Brýnt að vanda sig

Merkilegt hvernig Geir tekur til orða. Hann segir: Nú verði allir að leggjast á eitt um að hraða þessu máli og klára umhverfismatið, því það sé ekkert mikilvægara fyrir Íslendinga um þessar mundir en að auka verðmætasköpun í landinu og senda  þau boð út í þjóðfélagið og til þeirra sem vilja fjárfesta á Íslandi, að hér sé vel tekið á móti þeim sem hafi slík áform.

Þýðir þetta ekki að hann sé að segja fólki að drífa í þessu svo hægt sé að byrja að byggja? Ég get ekki betur séð en hann sé búinn að ákveða hvernig þetta fer.

Ekki að það sé neitt ákveðið. Nema að pólitíkin verði ofan á. lowest_energy_pricesKannski er þetta ekki svo slæm framkvæmd, en það er auðvitað rugl að ráðast á umhverfisráðherra eins og margir hafa gert, fyrir það eitt að standa við kosningaloforð. Það er líka hallærislegt af forsætisráðherra að láta sjást að hann sé ósammála ráðherra í hans eigin ríkisstjórn. Geti hann gert betur í umhverfismálum er það sennilega lítið mál fyrir hann að skipta um stól.

Fyrst hann er að minnast á að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, vil ég endilega benda þeim sem ekki hafa lesið bæklinginn "Lowest Energy Prices" að kynna sér hann. Þar er á ferð rit eftir ríkisstjórn sem er öskrandi eins og köttur á lóðaríi.

 


mbl.is Brýnt að hraða umhverfismati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti umhverfismati, en finnst þér það virkilega ekkert athugavert við það að umhverfisráðherra þurfti heila sex mánuði til að ákveða sig? Það kalla ég að draga fólk á asnaeyrunum. Áttum við að eiga von á þessari ákvörðun? Og hvað áttum við að bíða lengi? Hefði sama ákvörðun alveg eins getað komið eftir 1 ár í stað 6 mánaða? Núna t.d. vil ég fá skýr svör um Skipulagsstofnun og  störf þeirra eflaust ágætisfólks sem vinnur þar. Er þetta fólk þar að rembast við að vinna og skila einhverri niðurstöðu og svo er bara ekkert tekið mark á þeim? Eigum við ekkert að taka mark á þeim af því að það skiptir engu máli hvað er ákveðið þar.Svo kemur fram að það hafi verið of seint að fara fram á það sama við Helguvík. Hversu of seint? Kannski 6. mánuðum of seint? Hefði ekki bara verið hreinna að taka ákvörðun fljótt og láta setja allt í mat?

Anna Guðný , 3.8.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þð er ekki spuning, allt ferlið hefur verið hálf furðulegt. Ég var mjög vonsvikinn þegar Helguvík fékk græna ljósið án athugasemda. Kannski er íslenska orðið vonsvikinn ekki rétt, því ég átti svo sem ekki von á öðru. Umhverfisráðherra var ekki í miklu áliti hjá mér eftir þá ákvörðun. Auðvitað hefði það sama átt að gerast þar. Einnig hefði Bakki átt að fara í mat fyrir löngu. Þetta er þó skref í rétta átt og ég vona að það verði rétt staðið að málum í framtíðinni. Ég vona að allar stórframkvæmdir sem hugsanlega munu hafa raskandi áhrif á náttúru Íslands fari strax í umhverfismat.

.

Eitt er það sem ég skil þó ekki hjá mörgum þeim sem eru að pirrast yfir umhverfismatinu. Þeir tengja þetta við uppsagnir í Reykjavík. Það er eins og fólk haldi að álver á norð-austurlandi sem mun rísa eftir 4-5 ár muni hjálpa verslunar- og þjónustufólki sem er að missa vinnuna núna. Þetta fólk er duglegt við persónulegt skítkast. Ég vona að hún taki þetta ekki persónulega og að hún fái frið til að sinna sínu starfi í framtíðinni.

Villi Asgeirsson, 3.8.2008 kl. 08:45

3 Smámynd: Anna Guðný

Þegar þú verður vonsvikinn, þá verða Húsvíkingar og nágrannar reiðir. En það gæti alvg verið tenging þar á milli með uppsagnirnar. Álver með einhverjum hundruðum starfa heim í hérað getur bjargað miklu. Staðreyndin er að það eru margir utan að landi sem hafa flutt á mölina, því enga vinnu er að fá heima. Nú fengu þeir vinnu. Og jafnvel höfuðborgarbúar sjálfir einhverjir. Þetta þykir sjálfsagt á hinn veginn, að landbyggðarfólkið flytji á mölina. Eigum við ekki að líta á það sem sjálfsagt á hinn veginn líka? Það er spurning.

Langar til að senda þér link á færslu hjá einum norð-austan manni. Hann sat í nokkur ár á þingi en mér er ómögulegt að muna fyrir hvað flokk. En mér finnst hans færsla lýsa best hugsunum fólks sem hefur verið að fylgjast með þessu ferli hérna.

http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/605662/

Þetta er persónulega skítkastið. Já, það er út um allt og eykst bara ef fólk verður reitt. Ég , sem hef reynt út í eitt að vera jákvæð  á mínu bloggi meira að segja missti mig núna. En reyni að passa mig betur hér eftir

Hafðu það gott 

Anna Guðný , 3.8.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband