Færsluflokkur: Vefurinn

Ekki gagnrýna trúarbrögð!

Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem að blogg er tekið fyrir og lokað. Í þetta sinn var enginn kærður, en slæmt er það samt. Ég las færslur og athugasemdir Skúla af og til. Ég var svo til alltaf ósammála honum, en þannig er lífið. Hann átti það til að vera öfgafullur, en hann er ekkert einn um það. Ég ætla ekki að nefna neina bloggara, en það eru harðir andstæðingar Íslam, Ísraels, Palestínumanna, trúarbragða, Samfylkingarinnar, stóriðju og náttúruverndar enn að. Það er líka hið besta mál, enda búum við við málfrelsi. Svo er okkur allavega sagt.

Bloggið býður upp á að gerðar séu athugasemdir við færslur. Segi Skúli eða aðrir eitthvað sem fer fyrir brjóstið á fólki eða er einfaldlega rangt, er um að gera að skrifa athugasemd. Að grenja og kvarta í mömmu var aldrei talið neinum til framdráttar.

Það má gagnrýna allt nema trú. Skúli gagnrýndi trú. Skamm á Skúla. Eða hvað?


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

É G L Í K A ! ! !

Þessi frétt er sólarhrings gömul og ekki ætlaði ég að blogga um hana. Það hefði hvort eð er bara farið út í eplatilbiðslu. Ég varð samt, eftir að ég fékk emil rétt í þessu.

Í augum flestra er Microsoft eitthvert nattúrulögmál. Þú kaupir tölvu og tölvur eru með Windows og Office. Þannig er það bara. Windows er líka best, því Linux virkar ekki fyrr en 50 nördar hafa sett hausinnVista? í bleyti í viku og Makkinn er bara fyrir homma sem hanna föt og kannski 101 týpur og grænmetisætur sem búa til auglýsingar og eru í einhverju listamakki.

Raunveruleikinn er eitthvað öðruvísi. Síðasta Linuxið sem ég skoðaði var Ubuntu. Það leit skemmtilega út og gat, virtist vera, allt sem tölvunotandi þarf að gera. Þetta var þó fyrir fimm árum og ætla ég ekki að tjá mig um hvernig það er í dag. Sennilega betra þó.

En af hverju skrifa ég ÉG LÍKA að ofan á svona frekjulegan hátt? Vegna þess að svona virkar Örmjúka Fyrirtækið. Ég man ekki eftir neinu sem Microsoft fann upp (athugasemdir eru velkomnar ef ég er að bulla). Stýrikerfið er byggt á Mac OS sem er aftur fengið að láni frá Xerox. Office er stæling á Lotus 1-2-3, Word Perfect og fleiri forritum. Xbox kom á markaðinn þegar MS sá að aðrir voru að græða á leikjatölvum. Microsoft Messenger stældi ICQ illa en stal þó markaðinum. Windows95 var billjardgrænt ljósrit af MacOS enda kvartaði Apple á sínum tíma. Windows Vista er gljáfægð, enda kalla þeir þetta AeroGlass eða eitthvað. Sami effekt var kallaður Aqua á Makkanum þegar hann var kynntur kring um 2000. Gluggar sem færa sig svo maður sjái hvað er opið eru sniðugir. Þeir heita Exposé í OSX og hafa verið í kerfinu síðan 2003. Gadgets eru stæling á Widgets sem hafa verið til staðar síðan 2004 og eru aftur fengnir að láni Gates iPodúr Konfabulator sem er enn eldra. Svo nenni ég ekki að fara út í iPod (Zune?), iTunes (hvað hét MS sjoppan?) of nýja undrið frá MS, síma! Það hefur örugglega ekkert með iPhoninn að gera.

Það er þó ekki bara Makkinn sem er brunnur andagiftar fyrir Microsoft. Google er annað fyrirtæki sem virkilega reynir að koma með sniðug forrit. Þeim gengur vel, og auðvitað er Microsoft farið að skoða hvaða hugmyndum megi stela. Hotmail breyttist eftir að Gmail kom, Office á að fara á netið eftir að Google kom með svoleiðis hugmyndir. Í morgun komst ég svo að því að eitthvað er til sem heitir Microsoft Virtual Earth. Það er sem sagt búið að stela Google Earth.

Það sem ég vil vita, en mun sennilega aldrei gera, er af hverju kemur Microsoft aldrei með nýjar hugmyndir? Af hverju getur fyrirtæki sem veltir milljónföldum íslenskum fjárlögum ekki fundið upp eitthvað rosalega sniðugt forrit sem fær mann til að finnast þeir flottir? Af hverju er þeir alltaf að herma eftir og stela frá miklu minni fyrirtækjum? Af hverju hefur maður alltaf séð "nýjungar" þeirra áður. Hvað er svona spes við Apple og Google? Af hverju geta þau fundið upp nýja hluti en Microsoft ekki? 


mbl.is Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál, eða hvað?

Ég var of fljótur á mér, skrifaði færslu um torrent mál í gær. Ég þykist hafa eitthvað vit á þessu þar sem ég gerði tilraun með dreifingu á netinu í desember.

Færslan frá í gær þar sem ég lýsi yfir vonbrigðum með Víkingaflóa er hér.

Færsla sem ég skrifaði í febrúar þar sem ég kom með niðurstöðu tilraunarinnar er hér


mbl.is Máli gegn Istorrent vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torrent ævintýrið dáið?

Fyrr í dag sá ég frétt á MBL.is þar sem Vodafone var að kvarta yfir því að merki þess væri sjáanlegt á thevikingbay.org.

Eins og lesendur þessa bloggs vita hef ég áhuga á netinu og niðurhali. Stuttmyndin Svartur Sandur var sett á netið í desember í kjölfar málsins í kring um Torrent.is. Ég skráði mig inn sem notandi á Viking Bay fyrir nokkru síðan til að skoða hvað væri í gangi. Ég er ekki svo viss um að þessir hlutir séu á góðri leið.

Það varð frægt þegar Páll Óskar bað Torrent.is um að fjarlægja nýju plötuna sína. Það var gert, vegna þess að hann bað um það án þess að vera með leiðindi. Nýja síðan, Viking Bay, sem spratt upp eftir að Torrent.is var lokað fjarlægir ekki efni þótt beðið sé um það. Skráaskipti eru komin til að vera og það er lítið sem við, framleiðendur kvikmynda og tónlistar, getum gert í því, nema að reyna að notfæra okkur þessa nýlegu tækni. Þó að Torrent.is hafi farið fyrir brjóstið á sumum, hikuðu þau ekki við að fjarlægja íslenskt efni, enda erum við svo fá og markaðurinn lítill. Það munar um hvern seldan disk. Því miður virðist sami skilningur ekki vera fyrir hendi á Víkingaflóa.

Hér á eftir má lesa bréfaskrif sem ég fann á "Hótanir" hluta Viking Bay. Það er leiðinlegt ef þetta er viðhorfið.

Ef einhver vill ekki að ég sé að birta þetta má láta mig vita.

Þessu bréfi var svarað af stjórnendum TVB vegna þess að Unnar var í útlöndum er það var sent

Póstur #1 frá Zolberg
Sæll kæri viðtakandi
Ég heiti Ragnar Sólberg og er söngvari hljómsveitarinnar Sign auk
þess að reka útgáfufyrirtækið R&R músik

Ég hef komist að því að platan okkar "The Hope" er til niðurhals á
thevikingbay og í gær voru 150 manns búnir að downloada henni.

Við höfum marg rætt þetta á milli okkar og við viljum ekki að platan
sé á síðunni ykkar (eða annari) í heilt ár eftir að hún kemur út.

Ég vil því biðja ykkur/þig fallega um að fjarlægja plötuna sem fyrst
og vona að ég þurfi ekki að beita öðrum aðferðum til að koma því í gegn.

kv. Ragnar
Svar #1 frá Stjórnanda
Sæll, Ragnar, afsakaðu hvað ég svara seint.

Plötuni ykkar hefur þegar í stað verið eytt útaf.

Ástæða eyðingar,
Þar sem póstur þinn hljómar vinalegur þá gerum við það að eyða þessu eintaki útaf.
Póstur #2 frá Zolberg
Ok cool
Takk kærlega fyrir það
Stjórnandi sem var með völd á sínum tíma gerði þetta í leyfisleysi. Þetta var leiðrétt:

Leiðrétting frá Stjórnanda
Sæll Ragnar, Ég (************) skrifa fyrir hönd TheVikingBay núna, og vill segja þér að
einhver misskilningur hefur verið á milli stjórnenda, þar sem við eyðum engu efni útaf vefsíðunni okkar.
 
Sá stjórnandi gerði það í leyfisleysi, og munum við sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.
Ef einhver notandi sendir inn eitthvað efni með Sign inn, munum við ekki eyða því aftur að ósk þinni eða einhverra annara,
því það er ekki stefna okkar.
 
Við munum ræða þetta við þann stjórnanda sem eyddi efninu út.
 
Ég afsaka þennan misskilning, þetta mun ekki koma fyrir aftur og mun efni þitt haldast inni á vefsíðunni okkar.
 
Í von um gott samstarf, og í von að þetta eyðileggi ekki traustið á milli okkar, TheVikingBay.
Póstur #3 frá Zolberg
******** ********
Ef þú vilt fara erfiðari leiðina þá er það í lagi mín vegna, ég er alveg viss um að þú átt ekki eftir að vinna þá baráttu
Annað hvort með lögum og reglugerð eða blóði og barsmíðum : )

Heyri í þér fljótlega

og já þú ert afsakaður

kveðja Ragnar
Leiðrétting #2 frá Stjórnanda
stfu


Dagbók úr stríðinu

HarryEinhvern tíma rakst ég á dagbók hermanns úr fyrra stríði. Afkomandi hans fann bréf uppi á lofti og ákvað að setja þau á netið, nákvæmlega 90 árum eftir að þau voru skrifuð. Nýjasta bréfið á netinu er frá mánudeginum 10 mars 1918. Það hefur ekki verið gefið upp hvort höfundurinn, Harry Lamin, hafi lifað stríðið af. Það kemur í ljós á árinu. 

Bréfin er að finna hér


mbl.is Barðist fyrir Frakka í fyrri heimsstyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allir þjófar?

Stutta svarið er nei. Langa svarið er aðeins lengra.

Eins og báðir fastagestir þessa bloggs vita gerði ég tilraun í desember. Þá var SMÁÍS mikið í fréttum og blogguðu margir um fasískar aðfarir þeirra gegn torrentsíðum á Íslandi. Allir voru stimplaðir þjófar, var sagt. Væri verði stillt í hóf og milliliðir fjarlægðir myndi fólk borga fyrir tónlist, kvikmyndir og tölvuforrit. Það vildi þannig til að ég var með tilbúna stuttmynd og ákvað ég að prófa hvort þetta væri rétt.

Stuttmyndin var sótt vel yfir 1000 sinnum á mína síðu. Hún var komin inn á nýja torrent síðu innan örfárra daga. Ég veit ekki hversu oft hún var sótt þangað, en ég geri ráð fyrir að heildarniðurhal sé ekki undir 1500. Það má því segja að myndin hafi slegið í gegn, þannig lagað, miðað við að hún var bara kynnt hér og í lítilli frétt á MBL.is. Þetta er allt gott og blessað, en ég lifi ekki á niðurhali annara. Það kostar mig reyndar, þar sem ég þarf að halda úti vefsvæði sem ræður við niðurhal upp á einhver gígabæt á mánuði. Hvernig yrði þetta fjármagnað?

Ég bauð fólki að sækja myndina og borga hvað sem það vildi. 100 kall, þúsundkall, milljón. Skiptir ekki máli, hugmyndin var að sem flestir borguðu eitthvað. Að vísu bauðst ég til að senda diskinn þeim sem borguðu 1100kr eða meira. Ég vildi sanna að fólk myndi styrkja þau verkefni sem væru boðin á skikkanlegu verði án milliliða. Ég gerði myndina og fólk gat ákveðið verðið sjálft. Það er hægt að gera ráð fyrir að fólk sem sækir myndina hafi áhuga á henni og ættu greiðslur að vera í einhverju samhengi. Það var þó ekki þannig. 15 manns hafa greitt fyrir myndina, eitt prósent hefur greitt fyrir niðurhalið. Það verður því miður að segjast að flestir vilja allt fyrir ekkert. Ég tek auðvitað ekki fyrir það að 99% hafi hreinlega fundist myndin leiðinleg og ekki þess virði að styrkja. Það get ég ekki dæmt um.

Í gær tók ég myndina af netinu. Sala verður að gerast með öðrum hætti.  Það er ennþá hægt að kaupa diskinn með því að leggja inn á PayPal reikninginn eða reikning minn í Kaupþingi og hafi fólk áhuga er það vel þegið. Auðveldast er þá að leggja inn á reikning 39 á Selfossi, kt. 100569-3939. Boðið stendur enn, 1100 kall eða meira og ég sendi DVD.

Ég er ennþá sannfærður um að dreifing á netinu er framtíðin, en það þarf sennilega að skikka fólk til að borga fyrst og horfa svo.


mbl.is Sjóræningjar herja á Nintendo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blu-Ray is dead!

appleTVÞannig lagað. Auðvitað eiga eftir að seljast myndir á blágeisla diskum, en ég held að framtíðin sé niðurhal. AppleTV er að gera sniðuga hluti. Þetta er lítill kassi sem tengdur er við sjónvarpið í einn endann og netið í hinn. Hægt er að ná í youTube efni beint. Það sem betra er, fyrir HD áhugafólk er að hægt er að ná sér í HD myndir á iTunes á örfáa dollara. Minnir að það hafi verið 4-5 dalir, myndin. Maður situr sem sagt á sófanum með fjarstýringu í hendi, velur sér mynd, poppar og þegar poppið er tilbúið horfir maður á HD myndina. Einfalt og auðvelt. Sparar líka hillupláss. 


mbl.is Hvítt flagg hjá HD-DVD?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur Sandur í póst

Loksins er komið að því. Stuttmyndin Svartur Sandur er komin á DVD og fer í póst á morgun, fimmtudaginn 21. janúar 2008. Voða gaman, en af hverju hefur þetta tekið svona langan tíma?

Tökur fóru fram í ágúst 2006, en hugmyndin er mikið eldri. Ég held þetta sé í fyrsta (og sennilega síðasta) sinn sem ég segi frá því hvernig hugmyndin varð til. Ég var að keyra Hellisheiðina tvo tíma eftir miðnætti, sumarið 1988. Ég er að fara upp brekkuna fyrir ofan skíðaskálann. Efst í brekkunni sé ég stelpu standa við veginn. Hún var klædd í hvítt, eins og hjúkrunarkona, hélt ég. Ég sá hana of seint til að stoppa, en steig á bremsuna því ég vildi athuga hvort hún þyrfti far. Ég gat ekki ímyndað mér að einhver stæði við veginn uppi á heiði um nótt af gamni sínu. Þegar ég leit í baksýnisspegilinn var enginn þarna. Ég er viss um þetta því skyggni var mjög gott og bremsuljósin lýstu upp nóttina. Ég hélt áfram. Morguninn eftir var ég á Bitru og sagði afa frá þessu og hann sagði mér að á þessum stað hefði stelpa frá Selfossi dáið einhverjum árum fyrr. 18 árum seinna var þetta neistinn sem setti Svarta Sandinn af stað.

Ég skrifaði söguna í byrjun árs 2006. Um páskana var handritið tilbúið, með hjálp William Kowalski. Hann er þekktur sem höfundur bókarinnar Eddie's Bastard. Ég óskaði eftir  leikurum á netinu og fann Jóel og Önnu Brynju. Þau fundu mig, öllu heldur. Tökur fóru fram í ágúst á Eiríksstöðum í Haukadal, í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal, Á Skógasafni og í Reykjavík. Við tókum upp eitt atriði á veitingastaðnum Pravda, en það var seinna klippt út.

Eftirvinna tók töluverðan tíma, enda unnu allir endurgjaldslaust þegar þau höfðu tíma. Ég byrjaði á að klippa myndina í áhorfanlegt form í september. Þessi útgáfa var 45 mínútur. Fljótlega var ég búinn að stytta hana í 35 mínútur. Johan Kriegelstein, sem hafði komið til Íslands til að hjálpa við tökur, tók við verkefninu og fínklippti.

Ég hafði verið í sambandi við Guy Fletcher, hljómborðsleikara Dire Straits, og hann samþykkti að semja tónlist fyrir mig. Með tónlistina í myndinni og klippinguna fínpússaða, tók ég við verkefninu vorið 2007. Mér fannst hún þyrfti að vera styttri. Ég klippti út þrjú atriði og lagaði til litina. Í ágúst 2007 var myndin tilbúin. Í desember var lesendum bloggsins boðið að sjá hana og um 1000 manns þáðu boðið.

Í janúar sendi Guy Fletcher mér nýja útgáfu af Black Sand Theme og bauð mér að nota það í myndinni. Ég fann góðan stað, en þar sem ég var farinn að grúska, ákvað ég að laga meira til. Litirnir voru ekki eins og ég vildi hafa þá, svo ég endurlitaði myndina eins og hún lagði sig. Ég breytti líka stafagerðinni til að gefa verkinu betri heildarmynd. Að lokum bjó ég til sýnishorn þar sem nýja útgáfan af Black Sand Theme var notuð.

Ég hafði hannað DVD disk, en hann var nú úreltur. Matseðlarnir litu allt öðruvísi út og höfðu lítið sameiginlegt með myndinni. Ég hannaði því diskinn upp á nýtt. Þetta endaði svo á að ég lagaði DVD hulstrið.

Hugmyndin er að þetta sé endanleg útgáfa og að ég geri ekkert meira við hana, nema kannski að bæta við erlendu textana.

Eins og kom fram í desember er hægt að sækja myndina endurgjaldslaust. Nýja útgáfan er mikið fallegri og ég veit ekki hvort ég vilji láta fólk sjá þá gömlu, en hún er enn á netinu fyrir áhugasama. Fólki er svo velkomið að greiða fyrir áhorfið, það gjald sem það telur vera sanngjarnt. Öll innkoma er notuð til að greiða upp kostnað, og náist það, borga þeim sem hjálpuðu til.

Hægt er að leggja inn á PayPal reikning minn á sömu síðu og myndin er sótt. Einnig er hægt að leggja inn á íslenska bankareikninginn 0325-26-000039, reikning 39 í Kaupþingi á Selfossi. Kennitala er 100569-3969. Allar upphæðir eru velkomnar, en borgi fólk 1100 krónur (12 evrur) eða meira, mun ég senda þeim DVD disk. Þetta er hvorki lágmarks- né hámarksupphæð. Ég vil bara sýna þeim auka þakklæti sem borga nóg til að standa undir framleiðslu- og sendingarkostnaði. Ég er auðvitað óendanlega þakklátur öllum sem hjálpa til.

Ég vona að fólki líki myndin. Endilega skrifið dóma þegar þið eruð búin að sjá hana.


Tvær vikur á netinu

Stuttmyndin Svartur Sandur hefur nú verið tvær vikur á netinu. Eins og lesendur fyrri færsla vita var þetta tilraun til að sjá hvort það væri hægt að setja efni á netið og biðja fólk fallega um að greiða fyrir.

Við lifum í heimi kaupsýslu þar sem ekkert fæst fyrir ekkert og allt er til sölu. Þegar viss hagsmunasamtök lokuðu á vissa heimasíðu sem miðlaði skemmtiefni og forritum reis fólk upp og hrópaði óréttlæti. Það myndi greiða fyrir ef verðið væri ekki svona hátt og benti á, með réttu, að 2000 kr. og meira er ansi mikið fyrir kvikmynd á DVD diski.

Svartur Sandur hefur verið sóttur 799 sinnum síðan hann var settur á netið, 1. desember. Þetta er fínn árangur og meira en ég bjóst við. Mest var um niðurhal fyrstu dagana. Þess má geta að talan var 797 í gær, svo fokviðrið er farið hjá. Það má segja að myndin hafi fengið mikla dreifingu miðað við að flestir sem að henni komu eru óþekkt nöfn. Hins vegar er auðvelt að gera sér upp vinsældir þegar ekki þarf að greiða fyrir.

Af þessum 799 hafa tíu greitt fyrir myndina. Samkvæmt könnun hér til hliðar hefðu fleiri gert það ef birt hefði verið íslenskt bankareikningsnúmer. Ég er að reyna, en það er erfitt þar sem ég er í Hollandi. Getur einhver sagt mér hvað það kostað að millifæra til Hollands? Kannski að það sé lausnin.

Tíu greiðslur erum 1.2% sækjenda. Ef ég margfalda dæmið með fimm, samanber könnunina, yrðu það fimmtíu greiðslur fyrir 799 niðurhöl, um 6%. Gott eða slæmt? Dæmi hver sem vill.

Smá reikningsdæmi. Myndin kostaði um 350.000 kr. Sé þeirri upphæð skipt milli 799 manns, er útkoman 438 krónur. Það þarf ekki mikla kynningu til að koma niðurhölum í 3500. Þá þyrfti hver að greiða 100 krónur til að myndin stæði undir sér.  

Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa, og munu, leggja eitthvað til hliðar fyrir myndina. Þó er ég ekki viss um að þetta sé dreifingaraðferð framtíðarinnar. Er ekki iTunes dæmið það sniðugasta? Borga 200 kall og þú færð þáttinn eða stuttmyndina. Fá marga til að borga lítið? Þannig munar fólki ekki um greiðsluna, margir sjá myndina og hægt er að fjárfesta í næstu mynd.

Tvær vikur eru stuttur tími, jólaönnin og útlát að drekkja fólki, svo kannski er ekki alveg að marka dæmið enn sem komið er. Við sjáum til.


Pappírslaus heimur?

Fyrir mörgum árum var talað um pappírslausu skrifstofuna. Tölvur áttu að leysa þykkar möppur, skjala sem enginn las, af hólmi. Þetta gerðist ekki, heldur hefur pappírsnotkun aukist stórkostlega. Heilu bækurnar eru prentaðar út, lesnar (eða ekki) og hent. Margir prenta út emilinn. Stofnanir á vegum ríkisins (sem hefur allt í einu áhuga á umhverfinu) krefst þess að allar nótur og reikningar séu geymdir á pappír. Við erum því lengra frá pappírslausu skrifstofunni en nokkurn tíma í fortíðinni, held ég.

Ég setti stuttmyndina Svartan Sand á netið fyrir viku. Ég setti hana ekki á DVD með tilheyrandi bók og pappaumslagi. Hún fór beint á netið. Við, framleiðendur kvikmynda, verðum að líta fram á veginn og reyna að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Síðast þegar ég gáði hafði myndin verið sótt 745 sinnum. Ég bauð fólki upp á að greiða hvað sem það vildi fyrir myndina, 100 kall, 100.000 kall, fólk ræður því sjálft. Nú hafa níu borgað. Við sjáum til hvað gerist á komandi dögum.

Ég er viss um að þetta, eða eitthvað þessu líkt, er framtíðin. Segjum að Hollywood mynd slái í gegn. Hvað verða seld mörg eintök á DVD, sem kostar olíu, timbur og ál til að framleiða? 100.000? Milljón? Tíu milljónir? Það fer gríðarlega mikið hráefni í að framleiða diskana. Svo er það olían sem fer í að flytja þá milli staða. Það má því segja að tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn hafi gríðarleg völd yfir regnskógum og olíuforða jarðarinnar. Sé milljón eintökum af kvikmynd dreift á netinu kostar það sáralítið, ef miðað er við núverandi kerfi. Af hverju að borga 2000 kr. fyrir DVD þegar hægt væri að dreifa myndinni á netinu fyrir 300 kr?

Svartur Sandur er stuttmynd og virkar því svolítið öðru vísi. Venjulega eru þær ekki seldar á DVD, heldur sýndar í sjónvarpi eða á hátíðum. Markaðurinn er sáralítill, svo þær fáu sem gerðar eru sjást aldrei. Fjölmiðlar hafa verið að tala um stuttmyndir sem eru að gera það gott erlendis, en hver hefur séð þær? Hafi fólk ekki verið að horfa á RÚV klukkan 23:30 á þriðjudagskvöldi hefur það sennilega ekki séð hana. Þá er ég að gera ráð fyrir að hún hafi yfir höfuð verið sýnd. En hvað ef fólk borgar 150kr. fyrir stuttmyndir sem því líkar og 300-400kr. fyrir kvikmyndir í fullri lengd?

Ef allir þeir 745 sem sótt hafa myndina borguðu 150kr, værum við komin með fyrir fjórðung kostnaðarins sem lagt var út í. Með betri markaðssetningu væri sennilega lítið mál að ná til 2500 manns og ef þeir allir borguðu 150kr, væri myndin komin á slétt. Við, kvikmyndafólk, höfum það ekkert slæmt. Við erum bara ekki að nota þá möguleika sem til eru.

Svo er það auðvitað næsta spurning. Mun fólk borga ef það er því í sjálfs vald sett, eða þurfum við að halda áfram að loka á neytendur, læsa skrám og hleypa engum inn nema þeim sem greitt hafa fyrir fram? Þurfum við að halda áfram að láta eins og listamenn og fólk sem nýtur verka þeirra séu tveir ólíkir þjóðflokkar sem rembast við að féfletta hvern annan? Getum við treyst fólki til að borga fyrir efni sem það hefur gaman að eða þurfum við (eða viljum við) halda áfram að kæra hina og þessa?

Náttúruvernd þarf ekki að kosta okkur lífskjörin. Ef við breytum áherslunum, hættum að kaupa diska og sækjum þá löglega á netið, erum við að vernda Amazon og aðra regnskóga, spara pening og styrkja listamenn.

Hver tapar á því? 


mbl.is Meira en helmingur Amazon regnskógarins gæti eyðst fyrir 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband