Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.10.2008 | 12:46
Erum við að tapa áróðursstríðinu?
Ég get ímyndað mér að Geir muni aldrei gleyma þessari viku. Erlendis er honum yfirleitt lýst sem yfirveguðum og með svörin á hreinu. Batnandi manni er best að lifa. Eitt vil ég vita, annað hvort frá honum eða öðrum sem vit hafa á.
Í fréttum í Hollandi í gærkvöldi var talað um að eigandi Landsbankans væri glæpamaður. Hann hafi setið í fangelsi fyrir fjársvik. Mér skilst að eitthvað fleira hafi verið borið á hann. Ég veit ekki um hvern er átt, né nákvæmlega hvar hann sat inni, hve lengi og fyrir hvað því ég missti af þessu. Kannski að einhver geti upplýst mig um það hvað hollendingarnir eru að nota á okkur. Ég er nefninlega spurður um stöðuna hvar sem ég fer og það er eins og við séum öll sökuð um það sem er að gerast. Ísland og þjóðin öll hefur biðið gríðarlegan álitshnekki og ég vil geta svarað fólki samviskusamlega. Við megum ekki við svona fréttum nema þær sé hægt að útskýra. Sé þetta einhver æsifréttamennska vil ég geta kveðið fólk í kútinn með það sama. Sé þetta rétt, vil ég geta útskýrt hvað málið sé, því hollenskar fréttir ganga út á að selja og peppa upp þjóðarstoltið, eins og annars staðar.
![]() |
Einhver erfiðasta vika í seinni tíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.10.2008 | 14:01
Íslendingar erlendis
Vandi námsmanna var eitt það fyrsta sem fólk talaði um þegar krónan féll. Námslánin skruppu saman því minni gjaldeyrir fékkst fyrir krónurnar. Það hefði auðvitað átt að greiða námslán í gjaldeyri og umreikna í krónur, ekki öfugt. Svo er lokað á íslenska reikninga. Það sitja allir í súpu útrásarinnar, en þetta fólk sjálfsagt verst. Hvað gerir námsmaður með 10 evrur í vasanum og engað aðgang að peningum? Borgar hann ekki leiguna? Sleppur hann því að borða? Auðvitað þarf að kippa þessu í lag strax.
Einhver sagði við mig um daginn að ég væri heppinn að vera ekki heima. Ég er heppinn að því leyti að ég er í vinnu og fæ mín laun og það er betra ástand hér, enn sem komið er, en það er hrikalegt að horfa upp á landa sína berjast í bökkum. Það er hrikalegt að eiga ekki sjóð sem maður getur notað til að hjálpa. Það er erfitt að vera erlendis og geta ekkert gert nema lesa fréttir, blogga og svara spurningum útlendinga sem fá ekki nema brot af sögunni í fjölmiðlum ytra. Ég vildi frekar vera heima og reyna að hjálpa, þótt ég gæti sjálfsagt lítið gert. Ef eitthvað gott kemur út úr þessu er það vonandi að við förum að standa betur saman sem þjóð. Við erum öll íslendingar, hvar sem við erum.
Mig hefur lengi langað að koma heim. Vera alla vega með annan fótinn heima. Kvikmyndadæmið var mikið til hugsað sem leið að því marki. Það var ómögulegt þegar krónan var sterk og húsnæðisverð hærra en víðast hvar. Kannski get ég skoðað málið af einhverri alvöru í vetur. Þetta hljómar kannski eins og ég sé brosandi að bíða færis, en það er ekki málið. Ég myndi mikið frekar hafa ástandið eins og það var og aldrei komast heim sjálfur, en fyrst ástandið er eins og það er, má skoða þetta. Maður getur þá kannski hjálpað til við að byggja upp nýtt þjóðfélag á rústum þess gamla.
Ég hef heyrt af mörgum íslendingum erlendis sem vildu koma heim en gátu ekki. Það verður spennandi að fylgjast með því hvort margir flytji heim aftur þegar það er orðið mögulegt.
![]() |
Gríðarlegur vandi námsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 10:09
Gerið þá eitthvað!
Það er svolítið skemmtilegt að sjá vesturlönd svitna við boðið frá rússum. Það sjá sjálfsagt flestir að manngæska og rómantík býr ekki að baki en eins og staðan er, verðum við að spyrja hvað annað er í boði. Bretland gerir sitt besta til að knésetja okkur frekar en að ræða málin og bjóða hjálp. Kanarnir hlusta ekki. Við erum svo gott sem vinalaus á þessum erfiðustu tímum í sögu lýðveldisins. Sjálfstæði okkar er líklega í húfi svo við tökum því sem býðst.
Séu vesturlönd og NATO ríkin hrædd við það sem Rússland hefur í hyggju er bara eitt að gera. Hættið að láta eins og kreppan sem á upptök sín í Bandaríkjunum sé einkamál íslendinga.
![]() |
Hvað vilja Rússar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 09:22
Skotspónn fyrir aðra
Aldrei kaus ég xD og aldrei hafði ég miklar mætur á Davíð og Geir. Mér fannst Davíð stjórna illa í Seðlabankanum og Geir bregðast seint og illa við fjármálakreppunni. Mér fundust áherslurnar kolrangar. Á meðan dökkir skýjabakkar hrönnuðust upp, var ríkisstjórnin að beiða í New York or reyna að komast inn í Öryggisráðið.
Hvað sem mér finnst um Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnirnar síðustu 15 ár, er mér farið að blöskra það sem er að gerast. Geir er vaknaður og virðist vera að gera allt sem hann getur til að minnka skaðan. Hann á skilið klapp á öxlina fyrir framkomu sína síðustu daga. Hann er undir gífurlegri pressu en virðist ekki vera að brotna saman. Þó ég sé ósammála honum í mörgu, verð ég að viðurkenna að hann er sterkari en ég bjóst við. Það er sorglegt ef Ísland er orðið þannig að ráðamenn þurfi lífverði. Þetta eru sennilega varúðarráðstafanir á meðan óveðrið gengur yfir. Það er vonandi að gamla Ísland, þar sem allir þekkja alla og fólk þarf ekki að óttast um líf sitt, komi aftur.
Eitt er það sem ég er ekki að skilja. Á meðan ráðamenn þjóðarinnar eru á útopnu við að berjast við hrunið, sést ekkert til þeirra sem komu þessu af stað. Hvar eru víkingarnir sem fóru í útrás? Hvar eru fjármunir þeirra? Ég efast um að þeir hafi ætlað sér að koma landinu á hausinn, en þeir gerðu það með hugsanaleysi og fljótfærni. Ríkisstjórnir síðustu ára lögðu grunninn að því kerfi sem er að hrynja, en þær keyrðu ekki allt í kaf. Ef ég kaupi farmiða fyrir unglinginn til Amsterdam svo hann geti skemmt sér í helgarferð til útlanda, er það varla mér að kenna þótt hann reyni að smygla dópi til að drýgja tekjurnar. Jú, ég keypti miðann, en ekki dópið.
Ég vona að þetta gangi yfir sem fyrst og að fólk fari ekki allt of illa út úr þessu, en er ekki kominn tími til að skoða hvaða eignir eru á bak við skuldirnar? Tími kennitöluleikja er liðinn. Skuldirnar eru of háar og við ráðum ekki við þær ein. Það hlýtur að vera sjálfsagt mál að útrásarmennirnir taki þátt í tiltektinni.
![]() |
Lífverðir gæta Geirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 14:41
Árni, ekki gugna...
Það er búið að setja þjóðina á hausinn. Eftir langvarandi aðgerðaleysi var farið svo rosalega af stað að allt fellur um sjálft sig. Við, sótsvarti almúginn, vitum ekki meira en það sem sagt er í fréttum. Við vitum ekki hvað er verið að refsa okkur fyrir.
Það sem öllu skiptir þessa dagana er traust. Við verðum að geta treyst því að stjórnmálamenn og aðrir sem koma að þessu máli séu að vinna með okkar hag í huga. Undir venjulegum kringumstæðum ljúga þingmenn, þeir segja hálfan sannleikann og "tjá sig ekki um málið". Sá tími er liðinn. Við eigum rétt á að vita hvað fór fjármálaráðherrunum í milli. Þetta eru okkar krónur sem eru að brenna upp. Þetta er landið okkar sem verður sett up í fallna víxla bankamanna. Eigi að koma okkur öllum á hausinn, eigum við að minnsta kosti rétt á að vita hvernig stóð á því.
Hafi Árni talað af sér, sagt einhverja vitleysu, vil ég vita það. Ég mun dæma hann vægar fyrir mistök en yfirhylmingu.
Þeir sem gera ekki hreint fyrir sínum dyrum geta gleymt því að ná endurkjöri. Ég trui ekki öðru.
![]() |
Samtal við Árna réð úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 13:00
Láttu þér batna...
Það er eins og allt komi í hausinn á íslendingum þessa dagana. Ingibjörg Sólrún í aðgerð, ríkið á hausnum, allir bankarnir sokknir, við í milliríkjadeilum og nú þetta. Eins og þeir segja í útlandinu, it never rains, it pours. Fyrir þá sem eru ekki svellkaldir í enskunni, það rignir ekki, það er úrhelli.
Ég óska Ólafi Ragnari skjótum og fullum bata og vona að hann komist sem fyrst til starfa. Megi Ísland líka ná að koma sér á lappirnar áður en skaðinn verður varanlegur.
![]() |
Forseti Íslands á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 09:39
Gerum árás á Gordon Brown
Landsbankinn fór í þrot. Bömmer, en svona er það. Kaupþing var snúið niður án þess að ástæða væri til. Eru bretar ekki bara farnir í stríð við Ísland? Þegar maður spáir í heift bretanna verður maður gráti næst. Gordon Brown er leiðinlegur og því óvinsæll. Hann sér sér leik á borði og hughreystir þjóðina. Ég, GB mun sjá til þess að þig fáið ykkar peninga aftur. Ég vil ykkur vel. Ég er góður. Kjósið mig næst.
Knésetning Kaupþings voru mistök. Nú geta bankamenn sest inn í sjónvarpssal hjá BBC os skýrt út fyrir bresku þjóðinni að forsætisráðherrann hafi verið að búa til óþarfa vandamál. Hann sé að dýpka kreppuna til að bjarga starfinu sínu. Það er auðvitað hámark sjálfselskunnar og jaðrar sjálfsagt við landráð. Þeir geta tekið hann pólitískt af lífi í beinni útsendingu ef þeir halda vel á spilunum?
Hryðjuverk? Elskan, við erum rétt að byrja.
![]() |
Hryðjuverkalög gegn Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 08:28
Rauða Pillan
Á undanförnum árum hef ég lesið eitthvað af samsæriskenningum. Þær eru yfirleitt skemmtilegar pælingar um það hvað valdafólk er að spá og hvernig við erum að þokast í áttina að alheimsstjórn og einhvers konar fasisma. Eins og ég segi, skemmtilegar pælingar, en svolítið út úr kortinu.
Eða hvað? Kreppan sem er að skella á okkur af fullum þunga á upptök sín í Bandaríkjunum, eins og þær flestar. Það má skrifa bók um það hvernig einkabankinn Federal Reserve hefur lagt grunninn að því sem nú er að gerast, en aðrir eru betri í því. Ég held mig við Ísland.
Seðlabanki Íslands hélt úti hávaxtastefnu sem gat ekki gengið til lengdar. Meira að segja ég sá það og ekki er ég hagfræðingur. Þegar spilaborgin fór að riða til falls í mars, gerðist ekkert. Það var ekki þörf á að ríkið skoðaði málin. Sumir segja að Geir og félagar hafi verið að vinna bak við tjöldin, en við þurfum að vita hvað er að gerast. Kreppur eru að stórum hluta það að fólk trúir ekki á markaðinn. Stjórnin hefði allavega getað stappað stálinu í okkur. Ekki sagt að engin þörf væri á aðgerðum þegar hvert mannsbarn sá að það var rugl. Þegar Glitnir var ríkisvæddur fór skriðan virkilega af stað. Sáu seðlabankastjórar það ekki fyrir? Hafði ríkisstjórnin ekkert að segja? Var þetta ákvörðun eins manns eða ekki?
Á mánudag var það augljóst að Landsbankinn væri næstur. Neyðarlögin voru afgreidd svo hratt að það gat ekkert annað verið í spilunum. Svona eru þessir menn orðnir gegnsæjir.
Davíð Oddsson gerði mistök á mistök ofan og toppaði sjálfan sig með yfirlýsingagleði í Kastljósi. Geir segir aldrei neitt, en fyrr má nú rota en dauðrota, Davíð. Að segja það kalt að bretar fái ekki krónu var auðvitað til að skvetta olíu á þennan eld sem hann á að vera að reyna að slökkva. Hann fékk Gordon Brown upp á móti sér og afleiðingarnar eru það sem gerðist í nótt. Kaupþing er hrunið. Hér í Hollandi er talað um lítið annað en Icesave. Það er allt í einu svolítið vandræðalegt að vera íslendingur erlendis. Davíð, hvað á ég að segja þeim?
En um samsæriskenningarnar. Sumir þekkja Bilderburgerhópinn. Þetta er hópur auðmanna og stjórnmálamanna sem hittist árlega til að ræða stefnu komandi árs. Davíð og Björn Bjarna eru meðlimir. Gordon Brown er það líka. Þetta eru vinir, sjálfsagt drykkjufélagar. Ég er ekki að saka neinn um fyllerí, bara svona kokkteilboð.
Hvernig má það vera að menn sem hafa talist góðir kunningjar og eru í sama einkasaumaklúbbi láti svona hluti gerast? Er þetta allt ákveðið fyrirfram? Átti Ísland að hrynja? Annað hvort er það málið, eða að allir sem koma að stjórnsýslunni heima eru að klúðra máli sem sennilega hefði mátt leysa mikið fyrr og á mikið sársaukaminni hátt.
Eru þessir menn að gera mistök á mistök ofan og þannig vanhæfir, eða eru þeir að framselja íslensku þjóðina, sem gerir þá að landráðamönnum?
Er ekki kominn tími til að menn komi fram og geri hreint fyrir sínum dyrum? Það er allavega kominn tími til að þjóðin gleypi rauðu pilluna og skoði málið frá öllum sjónarhornum, hversu langsótt sem þau kunna að sýnast. Við höfum ekki efni á að útiloka neitt.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 04:30
Guð Blessi Ísland
Þessi síðustu orð ræðunnar. Er þetta eitthvað meira en sljálfvirk orð trúaðs manns? Er eitthvað meira á bak við þau? Maður verður hálf smeykur við allan þennan hræðsluáróður og hálfkláraðar setningar.
Ég yfirgef Ísland eftir atburðaríka viku. Ég hitti mikið af áhugaverðu fólki og sá mikið á athyglisverðum myndum. Það voru samt 2-3 manneskjur sem eg náði ekki að hitta, myndir sem ég náði ekki að sjá og hlutir sem ég kom ekki í framhvæmd. Framtíðarhugmyndirnar eru skýrari í hausnum. Það gerir kannski hreina loftið. Ég vona bara að kreppan flækist ekki fyrir og að hún fari ekki of hrjúfum höndum um almenning. Ekki að við í ESB eigum von á einhverju betra.
En hvað um það. Það var gott að koma heim og hitta fólkið sitt. Ég er aftur farinn til ESBsins þar sem allt er betra samkvæmt einhverjum krötum sem vita ekki alveg hvað þeir eru að segja.
Guð Blessi Ísland.
![]() |
Ný lög um fjármálamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 11:10
Good day for bad news
Oft eru dagar eins og í dag notaðir til að leka slæmum fréttum sem stjórnmálamenn eða fyrirtæki vilja ekki hafa hátt um. Allt annað drukknar í umræðunni. Skandallinn, eða hvað það er sem þarf að leka, fær enga umfjöllum. Ef einhver minnist á málið seinna er hægt að segja, með góðri samvisku, að engu hafi verið haldið frá þjóðinni.
Spurning með að fylgjast með litlu fréttunum í dag.
![]() |
Frestað vegna stórtíðinda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |