Undir Svörtum Sandi

Það er erfitt að lýsa tilfinningunni við að klára handrit í fullri lengd. Ekki að það sé tilbúið. Ég þarf að endurskrifa, endurskrifa aftur og sennilega enn einu sinni. Handritið sem ég var að klára er reyndar önnur útgáfa. Sú fyrsta var yfirfull af flassbökkum, svipað og stuttmyndin. Ég var ekki sáttur við aðalsöguna, sem gerist í nútímanum. Pétur var í slæmu sambandi og var hálfgerður ræfill. Það gat ekki gengið. Nýja útgáfan er allt öðruvísi. Rómantíkin er mikið til farin og harkan kom í staðinn. Það er komin alvöru ástæða fyrir öllu þessu veseni sem Pétur, Emilía, Halla og þau öll fara í gagn um. Pétur er aðalpersóna í kvikmynd. Hann þarf að geta haldið henni uppi og sigrast á öllu veseninu sem ég hendi í andlitið á honum. Ég verð að gefa ykkur virkileg góða ástæðu til að finna til með Emilíu.

Undir Svörtum Sandi

Ég er nokkuð sáttur við stefnuna sem nýja útgáfan er að taka. Hún er allavega mikið betri en síðasta. Það eru atriði sem erfitt var að skrifa. Ég fann mikið með nokkrum persónum því mér fannst ég ekki vera sanngjarn gagnvart þeim, en það er þeirra að yfirstíga þann vanda og vinna úr honum.

Ég vona að ég hafi tíma til að pússa smá áður en ég kem heim. Takist það ekki, er ég allavega með grunnhugmynd sem ætti að virka vel. 

Eins og komið hefur fram í helstu fjölmiðlum heims, verður stuttmyndin sýnd á RIFF. Ég mun taka þátt í kvikmyndasmiðjunni og kem alveg spes ferð til Ísland fyrir það. Vilji fólk vera í bandi, vilji einhver spyrja hvernig ég fer að því að vera svona ofboðslaga suxessfúl í útlandinu eða vilji einhver hjálpa mér að framleiða stórmyndina, er um að gera að emila á mig (sjá hér til vinstri) eða hringja í síma 8686976 eftir rétta viku. 

i love you all 


mbl.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á fimmtudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vonandi gengur þér vel með handritið, það er vist harkan sex þegar skrifa á handrit. Ég fór sjálf á námskeið í gerð kvikmyndahandrita, mér til gamans, en þá tók alvaran virkilega við. En ég kláraði námskeiðið. Hehehe....Good Luck.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta getur verið púl, en þegar maður er sestur og sekkur sér inn í heiminn í handritinu, vellur vælið upp úr manni. Svo verður að laga vælið eftir á. Þetta er ekki svo erfitt. Tekur bara svo mikinn tíma og ég hef engan tíma.

Villi Asgeirsson, 23.9.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Þú ert svo flottur. Gangi þér allt hið besta. Honí.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, ég veit að þetta er örugglega púl. Gangi, þér vel. Villi minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.9.2008 kl. 21:11

5 identicon

Good luck!!

alva (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband