Með dökkan blett...

Hverjar eru líkurnar á að þetta vandamál eigi eftir að versna í réttum hlutföllum við efnahagsþrengingarnar? Þegar mamma og pabbi eru á kúpunni pirrast þau yfir öllu í fari barnanna og nenna ekki að sinna þeim. Eða er þetta vandamál ríkidæmisins? Við erum svo rík og bisí við að spila golf og glápa á ædolið að við höfum ekki tíma fyrir börnin? Þá er ljótur kall sem vil ólmur sinna litlu stelpunum og sjá þeim fyrir smá kandí í staðinn.

Ekki!

Hvernig menn eru það sem notfæra sér 13 ára börn? Hver er það sem ekkert vill frekar en slefa á barnslíkamann og snerta þar sem ekki má? Hvaða týpa er þetta?

Hvernig foreldrar eru það sem láta þetta viðgangast? Ég er ekki viss um hvað ég myndi gera við slefberann sem snerti dóttur mína, ef ég ætti eina á þessum aldri. Efast um að ég tæki hann vettlingavöldum.

Einhvers staða las ég að fjórðungi kvenna er nauðgað eða eru misnotaðar kynferðislega. Hvers konar skepnur erum við? Hverjir eru þessir aumingjar sem gera þetta? Ef ein af hverjum fjórum lendir í hremmingum, hlýtur stór hluti okkar karlmanna að vera illa brenglaður.


mbl.is Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daggardropinn

já krókódílamaðurinn finnst víða á þessu landi. Þetta er skelfilegt, við verðum að vernda börnin betur. góð færsla.

Daggardropinn, 21.2.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Samúð mín liggur auðvitað fyrst og fremst hjá fórnarlömbunum sjálfum. Ég verð þó að segja það eins og er að ég finn líka virkilega til með þeim karlmönnum sem dytti aldrei í hug að beita eigin líkama á þann hátt sem kynferðisafbrotamenn gera. Þú ert ekki sá fyrsti sem ég hef rekist á að eru fullir vandlætingar, réttlátrar reiði og jafnvel smánar vegna þess kynferðisofbeldis sem karlmenn beita konur.

Ég vil bara segja það að ég held að engri konu sem verður fórnarlamb kynferðisofbeldis detti í hug að dæma alla karlmenn fyrir það sem hún lenti í. Sumar skemmast reyndar svo mikið að þær þora aldrei að hleypa þeim nálægt líkama sínum framar. Miðað við afleiðingarnar sem kynferðisglæpir hafa á bæði konur og menn sem lenda í þeim finnst mér alltaf jafnfurðulegt að sjá hvað refsingarnar fyrir slíka glæpi eru mildar miðað við það t.d. þegar eignarspjöll eru unnin.

Í mínum huga er manndráp af gáleysi léttvægari glæpur að sálarmorð sem kynferðisafbrotamaðurinn gerist sekur um með verkanði sínum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála síðustu setningu ríðustu ræðukonu.

Villi Asgeirsson, 24.2.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Á ég þá ekki að laga hana. Hún átti að hljóða svo: Í mínum huga er manndráp af gáleysi léttvægari glæpur en það sálarmorð sem kynferðisafbrotamaðurinn gerist sekur um með verknaði sínum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.2.2009 kl. 16:49

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hljómar betur, en merkingin komst svo sem alveg til skila.

Villi Asgeirsson, 24.2.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband