Gerum árás á Gordon Brown

Landsbankinn fór í þrot. Bömmer, en svona er það. Kaupþing var snúið niður án þess að ástæða væri til. Eru bretar ekki bara farnir í stríð við Ísland? Þegar maður spáir í heift bretanna verður maður gráti næst. Gordon Brown er leiðinlegur og því óvinsæll. Hann sér sér leik á borði og hughreystir þjóðina. Ég, GB mun sjá til þess að þig fáið ykkar peninga aftur. Ég vil ykkur vel. Ég er góður. Kjósið mig næst.

Knésetning Kaupþings voru mistök. Nú geta bankamenn sest inn í sjónvarpssal hjá BBC os skýrt út fyrir bresku þjóðinni að forsætisráðherrann hafi verið að búa til óþarfa vandamál. Hann sé að dýpka kreppuna til að bjarga starfinu sínu. Það er auðvitað hámark sjálfselskunnar og jaðrar sjálfsagt við landráð. Þeir geta tekið hann pólitískt af lífi í beinni útsendingu ef þeir halda vel á spilunum?

Hryðjuverk? Elskan, við erum rétt að byrja. 


mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er seðlabankastjóri talsmaður og/eða forsvarsmaður íslensku þjóðarinnar? Atburðarrás síðasta sólahrings vekur upp “alvarlegar” spurningar um það hver er, eða eigi að vera, talsmaður íslensku þjóðarinnar á alþóðavettvangi.Í einfeldni minni hélt ég að það hlutverk tilheyrði stjórn landsins á hverjum tíma (þ.e. forsætisráðherra eða annarra ráðherra í umboði hans)! En, mér til mikillar undrunar, þá hefur annað hefur komið í ljós, nefnilega að “SEÐLABANKASTJÓRINN” virðist hafa tekið að sér það hlutverk og það án athugasemda frá hæstvirtum “forsætisráðherra”. Í framhaldi af þessum atburðum væri kannski eðlilegast að láta Seðlabankann sjá um stjórnun landsins og hann getur þá boðið út núverandi ráðuneyti til undirverktaka (þ.e. stjórnmálaflokkanna) og sparðað þannig þjóðinni stórar upphæðir í rekstrarkostnaði. Annars er það nú kaldhæðni örlaganna, að sá einstaklingur sem sigldi hagkerfi þjóðarinnar á fullu “stými” inn í frjálshyggjuheiminn, er sá sem kom af stað kúvendingunni inn í þjóðstýrt hagkerfi. Ef ég man rétt, þá er það ekki svo langt síðan að taldi hann slíkt hagkerfi væri versta “meinsemdin”. Það er augljóst að það er ekki sama hvaðan vindarnir blása! Með kveðju frá útlöndum Þorvaldur Þórðarson

Þorvaldur Þórðarson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:13

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Villi, finnst þér ekki að Gordon Brown sýndi mjög eðlileg viðbrögð eftir ummælin af Davíð seðlabankastjóra sem voru bæði vanhugsuð og sagt af ótrúlegum hroka?

Úrsúla Jünemann, 9.10.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ummæli Davíðs voru út í hött. Mér finnst hann eiga að segja af sér vegna þeirra. Viðbrögð Gordon Brown voru jafn öfgakennd. Skiljanleg í hans stöðu, en öfgakennd. Auðvitað var það Davíð sem byrjaði, en það er óþarfi að láta eins og fífl þótt aðrir geri það.

Að setja Kaupþing á hausinn sýnist mér samt hafa verið óþarfi.

Villi Asgeirsson, 9.10.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband