11.3.2009 | 09:41
Paradiso - einokunarverslunin afnumin
Það er ekki oft að það hlakki í mér við gjaldþrot, en ekki get ég sagt að ég hafi grátið í gær. Kvikmyndafyrirtæki hafði gert samning við tvo hljómleikastaði í Amsterdam, Paradiso þar á meðal. Þeir höfðu einkaleyfi á að kvikmynda það sem þar fram fór. Ég var beðinn um að taka upp hljómleika Maria Mena í Paradiso, en það gekk ekki upp því einkaleyfið var í fullu gildi. Ekki að hitt fyrirtækið hafi haft áhuga á að taka upp hljómleikana, heldur var málið að halda öðrum frá. Ekkert var tekið upp. Slæmt fyrir mig, slæmt fyrir salinn, skipti ekki máli fyrir kvikmyndafyrirtækið sáluga. Málið var að fái þeir ekki kökuna, fær hana enginn. Þetta var leiðinlegt ástand, því margir íslendingar sem spila hér í Hollandi, spila á þessum stöðum.
Það er vonandi að ég hafi möguleika á að taka upp fleiri hljómleika hér eftir. Hafi Hjaltalín áhuga á að tala við mig, og lesi þeir þetta, er þeim velkomið að vera í sambandi. Paradiso er open for business. Einokunarverslunin er dauð.
![]() |
Hjaltalín hefur upptökur á nýrri plötu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 10:51
Ræður IMF ekki?
Ef IMF ræður peningastefnu Íslands, hefði IMF átt að vita þetta fyrir. Hafi þeir ekki viljað sjá Straum drepast, hefðu þeir getað komið í veg fyrir það því IMF ræður ekki bara hér, heldur allsstaðar. IMF er nefninlega angi alþjóðaklíkunnar sem vill heimsyfirráð og er að nota kreppuna til að koma alheimsstjórn á koppinn.
Ekkert er gert á Íslandi nema IMF leggi sína blessun yfir það.
Hvíl í friði, Lýðveldið Ísland. Hvíl í friði, frjálsi heimur.
![]() |
Fall Straums tafði AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2009 | 11:25
Afætur
Á kóngurinn engan pening? Hefur hann ekki efni á einu brúðkaupi? Get ekki ímyndað mér að guminn sé af verkafólki kominn, svo kannski getur hann hent nokkrum krónum í púkkið.
Kóngafólk hefur traðkað á almenningi í aldir, dæmt fólk til dauða, dúllað sér í tilgangslausum styrjöldum og á síðustu árum lifað á þegnunum eins og sníkjudýr. Svo heimtar þetta lið einhverjar milljónir þegar stelpukindin vill gifta sig. Venjulegt folk á venjulegum launum þarf að borga fyrir sín brúðkaup með sínum launum sem það fékk fyrir sína vinnu. Af hverju getur kóngafólkið ekki borgað sjálft með laununum sem það fékk fyrir að brosa og vera upp á punt?
![]() |
Vill fá meira fé vegna brúðkaups |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 07:38
Love Me Do að Let It Be
Ef ég er ekki að klikka á sagnfræðinni, spiluðu þeir síðast saman á minningarhljómleikum George Harrison. Það var árið 2002. Nú er 2009. Þetta er því jafn langur tími og leið milli Love Me Do og Get Back upptaknanna, sem enduðu á Let It Be plötunni. Svo leið svipaður tími milli hljómleikanna 2002 og Anthology upptaknanna 1995.
Sýnir manni hvað Bítlarnir störfuðu stutt. Gerir afrek þeirra merkilegri fyrir vikið.
![]() |
Ringo og Paul saman á sviði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 18:43
Enda er ég vinafár...
Aldrei átti ég marga vini og aldrei fékk ég laun af einhverju viti, nema kannski þegar ég var að klepra hjá IBM heildsölunni um árið. Átti reyndar ekki heldur marga vini þá. Hefði kannski getað keypt nokkra, en nú er peningurinn búinn. Átti heldur ekki marga vini í skóla og það sést á launaseðlunum sem væru meira virði sem brennsluefni í arninn, ef þeir væru ekki PDF skrár.
En hvað um það. Ég átti aldrei marga vini og hef ekki eignast þá enn. Hafði það þó af að hjálpa til við að kvikmynda lagið að neðan, svona ef vera skyldi að einhver hafi áhuga...
![]() |
Algengast að fólk eigi um 150 vini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 13:46
Blaður
Við fórum á borgarafund í morgun. Borgarstjórar Haarlemmermeer, þar sem Schiphol er staðsettur og Haarlemmerliede, þar sem við búum, vildu fræða fólk um flugslysið og ræða málin. Við entumst ekki lengi, því þeir blöðruðu um ekkert. Þeir fundu til með okkur sem hér búum, skildu áhyggjur okkar af flugumferðinni yfir hausunum á okkur. Þeir væru ekki bara sýslumenn, heldur eins konar feður fólksins sem yrðu að skilja okkur og hjálpa á erfiðum tímum. Bla bla bla.
Ég hafði búist við stuttum og hnitmiðuðum ræðum um það hvað gerðist og hvað á að gera. Mun þetta breyta einhverju. Í staðinn stóðu þeir þarna og blöðruðu eins og háfleygir prestar á sunnudagsmorgni. Hefði ég áhuga á innihaldslausu tilfinningavæli, færi ég í kirkju. Þetta var klúður, finnst mér, og við entumst ekki lengi.
Annars eru hollenskir fjölmiðlar að spekulera fram og til baka um orsakir slyssins. Upphaflega var sagt að flugmaðurinn hafi verið í þjálfun og hefði misst hraða með þessum afleiðingum. Turkish irlines hafa borið þetta til baka, segja hann hafa lokið þjálfun á Boeing 737-800 árið 2004. Líklegra er talið að vélin hafi lent í sogi eftir 757 vél sem lenti innan við tveimur mínútum fyrr.
Sjáum hvernig þetta endar. Kemur í ljós.
![]() |
Fyrstu slysamyndirnar birtust á Twitter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2009 | 09:29
Splittessu
Sena virðist eiga megnið af íslenskri menningu. Flestum kvikmyndum er dreift af Senu. Megnið af íslenskri tónlist er í eigu Senu. Hver sá sem eignast fyrirtækið, eignast íslenska menningu.
Ég vona að það verði vel staðið að þessu. Best væri þó ef fyrirtækið yrði bútað niður svo að enginn gæti "átt" menninguna okkar. 90% markaðshlutdeild, eða hvað Sena er með, getur ekki verið holl.
![]() |
Sala Senu ófrágengin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 13:10
Níu
Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum eru a.m.k. níu manns látnir. Fimmtíu manns eru slasaðir, þar af 20-30 mikið. Bæði farþegar og áhöfn eru meðal slasaðra, en engar fréttir hafa borist af hinum látnu. Slasaðir hafa verið færðir á sjúkrahús í Amsterdam, Haarlem og Hoofddoorp.

Við vorum að versla í matinn þegar þetta gerðist. Sírenuvælið heyrist enn allt í kring og þyrlur fljúga yfir, enda búum við innan við tvo kílómetra frá slysstað. Lokað var fyrir allt flug um Schiphol í einhvern tíma. Ég á að vera mættur í vinnu þar eftir einn og hálfan tíma, svo ég hringdi og spurði hvernig ástandið væri? Flugbrautin þar sem vélin kom niður er lokuð og verður það um óákveðinn tíma, eins og eðlilegt er. Aðrar brautir hafa verið opnaðar fyrir takmarkaðri umferð. Það má því búast við töfum, en engu flugi easyJet (sem ég vinn fyrir í dag) hefur verið aflýst enn sem komið er.
Öllum hraðbrautum kring um Schiphol var lokað og einhverjar eru enn lokaðar. Fólki sem ekkert erindi á á flugvöllinn er beðið um að vera ekki á ferð, því allir vegir eru tepptir. Ég þarf sennilega að fara tímanlega af stað ef ég á að komast í vinnuna.
Það verður sennilega öðruvísi andrúmsloft á flugvellinum í dag og kvöld.
![]() |
Misvísandi fréttir um manntjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 12:39
Megum tíma missa?
Aldrei hef ég kallað mig lögfræðiprófessor. Væri ég það, myndi ég vita hvers vegna rjúfa þarf þing mánuði fyrir kosningar. Af hverju má það ekki starfa fram að kjördegi? Hvað gerist milli þingrofs og kosninga? Sérstaklega þegar staðan er eins og nú?
Má ekki demba einföldu frumvarpi gegn um þingið sem leyfir því að starfa til kosninga?
Eitt að lokum. Á vefnum Nýja Ísland (hlekkur hér til vinstri) verður hægt að skoða tengsl hinna ýmsu stjórnmálamanna við atvinnulífið. Þessi hluti síðunnar er kallaður Ættartréð. Endilega kíkið og hjálpið til við að búa þennan lista til svo hann verði nothæfur fyrir kosningar.
![]() |
Kosningar verða 25. apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2009 | 09:08
Með dökkan blett...
Hverjar eru líkurnar á að þetta vandamál eigi eftir að versna í réttum hlutföllum við efnahagsþrengingarnar? Þegar mamma og pabbi eru á kúpunni pirrast þau yfir öllu í fari barnanna og nenna ekki að sinna þeim. Eða er þetta vandamál ríkidæmisins? Við erum svo rík og bisí við að spila golf og glápa á ædolið að við höfum ekki tíma fyrir börnin? Þá er ljótur kall sem vil ólmur sinna litlu stelpunum og sjá þeim fyrir smá kandí í staðinn.

Hvernig menn eru það sem notfæra sér 13 ára börn? Hver er það sem ekkert vill frekar en slefa á barnslíkamann og snerta þar sem ekki má? Hvaða týpa er þetta?
Hvernig foreldrar eru það sem láta þetta viðgangast? Ég er ekki viss um hvað ég myndi gera við slefberann sem snerti dóttur mína, ef ég ætti eina á þessum aldri. Efast um að ég tæki hann vettlingavöldum.
Einhvers staða las ég að fjórðungi kvenna er nauðgað eða eru misnotaðar kynferðislega. Hvers konar skepnur erum við? Hverjir eru þessir aumingjar sem gera þetta? Ef ein af hverjum fjórum lendir í hremmingum, hlýtur stór hluti okkar karlmanna að vera illa brenglaður.
![]() |
Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)