir jól. Þetta var í nóvember. Ég sagðist ekki eiga veika ættingja. Hún sagði að það væri búið að smíða kistuna, Hélt fast við það. 23. desember dó ættingi, langt fyrir aldur fram og án þess að verða veik fyrir. Að flytja erlendis hefði getað verið ágiskun, þar sem ég hafði búið erlendis áður. Það er auðvitað ekki hægt að segja neitt með vissu og það er hægt að túlka spádóma eftir raunveruleikanum upp að vissu marki, en hún var ansi nálægt í öllum atriðum. Nema Hvalfirðinum, enda sagði hún að það væri frekar langt inní framtíðinni og því hægt að segja að það eigi eftir að gerast. Þegar ég fór til hennar var ég ekki á leiðinni út. Ég er núna ekki á leiðinni upp í Hvalfjörð, svo ekki er ég að búa til "self fulfilling prophecies". Tíminn mun leiða þetta í ljós.

Villi Asgeirsson, 12.7.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

*andvarp* já, verst að maður veit ekkert hvort að eitthvað sé til í þessu fólki eða hvort að þetta séu allt loddarar vegna þess það er búið að misnota þetta svo gríðarlega, ótrúlegt að fólk sumt geti fengið sig til að ljúga að fólki sem er að syrgja og fleira miður skemmtilegt

Davíð S. Sigurðsson, 12.7.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætla fylgjast spenntur með fréttum um brúarbyggingar á Íslandi.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.7.2008 kl. 20:07

6 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Ég myndi klárlega vilja flytjast upp í Hvalfjörð. Þvílíkur sjarmi. Heppinn ertu að hafa fengið svona fínar spár fyrst þær eru að rætast - þó það sé líklega bara tilviljun...!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 13.7.2008 kl. 17:48

7 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Þá meinti ég eingöngu spár um útlönd , barn og Hvalfjörð. Var ekki búin að lesa færsluna um andlátið sem er að sjálfsögðu spá sem enginn vill fá! Knús minn kæri.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 13.7.2008 kl. 19:09

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kannski ég hlusti á þessa spólu einhvern daginn til að fara yfir "staðreyndir". Ef ég get fundið kasettutæki einhversstaðar. Þá set ég kannski inn færslu þar sem ég tek spádómana fyrir, hvað hún sagði nákvæmlega og hvort og hvernig það hefur ræst. En fyrst er að finna tæki sem spilar þetta gamla dót. Mig minnir að ég eigi gamlan walkman, hafi hann ekki farið út með baðvatninu einhvern tíma. Ég veit að diskmaðurinn minn er dáinn. Datt niður stigann á háaloftinu og brotnaði. iPotturinn er í fínu lagi samt. Hún spáði mér engum iPhone, en ég ætla að fá mér svoleiðis samt. Er ég ekki kominn út fyrir umræðuefnið, sem var brú?

Villi Asgeirsson, 13.7.2008 kl. 19:15

9 identicon

já, það er örugglega æðislegt að búa í Hvalfirðinum, þú verður bara að setja stefnuna þangað ;)

alva (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband