18.8.2008 | 11:51
Hvað myndi ég gera við 65 milljónir?
Ef ég ynni 65 mijlljónir, myndi ég kaupa mér einfalda íbúð á Íslandi og flytja kvikmyndafyrirtækið, Oktober Films, norður undir heimskautsbaug. Ég myndi setja 20 milljónir inn í það og fara út í kvikmyndaframleiðslu. Ég myndi auðvitað vilja gera eigin myndir, en það væri gaman að sjá hvað grasrótin heima gæti gert. 20 milljónir eru kannski ekki stór upphæð, en ég hef áhuga á "low budget" kvikmyndagerð og myndi vilja prófa að gera íslenskar kvikmyndir sem stæðu undir sér. Einhvern tíma bloggaði ég um sjö milljóna myndir. Ég myndi henda þeirri hugmynd í framkvæmd.
En ég vann ekki 65 milljónir.
![]() |
Nauðsynlegt að róa sig niður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2008 | 13:21
Var á svæðinu og sá...
Ég er á landinu í þrjá daga. Fer aftur í fyrramálið. Hafði það þó af að láta draga mig á Örkina í gærkvöldi að sjá Megas spila. Þetta var svo yndislega íslenskt. Heyrðu, Megas er að spila í Hveragerði. Eigum við ekki að skella okkur? Jú, endilega. Svo var brunað af stað.
Hann var bara flottur eins og búast mátti við. Hljómsveitin var frábær, Lóa á sínum stað, Paradísarfuglinn hló og Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu fóru fram.
Skemmtilegt kvöld. Gaman að koma heim. Nenni ekki að fara út aftur. Það er svo mikið að gera, margt fólk að sjá. Ég verð lengur næst.
![]() |
Blómstrandi dagar í Hveragerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.8.2008 | 10:07
Maðurinn hét...
Maðurinn sem lést í Gori hét Stan Storimans og vann sem kvikmyndatökumaður fyrir RTL Nieuws. Hann var 39 ára. Hann má sjá á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í Hebron.
![]() |
Hollenskur fréttamaður lést |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2008 | 07:41
WWF - umhverfissamtök eða...
Flestir virðast gleypa við því sem WWF segir, enda eru þetta falleg umhvefissamtök sem vilja vernda náttúruna. Eða hvað? Eru þetta kannski samtök sem vilja vernda stórfyrirtæki? Hverjir eru á bak við WWF? Lesið endilega þessa grein.
Gott að vita að það eru ekki alvöru náttúruverndarsinnar sem eru að fetta fingur út í það sem við erum að gera. Þetta er auðvitað bisniss eins og allt annað.
![]() |
Tekist á um réttinn til að stýra fiskveiðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2008 | 07:29
Verðtrygging
![]() |
Lækkun vaxta jákvæð skilaboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2008 | 21:37
Guðatuð
Er ekki komið nóg af þessu helveðske guðatuði þar sem ekkert má segja um trúarbrögð án þess að allir brjálist? Hvað er svona heilagt við Múhameð, Ésú, Mosa og alla þá? Það er ofsalega hallærislegt að allir verði að þegja þegar kemur að trúmálum.
Það er ekki spurning að hafi Múði verið að pota í barn, má það alveg koma upp á yfirborðið. Ekki að ég hefði áhuga á að lesa þann viðbjóð, en það hjálpar engum nema skeggjuðum múllum að fela það. Tímarnir voru aðrir, en fjandinn hafi það, níu ára barn.
![]() |
„Ljósblátt klám“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2008 | 14:58
Vindur um eyru
![]() |
Byrjað á Búðarhálsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2008 | 13:34
Ómar, óskabarn Íslands?
Er einhver sem hefur snert þjóðina eins og Ómar? Hann fékk mig til að grenja úr hlátri á grænu og rauðu plötunum og í sjónvarpi. Pabbi vann sem útsendingarstjóri hjá Sjónvarpinu og ég fékk stundum að fara með. Sjónvarpsheimurinn var stórkostlegur. Eitt sinn var ég í stjórnklefanum, við hliðina á herberginu sem þulurnar notuðu til að segja frá dagskrá kvöldsins. Við upphaf dagsrár var spilað lag og ég fékk að velja það. Ég valdi Refinn í Hænsnakofanum. Ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára. Á svipuðum tíma var ég að uppgötva grænu og rauðu plöturnar með lögum eins og Botníu, Þremur Músum, Þremur Hjólum og Skíðakeppninni. Ég skrifaði athugasemd við færslu á síðunni hans í gær. Læt hluta hennar fylgja með.
Til hamingju Ómar! Þú átt þau margfalt skilið. Það tekur ótrúleganviljastyrk og þor að gera það sem þú ert að gera. Það er mikill munur áað vera elskaður og dáður sem skemmtikraftur og fréttamaður, og að veraumdeildur og jafnvel fyrirlitinn fyrir að vera "latte þambandi skáld101 hippi haus í skýjum" og allt það. Ég efast um að það sé til mikiðaf fólki sem hefði þorað að fórna því sem þú fórnaðir fyrirsannfæringuna. Það hefði verið mikið þægilegra að breyta engu og njótaefri áranna í friði. Þú átt virðingu skilið, hvort sem fólk er sammálaþér eða ekki. Það sem Bono sagði við David Bowie á 50 ára afmæli hinssíðarnefnda á svo sannarlega við um þig. "The world should get down ontheir knees and kiss your arse". Set þetta inn á frummálinu því þettaþýðist svo illa.
Rakst á þetta gamla gullkorn á netinu. Njótið!
![]() |
Ómar Ragnarsson verðlaunaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 11:51
Pækluð Plóma
Þessi færsla er stutt og ómerkileg. Þetta er blogga við frétt færsla. Þó ekki um hundinn minn eða páfagauk, né um smákökubakstur. Ég setti heilmikið viðtal við Megas á bloggið fyrir einhverjum dögum. Það er eflaust stærsta og mesta færsla sem ég hef skrifað, en ég festi hana ekki við frétt.
Vilji aðdáendur stórskáldsins lesa viðtal frá því í apríl 1990, rétt áður en Pæklaðar Plómur urðu frægar, er um að gera að skoða færsluna hér. Ef ekki, bendi ég á þetta.
Það hefði verið gaman að sjá snillinginn á sviði, en maður er að rolast erlendis eins og alltaf, svo ég læt mér nægja að hlusta á Gasstöðina við Hlemm í iTunes og bílnum.
![]() |
Megas loksins á Iceland Airwaves |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 11:53
Brýnt að vanda sig
Merkilegt hvernig Geir tekur til orða. Hann segir: Nú verði allir að leggjast á eitt um að hraða þessu máli og klára umhverfismatið, því það sé ekkert mikilvægara fyrir Íslendinga um þessar mundir en að auka verðmætasköpun í landinu og senda þau boð út í þjóðfélagið og til þeirra sem vilja fjárfesta á Íslandi, að hér sé vel tekið á móti þeim sem hafi slík áform.
Þýðir þetta ekki að hann sé að segja fólki að drífa í þessu svo hægt sé að byrja að byggja? Ég get ekki betur séð en hann sé búinn að ákveða hvernig þetta fer.
Ekki að það sé neitt ákveðið. Nema að pólitíkin verði ofan á. Kannski er þetta ekki svo slæm framkvæmd, en það er auðvitað rugl að ráðast á umhverfisráðherra eins og margir hafa gert, fyrir það eitt að standa við kosningaloforð. Það er líka hallærislegt af forsætisráðherra að láta sjást að hann sé ósammála ráðherra í hans eigin ríkisstjórn. Geti hann gert betur í umhverfismálum er það sennilega lítið mál fyrir hann að skipta um stól.
Fyrst hann er að minnast á að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, vil ég endilega benda þeim sem ekki hafa lesið bæklinginn "Lowest Energy Prices" að kynna sér hann. Þar er á ferð rit eftir ríkisstjórn sem er öskrandi eins og köttur á lóðaríi.
![]() |
Brýnt að hraða umhverfismati |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |