Hugmynd!

Auðvitað á að vekja athygli á eyðileggingu náttúrunnar! Þar fyrir utan, ef listamaður vill vekja athygli á einhverju máli er það hans mál. Hefði Björk viljað vekja athygli á illri meðferð barna á böngsum, hefði hún getað gert það. Hefði hún fengið sömu athygli? Sennilega ekki, en er lýðræðið og einstaklingsfrelsið ekki dásamlegt?

Bubbi er frægur og á marga aðdáendur á Íslandi. Er ekki tilvalið fyrir hann að halda veglega hljómleika til að vekja athygli á fátækt á Íslandi? Hann getur fyllt Höllina, hann getur sennilega dregið að svipað marga og komu að sjá Björk og Sigur Rós, sérstaklega ef hann fær aðra listamenn til að koma fram með sér.

Bubbi, þetta er frábær hugmynd! Ef ég væri þú, myndi ég gera þetta.


mbl.is Bubbi liggur undir ámælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bowie er lagstur í hýði. Það þyrfti sennilega að borga honum einhverjar milljónir til að koma fram.

Villi Asgeirsson, 22.7.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband