Færsluflokkur: Vefurinn

Nígería eða Írland

Það þekkja sennilega allir Nígeríubréfin, þar sem fólki eru boðnar háar fjárhæðir fyrir að "lána" reikninginn sinn svo að hægt sé að millifæra stórar upphæðir sem einhver Shell kall lét eftir sig þegar hann dó með sviplegum hætti.

Ég var að fá eftirfarandi tölvupóst. Nokkuð skondið þar sem ég er alls ekki i Bandaríkjunum og get ekki ímyndað mér að the US Chamber of Commerce hafi mig á skrá. Fyrir utan það er +44 Bretland, írsk símanúmer byrja á +353. Svo er þetta ekki ískt póstnúmer. Njótið og umfram allt, ekki falla fyrir þessu ef svona póstur læðir sér inn hjá ykkur.

Part time Job Offer
   
My name is Eng.Aaron Smith. I just came about your email address through an email listing affiliated with the US Chamber of Commerce and I would be very interested in offering you a part-time paying job in which you could earn a lot without quitting your present Job or having problem with your employers.I am a man with 4 kids all boys and the love of my life, my wife. I am a some what multi talented man and I do quite a lot of traveling and get to meet quite a lot of people. I just resigned my job as a research Engineer for ARINI (Agricultural research Institute of Northern Ireland ) but I still work as a freelance consultant for the institute which gives me very much time to do my own work which is basically being a freelance researcher who could be employed by research institutes to do research projects anywhere in the world. I reside in Ireland, Dublin even though I have lived most of my life in other parts of the world, I am fully residing in Ireland.
    Presently, I have just been granted a funding to head a research project in the
    tropical regions of West Africa regarding rare and vulnerable plant species and this would be commencing very soon.
    However my funding were by my American counterparts who send me the bunch of payments mostly in US based money orders. Getting an accountant in the states or opening an account would have been my best choice but I have a deadline to meet and taking any of those choices would cost me time and a whole lot of other requirements. I am not ready to deal with,as I would be traveling a lot in the meantime.
    So presently, assuming you would be able to deal with cash, I would be willing to employ you on contract basis to be my payment representative back in the states
     this way I could issue and make payments in form of Money Orders, Cashier's Check, etc out to you, you could then cash them easily, withdraw 10% of the total amount on these payment instruments as your commission and then send the rest back to me through wire transfer.
    Please, bear it in mind that we would be dealing with quite a handful of cash and you a could be making up to $5000 just working with me in a short period of time within 1-2 weeks. I would be glad if you accept my proposal and I intend to commence on starting as soon as you are ready. If you are interested, please email me back so we could make concluding arrangements with the following informations about you:
    Name: .......
............
    Address: .........
    City:................
    State: .............
    Zip Code: ........
    Occupation: .............
    Contact phone numbers: ..
    Age:
   
   
    Eng.Aaron Smith
    Agricultural Research Institute of Northern Ireland
    Hills
    borough, Ireland BT26 6DR
    +44 7045710331


Fyndnasti bloggarinn er...

Niðurstöðurnar eru komnar inn. Þetta var mjög spennandi. Allir þrír bloggararnir náðu að vera með flest stig einhverja dagana. Stundum voru þau öll þrjú hnífjöfn. Þetta byrjaði þannig að Kamilla var efst og bar af. Engin samkeppni. Svo náði Gunnar henni. Fljótlega náði Gerður Rósa honum. Kamilla tók þá forskot en Gerður náði henni aftur.

Alls voru greidd 61 atkvæði. Staðan þegar kosningu lauk, á hádegi föstudaginn 24 nóvember 2006 var...

 

gunnar_eysteinssonGunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson er sigurvegari! TIL HAMINGJU! Hann vann með 39.3% atkvæða.

 

-  

090106_asnar_033_62210Gerður Rósa Gunnarsdóttir

Gerður Rósa var oft og lengi með flest atkvæði en sprakk á lokasprettinum. Hún náði að krækja sér í 36.1% atkvæða. Spurning hvort það hafi verið grískir slefberar eða aðrir asnar sem töfðu fyrir henni.

-

gemsaEva Kamilla Einarsdóttir

Kamilla er einn skemmtilegasti bloggari sem sögur fara af. Og þvílíkar sögur! Hún fékk 24.6% greiddra atkvæða. Ég veit ekki hvað gerðist hér, því hún var yfir 30 prósentunum í gær. Það er allavega gott að vita til þess að hún lét ekki svna keppni á sig fá og gaf sig all í það um síðustu helgi að klára ritgerðina sem mun opna henni dyr um ókomna framtíð. 

Þetta er sem sagt búið. Enginn kom með tillögur að vinningum svo það er ekkert í boði. Ég myndi góðlátlega bjóða Gunnari að gerast Bloggvinur en hann er það nú þegar svo það er kannski spurning að henda stelpunum út bara rétt á meðan hann er í sigurvímunni.

Takk allir og allar sem sáuð ykkur fært að kjósa! Farið nú og skoðið öll þrjú bloggin hér að ofan. Þau eru öll bráðskemmtileg. 

 


Bill er svo snjall.

Þetta er auðvitað þaulhugsað mál. Það er einfalt að segja að Bill Gates sé svo góður maður og vilji hjálpa þeim semverr eru staddir, en málið er auðvitað að koma Windows tölvum fyrir allstaðar svo að fólk venjist Microsoft forritum. Markaðssetning á heimsmælikvarða!

1-0 fyrir Microsoft.


mbl.is Bill Gates kemur tölvum fyrir í öllum bókasöfnum í Rúmeníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndnasti bloggarinn er...

Fyrir einhverjum mánuðum síðan bað ég fólk að tilnefna fyndnasta bloggarann á Blog.is. Það er augljóst að það eru ekki margir fyndnir pennar hér, þar sem aðeins var stungið upp á þremur. Nema að bloggið mitt sé bara ekki vinsælla en svo að enginn hafi séð þessa færslu og þar af leiðandi ekki vitað af þessari samkeppni. Verum ekkert ap velta okkur upp úr því. Sannleikurinn getur verið pínlegur.

Það komust sem sagt þrír bloggarar í úrslit. Hægt er að kjósa hér til hliðar. Endilega potið í hlekkina hér að neðan og kynnið ykkur málið

gemsaEva Kamilla Einarsdóttir

Beitt og skemmtilegt sjálfsháð sem fáir leika eftir. (Galdrmeistarinn)

 

gunnar_eysteinssonGunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson er nátturlega bara algjör snilld... (Petra)

 

090106_asnar_033_62210Gerður Rósa Gunnarsdóttir

...hún hefur sérlega skemmtilega sýn á hversdagsleikann. (Vala)

 

Svo má koma með athugasemdir þar sem stungið er upp á hvað skal vera í vinning. Ég náði ekki að hugsa dæmið svo langt. 


SAMKEPPNI!!! - Fyndnasti bloggari á blog.is

Innflytjendur. Rasismi. Það er orðið svo þungt yfir öllu, eins og svart ský eftir pælingar liðinna daga. Það er eins og þjóðin sé komin í heilagt borgarastríð. Spurning með að koma með létta keppni til að létta lund í hinu meinta skammdegi sem virðist vera að leggjast yfir.

Spurningin er, hver er fyndnasti bloggarinn á blog.is?

Reglurnar eru einfaldar. Setjið inn athugasemdir hér fyrir neðan þar sem þið útnefnið þann bloggara sem fær ykkur til að hlægja. Það má útnefna fleiri en einn, þið getið jafnvel útnefnt ykkur sjálf. Eftir viku set ég svo upp skoðanakönnun hér til vinstri þar sem kosið verður.

Nú er bara að vona að undirtektirnar verði nógu góðar til að keppnin verði spennandi. 


Stuttmynd - Sýnishorn tvö

Ég var að klára að setja saman nýtt sýnishorn. Eins og síðast er þetta ekki kynningarmyndband (trailer), þar sem myndin er ekki komin það langt í vinnslu. Tónlistina gerði ég sjálfur, þar sem eiginleg tónlist myndarinnar er ekki tilbúin. Þetta er meira til að gefa fólkinu sem hjalpaði til möguleika á að sjá hvað er að gerast.

Myndbandið hér á blogginu er í venjulegru vef upplausn, 320x240 pixlar, en hægt er að nálgast iPod útgáfu í hærri upplausn á Oktober Films heimasíðunni.

Látið svo endilega vita hvað ykkur finnst og hvort það sé góð hugmynd að setja myndbönd beint inn í færslu eins og hér er gert.

 


Íslenskar Stuttmyndir

Það vita sennilega flestir lesendur bloggsins að ég er að vinna við að gera stuttmynd. Eftirvinnsla er í fullum gangi og þetta lítur vel út. Það er því augljóst að ég hef áhuga á stuttmyndum. Það vita færri að ég lærði fjölmiðlun á árum áður og sú veira verður seint drepin. Bætum svo við að RÚV er að fara að setja mikið meiri pening í kaup á íslensku efni, og við gætum farið að sjá markað fyrir íslenskar stuttmyndir. Því var mér að detta svolítið í hug.

Erum við að fara að upplifa annað íslenskt kvikmyndavor? Kannski meira tengt sjónvarpsefni? Það er fullt af þekkingu á Íslandi. Margir sem vilja búa til kvikmyndir, en einhvers staðar þarf að byrja. Er ekki um að gera að gefa íslenskum stuttmyndum þá athygli sem þeim ber?

íslensk vefsíða sem fjallar um íslenskar stuttmyndir á að vera til.  Einn staður þar sem fólk getur komið og lesið um myndir, leikara, leikstjóra, hvað er á döfinni, hvað er hægt að sjá og hvar. Það væri jafnvel hægt að horfa á myndir á síðunni, allavega kynningarmyndir svo að fólk geti ákveðið hvað það vill sjá. Þetta getur svo undið upp á sig og orðið DVD útgáfa, þar sem samansafn bestu íslensku stuttmyndanna er hægt að kaupa.

Annað sem ég myndi vilja gera er að gefa út einhverskonar tímarit, sennilega á þriggja mánaða fresti, þar sem talað er við fólk og sagt frá því helsta sem er í gangi. Þetta yrði sennilega gefið út sem PDF skrá sem hægt væri að sækja og prenta út ef fólk vill.

businesscardbackÞetta eru stórar hugmyndir og munu kosta mig mikinn tíma, en ef áhugi er fyrir hendi getur þetta orðið mjög skemmtilegt og þess virði. Það veltur allt á því hvað maður hefur úr miklu efni að moða. Ég vil því biðja fólk að hafa samband ef það hefur eitthvað að segja. Einnig væri það vel þegið ef þú, lesandi góður, segðir vinum og kunningjum sem eru í kvikmyndahugleiðingum frá þessari hugmynd.

Ég er búinn að skrá netfang fyrir þessa síðu, Stuttmyndir.com, svo nú er bara að koma dæminu af stað. 


Á Netinu

Ég veit að það eru allir potandi í hressingartakkann (refresh-button) á vafranum sínum, bíðandi eftir að ég segi vef-söguna mína. Biðin er á enda, hún er hér.

Ég keypti tölvu árið 1988. Þetta var Amstrad 8086 vél. Það var hægt að fá hana með mótaldi, en ég sá enga þörf fyrir það. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við svoleiðis, enda þrjú ár í að netið yrði sett í samband.

Ég fór fyrst á netið 1995. Þá var komið net-café, Cyberia. Þessi staður var rekinn af Einari Erni Sykurmola og var neðarlega á Hverfisgötu. Ég man að þetta var frekar dimmur staður og það voru tölvur í röðum við veggina. Ég keypti mér kaffibolla, opnaði Netscape og pikkaði David Bowie inn í Yahoo leitarvélina. Bowie var það fyrsta sem mér datt í hug. Ég fann einhverjar síður, leitaði svo að öðrum hlutum. Það var eins og maður væri kominn inn í framtíðina.

Þetta var spennandi, en það liðu þó tvö ár áður en ég loksins fékk mér tengingu. Ég var þó ekkert að sóa neinum tíma, hitti hollending á netinu og afgangurinn er saga eins og útlendingarnir segja.

Ég byrjaði að fikta við heimasíðugerð 1999. Ég setti myndir á þetta og einhverjar upplýsingar um hluti sem ég hafði áhuga á. Ég setti svo upp síðu um Ísland fyrir útlendinga og trompaði svo allt með meistaraverkinu, BowieLive. Það entist í tvö ár, þangað til ég fór að fikta við kvikmyndagerð. Ég hætti að halda til upplýsingum um aðra og hannaði heimasíðu þar sem fólk gat lesið um mín eigin verk.

Netið hefur breytt mínu lífi og ég viðurkenni fúslega að ég er sennilega fíkill. Það er allavega hægt að segja að ég nota það nógu mikið og veit ekki hvað ég myndi gera ef það væri tekið "offline". Ótengd tölva er næstum eins og bensínlaus bíll núorðið.

Þá veistu það, lesandi góður. Ég á tvær af þessum 92.615.362 síðum. Ég viðurkenni að það er mér að kenna að þetta er ekki slétt og falleg tala sem endar á heilum tug. 


mbl.is Veraldarvefurinn 15 ára í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að smíða kvikmynd

Þá er komið að því. Síðasti dagurinn í vinnunni í dag og flugið í fyrramálið. Ferðin byrjar með langþráðum endurfundum en vinnan byrjar fljótlega eftir það.

Ég var að klára að setja saman endanlegt plan fyrir tökur. Fundir með leikurum og tökuliði strax eftir helgi og svo hefjast tökur fyrir næstu helgi. Síðustu atriðin verða svo tekin upp þriðjudaginn 22 ágúst. Þetta eru sem sagt um tvær vikur sem fara í þetta. Þess á milli get ég bara verið í mínu eigin landi innan um fjölskylduna.

Hugmyndin er að blogga eitthvað hérna á komandi vikum, en ég hef sennilega minni tíma til þess en hingað til. Það væri þó gaman að koma einhverjum myndum og sögum á netið. Spurning með að uppfæra heimasíðuna líka. Kominn tími á það. Kannski ég vinni í því í flugvélinni á morgun.

Að gera kvikmynd er mikið verk og það getur svo margt farið úrskeiðis. Þá á ég ekki bara við fótbrot og aðra hluti sem koma í veg fyrir að verkið verði klárað, heldur litla hluti sem gera myndina ekki eins góða og ætlunin var. Þetta var vandamálið í fyrra. Ég skrifaði handrit og leikstýrði mynd, The Small Hours. Sagan var ekki svo slæm, en það var enginn tími til neins. Ég gubbaði út handritinu, sem var svo endalaust í vinnslu, þar á meðal eftir að tökur hófust. Þær hófust reyndar um viku eftir að ég gubbaði upp hugmyndinni. Það var því enginn tími til að gera neitt, plana neitt. Myndin var gerð og margir segja að hún sé góð, en ég var aldrei sáttur. Sagan eins og ég sá hana komst ekki nógu vel til skila og leikurinn rétt náði að vera þokkalegur. Þetta var auðvitað allt mitt, allir sem að myndinni komu stóðu sig sem hetjur. Það var bara enginn tími til að vanda til verks.

Það verður svo sannarlega annað uppá peningnum í þetta skiptið. Við tökum okkur nægan tíma í að ná hverju atriði eins og það á að vera. Ég hef valið leikara með reynslu og tökustaði sem krydda söguna. Þar fyrir utan hefur þessi saga verið skrifuð, endurskrifuð, legið í tunnu og svo tekin upp aftur, yfirfarin og endurskrifuð aftur. Ég hef sem sagt gert allt sem ég get til að þessi mynd heppnist sem best. Nú er bara að nota tökudagana og gera sitt allra besta og vona að svona óvenjuleg saga höfði til einhverra.

Allavega, hlakka til að komast heim. Meira seinna.


Lögfræðinemar

Bara svona smá pæling, af hverju virðast allir bloggarar á MBL vera lögfræðinemar? Er þetta af því að Mogginn er Morgunblaðið, blað allra íhaldsmanna, eða er Ísland einfaldlega að breytast í The Unites Sýslur of Iceland?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband