Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.8.2008 | 14:58
Vindur um eyru
![]() |
Byrjað á Búðarhálsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2008 | 13:34
Ómar, óskabarn Íslands?
Er einhver sem hefur snert þjóðina eins og Ómar? Hann fékk mig til að grenja úr hlátri á grænu og rauðu plötunum og í sjónvarpi. Pabbi vann sem útsendingarstjóri hjá Sjónvarpinu og ég fékk stundum að fara með. Sjónvarpsheimurinn var stórkostlegur. Eitt sinn var ég í stjórnklefanum, við hliðina á herberginu sem þulurnar notuðu til að segja frá dagskrá kvöldsins. Við upphaf dagsrár var spilað lag og ég fékk að velja það. Ég valdi Refinn í Hænsnakofanum. Ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára. Á svipuðum tíma var ég að uppgötva grænu og rauðu plöturnar með lögum eins og Botníu, Þremur Músum, Þremur Hjólum og Skíðakeppninni. Ég skrifaði athugasemd við færslu á síðunni hans í gær. Læt hluta hennar fylgja með.
Til hamingju Ómar! Þú átt þau margfalt skilið. Það tekur ótrúleganviljastyrk og þor að gera það sem þú ert að gera. Það er mikill munur áað vera elskaður og dáður sem skemmtikraftur og fréttamaður, og að veraumdeildur og jafnvel fyrirlitinn fyrir að vera "latte þambandi skáld101 hippi haus í skýjum" og allt það. Ég efast um að það sé til mikiðaf fólki sem hefði þorað að fórna því sem þú fórnaðir fyrirsannfæringuna. Það hefði verið mikið þægilegra að breyta engu og njótaefri áranna í friði. Þú átt virðingu skilið, hvort sem fólk er sammálaþér eða ekki. Það sem Bono sagði við David Bowie á 50 ára afmæli hinssíðarnefnda á svo sannarlega við um þig. "The world should get down ontheir knees and kiss your arse". Set þetta inn á frummálinu því þettaþýðist svo illa.
Rakst á þetta gamla gullkorn á netinu. Njótið!
![]() |
Ómar Ragnarsson verðlaunaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2008 | 11:53
Brýnt að vanda sig
Merkilegt hvernig Geir tekur til orða. Hann segir: Nú verði allir að leggjast á eitt um að hraða þessu máli og klára umhverfismatið, því það sé ekkert mikilvægara fyrir Íslendinga um þessar mundir en að auka verðmætasköpun í landinu og senda þau boð út í þjóðfélagið og til þeirra sem vilja fjárfesta á Íslandi, að hér sé vel tekið á móti þeim sem hafi slík áform.
Þýðir þetta ekki að hann sé að segja fólki að drífa í þessu svo hægt sé að byrja að byggja? Ég get ekki betur séð en hann sé búinn að ákveða hvernig þetta fer.
Ekki að það sé neitt ákveðið. Nema að pólitíkin verði ofan á. Kannski er þetta ekki svo slæm framkvæmd, en það er auðvitað rugl að ráðast á umhverfisráðherra eins og margir hafa gert, fyrir það eitt að standa við kosningaloforð. Það er líka hallærislegt af forsætisráðherra að láta sjást að hann sé ósammála ráðherra í hans eigin ríkisstjórn. Geti hann gert betur í umhverfismálum er það sennilega lítið mál fyrir hann að skipta um stól.
Fyrst hann er að minnast á að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, vil ég endilega benda þeim sem ekki hafa lesið bæklinginn "Lowest Energy Prices" að kynna sér hann. Þar er á ferð rit eftir ríkisstjórn sem er öskrandi eins og köttur á lóðaríi.
![]() |
Brýnt að hraða umhverfismati |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2008 | 09:33
Rökræður um alls ekki neitt
Reynisfjara er yndislegur staður. Ég kom með hóp fólks þangað í ágúst 2006 til að taka upp atriði í stuttmynd. Þar á meðal voru þrír útlendingar. Öllum fannst þetta stórmerkilegur staður. Ég kom svo aftur viku seinna
með ferðalang. Það var brennandi heitt, heiðskýrt og landslagið sérstakt. Jafn sérstakt og fyrri daginn, en allt öðruvísi því veðrið var allt annað. Myndirnar eru teknar í blíðviðrinu í lok ágúst 2006. Fleiri myndir eru í albúmi á síðunni.
Ég vissi ekki að Reynisfjara gæti verið svona varasöm, enda er ekkert sem varar mann við. Ég komst að því nokkrum mánuðum seinna þegar einhver sogaðist út. Það sem ég er ekki alveg að fatta er þetta vesen með hver á að borga eitthvað skilti. Meðan fólk er að drepast eða næstum því drepast er fólk að rífast yfir því hver eigi að borga fyrir skilti. Nú veit ég ekki hvað skilti kostar, en fyrst það er hægt að planta þeim niður við öll gatnamót og víðar, geta þau ekki verið mikið dýrari en lítið álver.
Hættum að væla og hendum þessu upp.
![]() |
Vilja kosta skilti í Reynisfjöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2008 | 08:30
Mannfyrirlitning eða "ekki ég"?
Eins og einhverjir vita, vinn ég mína dag (kvöld- helgar...) vinnu á alþjóðaflugvelli. Þeim fjórða stærsta í Evrópu, takk fyrir. Það er merkilegt hvað hlutirnir ganga oft vel fyrir sig í kaosinu. Málið er að vera með allt á hreinu, vita hvað maður er að gera og fylgja reglunum, á meðan þær eru ekki að flækjast fyrir.
Öryggismál eru orðin ansi þrúgandi. Ég hef séð framtíðina. Þú sennilega líka. Næst þegar þú flýgur erlendis, fylgstu með. Það eru myndavélar alls staðar. Allir eru skoðaðir. Stundum ferðu í gegn um öryggishlið sem pípir ef þú ert með lykla í vasanum, en oftar fer fólk gegn um skanna sem sýnir það sem fötin hylja. Allt sem fötin hylja.
Það sem ég vildi samt skrifa um er ekki öryggi eða framtíðin, heldur algert áhugaleysi okkar að hjálpa náunganum. Ég var að vinna á laugardag. Um 17:15 voru mér afhentir níu ferðamenn sem voru strand vegna þess að fluginu þeirra hafði seinkað. Ástæðan var víst að flugmaðurinn var of seinn út á flugvöll, en það er önnur saga, sem ég vona að hann fái að segja yfirmönnum sínum.
Þetta voru sjö ameríkanar og tveir marokkanar að koma frá Casablanca. Það var ekkert mál að redda könunum hóteli, kvöldverði, morgunverði og bóka þá í flug daginn eftir. Hinir voru vandamálið. Eru það enn þegar þetta er skrifað.
Marokkanarnir voru að fara á ráðstefnu á vegum IEEE (setur tölvustaðla, svo sem USB o.fl.) í mið-Austurlöndum. Þeir áttu að halda fyrirlestra á Sunnudagsmorgni. Það var útséð að það myndi ekki ganga upp, því það voru ekki flug þennan dag. Þeir þyrftu að fljúga daginn eftir. Því lofaði ég alla vega. Þeir voru ekki með áritanir fyrir Schengen, svo þeir gátu ekki yfirgefið flugvöllinn. Það er hótel fyrir svona strandaglópa á "airside" hluta flugstöðvarinnar. Ég lét bóka herbergi fyrir þá og fór með þá upp.
Klukkan var sex þegar hér er komið sögu. Truntan (afsakið) í móttökunni sagði, þeir geta komið hérna klukkan átta. Nú? sagði ég. Já, herbergin verða tilbúin þá. Allt í lagi, sagði ég. Hvenær vilja þeir vakna? spurði hún. Þú Þarft ekkert að vekja þá, sagði ég. Flugið fer ekki fyrr en um fimmleytið. Já, en þeir verða að vera farnir klukkan níu. Herbergið er bókað til níu. Vekja þá klukkan átta? Já, eins og þú vilt, sagði ég.
Ég hringdi í mitt fólk og bað um að fá kvöldverðarmiða fyrir þá. Ég gæti ekki skilið þá eftir svona. Jú, auðvitað var það ekkert mál. Ég lét þá hafa tvo aukamiða svo þeir gætu fengið sér eitthvern morgunverð, því hótelið hefur ekkert. Þeir verða að sjá um sig sjálfir og kaupa sér samlokur á uppsprengdu verði í fríhöfninni. Ég skildi við þá tiltölulega sátta. Þeir höfðu engan farangur og voru of seinir á ráðstefnuna, en þeir vissu að ég hafði gert allt sem ég gat til að hjálpa þeim.
Á Sunnudagsmorgni var ég mættur aftur. Ég hafði annað að gera og átti ekkert að vera að stússast í vinum okkar. Ég ákvað samt að skrifa hjá mér símanúmer flugfélagsins í Hollandi svo þeir gætu látið vita af sér ef nauðsyn væri, eða ef þeir væru ekki sáttir. Ég rölti í átt að hliði E18, þar sem ég hafði verk að vinna við 747 vél sem var að koma frá Taiwan. Merkilegt nokk, ég rakst á kunningja okkar við T6 (transfer desk). Ég lét þá hafa númerið. Þeir þökkaðu fyrir sig. Gott ef þeir voru ekki fegnir að sjá mig, þótt ég hafi ekki haft tíma til að sinna þeim.
Þegar ég var að fara heim spurðist ég fyrir um þá. Hvort flugið væri á tíma. Ég fékk það svar að þeir færu ekki fyrr en á mánudag, því þeir höfðu ekki verið bókaðir í áframflugið. Það hefði upphaflega flugfélagið átt að gera, en það gleymdist. Þeir eru sem sagt strand á óspennandi flugvelli í 48 tíma. Þeir mega ekki fara út því þeir eru ekki með áritun. Ég vona að þeir reyki ekki, því það er hvergi hægt að reykja síðan 1 júlí. Það sorglegasta er að þeir lentu um 16:25. Við hefðum haft 35 mínútur til að koma þeim yfir í næstu vél. Það hefðu verið hlaup eða kappasktur í rafmagnsbíl þar sem flugvöllurinn er gríðarstór, en við hefðum átt að geta náð því. En við vorum ekki látin vita að þeir væri í þessari tímaþröng og því fór sem fór.
Sumum flugfélög og sumu fólki sem vinnur í ferðamannaiðnaðinum er slétt sama hvað verður um farþegana.
21.7.2008 | 07:36
Hugmynd!
Auðvitað á að vekja athygli á eyðileggingu náttúrunnar! Þar fyrir utan, ef listamaður vill vekja athygli á einhverju máli er það hans mál. Hefði Björk viljað vekja athygli á illri meðferð barna á böngsum, hefði hún getað gert það. Hefði hún fengið sömu athygli? Sennilega ekki, en er lýðræðið og einstaklingsfrelsið ekki dásamlegt?
Bubbi er frægur og á marga aðdáendur á Íslandi. Er ekki tilvalið fyrir hann að halda veglega hljómleika til að vekja athygli á fátækt á Íslandi? Hann getur fyllt Höllina, hann getur sennilega dregið að svipað marga og komu að sjá Björk og Sigur Rós, sérstaklega ef hann fær aðra listamenn til að koma fram með sér.
Bubbi, þetta er frábær hugmynd! Ef ég væri þú, myndi ég gera þetta.
![]() |
Bubbi liggur undir ámælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2008 | 08:40
Ég er kona
Konan fór í viðskiptaferð til Tyrklands í gær og kemur aftur á fimmtudagskvöld. Við, strákarnir, erum einir heima. Amma er að vinna þessa daga, svo það er ekkert annað að gera. Þetta er svo sem ekkert í fyrsta skipti, því hún hefur þurft að fara til Ítalíu, Frakklands, Kína og fleiri landa síðan hann fæddist, fyrir tæpum 18 mánuðum. Hún fer svo til Búlgaríu í lok mánaðarins.
Kannski er mér treyst því það er engin önnur lausn í stöðunni. Kannski erum við bara minna gamaldags en sumir. Þetta gengur vel. Hann er ánægður, fær að éta, er settur í bælið og það er skipt á honum. Var settur í bað í gærkvöld. Allt eins og það á að vera. Ég neita því ekki að hún er betri í barnastússinu, en það er auðvitað bara eðlilegt, enda eru konur hannaðar með börn í huga, meðan við karlarnir eigum að fara út og ná í mammút í matinn.
En hvernig get ég verið að skrifa bloggfærslu ef ég er svona góður pabbi? Hvar er barnið? Hann situr hérna við hliðina á mér og hjálpar við að pikka. Séu ritvillur í textanum, eru þær hans!
![]() |
Konan láti karlinn læra af reynslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2008 | 20:26
Friðun skiptir engu máli
Geir vill ekki friða meira en nauðsynlega þarf, því það er peningur í þessu. Af hverju að fórna fullkomlega nýtanlegri "auðlind"? Ekki að það skipti nokkru máli hvort Þjórsárver séu eða verði friðuð. landsvirkjun er með fullkomna áætlun, samkvæmt þessari grein á Náttúran.is. Ef gýs í Bárðarbungu mun hún hleypa 5500 rúmmetrum á sekúndu inn í Þjórsárver svo að stíflurnar fögru skemmist ekki. Það segir sig sjálft að eftir slíkar hörmungar er ekkert eftir og hægt að virkja allt svæðið. Þetta er fullkomið, því þetta voru náttúruhamfarir og ekki okkur að kenna.
Myndin er af náttúran.is og fylgir greininni sem ég vitna í.
![]() |
Mun ekki friða meira af Þjórsárverum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2008 | 11:29
Skylmingaþrælar
![]() |
Átök innan fíkniefnaheimsins á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2008 | 12:34
Superman
Þessi brandari þýðist ekki vel. Á þýsku eru nærbuxur undirbuxur. Hitler var því að leika sér með undir og yfir. Annars varð mér hugsað til Superman, því hann gekk (eða flaug) í yfirbuxum. Sem er skondið, því nasistar aðhylltust kenningar Nietzsche um Übermensch, eða Superman. Þeir vor auðvitað súperfólkið og flestir aðrir nýkomnir af öpum eða þaðan af verra.
Annars man ég eftir gyðingabrandara sem var vinsæll á uppvaxtarárum mínum, einhversstaðar á tuttugustu öldinni. Hann var um það bil svo:
- Hvernig kemur maður 100 gyðingum inn í Volkswagen Bjöllu?
- Tveimur frammí, þremur afturí og 95 í öskubakkann.
Svona vorum við pen í den.
![]() |
Umdeild kímnigáfa Hitlers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |