Umsókn um starf í Ráðhúsinu

Ég sé þetta fyrir mér. Einhver, kannski Hanna Birna sjálf, fær frábæra hugmynd. Sendum borgarstjóra í starfskynningu. Leyfum henni að kynnast störfum borgarstarfsmanna. Þannig skilur hún betur hvernig batteríið virkar og verður betri borgarstjóri. Bónusinn er svo að borgarbúar líta upp til hennar, því engum líkar snobbhænsni í glerbúri.

Hugmyndin var góð en framkvæmdin afleit. Hún svaraði í síma með eigin nafni. Þannig var það tryggt að hún fengi allt önnur viðbrögð en venjuleg símadama. Hringjandi yrði hissa og sá sem á að taka við símtalinu kemur auðvitað afskaplega vel fram við borgarstjóra. Svo var pressan látin vita og sjónvarpsmyndavélar fylgdust með öllu. Þannig sér öll þjóðin hvað er að gerast, en fæstir láta blekkjast. Það er auðvelt að sjá að hér er verið að reyna að bæta ímynd borgarstjóra og hennar flokks.

Ég hefði gert þetta öðru vísi. Látum hana breyta um nafn svo fólk viti ekki hver er á ferð. Símadömurnar heyra það þó og Gróa sér um að dreyfa sögunni. Flestir eru með myndavélasíma. Leyfum fólki að taka myndir. Það verður örugglega bloggað um þetta og þá er einfalt mál að staðfesta söguna eftir á. Þannig féllu sennilega freiri fyrir þessu PR stönti.

Þar sem ég virðist vera orðinn svo rotinn og svínslegur af dvöl minn í Hollandinu spillta býð ég hér með upp á snilligáfu mína. Hvaða flokkur vill ráða mig til starfa fyrir tiltölulega sanngjörn laun? Ég skal borga flugið heim sjálfur. 


mbl.is Símadama á borgarstjóralaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Hróbjartsdóttir

Mér fannst þetta bara sætt hjá henni.... hún er bara að kynnast fólkinu og reyna að vera hress... :)

Vera Hróbjartsdóttir, 18.9.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband