Paradiso - einokunarverslunin afnumin

Það er ekki oft að það hlakki í mér við gjaldþrot, en ekki get ég sagt að ég hafi grátið í gær. Kvikmyndafyrirtæki hafði gert samning við tvo hljómleikastaði í Amsterdam, Paradiso þar á meðal. Þeir höfðu einkaleyfi á að kvikmynda það sem þar fram fór. Ég var beðinn um að taka upp hljómleika Maria Mena í Paradiso, en það gekk ekki upp því einkaleyfið var í fullu gildi. Ekki að hitt fyrirtækið hafi haft áhuga á að taka upp hljómleikana, heldur var málið að halda öðrum frá. Ekkert var tekið upp. Slæmt fyrir mig, slæmt fyrir salinn, skipti ekki máli fyrir kvikmyndafyrirtækið sáluga. Málið var að fái þeir ekki kökuna, fær hana enginn. Þetta var leiðinlegt ástand, því margir íslendingar sem spila hér í Hollandi, spila á þessum stöðum.

Það er vonandi að ég hafi möguleika á að taka upp fleiri hljómleika hér eftir. Hafi Hjaltalín áhuga á að tala við mig, og lesi þeir þetta, er þeim velkomið að vera í sambandi. Paradiso er open for business. Einokunarverslunin er dauð.


mbl.is Hjaltalín hefur upptökur á nýrri plötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband