7.10.2008 | 04:30
Guð Blessi Ísland
Þessi síðustu orð ræðunnar. Er þetta eitthvað meira en sljálfvirk orð trúaðs manns? Er eitthvað meira á bak við þau? Maður verður hálf smeykur við allan þennan hræðsluáróður og hálfkláraðar setningar.
Ég yfirgef Ísland eftir atburðaríka viku. Ég hitti mikið af áhugaverðu fólki og sá mikið á athyglisverðum myndum. Það voru samt 2-3 manneskjur sem eg náði ekki að hitta, myndir sem ég náði ekki að sjá og hlutir sem ég kom ekki í framhvæmd. Framtíðarhugmyndirnar eru skýrari í hausnum. Það gerir kannski hreina loftið. Ég vona bara að kreppan flækist ekki fyrir og að hún fari ekki of hrjúfum höndum um almenning. Ekki að við í ESB eigum von á einhverju betra.
En hvað um það. Það var gott að koma heim og hitta fólkið sitt. Ég er aftur farinn til ESBsins þar sem allt er betra samkvæmt einhverjum krötum sem vita ekki alveg hvað þeir eru að segja.
Guð Blessi Ísland.
![]() |
Ný lög um fjármálamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.10.2008 | 08:59
Búið
Vikan er á enda. Það sem byrjaði vel, endaði. Ekkert við því að gera.
Mér fannst ég hafa endalausan tíma eftir að ég kom heim, en vissi af gamalli reynslu að það er tálsýn. Ég náði að hitta flesta sem ég vildi hitta. Ferðin var tiltölulega "useful" ef maður á að vera leiðinlega businesslike. Hún var skemmtileg og ég hitti skemmtilegt fólk. Ég læknaðist af heimþránni.
Klukkan er níu að morgni síðasta dags. Ég þarf að fara að stússast en veðrið er vægast sagt ógeð og ég er bíllaus. Reddum þessu. Við gerum það alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2008 | 06:09
Gleymda Færslan
Það er gaman á Íslandi. Ég var að drattast inn úr dyrunum, eina mínútu fyrir sex að morgni. Kvikmyndasmiðjan, eða Talent Campus, er búin og ég er við glös. Ég fór nebbla ekki beint heim eftir að langdregna myndin fékk gula eggið. Það var allt of gaman í hvalaskoðunarskpinu með listaelítunni og Björk og niðrí bæ. Ég talaði að vísu ekkert við hana, en samt.
Ég hitti mikið af skemmtilegu fólki í dag og í gær. Þarna voru fallegar stelpur með fallegar hugmyndir, útlendingar sem eru soldið of artsy fartsy fyrir mig og íslendingar sem kunna að súpa. Allt gott. Skipulaginu á kampusnum var ábótavant. Kannski maður bjóði sig fram á næsta ári. Ég veit að ég gæti skipulagt Þetta betur. Held það allavega. Maður þekkir ekki Jón fyrr en misst hefur, skiluru.
Hvað um það. Ég blogga kannski seinna um þetta dæmi. Spurning með að fara í bælið. Ég segi bara eitt. Ef ég geri ekki kvikmynd í fullri lengd á næsta ári sem verður sýnd í kvikmyndahúsum, má ég hundur heita. You can quote me on that.
2.10.2008 | 09:38
Hæfileikaheimavistin, hljómleikar og kvikmynd
Stóri dagurinn er runninn upp. Kvikmyndasmiðjan, eða the Talent Campus, byrjar í kvöld. Klukkan sex þarf ég að vera úti í Norræna Húsi og súpa seyði. Eða eitthvað. Þeir kalla þetta kokkteilboð. Á ég kannski ekki að fá bílinn hennar systu lánaðan? Hvernig kemst maður bíllaus á milli staða í Reykjavík? Er það yfirleitt hægt? Hvað kostar í strætó?
Spurning með að hitta fólk og kíkja á myndir þangað til. Í gærkvöldi fór ég í Iðnó að sjá dönsku myndina Frygtelig Lykkelig (Skelfilega Hamingjusamur). Hún var fín. Ekki fullkomin, en fjandi góð. Hún verður sýnd tvisvar í viðbót og ég mæli með henni. Mér fannst kvikmyndatakan stundum vera að flækjast pínulítið fyrir sögunni, en ekki nóg til að skemma fyrir. Það er auðvitað hið besta mál að nota myndavélina á frumlegan hátt, en mér finnst kvikmyndatakan aldrei mega draga athygli að sjálfri sér. Kvikmyndataka og klipping er best heppnuð ef fólk tekur ekki eftir henni. Kannski er ég bara að rausa. Kannski tek ég eftir þessu af því ég er að spá í þessa hluti.
Ég hitti Láru Hönnu í gær. Ég ætlaði að kíkja aðeins til hennar, en sat sem fastast í 4-5 tíma. Fór af því að systa var búin að vinna og bauðst til að sækja mig svo ég gæti haft bílinn um kvöldið. Ég var aldrei í vafa um að það væri mikið spunnið í Láru og heimsóknin staðfesti það bara. Þetta er kjarnakvendi og allir ættu að hlusta á hana.
Ísland er svo lítið og sætt. Ég sendi aðalleikurunum úr Svörtum Sandi handritið að löngu myndinni áður en ég kom heim. Jóel spurði hvort hann mætti ekki senda vini sínum eintak til að krítísera. Jú, allt í lagi. Seinna kom það upp að þessi vinur er Davíð, sonur Valdísar Óskarsdóttur. Hann býr á hæðinni fyrir ofan Láru, en var ekki heima. Hann er á leiðinni til Suður Kóreu að kynna Sveitabrúðkaup og ætlað að lesa Undir Svörtum Sandi í vélinni. Sjáum hvað hann hefur að segja.
Að lokum. Ég var að fá emil frá umboðsmanni norskrar stelpu sem er að gera það gott í tónlistarheiminum og hefur fengið mikla spilun undanfarið. Hún spilar á nokkrum hljómleikum í Hollandi í nóvember og þau vilja að ég taki eina upp fyrir hugsanlega DVD útgáfu. Þetta verður tíu dögum fyrir Uriah Heep hljómleikana, svo ég get sennilega notað sama upptökulið. Sjáum til.
Ég ætla því að leyfa mér að koma með bjartsýnisspá fyrir sjálfan mig. Tvær hljómleikamyndir fyrir árslok. Kvikmynd í fullri lengd á næsta ári. Svo vil ég auðvitað Gullna Eggið um helgina. Ég tek það fram að ég er ekki búinn að vinna það og get ekki fullyrt að ég muni gera það. Fólk er eitthvað að misskilja draumóra síðustu færslu. Ég er ekki með Gullið Egg upp á vasann. Sjáum til með það líka.
1.10.2008 | 09:47
Á vappi
Spurning með að halda úti einhverskonar dagbók á meðan ég þykist vera manna merkilegastur með RIFF passa í vasanum.
Mitt fyrsta verk í dag er að sækja umræddan passa niður í Lækjargötu. Þar með er ég kominn með miða á allar sýningar hátíðarinnar. Skoða á hvað er í boði. Kannski ég kíki á mynd, kannski á endurnar á Tjörninni. Sjáum til.
Ég verð sem sagt á vappi í miðbænum í dag. Þeir sem þykjast eiga erindi við mig er bent á gemsann, 8686976.
30.9.2008 | 04:14
I'm going in the Big Strætó in the Sky
Önnur ensk-slettandi bloggfyrirsögnin í röðinni. Það á líka vel við, því ég, óundirritaður, er á leiðinni til Íslandsins blanka. Er sennilega mættur þegar þetta er lesið, þó ég vilji ekki bera áburð á því. Sjaldan hefur mér kvítt eins mikið fyrir, enda komið haust og ég sá orðið slydda á MBL, efnahagurinn í rúst, afkvæmið skilið eftir, heilsa ástvina upp og ofan og svo er til fólk sem gæti hugsað sér að verðlauna verk mín ekki.
Til að gera stutta sögu langa, er ég á heimleið til að taka við verðlaunum fyrir frábæra mynd sem enginn hefur nennt að horfa á hingað til, reyna að setja kvikmynd í framleiðslu þótt handritið sé ekki tilbúið og síðast og jafnframt síst, vil ég nýta mér tækifærin sem felast í ódýrum krónum og fara í verslunarferð fyrr jólin og kem þar af leiðinni með með tiltölulega ófulla ferðatösku, fulla af hollensku lofti.
Þeir sem vilja hafa samband við mig á meðan á þessu bloggfríi stendur, því einhvern vegin hef ég aldrei tíma til að blogga á Íslandi, til að hjalpa mér að láta drauma mína rætast, er vinsamlegast bent á athugasemdafítusinn að neðan, emilinn til hliðar eða farsímanúmerið 8686976 sem ég nota jafnan á hjara veraldar.
Ég vil að lokum þakka þeim 2000+ heimsækjendum sem kíktu á röflið í mér síðasta sólarhringinn. Þið létuð mig trúa því að ég væri pínu þekktur í smá tíma og eigið þið þakkir skildar.
Með kveðju,
Snobbið úr útlandinu
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 11:10
Good day for bad news
Oft eru dagar eins og í dag notaðir til að leka slæmum fréttum sem stjórnmálamenn eða fyrirtæki vilja ekki hafa hátt um. Allt annað drukknar í umræðunni. Skandallinn, eða hvað það er sem þarf að leka, fær enga umfjöllum. Ef einhver minnist á málið seinna er hægt að segja, með góðri samvisku, að engu hafi verið haldið frá þjóðinni.
Spurning með að fylgjast með litlu fréttunum í dag.
![]() |
Frestað vegna stórtíðinda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 10:09
Nú er ég hættur að fatta...
Getur einhver með vit á íslenskum fjármálamarkaði útskýrt fyrir mér hvernig íslenskur banki sem rukkar allskonar gjöld fyrir alla þjónustu, rukkar hærri útlánavexti en bankar í Evrópu og verðtryggingu ofan á, getur komist í þrot? Hvernig er það hægt? Hagnaður er garanteraður allstaðar. Þótt verðtryggingin væri eini munurinn, gæti bankinn ekki sokkið.
Er ég svona sljór? Ég fattettekki. Eða er gengið að ganga frá þeim?
![]() |
Glitnir hefði farið í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 09:52
150 kall
Ég spáði því í athugasemdum við önnur blogg í morgun að krónan færi í 150 krónur í dag eða á morgun ef stjórnin segir ekki eins og skot hvað var talað um í nótt. Ég var að vonast til að ég hefði rangt fyrir mér. Það virðist ekki vera, þrátt fyrir að efni fundarins sé að koma í ljós. Kannski er fólk ekki hrifið af því að einkavæða hagnaðinn og þjóðnýta tapið.
Sökkvi krónan ennþá dýpra, nálgist evran 160 krónur, erum við að tala um næstum því 50% gengisfellingu síðan í vor. Eða þá að evran verður næstum því 100% dýrari. Sami hlutur. Allt verður á 2 fyrir 1 tilboði þegar ég kem heim á morgun. Nema auðvitað að verðlag hafi hækkað í samræmi við verðgildi krónunnar. Þá segi ég bara, megi allar vættir hjálpa þeim sem fá útborgað í krónum.
![]() |
Krónan í frjálsu falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 21:14
Það sem ég ekki skil
Kannski ætti ég að lesa mér til um þennan pakka frekar en að blogga, en vonandi getur glöggur lesandi útskýrt málið fyrir mér.
Hugmyndin er að spýta 700 milljörðum dollara inn í hagkerfið. Þetta eru um 70.000 milljarðar króna. 70.000.000.000.000,- Það er hægt að kaupa 3-4 milljónir heimila fyrir þessa upphæð. Hvaðan koma þessir peningar og hvaða áhrif munu þeir hafa?
Bandaríski seðlabankinn, Federal Reserve er einkabanki. Margir halda að hann hafi eitthvað með bandaríska ríkið að gera, en svo er ekki. Hann er í eigu tiltölulega lítils hóps forríks fólks. Á hann þennan pening inni á bók, eða verður þessi peningur til úr engu? Munu eigendur bankans fá eðlilega vexti eða er tekið fyrir það í þessari tillögu? Miðað við fimm prósent vexti eru vaxtagreiðslur 35 milljarðar dollara á ári.
Mun þessi innspýting ekki rýra gildi dollarans? Þetta eru gífurlegar upphæðir, meira að segja í Ameríku. Ég veir ekki hvað fjárlögin eru stór og hvað margir dollarar eru í umferð, en þetta hlýtur að þýða töluverða gengisfellingu.
Spurningin er því, hvað er bandaríkjastjórn að reyna að áorka með þessu? Mun þetta bjarga efnahagnum eða leggja hann endanleg í rúst? Eða einhversstaðar mitt á milli, og þannig ekki skipta máli og þá væri alveg eins gott að sleppa þessu? Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Fréttaskýring: Björgunarpakkinn blandast inn í kosningabaráttuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |