Árni, ekki gugna...

Það er búið að setja þjóðina á hausinn. Eftir langvarandi aðgerðaleysi var farið svo rosalega af stað að allt fellur um sjálft sig. Við, sótsvarti almúginn, vitum ekki meira en það sem sagt er í fréttum. Við vitum ekki hvað er verið að refsa okkur fyrir.

Það sem öllu skiptir þessa dagana er traust. Við verðum að geta treyst því að stjórnmálamenn og aðrir sem koma að þessu máli séu að vinna með okkar hag í huga. Undir venjulegum kringumstæðum ljúga þingmenn, þeir segja hálfan sannleikann og "tjá sig ekki um málið". Sá tími er liðinn. Við eigum rétt á að vita hvað fór fjármálaráðherrunum í milli. Þetta eru okkar krónur sem eru að brenna upp. Þetta er landið okkar sem verður sett up í fallna víxla bankamanna. Eigi að koma okkur öllum á hausinn, eigum við að minnsta kosti rétt á að vita hvernig stóð á því.

Hafi Árni talað af sér, sagt einhverja vitleysu, vil ég vita það. Ég mun dæma hann vægar fyrir mistök en yfirhylmingu. 

Þeir sem gera ekki hreint fyrir sínum dyrum geta gleymt því að ná endurkjöri. Ég trui ekki öðru.


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta laumuspil endalaust er móðgandi við okkur skattgreiðendur, sparifjáreigendur, hluthafa og alla eðlilega siðferðiskennd.

Haraldur Davíðsson, 9.10.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Öll samtöl í ráðuneytunum eru tekin upp svo það ætti að vera hægur vandi að komast að sannleikanum. Ég held að breski fjármálaráðherrann hafi misskilið málið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Maður skal vona það, Gunnar. Hver sem ástæðan var, fór málið úr böndunum og síðasti bankinn fór í gjaldþrot. Við sitjum svo í súpunni. Sé þetta misskilningur hjá elskunni bresku, hefur Árni ekkert að fela og ætti að gera samtalið opinbert. Annars fara sögur af stað og ekki getur það verið hjálplegt.

Villi Asgeirsson, 9.10.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mér finnst ófært að þeir sem reyndust óhæfir og sáu ekkert af þessum vátíðindum fyrir eða þögðu ef þeir vissu séu með puttana í framhaldinu, þeir eiga hvergi að fá að koma nærri, það þarf að hleypa fersku fólki að, við eigum nóg af því.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.10.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Við vitum ekkert og getum engum trúað. Eina sem við getum er að nota hyggjuvitið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.10.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er ekki rétt Jórunn að við vitum ekkert, við vitum helling, allavega sum okkar sem voru búin að sjá þetta fyrir og erum búin  að vera að reyna að vara fólk við í mörg ár. Rétt að við getum engum trúað, þar eð þeim sem eru á kafi í foraðinu og hafa logið að okkur í mörg ár, við getum trúað mönnum eins og t.d Jóhannesi Birni sem eru búnir að vera að tala sannleikann í áratugi.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.10.2008 kl. 17:50

7 identicon

mikið djö var Árni sveittur á leið í flug, í fréttunum í gær.  Einhver hjá sjónvarpinu hatar hann, því það var aftur og aftur súmmað alveg upp í enni á honum, svo svitaperlurnar sæust sem best :P

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:23

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sammála Sigrún, gætum ekki fengið betri mann...held samt að hann myndi ekki kæra sig um stöðuna.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 17:03

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 17:33

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jóhannes Björn er barnalegur bjáni sem hatar kapitalismann eins og pestina. Á slíkur maður að hafa völd í vestrænu þjóðfélagi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2008 kl. 19:22

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hann er ekki barnalegri en það Gunnar að hann var búinn að sjá þetta allt fyrir og það fyrir löngu og verið ötull við að reyna að vara fólk við í mörg ár, áratugi raunar, hver er barnalegi kjáninn spyr ég nú bara, þeir sem sáu ekkert af þessi fyrir eða þeir sem sáu að þetta gæti ekki á nokkurn hátt farið öðruvís?  Ég myndi veðja á að þeir framsýnu væri heppilegri til að hafa hönd í bagga eftir niðurlægjingu kapítalismans og snöggt andlát en þeir sem sváfu fram á síðustu stundu, það er nú flóknara en það. Vagnstjórum sem keyra geispandi f út í skurð og valda fólki óbætanlegu tjóni á ekki að hoppa beint í bílstjórasætið á nýja vagninum.

Ef þú kynntir þér skrif Jóhannesar kæmist þú fljótt að því að hann hefur jafn mikla skömm á sósíalisma og kapítalisma og er hafinn yfir pólitík, hann hefur ítrekað bent réttilega á að þetta eru tvær hliðar á sama peningi og leiða til sömu endaniðurstöðu, alræði elítunnar og fyrrtækjanna.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 19:53

12 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

...hér átti að sjálfsögðu að standa  það er nú EKKI flóknara en það.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 19:55

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég bloggaði nýlega um Jóhannes Björn, sjá  Hér

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband