Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.9.2008 | 08:43
Að lána fyrir dýru hobbíi
Bush vill lána 700 milljarða dollara, skrifast 700.000.000.000,- til að redda atvinnulífinu. Þetta eru 66703 milljarðar króna, jafnvirði u.þ.b. 2.7 milljóna íbúða miðið við 25 milljónir stykkið. Þá er það komið á hreint. Þetta er slatti af aurum.
Maðurinn sem vill óður hjálpa "venjulegum ameríkönum" setti þetta af stað sjálfur. Stríðið í Írak kostar um 200 milljónir dollara á dag (19 milljarða króna, 760 íbúðir). Stríðið hefur staðið í fimm ár. 365 milljarðar dollara. Afghanistan kostar líka sitt. Slæm efnahagsstjórn kostar eitthvað. Ef Bush að taka lán fyrir eigin mistökum og engu öðru?
Hér er smá listi sem ég fann yfir það hvað stríðsrekturinn kostar í raun og veru. Þetta er tekið af síðu Demókrata, en það á ekki að skipta máli. Samkvæmt Washington Post er kostnaðurinn mikið hærri.
For the cost of fighting the war in Iraq one day, we could...HOMELAND SECURITY
![]() |
Efnahagslífið í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2008 | 10:52
Umsókn um starf í Ráðhúsinu
Ég sé þetta fyrir mér. Einhver, kannski Hanna Birna sjálf, fær frábæra hugmynd. Sendum borgarstjóra í starfskynningu. Leyfum henni að kynnast störfum borgarstarfsmanna. Þannig skilur hún betur hvernig batteríið virkar og verður betri borgarstjóri. Bónusinn er svo að borgarbúar líta upp til hennar, því engum líkar snobbhænsni í glerbúri.
Hugmyndin var góð en framkvæmdin afleit. Hún svaraði í síma með eigin nafni. Þannig var það tryggt að hún fengi allt önnur viðbrögð en venjuleg símadama. Hringjandi yrði hissa og sá sem á að taka við símtalinu kemur auðvitað afskaplega vel fram við borgarstjóra. Svo var pressan látin vita og sjónvarpsmyndavélar fylgdust með öllu. Þannig sér öll þjóðin hvað er að gerast, en fæstir láta blekkjast. Það er auðvelt að sjá að hér er verið að reyna að bæta ímynd borgarstjóra og hennar flokks.
Ég hefði gert þetta öðru vísi. Látum hana breyta um nafn svo fólk viti ekki hver er á ferð. Símadömurnar heyra það þó og Gróa sér um að dreyfa sögunni. Flestir eru með myndavélasíma. Leyfum fólki að taka myndir. Það verður örugglega bloggað um þetta og þá er einfalt mál að staðfesta söguna eftir á. Þannig féllu sennilega freiri fyrir þessu PR stönti.
Þar sem ég virðist vera orðinn svo rotinn og svínslegur af dvöl minn í Hollandinu spillta býð ég hér með upp á snilligáfu mína. Hvaða flokkur vill ráða mig til starfa fyrir tiltölulega sanngjörn laun? Ég skal borga flugið heim sjálfur.
![]() |
Símadama á borgarstjóralaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2008 | 11:33
Væluskjóður?
Allt gekk vel og allir voru í góðum fílíng. Svo kom niðursveifla og verðbólga. Sumir bíta á jaxlinn og búa sig undir kreppuna, komi kreppa á annað borð. Aðrir fara að gráta og vilja gefast upp strax. Þeir benda á töfralausnina evru, sem allt mun bæta. Það er svo gott að hafa töfralausnir, enda virðumst við íslendingar fara á hausinn ef ríkið kemur ekki með svo sem eina töfralausn á bæjarfélag. Og nú vilja þeir ofurtöfralausn sem er ekki til. Upptöku evru án þess að ganga í ESB. Það hefur berið margsagt að það muni ekki gerast.
Annars er það merkilegt að sumir vilja vera eins og allir hinir, versla sömu hlutina í sömu búðunum með sama gjaldmiðli, klæðast sömu fötunum, þó kannski með öðru bindi, borða sama mat, fara á sömu sólarstrendurnar. Við eru pínulitlar kindur sem klaupa á eftir yfirkindinni, eða á ég að segja hlaupa undan hundinum í endalausri hræðslu við hættuna sem er ekki fyrir hendi.
Hér í hjarta ESB er auðvitað allt miklu betra en heima. Við gengum ekki í gegn um niðursveiflu meðan íslendingar voru á eyðslufylleríi og allt var dandí, við sáum verðlag ekki tvöfaldast eftir upptöku evrunnar, við sáum húsnæði ekki hækka um 250% á 6-7 árum, við sáum launin okkar ekki standa í stað á meðan því stjórnvöld neituðu því að neitt væri að og að það væri nein verðbólga af ráði. Nei, lífið er gott í ESB.
Er málið bara ekki að þetta eru smátippamenn sem vilja tilheyra einhverju stærra en þeim sjálfum?
Annars er ekki allt bleikt í evrulandi samkvæmt þessu.
![]() |
Vilja ekki krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2008 | 08:15
Hoofddoorp einkennið
Sameining og vöxtur eru flottustu orð nútímans. Þau eiga að leysa allt og sé einingin bara nógu stór, hlýtur allt að vera í góðu lagi. Þetta er þó oft byggt á misskilningi. Oft missir fólk yfirsýnina og báknið verður ómanneskjulegra en litlu einingarnar sem fyrir voru. Stór og fjölmenn lönd eru ekki endilega betri lönd. Ekki vildi ég vera venjulegur maður í Rússlandi. Bilið milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum er eins og úthaf. Skriffinnskan er svo gegndarlaus í ESB að enginn skilur hvert peningarnir fara né hvernig batteríið viirkar. Eða ekki virkar. Fólk hefur það yfirleitt betra, því smærri sem ríkin eru. Stórfyrirtæki sólunda fé og er nokkuð sama um starfsmennina meðan eigendur lítilla fyrirtækja vita hvað er í gangi og þekkja starfsmenn sína og þeirra aðstæður.
Ég bý í u.þ.b. 6000 manna þorpi í útjaðri Amsterdam. Hér var sundlaug, fótboltafélag, þokkalegar almenningssamgöngur, bókasafn, lestarstöð og fleira á árum áður. Fyrir um 10 árum var ákveðið að Hoofddoorp (Höfuðþorp) skyldi sjá um flest það sem opinbert er. 6000 manns er allt of lítil eining og kostar of mikið. Þetta átti að vera hagræðing og kosta minna. Það gerir það sennilega því sundlaugin er farin, bókasafnið er á við bókabíl og fótboltaklúbburinn er að deyja. Lestarstöðinni var lokað fyrir löngu. Sporvagninn sem stoppaði hér er löngu hættur að ganga. Það var meiri þjónusta og meira um að vera áður en ég kom hingað, sem ég veit ekki mikið um. Það merkilega er að þó allir eigi að sækja allt til Hoofddoorp, eru þetta góðir 15km og það tekur gott korter að keyra þangað. Það tekur um 90 mínútur að fara með strætó því hann þræðir öll þorpin sem sækja sína þjónustu þangað. Engin lest eða sporvagn er á leiðinni.
Þetta sparar sennilega einhverjar fjárhæðir, en það hefur ekki sést í lægri sköttum og þjónustugjöldum. Þvert á móti, er nú dýrara að búa hér en nokkru sinni fyrr.
Það er merkilegt að Albert minnist á að álverið hafi ekki skapað atvinnu, eins og virkjanasinnar vilja meina, heldur er það að blóðsjúga bæjarfélögin sem fengu enga töfralausn frá ríkinu. Það gerist sjálfkrafa, því fólk flytur þangað sem atvinnan er og með núverandi hugsanahætti skapast hún á örfáum stöðum. Hefði ekki verið betra að nota peningana sem fóru í Kárhnjúka til að byggja upp allt Austurland, ekki bara eitt pláss? Er þetta byggðastefnan, að drepa þorpin hægt og rólega og koma fólki fyrir á örfáum stöðum? Á það að vera hagkvæmara eða er þetta bara enn eitt dæmið sem ekki er hugsað til enda?
Það er vonandi að hugsanahátturinn breytist sem fyrst. Séu til peningar á annað borð, ætti að nota þá til að hjálpa allri landsbyggðinni að hjálpa sér sjálfri, ekki að gefa einu þorpi töfralausn og segja hinum að sameinast því. Ef það virkar ekki í hinu flata Hollandi, virkar það alls ekki á hinu fjalllenda og snævi þakta Íslandi.
Ég vil svo að lokum benda á færslu sem ég skrifaði í gær. Þar skoða ég muninn á húsnæðisverði í Reykjavík og á landsbyggðinni og hvernig það getur borgað sig að búa í bænum.
![]() |
Metnaður minnkar með sameiningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 13:18
Hvar er gott að vera?
Flestir eru sennilega sammála því að heimilið sé sá staður sem fólki líður best. Þar er manns athvarf og friðhelgin á að vera tryggð. Það er ekkert sem segir að fólk þurfi að klæða sig upp eða taka sig til. Þetta er manns eigin heimur og frelsi til að haga honum eins og vera vill er erfitt að meta til fjár.
Heimilið getur samt verið mara sem liggur á fólki. Afborganir af lánum éta upp meirihluta almennra launa. Einstaklingar verða að láta sér nægja ósamþykktar kjallaraíbúðir eða herbergi sem anga af fúkkafýlu. Það er ekki hægt að kaupa almennilega íbúð á launum eins manns. Hvað þá eitthvað stærra. Eða hvað?

Ég skoðaði fasteignasíðu MBL og komst að því að átta af 25 ódýrustu fasteignum á landinu eru einbýlishús. Meðal fermetrafjöldi eru rúmir 85. Meðalverð eru tæpar 4.9 milljónir, tæpur þriðjungur af ódýrustu blokkaríbúðinni af svipaðri stærð í Reykjavík. Sú er 84 fermetrar, kostar 16.5 milljónir og er í Gyðufelli. Herbergjafjöldi er að meðaltali 3.6. Það eru þrjú í blokkinni.
Það sem vakti athygli mína var að af þessum 25 ódýrustu fasteignum eru 11 í þremur bæjarfélögum. Höfn í Hornarfirði og Ólafsfjörður með fjórar eignir hvort og Ólafsvík með þrjár. Má ég lesa það út úr þessu að eitthvað sé að fara úrskeiðis í þessum plássum? Eru atvinnumálin í þvílíkum ólestri að 30% af greiðslubyrgði reykvíkinga er of mikil?
Sé málið að fólk geti ekki borgað fyrir fimm milljón króna eign á landsbyggðinni, meðan botninn í Reykjavík er þrefalt hærri, hlýtur eitthvað stórkostlegt að vera að. Er engin atvinna annars staðar en í Reykjavík? Ef svo er, hlýtur það að sýna fullkomna vanhæfni eða áhugaleysi stjórnmálamanna síðustu áratugi. En kannski er bara svo gaman í Reykjavík að fólk vill ekkert búa annars staðar.
![]() |
Íbúðalánasjóður stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 08:48
Latté það vera?
Nú brýna hreyfingarnar tvær sverðin og grafa skotgrafir og aðrar grafir. Sveitapakkið sakar lattéþambandi skáldin um aumingjaskap og segja þau ekki bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, meðan svitafýluskáldin á Hressó segja sveitavarginn vilja eyðileggja landið fyrir erlenda auðhringa.

Ég hef ekki myndað mér skoðun á Ballarvirkjun, en ákvað þó, af gefni tilefni, að afla mér upplýsinga um drykkinn sem ég á víst að vera að þamba svona dags daglega. Hér á eftir er uppskrift sem ég fann á netinu. Eins og lesandi getur séð er latté ekki einfaldur drykkur og eiga skáldin virðingu skilið fyrir að hafa svo fágaðan smekk. Svo er auðvitað mikilvægt að bera nafnið rétt fram. Latté er borið fram latte með smá snert af ei í lokin. Framburðurinn skiptir hér öllu málin, eins og í uppistöðulónum. Þetta er sennilega betra en Ícelandic Coffee sem er mun grófara en Irish Coffee. Þar er króna sett í bolla, kaffi hellt í þar til krónan hverfur og brennivíni bætt út í þar til hún sést aftur.

To write a word, such as "love" in the picture, melt milk chocolate and using a pin as a paintbrush drag the melting chocolate over the foamed milk. More commonly this is done by dipping said pointy object into the crema of the drink being decorated, and then transfering that crema stained foam to the pure white foam to 'draw' a design.
Þar sem ég verð mikið til í 101 Reykjavík eftir nokkrar vikur skal ég fá mér einn svona, þó ég vilji kaffið helst svart og sykurlaust.
![]() |
Litlu minna en Hálslón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2008 | 14:22
Verðtrygging og fjölbreytt atvinna?
Það er tvennt sem mér finnst að þurfi að gera til að tryggja áframhaldandi stöðugleika á Íslandi.
1. Það verður að afnema verðtryggingar á húsnæðislán. Geir talar um að styðja við lánastofnanir, en þær eru á sérkjörum. Hvergi, svo ég viti til, fá þær að rukka vexti og svo verðtryggingu ofan á. Vextir á húsnæðislánum eru síst lægri á Íslandi en í nágrannaríkjunum, en svo koma 5-15% vextir ofan á það. Hvern þarf að styðja við?
2. Íslendingar þurfa fjölbreytta atvinnu allsstaðar á landinu. Það getur ekki gengið til lengdar að setja öll þjónustustörf á höfuðborgarsvæðið og einhver verksmiðjustörf hér og þar á landsbyggðinni. Ríkið á reyndar ekkert að vera að rembast í atvinnurekstri meira en nauðsynlegt er. Það skýtur skökku við að á meðan bankar, símafyrirtæki og önnur stórfyrirtæki eru seld, er ríkið að bardúsa í stóriðju hér og þar. Í annarri frétt í dag var tekið fram að fólksfækkun sé á Austurlandi. Það kemur mér ekkert á óvart, enda voru milljarðarnir notaðir í eitt stórverkefni með umsvif á takmörkuðu svæði. Hefði ekki verið betra, fyrst þessir peningar virtust vera til, að styðja við þá sem vildu setja upp eigin fyrirtæki?
Það er vonandi að ræðan í október verði innihaldsrík.
![]() |
30 milljarða króna lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2008 | 15:06
Nú verður róið til fiskjar...
![]() |
Varaforsetaefni McCain |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2008 | 07:40
Sjötugur Hollendingur?
Alltaf skulu það vera helvítis hollendingarnir sem eru að smygla og selja dóp. Hér í Hollandi þykir það sjálfsagt að reykja hass og gras, enda eru fjölmargar Coffeeshops í helstu borgunum hér. Nú er búið að banna tóbaksreykingar á opinberum stöðum, þar með talið í kaffisjoppunum. Kunningi minn sem kann við grasið fór á eina slíka nýverið til að kaupa sér jónu. Á gangstéttinni fyrir utan stóðu kusurnar, reykjandi sitt gras og hass. Það er nefninlega ekki búið að banna reykingar utandyra. Inni má þó reykja hreint gras, enda ekkert tóbak í því.

Einhvern tíma var ég fylgjandi meira frelsi í sölu mjúkra eiturlyfja. Svo flutti ég til Hollands og skipti um skoðun. Hér er þetta sjálfsagt mál. Vandamálið er að hingað kemur fólk frá nágrannalöndunum að ná sér í nammi. Þetta er ekki bundið við gras og hass. Holland er miðstöð eiturlyfjasmygls. Hér eru stórir hópar sem lifa á innflutningi og sölu eiturlyfja. Allt er til sölu, frá heimagrónu grasi upp í krakk og heróín. Ég veit nákvæmlega hvar ég get náð mér í nokkrar kúlur. Ég gæti farið núna og verið farinn að sprauta mig eftir hádegi. Svo einfalt er þetta hérna. Það tekur mig u.þ.b. 15 mínútur að keyra þangað.
Það kemur nokkuð oft fyrir að fólk er tekið af lífi. Einhver er að fara úr húsi og um það bil að opna hurðina á svarta Bensanum sínum. Vespa keyrir fram hjá og maðurinn er skotinn í spað og klessist út um allt. Þeir kalla þetta uppgjör. Gerist nokkrum sinnum á ári. Ég var í mat hjá kunningjum fyrir einhverju síðan, þegar við heyrðum nokkrum skotum hleypt af. Nokkrum mínútum síðar var löggan búin að loka götunni. Þar hafði uppgjör verið í gangi.
Svona er þetta. Hugmyndin um frjálsar ástir og gras er falleg, en kókið og krakkið virðist bara alltaf þurfa að fylgja. Og hvað gerir ríkisstjórnin? Nákvæmlega það sama og sú íslenska gerir í efnahagsmálunum. Talar smá og gerir ekkert.
![]() |
Hasshlass í rannsókn: Beðið eftir gögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2008 | 07:41
WWF - umhverfissamtök eða...
Flestir virðast gleypa við því sem WWF segir, enda eru þetta falleg umhvefissamtök sem vilja vernda náttúruna. Eða hvað? Eru þetta kannski samtök sem vilja vernda stórfyrirtæki? Hverjir eru á bak við WWF? Lesið endilega þessa grein.
Gott að vita að það eru ekki alvöru náttúruverndarsinnar sem eru að fetta fingur út í það sem við erum að gera. Þetta er auðvitað bisniss eins og allt annað.
![]() |
Tekist á um réttinn til að stýra fiskveiðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)