I'm going in the Big Strætó in the Sky

Önnur ensk-slettandi bloggfyrirsögnin í röðinni. Það á líka vel við, því ég, óundirritaður, er á leiðinni til Íslandsins blanka. Er sennilega mættur þegar þetta er lesið, þó ég vilji ekki bera áburð á því. Sjaldan hefur mér kvítt eins mikið fyrir, enda komið haust og ég sá orðið slydda á MBL, efnahagurinn í rúst, afkvæmið skilið eftir, heilsa ástvina upp og ofan og svo er til fólk sem gæti hugsað sér að verðlauna verk mín ekki.

Til að gera stutta sögu langa, er ég á heimleið til að taka við verðlaunum fyrir frábæra mynd sem enginn hefur nennt að horfa á hingað til, reyna að setja kvikmynd í framleiðslu þótt handritið sé ekki tilbúið og síðast og jafnframt síst, vil ég nýta mér tækifærin sem felast í ódýrum krónum og fara í verslunarferð fyrr jólin og kem þar af leiðinni með með tiltölulega ófulla ferðatösku, fulla af hollensku lofti.

Þeir sem vilja hafa samband við mig á meðan á þessu bloggfríi stendur, því einhvern vegin hef ég aldrei tíma til að blogga á Íslandi, til að hjalpa mér að láta drauma mína rætast, er vinsamlegast bent á athugasemdafítusinn að neðan, emilinn til hliðar eða farsímanúmerið 8686976 sem ég nota jafnan á hjara veraldar.

Ég vil að lokum þakka þeim 2000+ heimsækjendum sem kíktu á röflið í mér síðasta sólarhringinn. Þið létuð mig trúa því að ég væri pínu þekktur í smá tíma og eigið þið þakkir skildar. 

Með kveðju,

Snobbið úr útlandinu 


Good day for bad news

Oft eru dagar eins og í dag notaðir til að leka slæmum fréttum sem stjórnmálamenn eða fyrirtæki vilja ekki hafa hátt um. Allt annað drukknar í umræðunni. Skandallinn, eða hvað það er sem þarf að leka, fær enga umfjöllum. Ef einhver minnist á málið seinna er hægt að segja, með góðri samvisku, að engu hafi verið haldið frá þjóðinni.

Spurning með að fylgjast með litlu fréttunum í dag. 


mbl.is Frestað vegna stórtíðinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég hættur að fatta...

Getur einhver með vit á íslenskum fjármálamarkaði útskýrt fyrir mér hvernig íslenskur banki sem rukkar allskonar gjöld fyrir alla þjónustu, rukkar hærri útlánavexti en bankar í Evrópu og verðtryggingu ofan á, getur komist í þrot? Hvernig er það hægt? Hagnaður er garanteraður allstaðar. Þótt verðtryggingin væri eini munurinn, gæti bankinn ekki sokkið.

Er ég svona sljór? Ég fattettekki. Eða er gengið að ganga frá þeim?


mbl.is Glitnir hefði farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

150 kall

Ég spáði því í athugasemdum við önnur blogg í morgun að krónan færi í 150 krónur í dag eða á morgun ef stjórnin segir ekki eins og skot hvað var talað um í nótt. Ég var að vonast til að ég hefði rangt fyrir mér. Það virðist ekki vera, þrátt fyrir að efni fundarins sé að koma í ljós. Kannski er fólk ekki hrifið af því að einkavæða hagnaðinn og þjóðnýta tapið.

Sökkvi krónan ennþá dýpra, nálgist evran 160 krónur, erum við að tala um næstum því 50% gengisfellingu síðan í vor. Eða þá að evran verður næstum því 100% dýrari. Sami hlutur. Allt verður á 2 fyrir 1 tilboði þegar ég kem heim á morgun. Nema auðvitað að verðlag hafi hækkað í samræmi við verðgildi krónunnar. Þá segi ég bara, megi allar vættir hjálpa þeim sem fá útborgað í krónum.


mbl.is Krónan í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ég ekki skil

Kannski ætti ég að lesa mér til um þennan pakka frekar en að blogga, en vonandi getur glöggur lesandi útskýrt málið fyrir mér.

Hugmyndin er að spýta 700 milljörðum dollara inn í hagkerfið. Þetta eru um 70.000 milljarðar króna. 70.000.000.000.000,- Það er hægt að kaupa 3-4 milljónir heimila fyrir þessa upphæð. Hvaðan koma þessir peningar og hvaða áhrif munu þeir hafa?

Bandaríski seðlabankinn, Federal Reserve er einkabanki. Margir halda að hann hafi eitthvað með bandaríska ríkið að gera, en svo er ekki. Hann er í eigu tiltölulega lítils hóps forríks fólks. Á hann þennan pening inni á bók, eða verður þessi peningur til úr engu? Munu eigendur bankans fá eðlilega vexti eða er tekið fyrir það í þessari tillögu? Miðað við fimm prósent vexti eru vaxtagreiðslur 35 milljarðar dollara á ári. 

Mun þessi innspýting ekki rýra gildi dollarans? Þetta eru gífurlegar upphæðir, meira að segja í Ameríku. Ég veir ekki hvað fjárlögin eru stór og hvað margir dollarar eru í umferð, en þetta hlýtur að þýða töluverða gengisfellingu.

Spurningin er því, hvað er bandaríkjastjórn að reyna að áorka með þessu? Mun þetta bjarga efnahagnum eða leggja hann endanleg í rúst? Eða einhversstaðar mitt á milli, og þannig ekki skipta máli og þá væri alveg eins gott að sleppa þessu? Spyr sá sem ekki veit. 


mbl.is Fréttaskýring: Björgunarpakkinn blandast inn í kosningabaráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lána fyrir dýru hobbíi

Bush vill lána 700 milljarða dollara, skrifast 700.000.000.000,- til að redda atvinnulífinu. Þetta eru 66703 milljarðar króna, jafnvirði u.þ.b. 2.7 milljóna íbúða miðið við 25 milljónir stykkið. Þá er það komið á hreint. Þetta er slatti af aurum.

Maðurinn sem vill óður hjálpa "venjulegum ameríkönum" setti þetta af stað sjálfur. Stríðið í Írak kostar um 200 milljónir dollara á dag (19 milljarða króna, 760 íbúðir). Stríðið hefur staðið í fimm ár. 365 milljarðar dollara. Afghanistan kostar líka sitt. Slæm efnahagsstjórn kostar eitthvað. Ef Bush að taka lán fyrir eigin mistökum og engu öðru?

Hér er smá listi sem ég fann yfir það hvað stríðsrekturinn kostar í raun og veru. Þetta er tekið af síðu Demókrata, en það á ekki að skipta máli. Samkvæmt Washington Post er kostnaðurinn mikið hærri.

For the cost of fighting the war in Iraq one day, we could...

HOMELAND SECURITY
• One day in Iraq could provide 3.97 million households with an emergency readiness kit.
• One day in Iraq could purchase 780 fire trucks for improving local emergency response capabilities.
• One day in Iraq could employ 4,919 fire fighters, 4,222 police patrol officers, or 7,052 paramedics and emergency medical technicians for one year each.
EDUCATION
• One day in Iraq could cover the full cost of attendance for one year at a public college for more than 17,100 students.
• One day in Iraq could employ 4,269 elementary school teachers or 4,027 secondary school teachers for one year.
HEALTH CARE
• One day in Iraq could provide health insurance coverage to 344,500 working Americans to give them a break from the rising cost of coverage.
• One day in Iraq could provide health insurance coverage for one year to 380,900 uninsured children in America.
• One day in Iraq could employ 3,597 additional registered nurses for one year.
• One day in Iraq could immunize every person over 65 in the U.S. against influenza 4.6 times over.
• One day in Iraq could immunize every baby born in the U.S. last year against measles, mumps, and rubella 14.2 times.
LABOR
• One day in Iraq could provide unemployment benefits for almost 722,000 unemployed Americans for one week.
• One day in Iraq could fund Social Security retirement benefits for one day for over 6.75 million Americans.
• One day in Iraq could pay for an increase of $3.34 per hour in the wages of every minimum wage worker in the country.
• One day in Iraq could provide paid sick leave to half a million workers for an entire year.
BASIC NEEDS
• One day in Iraq could buy 71.55 million gallons (271 m. ltr) of unleaded regular gasoline.
• One day in Iraq could pay for one year’s gasoline consumption for 97,500 Americans, even at today’s elevated prices.
• One day in Iraq could buy 63.1 million gallons (239 m. ltr) of fortified whole milk.
• One day in Iraq could buy 166.6 million cartons of large Grade A Eggs sold by the dozen.
INTERNATIONAL
• One day in Iraq is equivalent to half of the Gross Domestic Product (GDP) of the country of East Timor.
• One day in Iraq could feed all of the starving children in the world today almost four and a half times over.
• One day in Iraq could vaccinate three-quarters of the children in Africa for measles and give millions a lifetime protection from the disease.
• One day in Iraq could build 5,571 AIDS clinics in Africa.
• One day in Iraq could provide 650,000 women in Africa living with HIV/AIDS antiretroviral treatment for one year to extend their lives and improve the lives of their children.

mbl.is Efnahagslífið í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir Svörtum Sandi

Það er erfitt að lýsa tilfinningunni við að klára handrit í fullri lengd. Ekki að það sé tilbúið. Ég þarf að endurskrifa, endurskrifa aftur og sennilega enn einu sinni. Handritið sem ég var að klára er reyndar önnur útgáfa. Sú fyrsta var yfirfull af flassbökkum, svipað og stuttmyndin. Ég var ekki sáttur við aðalsöguna, sem gerist í nútímanum. Pétur var í slæmu sambandi og var hálfgerður ræfill. Það gat ekki gengið. Nýja útgáfan er allt öðruvísi. Rómantíkin er mikið til farin og harkan kom í staðinn. Það er komin alvöru ástæða fyrir öllu þessu veseni sem Pétur, Emilía, Halla og þau öll fara í gagn um. Pétur er aðalpersóna í kvikmynd. Hann þarf að geta haldið henni uppi og sigrast á öllu veseninu sem ég hendi í andlitið á honum. Ég verð að gefa ykkur virkileg góða ástæðu til að finna til með Emilíu.

Undir Svörtum Sandi

Ég er nokkuð sáttur við stefnuna sem nýja útgáfan er að taka. Hún er allavega mikið betri en síðasta. Það eru atriði sem erfitt var að skrifa. Ég fann mikið með nokkrum persónum því mér fannst ég ekki vera sanngjarn gagnvart þeim, en það er þeirra að yfirstíga þann vanda og vinna úr honum.

Ég vona að ég hafi tíma til að pússa smá áður en ég kem heim. Takist það ekki, er ég allavega með grunnhugmynd sem ætti að virka vel. 

Eins og komið hefur fram í helstu fjölmiðlum heims, verður stuttmyndin sýnd á RIFF. Ég mun taka þátt í kvikmyndasmiðjunni og kem alveg spes ferð til Ísland fyrir það. Vilji fólk vera í bandi, vilji einhver spyrja hvernig ég fer að því að vera svona ofboðslaga suxessfúl í útlandinu eða vilji einhver hjálpa mér að framleiða stórmyndina, er um að gera að emila á mig (sjá hér til vinstri) eða hringja í síma 8686976 eftir rétta viku. 

i love you all 


mbl.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á fimmtudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður...

the_graphic

Það er varla spurning að ef þessi blöð verða brennd er það ekkert annað en stórslys. Er ekki hugmynd að Ríkið láti Þjóðminjasafnið eða Landsbókasafnið hafa einhvern pening til að undirbúa björgunina? Það má svo örugglega fá styrk úr einhverjum Norrænum og Evrópskum sjóðum til að byggja veglegt dagblaðasafn einhversstaðar á landinu. Það má auðvitað bæta íslenskum blöðum við og hafa gamlar prentvélar til sýnis. Tekjur má svo hafa af afritunum og póstkortaprentun, svo eitthvað sé nefnt. Þetta myndi örugglega verða heimsfrægt safn ef vel yrði að staðið.

istockphoto_2677701-old-newspapers

Það þyrfti auðvitað ekki endilega að vera í Reykjavík. Þetta er kjörið tækifæri til að byggja upp eitthvað merkilegt á landsbyggðinni. Verði safnið vel hannað og blöðin aðgengileg er ekki spurning að fræðimenn munu nýta sér það. Það kemur fram í fréttinni að engin hafi sýnt þessu áhuga, en það er varla við öðru að búast, meðan blöðin eru geymd í pappakössum í kjallara og enginn veit af þeim.


mbl.is Ómetanleg dagblöð fuðra upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pönkstrætó

Rosalega er gamli strætó fallegur. Liturinn er hrikalegur, en það fer samt sæluhrollur um mig við að sjá hann. Ég man eftir grábrúna víniláklæðinu sem var kroppað í og plokkað þar til svampurinn kom í ljós og útkrotað og brennt. Ég held þessir vagnar hafi verið lengi í umferð, vel fram yfir 1980.

Pönkstrætó fylgir lúðri

Það var flottast að sitja aftast. Þeir sem sátu fremst voru kennarasleikjur og fífl sem lærðu heima. Alveg eins og í kennslustofunum. Gðmlu konurnar sátu í miðjunni. Stundum fremst þó.

Um svipað leyti og við fluttum upp í Breiðholt voru íslendingar loksins að fatta pönkið. Þetta kom sér illa fyrir mig, því ég þurfti oft að taka strætó. Ég fluttist neðar í fæðukeðjunni, því allir sem voru ekki pönkarar voru hræddir við pönkara og ég var allt of ungur til að vera pönkari. Pönkararnir sátu aftast og krotuðu á sætin og skáru það með vasahnífum. Stundum kveiktu þeir líka í sætunum. Þeir spýttu líka á gólfin. Aftasti þriðjungur vagnanna var þeirra svæði og enginn hætti sér þangað, vildi hann ekki enda með nælu í nefinu.

Svo man ég eftir að seinna vildi borgin kaupa einhverja Skódaútgáfu að strætó. Þeir voru kallaðir Ikarus. Hálf skondið, því Megas hafði gefið út pönkplötu undir nafninu Ikarus. Svona passar lífið yfirleitt við sjálft sig.

Nú eru komnir gulir vetnisstrætóar sem enginn tekur.

Hefur annars einhver spáð í hvað orðið lúður er fyndið? 


mbl.is Gamli og nýi strætó á rauðum dregli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi nei...

Ég er þá ennþá ljótari en ég hélt ég væri. Það er alveg sama hvað ég læt skína í tennurnar og flauti fallega og fari í bað og raki, alltaf segja þær mér að hypja mig aftur út í skóg þaðan sem ég kom. Mér finnst ég bara vera nokkuð huggulegur, svona miðað við aldur, fyrri störf, áfengissýkn og 60+ aukakíló, en ég er kannski að miða of hátt. Eða lágt, ef maður mælir þetta í árum.

Prrrr.... Þarf að fara að koma mér upp leynibloggi þar sem ég skrifa fyrir hönd ógeðsins á Ölkrúsinni, eða hvað nýjasta rónabælið heitir. Væri örugglega skemmtilegt. 


mbl.is Karlar ofmeta persónutöfra sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband