Afætur

Á kóngurinn engan pening? Hefur hann ekki efni á einu brúðkaupi? Get ekki ímyndað mér að guminn sé af verkafólki kominn, svo kannski getur hann hent nokkrum krónum í púkkið.

Kóngafólk hefur traðkað á almenningi í aldir, dæmt fólk til dauða, dúllað sér í tilgangslausum styrjöldum og á síðustu árum lifað á þegnunum eins og sníkjudýr. Svo heimtar þetta lið einhverjar milljónir þegar stelpukindin vill gifta sig. Venjulegt folk á venjulegum launum þarf að borga fyrir sín brúðkaup með sínum launum sem það fékk fyrir sína vinnu. Af hverju getur kóngafólkið ekki borgað sjálft með laununum sem það fékk fyrir að brosa og vera upp á punt?


mbl.is Vill fá meira fé vegna brúðkaups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Segi það nú. Eins og með forstjórana á flottu bílunum á meðan almenningur missir sína. Það eru líka kóngar á Íslandi og þeir fleiri en einn.

Rut Sumarliðadóttir, 6.3.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þetta lið er alið upp við að líta niður á almúgann, og plokka og blóðmjólka. Að þetta skuli enn eiga sér stað er mér með öllu óskiljanlegt. Það er ekki nóg með að vesalings Svíarnir þurfi að halda uppi konungshjónunum heldur líka börnum, systkinum ( hans ), og frændfólki í marga ættliði. Þá er ég að tala um ættingja sem aldrei hafa þurft að vinna fyrir sér en lifir flottu lífi á kostnað almúgans á þeim forsendum að þau séu " konungborin". Þvílíkur bölvaður óþverri!

Því miður fyrirfinnst svona snobblið hérlendis líka. Ég minnist fjarskyldra ættingja sem héldu vart vatni þegar Ó.R.G. var settur í embættið og þeim var boðið í veisluna. ( þau fengu sæti einhvers staðar úti í horni ), ég hef aldrei fengið fréttir af því sem á borð var borið, einfaldlega vegna þess að við höfum ekki talast við síðan. Þar fyrir utan er ég ekki nógu fínn pappír til að umgangast slíka höfðingja.

Það er líka kominn tími til að endurskoða stöðu forseta Íslands og allt það embætti. Það er nógu dýrt að reka forseta embættið ( hvað skyldi það kosta? ) þó við sitjum ekki uppi með karluglu sem þenur kjaft hérlendis og erlendis og gerir ekkert nema að eyðileggja fyrir okkur.

Ég tel að nú sé tímabært að leggja þetta snobb embætti niður. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að hegða okkur eins og værum við milljónaþjóð.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 7.3.2009 kl. 00:55

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég held að nauðsynlegt sé að skoða þessi brúðkaupsmál sænsku krónprinsessunnar og kærasta hennar Daniels Westlings í stærra samhengi. Ég á hér við margfeldisáhrifin. Talið er að brúðkaupið muni nú kosta um 25 milljónir sænskra króna en það gerir á gengi dagsins ríflega 300 000 000 (eða um þrjúhundruð milljónir ISK). Til samanburðar kostaði brúðkaup Friðriks krónprins í Danmörku nokkuð meir, eða um 25 milljónir króna meir en fyrirhugað brúðkaup Viktoríu krónprinsessu.  Nú búist er við að gistinætur ferðamanna og fréttamanna (matur og ferðakostnaður) muni vega á móti, skattur til ríkisins af þessu og svo sala á minnismunum í tengslum við vígsluna muni skrapa enn meiri pening saman. Velta í Stokkhólmi í þjónustugeira mun aukast mikið og þar með bráðnauðsynleg neysla sem dregist hefur saman undanfarið. Souvenirs eða minjagripir munu síðan næstu árin draga in milljónir og aftur milljónir um leið og konungdæmið styrkist í sessi.

Niðurstaða hirðarinnar er að greiði ríkið helming þessara 25 milljóna sænskra króna og konungur síðan helming muni ríkið samt koma út með stórgróða.

Og svo verður kátt í höllinni....

Baldur Gautur Baldursson, 7.3.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband