Færsluflokkur: Vefurinn

Borgar sig að gefa út á netinu?

Eins og margir vita er ég að gera svipaða tilraun og Radiohead. Eftir því sem ég best veit er dæmið að ganga vel hjá þeim félögum. Spurningin er þó, virkar þetta bara ef maður er frægur eða er þetta framtíðin fyrir alla sem eru að búa til frumsamið efni, tónlist eða kvikmyndir?

Villi og JóelÉg setti stuttmyndina Svartan Sand á netið fyrir tæpri viku. Hún hafði verið sótt 732 sinnum fyrr í dag. Eins og fram kemur í athugasemdum við fyrri færslu er hún líka komin inn á nýja íslenska torrent síðu. Ég hef ekki aðgang að henni, svo ég get ekki sagt um hvað er að gerast þar.

Átta manns hafa borgað fyrir myndina, rúmt eitt prósent. Það segir þó ekki alla söguna, því margir hafa sennilega ekki enn haft tækifæri til að sjá hana. Einnig hafa verið gerðar athugasemdir við að einungis er hægt að nota greiðslukort eða PayPal. Væri hægt að millifæra beint í heimabanka myndu fleiri geta borgað.

Ég hef sett inn nýja skoðanakönnun þar sem fólk getur látið vita. Komi í ljós að fólk vill frekar greiða fyrir myndina með millifærslu, mun ég bæta þeim möguleika við.

Af einhverjum ástæðum get ég bara haft eina skoðanakönnun inni í einu, svo sú fyrri þar sem spurt var um álit fólks á myndinni verður sett inn aftur þegar þetta mál er farið að skýrast. 

Takk fyrir áhugann! 


mbl.is Radiohead tilkynnir tónleikaferð um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVARTUR SANDUR

Hér að neðan er hægt að nálgast stuttmyndina Svartur Sandur. Myndin var kvikmynduð á Íslandi í ágúst 2006 en var sett á netið á fullveldisdaginn, fyrsta des. 2007.

Anna Brynja í bílBíllinn æðir áfram á ógnarhraða á fjallveginum. Pétur tekur ekki eftir konunni sem stendur við veginn fyrr en það er of seint. Sem betur fer meiddist enginn. Emilía fær far, þar sem bíllinn hennar fer ekki í gang. Fljótlega fer hún þó að haga sér undarlega.

Hvað hefur andvana barnið, jarðað seint á 18. öld með þau að gera? Eða parið í kirkjugarðinum rétt fyrir 1930? Þegar þau upplifa bílslysið aftur, verða þau að horfast í augu við kaldan raunveruleikann.

Náið í stuttmyndina Svartur Sandur...

HÉR

Listi yfir alla sem tóku þátt í gerð myndarinnar (í stafrófsröð):

Anna Brynja Baldursdóttir: aðal kvenhlutverk
Guy Fletcher: samdi tónlist fyrir myndina
Hans Ris: aðstoð við upptökur, bóma
Helena Dögg Harðardóttir: hárgreiðsla
Johan Kriegelstein: klipping, bóma
Jóel Sæmundsson: aðal karlhlutverk
Kristinn Ingi Þórarinsson: bóma
Kristín Viðja Harðardóttir: leikkona í aukahlutverki
Oddný Lína Sigurvinsdóttir: leikkona í aukahlutverki
Rhona Wiersma: leikmunir, skripta
Sonja Berglind Hauksdóttir: farði
Villi Asgeirsson: kvikmyndataka, leikstjórn, klipping, framleiðandi, höfundur
William Kowalski: aðstoð við handrit

Black Sand SkógarEinnig vil ég þakka Ásdísi Ásgeirsdóttur og Eyþóri Birgissyni fyrir keyrsluna og gistinguna, Hrefnu Ólafsdóttur fyrir að redda hlutunum á síðustu stundu, Guðgeiri Sumarliðasyni fyrir að segja mér frá konunni á heiðinni, Sigurlínu Konráðsdóttur fyrir minkinn, Leikfélagi Selfoss fyrir búningana, Eiríksstöðum í Haukadal fyrir aðstöðuna, Skógasafni sömuleiðis, Café Pravda líka, Þorkeli Guðgeirssyni fyrir afnot af skrifstofunni, Sigrúnu Guðgeirsdóttur fyrir hjálpina við að finna tökustaði, Erlingi Gíslasyni og Brynju Benediktsdóttur fyrir æfingahúsnæðið og öllum hinum sem ég gleymdi að nefna.

Ég vona að þið njótið myndarinnar. Endilega skrifið hér að neðan hvað ykkur finnst.


Auglýsing!

Þessi er að vísu algerlega frí og endurgjaldslaus, en hvað um það. Kíkið á færsluna hér að ofan. Þar er boðið upp á glænýja íslenska stuttmynd. Hægt er að ná í hana og horfa á, setja á iPottinn og borga svo það sem fólk vill. Ekki krónu meira eða minna.

Annars er ég að skoða spennandi verkefni. Mig langar til að búa til þáttaröð sem dreift verður á netinu endurgjaldslaust. Þáttaröðin yrði fjármögnuð með auglýsingum. Meira um það seinna. Kíkið nú á færsluna SVARTUR SANDUR hér að ofan. 


mbl.is Netið að verða þriðji stærsti auglýsingamiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætó og Netið - Svartur Sandur og Hellvar

Það er gaman að fylgjast með því hvernig fólk kynnir sig og sína list. Það er um að gera að fara ótroðnar slóðir, gera það sem ekki hefur verið gert áður. Ég óska Hellvari alls hins besta og vona að bílveikin láti ekki sjá sig.

Þá er komið að því. Stuttmyndin Svartur Sandur er á netinu.

Eins og ég minntist á í gær er þetta tilraun. Þegar torrent.is var lokað, reis fólk upp og hrópaði að SMÁÍS. Íslendingar eru ekki þjófar! Við erum tilbúin til að borga fyrir það sem ekki er okrað á. Við myndum styrkja listamenn ef ekki væri fyrir milliliðina.

Í dag gefst fólki tækifæri til að sanna sitt mál. Sýnum þeim sem sjá vilja að íslendingum sé treysandi. Við þurfum ekki ritvörn. Við þurfum ekki diskaskatt. Á næstu dögum mun ég fylgjast með niðurhali á myndinni og birta hér á síðunni. Einnig mun ég láta vita hvað fólk er að borga.

Hægt er að nálgast myndina hér. Hún er í iPod formi og ætti því að spilast með Quicktime spilaranum. Hægt er að setja hana inn á iPod spilarann gegn um iTunes. Þeir sem ná í hana, geta því haft hana og horft á um ókomna framtíð.

Ég þakka stuðninginn.


mbl.is Tónleikar í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1 dagur - Tjáningafrelsi

Þetta er sorgleg frétt og erfitt að átta sig á því hvað fær fólk til að haga sér eins og þeir sem krefjast að kennslukona verði skotin fyrir litlar sakir, ef sakir skyldi kalla. Þetta er auðvitað ekkert annað en gamla, góða múgæsingin sem fékk þýsku þjóðina til að loka augunum á fjórða áratugnum og skipti heiminum í kommúnista og kapitalista. Á meðan fólk er tilbúið að hlusta á rödd þess sem hæst öskrar, frekar en eigin samvisku, er ekki við góðu að búast. Frelsi er það dýrmætasta sem við eigum og við verðum að vernda það með kjafti og klóm. Svo er það spurning hvar múgæsing sleppur og eigin sannfæring tekur við. Hvernig getur samviska manns sagt að skjóta eigi kennara fyrir að skíra bangsa eftir Mohammed, Jésu, Búdda, Dalai Lama eða David Beckham? Hvað er búið að kenna fólki og hvernig? Hver græðir á því, nema sá sem kennir? Eða á að orða þetta svona; hvers konar heilaþvottur hefur verið í gangi þarna? Fólk vill í eðli sínu ekki drepa fólk, en það má sannfæra fólk um ýmislegt ef þjóðfélagið sefur á verðinum. Villi í BlafjöllumEinstaklingsfrelsið er heilagt og það ber okkur að vernda.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég er að setja stuttmyndina á netið. Ég vil ekki að tónlistar- og kvikmyndaútgáfa sé í höndum fárra stórfyrirtækja sem segja höfundi og leikstjóra hvað má og hvað ekki. Ég vil ekki að dreifing sé í höndum fólks sem sér list sem afurð, og því meiri sala, því betri er listin. Ég er á móti boðum og bönnum. Það hljómar kannski barnalega, en ég trúi á fólk. Ekki á ríkisstjórnir, stofnanir og fyrirtæki, heldur fólk. Við eru öll spillt upp að vissu marki. Við verðum að vera það. Þjóðfélagið sem við höfum búið til býður ekki upp á annað. Þó vil ég trúa því að fólk sé að eðlisfari sanngjarnt og réttlátt.

Þegar torrent málið fór af stað voru uppi háværar raddir um að torrent.is síðan hafi ekki verið ólögleg. Notendur voru að ná í efni sem þeir höfðu þegar greitt fyrir með áskriftum af sjónvarpsstöðvum, kaupum á geisladiskum og öðru. Margir sögðu að þeir hefðu ekki áhuga á að borga milliliðum. Hefðu þeir möguleika á að kaupa beint af listamanninum myndu þeir gera það. Ég tek það fram að ég fæ ekkert af diskaskattinum og meðan myndin er ekki sýnd í íslensku sjónvarpi hafa afnotagjöld ekki skilað sér til mín.

FarðiÁ morgun fer stuttmyndin Svartur Sandur á netið. Þetta er tilraun. Ég hef verið að gera myndir og myndrænt efni í nokkur ár í Hollandi og hef þar af leiðandi áhuga á sölu og dreifingu þessa efnis. Netið er komið til að vera. Niðurhal er komið til að vera. Við sem búum til efnið höfum ekkert um það að segja. Við getum látið sem ekkert hafi gerst og haldið áfram að selja okkar diska, við getum reynt að stoppa flóðið eða notfært okkur þau nýju tækifæri sem eflaust leynast á netinu. Ég held að framtíðin verði einhver málamiðlun áskrifta, auglýsinga og gamaldags sölu diska. Þegar lögbann var sett á torrent.is mótmæltu margir og bloggið logaði. Frá morgundeginum geta íslendingar sannað að þeir séu tilbúnir til að ná í efni á netinu á þess að þurfa að kaupa diska, og að þeim sé treystandi í hinum stafræna heimi sem hræðir okkur kvikmyndagerðar- og tónlistarmenn. Ég mun setja tölur inn eftir viku þar sem hægt verður að sjá hversu margir hafi náð í myndina og hvort greitt hafi verið fyrir. Þessi tilraun mun segja mér hvort netið sé raunhæfur vettvangur fyrir nýjar myndir, hvort það gefi óþekktum listamönnum möguleika á að dreifa eigin efni og hvort það geti verið áhugavert að framleiða efni fyrir netið. Ég hef trú á þessu, en verð að viðurkenna að ég hræðist þetta pínulítið. Sjáum hvað setur. 


mbl.is Krefjast aftöku Gibbons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4 dagar - Anna Brynja Baldursdóttir

Eins og fram hefur komið mun ég setja Svartan Sand á netið á laugardaginn. Ég ætla að reyna að vera með daglega pistla meðan ég geri hana tilbúna.

Er einhver spurning með höfunarrétt? Sá sem býr til efni á réttinn, nema sá hinn sami hafi samið hann af sér. Það er sennilega stóra vandamálið í þessu öllu saman. Listamenn eru að semja af sér sín eigin verk sem lenda svo í höndum stóru útgefendanna sem neitendur hafa enga samúð með. Samúðarleysið á sér margar ástæður, en það sem maður heyrir mest er okur á kaupendum og að listamaðurinn sjálfur sjái aðeins lítið brot teknanna. Það var vegna þessa að ég ákvað Anna Brynja og Jóelað setja Svarta Sandinn á netið. Ég á höfundarréttinn og ef fólk sem nær í mynina borgar, fer það allt til mín og þeirra sem hjálpuðu til við gerð myndarinnar. Kaupandinn er því beint að styrkja gerð fleiri mynda en ekki borga lögfræðikostnað eða eitthvað álíka.

Í dag ætla ég að tala um aðal leikkonuna. Ég hafði snemma samband við þekkta íslenska leikkonu. Ég segi ekki hver hún er, en hún er nafna einnar bloggvinkonu minnar. Hún hafði áhuga, vildi skoða þetta, en á endanum gekk það ekki upp, því hún var að fara í annað verkefni. Ég var því í smá vandræðum. Rúmur mánuður til stefnu, Anna Brynjaég var leikkonulaus og erlendis. Áhugasamir geta farið aftur í tímann á þessu bloggi og séð færslur þar sem ég er að biðja leikkonur um að vera í sambandi. Einn daginn fékk ég emil frá Önnu Brynju. Hún hafði séð sömu auglýsinguna og Jóel og ákvað að reyna, þótt seint væri. Ég hafði ekki um margt að velja, svo hún fékk hlutverkið án þess að ég hefði nokkurn tíma séð hana. Hún hafði verið í Stelpunum og leit vel út, svo ég sló til.

Það kom fljótt í ljós að hún var fullkomin. Hún var í stöðugu sambandi, hafði hugmyndir og vildi vita allt um Emilíu, konunaAnna Brynja í bíl sem hún myndi leika. Ég man eftir einu skiptinu þar sem hún spurði mig hverjar stjórnmálaskoðanir Emilíu væru. Anna Brynja fer eins djúpt og hún kemst til að skapa trúverðugan karakter og það sést þegar horft er á myndina.

Þegar ég kom til Íslands sá ég að hún var rétta manneskjan í hlutverkið. Hún leit út eins og Emilía átti að líta út. Þar að auki var hún brosmild, skemmtileg, blíð og til í allt. Stundum þurftum við að leggja af stað klukkan fimm að morgni, en það var ekki vandamál. Þegar við tókum upp á Eiríksstöðum vorum við lögð af stað um fimm og komin til baka upp út ellefu um kvöldið. Enginn kvartaði. Þvílíkur hópur, hversu heppinn getur maður verið? Þessar tvær vikur var hún leikkona í myndinni og ekkert annað komst að.

AnnaBrynja3smallAnna Brynja notaði hverja mínútu til að fullkomna leikinn. Á löngum bílferðum lagði hún sig, las textann, lærði handritið utan af. Ég held ég hafi aldrei unnið með mannseskju sem gaf sig verkefninu eins algerlega og hún, enda sá ég ekki handrit þegar tökur hófust. Þetta var allt í hausnum á henni. Hún vildi alltaf vita hvað yrði tekið upp og hvenær, svo hún gæti verið eins vel undirbúin og hugsanlegt var. Ef að hlutirnir breyttust, eins og í Bláfjöllum, var hún sveigjanleg og gerði sitt besta. Hennar besta var betra en ég hafði þorað að vona.

Svo má ekki gleyma hárinu. Myndin AnnaBrynjaSmallgerist á fjórum tímabilum. Við ákváðum að hún myndi lita á sér hárið til að skapa andstæður. Hún er ljóshærð og við notuðum það á víkingastúlkuna (nema hvað) og dívuna frá 1927. Konan í bílnum varð auðvitað að vera dökkhærð. Það má því segja að tökur myndarinnar hafi verið skipulagðar með tilliti til háralits Önnu Brynju.

Svo má minnast á að hún er tungumálaséní. Hún sótti um hlutverkið vegna þess að ég var að biðja um enskumælandi leikara. Hún hefði líka getað svarað hefði ég beðið um spænsku, þýsku eða norðurlandamálin.

Það er með hana eins og Jóel, ég vil endilega vinna með henni aftur. Ég er að vinna í því að búa til nýtt verkefni svo við getum sameinast aftur. Get ekki beðið

Fyrri færslur um Svartan Sand:
5 dagar - Jóel Sæmundsson
6 dagar - um gerð Svarta Sandsins
Oft ég Svarta Sandinn leit...


mbl.is Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 dagar - Jóel Sæmundsson

Eins og fram hefur komið mun ég setja Svartan Sand á netið á laugardaginn. Ég ætla að reyna að vera með daglega pistla meðan ég geri hana tilbúna.

Jóel Sæmundsson er án efa einn besti leikari sem íslendingar eiga. Stór orð, en ég stend við þau.

Veturinn 2006 setti ég auglýsingu á netið. Ég var að leita að leikurum. Skylirði var að þeir töluðu Jóelfullkomna ensku. Ég hafði skrifað handrit að stuttmynd með vinnutitilinn The Darling Stones. Myndin yrði tekin upp á Íslandi, en á ensku. Jóel var einn þeirra sem svöruðu. Hann var í leiklistarnámi í Bretlandi og hafði lagt áherslu á að læra tungumálið og ná hreimnum.

Þegar ég kom heim í páskafrí hitti ég hann á Prikinu. Það var kalt úti, slydda og ég hélt um cappuchino bollann þegar hann kom inn. Hann pantaði sér Malt í gleri, íslendingurinn búsettur erlendis. Við fórum í gegn um handritið, sem var ennþá á ensku og mér leist ágætlega á hann.

Honum hafði ekki tekist að sannfæra mig, en eftir að ég fór aftur til Hollands hugsaði ég málið og ákvað að hann væri maðurinn sem ég var að leita að. Ég átti ekki eftir að sjá eftir þeirri ákvörðun.

Við hittumst aftur í byrjun ágúst. Ég var þá kominn heim til að taka myndina upp. Það var augljóst, strax við æfingar, að hann var hlutverkinu vaxinn. Hann hafði látið sér vaxa skegg fyrir tíundu aldar atriðin, hann kunni handritið og var mjög sannfærandi. Þær tvær vikur sem tökur fóru fram var hann hrókur alls fagnaðar. Stundum var ég smeykur um að hann væri ekki að taka hlutina alvarlega, en um leið og myndavélin fór í gang umbreyttist hann. Ég hefði ekki getað fengið betri mann í aðalhlutverkið. Hann skemmti sér konunglega á tökustað og smitaði það út frá sér. Leikarar þurfa oft að bíða lengi meðan sett er upp, aðrar senur eru teknar og oft þurftum við að keyra langar leiðir til að komast á tökustaði, en hann lét það aldrei hafa áhrif á sig.

Jóel er ennþá í námi í Rose Bruford skólanum í Bretlandi. Ég efast ekki um að hann á eftir að gera góða hluti og verða einn besti leikari sem íslendingar hafa átt.

Fyrri færslur um Svartan Sand:
6 dagar - um gerð Svarta Sandsins
Oft ég Svarta Sandinn leit...


Er símaskráin lögleg?

Eftir því sem ég best veit brýtur Torrent.is engin lög. Síðan hjálpar manni að finna efni á netinu, en dreifir engu efni sjálf. Er þetta ekki svipað og að banna símaskránna vegna þess að til eru einstaklingar sem nota hana til að finna fórnarlömb, t.d. vegna innbrota, ýmiskonar áreytis og annara glæpa? Ef ég leita að biskupi í símaskránni og brýst svo inn hjá honum vegna þess að hann á sennilega mikið af verðmætum eignum, er þá hægt að kenna símaskránni um, þar sem ég fann heimilisfangið þar? Ef ég ákveð að ræna dóttur forsætisráðherra (á hann dóttur?) og finn heimilisfangið í símaskránni, hverjum er það að kenna?

Nú eru kannski einhverjir sem segja, nei þú getur verið með leyninúmer og þá er ekki hægt að finna þig. Er það þá ekki það sama og þegar Páll Óskar bað um að platan hans væri fjarlægð, sem var gert? 


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

í Býtið - The Small Hours

Ég gerði stuttmynd árið 2005 um leigubílstjóra og kvenkyns farþega hans. Það fer auðvitað allt í klessu, enda væri engin mynd ef allt væri í góðu lagi.

 

Ég setti myndina í heild á netið um daginn. Hér er hún.

PS. Ef einhver vill segja mér hvernig maður setur youTube myndir inn á moggabloggið skal ég setja hana beint inn í færsluna.


Perrar

Á þetta að vernda börn fyrir ósæmilegum myndum sem gætu spillt þeim? Ég hef á tilfinningunni að ef einhverjir notfæra sér þetta séu það perrarnir.

Eða er ég kannski að misskilja þetta?


mbl.is Varað við nöktum börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband